Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1990, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1990, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990. Menning Snillingur og ævintýramaður Gils Guðmundsson rithöfundur hefur lagt í það mikla verkefni að semja bók um lífs- hlaup skáldsins, ævintýramannsins og at- hafnamannsins Einars Benediktssonar. Þetta er mikið verk að vöxtum, heilar 418 bls. í stærsta bókarbroti og með frekar smáu letri. Samt nær hann ekki nema að stikla á stóru í lífshlaupi þessa merka skálds og æv- intýramanns. Við lestur bókarinnar vaknar löngun til að vita miklu meira um athafnir Einars Benediktssonar. Einkum og sér í lagi langar mann að vita meira um það tímabil ævinnar sem hann bjó mestmegnis erlendis. Gils gerir í upphafi grein fyrir kynstaf Ein- ars Benediktssonar og þá alveg sérstaklega foreldrum hans - stormasamri sambúð þeirra og hjúskaparslitum sem viröast hafa haft mikil áhrif á Einar, þá ungan dreng. Til að skrásetja þessa bók, Væringiann mikla, hefur Glls Guðmundsson dregið að sér ógrynni heimilda. Alveg sérstaklega á þetta við um blaðaútgáfu, ritstörf og stjóm- málabaráttu Einars Benediktssonar. Eða þar til hann lætur af starfi sýslumanns Rang- æinga og snýr sér að því að vinna hugmynd- um sínum um virkjun vatnsaíls á íslandi fylgi meðal erlendra peningamanna árið 1907. Af eðlilegum ástæðum eru ekki til jafn- góðar heimildir um búsetu hans erlendis þótt allnokkrar séu. Þá er og ítarlega fjallað um útkomu ljóðabóka Einars og þá dóma sem þær fengu í blöðum þess tíma. Við sem höfum lesið ljóð Einars Benedikts- sonar fáum á vissan hátt nýja innsýn í Ijóöa- gerð hans í þessari bók. Um það verður ekki deilt aö fjölmörg ljóð Einars Benediktssonar er þung, tyrfin og sum hreinlega leiðinlegt samansafn uppskrúfaðra lýsingaroröa. Svo eru aftur önnur sem eru svo vel ort að þau sitja á hæsta tindi íslenskrar ljóðagerðar. Mörg þeirra uppfull af mannviti og speki, svo sem Einræður Starkaðar, svo að dæmi sé tekið. Enn önnur með því ljóðrænasta sem gerist. Við lestur þessarar bókar kemur í ljós að mörg þessi upphöfnu fossa- og fjármagns- hvatningarkvæði Einars eru einmitt ort þeg- ar mest gekk á hjá honum í peningasöfnun og fyrirtækjastofnunum erlendis. Skýrt er frá tilurð ýmissa hans fegurstu kvæða. Þau virðast vera ort þegar hugur hans fékk hvíld frá hinu veraldlega amstri. Gils gerir ekki mikið að því að tína til þjóð- sögurnar sem spunnust um Einar Benedikts- son - sumar sannar, aðrar ósannar en flestar mjög skemmtilegar. Þó hygg ég að stór hluti þeirra sé sannur. Það sýnir sagan af því þeg- ar hann var í fáeina klukkutíma samferða þýskum auðjöfri í jámbrautarlest. Þeir höfðu aldrei hist fyrr. Samt gekk Einar út úr lest- inni með 25 þúsund þýsk mörk sem áttu að ganga til einhvers af þeim fjölda hlutafélaga sem hann stofnaði erlendis um vatnsaflið á íslandi. Þetta' er sönn saga því sá þýski heyrði aldrei í Einari meir en kom til íslands og ætlaði að hafa uppi á honum. Þaö tókst auðvitað aldrei því að Einar bjó þá erlendis. Hann átti einbýlishús í London, Kaup- mannahöfn og sjálfan Höfða í Reykjavík, allt á sama tíma. Hann átti líka fastpöntuð her- bergi á fínustu hótelum víða um lönd ef hann þurfti að bregða sér milli landa með htlum eða