Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1990, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1990, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDA6UR 19. DESEMBER 1990. 17 Svidsljós Rachel Hunter, 21 árs gömul nýsjálensk fyrirsæta, brosir hamingjusöm eft- ir að hafa komið Rod Stewart upp að altarinu. ----------------7T-------- Heilsusamlegar jólagjafir Úrval af þrekhjólum frá Kettler V-Þýskalandi Verö frá kr. 15.500, stgr. 14.725 Ármúla 40 sími 35320 Iferslunin >U4RKID Jólatilboð: Lyftingabekkur með fótæfingum og 50 kg lóðasetti, verð aðeins kr. 15.700, stgr. kr. 14.900 Fáanlegiraukahlutir: Hnébeygjustandurkr. 4.484 Butterfly kr. 4.500 Rod Stewart giftist -brúðurin er 21 árs fyrirsæta frá Nýja-Sjálandi Breska rokkstjarnan Rod Stewart og nýsjálenska fyrirsætan Rachel Hunter giftu sig í Hollywood 15. de- sember. Fjölmargir voru viðstaddir athöfnina sem fór fram við sekkja- pípuundirleik. „Hún er frábær, hún er yndisleg, hún er falleg," sagði Rod stoltur viö kirkjugesti þegar hann gekk út í Rolls Royce bifreiðina sem flutti þau frá kirkju. Tuttugu verðir gættu þess að óboðnir gestir kæmust ekki að kirkjunni og lök voru hengd upp fyr- ir'utan til að byrgja útsýnið fyrir for- vitnum vegfarendum. Náinn vinur Rods sagði að það hefðu orðið mikil umskipti á drengn- um síðan hann lét hafa það eftir sér að áhugamál hans væru fótbolti, drykkja og konur - í þessari röð. Söngvarinn er nú orðinn 45 ára gam- all en er ennþá á fullu í bransanum. Rod hitti Rachel fyrst í ágúst í sum- ar, rétt eftir að hafá slitið sambandi við barnsmóður sína, fyrirsætuna Kelly Emberg. Áður hafði hann stað- ið í ástarsambandi við Britt Eckland og verið giftur Alönu Hamilton Stew- art auk þess sem hann átti vingott við ótal aðrar stúlkur. Auk hinnar þriggja ára gömlu Ruby, dóttur hans og Kelly Emberg, á Rod tvö önnur börn meö Alönu, fyrrum eiginkonu sinni. Þau heita Kimberley, 10 ára, og Sean, 9 ára. Áöur en Rod Stewart varð frægur á sjöunda áratugnum vann hann viö að taka grafir í kirkjugörðum. En síðan eru liðin mörg ár. Blindur maður rænir 17 banka Robert Vernon Toye er maður sem lét ekki fotlun sína hindra sig í starfi. Þrátt fyrir að hann væri nær algjör- lega bhndur af völdum hrömunar- sjúkdóms sem leggst á augun náöi hann að ræna alls 17 banka áður en hann komst undir manna hendur og var settur bak við lás og slá. „Þegar sjónin brást var þetta það eina sem ég gat hugsað mér að gera,“ segir Toye sem nú situr í fangelsi sem er sérstaklega hannað fyrir fatlaöa fanga. Hann lét blindu sína aldrei stöðva sig heldur sérhæfði sig í að ræna banka með hvítan staf einan að vopni. Að vísu faldi hann kók- flösku gjarnan undir frakkanum sín- um sem hann sagði gjaldkerum að væri byssa. Hann náðist tvisvar. í fyrra skiptið var hann svo óheppinn að ana beint í flasið á vopnuðum vörðum sem voru í þeim svifum að koma með peningasendingu til bankans. í það skipti slapp hann úr höndum yfir- valda en nokkrum árum og talsvert mörgum bankaránum seinna náðist hann endanlega. Hann fékk 17 ára fangelsisdóm og hefur einu sinni reynt að flýja. Þrátt fyrir blinduna tókst honum að komast yfir girðing- una en var þá svo óheppinn að Blindur maður sem situr í fangelsi fyrir 17 bankarán. hlaupa á tré. Alls tókst Toye að nurla saman röskum 70 þúsund dollurum með ránum. Hann fullyrðir að hann hafi gefið hluta þess til styrktar blindum en minnst af fénu hefur fundist. Toye, sem sleppur úr fangelsi 1993, segist ekki gera ráð fyrir því að taka upp heiðarlegt liferni að lokinni af- plánun. „Ef mig vantar einhvern tíma pen- inga þá veit ég hvar þá er að finna,“ segir sá blindi hvergi banginn. AfflYGLISVERÐAR RÆiriiD SKUGGSJA BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS SF MYNDÍR ÚR LÍFIPÉTURS EGGERZ, FYRRVERANDI SENDIHERRA GAMAN OG ALVARA PÉTUR EGGÉRZ Pétur Eggerz segir hér fyrst frá lífi sfnu sem lítill drengur í Tjarnargötunni f Reykjavík, þegar samfélagið .var mótað af allt öðrum viðhorfum en nú tíðkast. Síðan fjallar hann um það, er hann vex úr grasi, ákveður að nema lögfræði og fer til starfa f utanríkis- þjónustunni og gerist sendiherra. Pétur hefur kynnst miklum Qölda fólks, sem hann segir frá f þessari þók. KENNARI Á FARALDSFÆTI MINNINGAR FRÁ KENNARASTARFI AUÐUNN BRAGISVEINSSON Auðunn Bragi segir hér frá 35 ára kennara- starfi sfnu í öllum hlutum landsins. Hann greinir hér af hreinskilni frá miklum íjölda fólks, sem hann kynntist á þessum tfma, þæði til lofs og lasts. Hann segir hér frá kennslu sinni og skólastjórn á fimmtán stöðum, m.a. á Akranesi, Hellissandi, Bol- ungarvík, Ólafsfirði, Skálholti, Kópavogi og í Ballerup í Danmörku. BÍLDUDALSKÓNGURINN -ATHAFNASAGA PÉTURS J. THORSTEINSSONAR ÁSGEIR JAKOBSSON Þetta er saga Péturs J. Thorsteinssonar, sem var frumherji í atvinnulffí þjóðarinnar á síðustu áratugum nítjándu aldar og fyrstu áratugum þeirrar tuttugustu; saga manns, sem vann það einstæða afrek að þyggja upp frá grunni öflugt sjávarpláss; hetjusaga manns, sem þoldi mikil áföll og marga þunga raun á athafnaferlinum og þó enn meiri í einkalffinu. SONUR SÓLAR RITGERÐIR UM ÐULRÆN EFNI ÆVAR R. KVARAN Ævar segir hér frá faraónum Ekn-Aton, sem dýrkaði sólarguöinn og var langt á undan sinni samtfð. Meðal annarra rit- gerða hér eru t.d.: Sveppurinn helgi; Haf- steinn Björnsson miðill; Vandi miðilsstarfs- ins; Bréf frá sjúklingi; Miðillinn Indriði Indriðason; Máttur og mikilvægi hugsun- ar; Er mótlæti ílffinu böl?; Himnesk tónlist; Hefur þú lifað áður?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.