engum fyrirvara. Og hann var alltaf stór í sniðum. Þegar aðrir gáfu betlurum skilding gaf hann þeim seðla. Einar Benediktsson - væringinn mikli. Bókmenntir Sigurdór Sigurdórsson Það er hreint með óhkindum hvað Einari hefur tekist að vefja fjármálamönnum í Eng- landi, Danmörku, Noregi og Kanada um fmg- ur sér. Og á þessu tókst honum að lifa eins og greifi í ein 20 ár. Þeim mun sorglegri og furðulegri eru ævilok þessa einstaka manns. Hann endar ævina aö kalla eignalaus maður suður í Herdísarvík, kominn upp á náð konu sem dáði hann og dýrkaði sem skáld. Eflaust verður öll ævisaga Einars Bene- diktssonar aldrei skrifuð. Það verður ekki komist mikið lengra en Gils gerir í þessu mikla ritverki sínu. Til þess vantar of mikið af gögnum frá árum Einars erlendis. Gögn- um sem sennilega eru ekki lengur th, ef þau hafa þá einhvern tíma verið það, nema þá í hugum þeirra sem fylgdu honum eftir og enginn virðist hafa fylgt honum á öllum þeim miklu ferðalögum sem hann efndi til um ævina. Það er hins vegar rétt sem Ghs segir á ein- um stað í bókinni að það er sannarlega verð- ugt verkefni einhverra sagnfræðinga að skrifa fræðirit um ævi þessa merka manns. Gils segir líka að hér sé ekki um ævisögu í venjulegum skhningi að ræða. Heldur sé efn- ið vahð og tengt saman með þeim hætti að úr verði sæmilega greinargott yfirht um fer- h skáldsins og verk þess. Sannarlega hefur Gils tekist það. Enda þótt kaflinn um stjóm- málaþátttöku Einars, og blaðaútgáfu hans henni samfara, sé ef th vih greinarbesti hluti bókarinnar, vegna þess hve auðvelt er að komast að góðum heimhdum þar, er kaflinn um skáldskap hans og thurð ýmissa ljóða vel þeginn okkur nútímamönnum sem yndi höfum af mörgum ljóðum hans. Ghs Guðmundsson hefur unnið enn eitt afrekið á rithöfundarferh sínum með þessari bók. Væringinn mikli Höfundur: Gils Guðmundsson Menningarsjóður Vinsamlegur vitnis- burður um ísland „Þeir hermenn voru því miður of margir sem höfðu tungur tvær og töluðu sitt með hvorri,“ skrifar Louis E. Marshall, 87 ára gamah lögmaður í San Antonio í Bandaríkjunum. Hann var í bandaríska herliðinu á íslandi á árunum 1943-45 og eignaöist íslenska ástkonu hér á landi, þó svo að hann væri kvæntur maður heima í Bandaríkjunum, og er hann faðir eins af „ástands- bömunum" svonefndu. En sjálfur lítur hann ekki svo á að hann hafi talað tungum tveim. Bók hans virðist a.m.k. að einhverju leyti vera hugsuð sem „vamar- ræða“ vegna framkomu við' íslenska vinkonu og son þeirra. Sem vamarræða er bók lögfræðingsins ekki sérlega sterk, þó vissulega sé auðvelt að skilja að hann hafi orðiö ástfanginn hér á landi eins og svo fjölmarg- ir landar hans. í bókarlok virðist hann líka efins um að „nokkur maður skilji" hvers vegna hann breytti eins og hann geröi. En auðvitað er frásögnin af ástar- ævintýri hans til þess fallin að gefa bókinni persónu- legri blæ og að draga að fleiri lesendur en ella. Það eykur sömuleiðis á læsileika bókarinnar að höfundur skuli ekki láta nægja að greina frá dvöl sinni hér á landi heldur íjalla einnig ahítarlega um æsku sína og uppmna þannig aö lesandinn þekkir hann ahvel er hann stígur fæti á íslenska grund í fyrsta sinn. Gildi bókarinnar felst að sjálfsögðu einkum í því að hér er kominn vitnisburður um hvaða augum banda- rískur hermaður leit íslensku þjóðina. Það er skemmst frá því að segja að hann gefur íslendingum yfirleitt mjög vinsamlegan vitnisburö. „Þeir vom stoltir og þetta stolt kom ekki sízt fram í gestrisni og hve eigin- legt þeim var að endurgjalda hvers konar vinsemd og persónulega greiða,“ skrifar Marshah. Það kemur enda fram að hann hefur eignast marga góða íslenska vini og sýnt íslenskri menningu, einkum tónhst og leikhst, mikinn áhuga. Hann lagði það líka á sig að læra dáhtið í íslensku hjá Sigurði Skúlasyni magister og fór kennslan fram í Háskólanum. Þar stautaði hann sig fram úr „Gagni og gamni“. Meðal þess sem hann hreifst sérstaklega af hér á landi voru norðurljósin og segist hann hafa fyllst lotningu frammi fyrir þeirri undrafegurð. Fomtnilegt er að lesa lýsingar hans á lífinu í „Trí- pólí-kampi“, t.d. af heimsókn þekktra skemmtikrafta eins og Marlene Dietrich. Segir hann að því fari fjarri að Klúbburinn í Trípólí hafi verið eitthvert spilhngar- bæh þar sem engir íslendingar kæmu nema lauslátt kvenfólk. Siöferði hafi þvert á móti yfirleitt verið gott með íslendingum. Hann neitar því þó ekki að vændi hafi átt sér stað á þessum tíma, enda voru um tíma jafnmargir erlendir hermenn í landinu og íbúar höfuð- borgarinnar. Höfundurinn fyrir framan barra í Trípóli á stríðsárun- um. . Bókmeimtir Gunnlaugur A. Jónsson Hann segir frá því að 17. júní 1944 hafi Bandaríkja- menn samfagnað íslendingum af hehum hug en ekki vitað hvemig þeir áttu að sýna það í verki. „Við gerð- um það eina sem við gátum gert, opnuðum Klúbbinn og létum boð út ganga að allir væru velkomnir. Eins og við var að búast kom enginn. Daginn þann höfðu íslendingar öðru að sinna en erlendum her.“ Þó að það sé fátt sem komi á óvart í þessari bók þá er fengur í henxú. Hún sýnir okkur „lúna hhðina“ á styijaldarárunum. Louis E. Marshall Hernámið. Hin hliðln Áslaug Ragnars bjó til prentunar ísafold 1990 Síðan skein sól. Síðan skein sól - Halló, ég elska þig Rokk og sól Fáar hljómsveitir hafa náð jafnmikilli hylli á jafnskömmum tíma hér á landi og hljómsveitin Síðan skein sól. Hún hefur enda verið á stöðugum tónleikaferðum vítt og breitt um landið og er í dag tvímælalaust vinsæl- asta rokkhljómsveit landsins. Þar er reyndar ekki um neina stórskostlega samkeppni að ræða því þær eru ekki ýkja margar hljómsveitimar hér á landi sem leika þetta glað- væra hálfhráa rokk sem Síðan skein sól leikur á tónleikum. Engu að síð- ur er það engin spuming að hljómsveitin er fiörugasta rokkhljómsveit landsins og ekkert skrítiö þótt hún hafi fengið gælunafnið Síðan skein Stones með tílvísun til Rohing Stones-áhrifa sem merkja má í tónlist sveit- arinnar. Og þessi nýja plata ber þess ótvíræð merki að hljómsveitin var búin að vera í mikilh tónleikarispu þegar hlaupið var í hljóðver; tónleikafjörið er áberandi í öllum rokkaðri lögum plötunnar og þar keyrir hljómsveitin Nýjarplötur Sigurður Þór Salvarsson eingöngu á einföldu melódísku rokki þar sem aðeins er notast við hljóm- sveitarmeðlimi sjálfa; engin aukahljóðfæri. Þessi rokklög em sum hver með þeim allra bestu sem komið hafa út á plötu hérlendis, lög eins og Nóttin hún er yndisleg og titihagið Hahó, ég elska þig; bæði fjörug og grípandi og fyrirtaks danslög. En Síðan skein sól á sér aðra hhð og það er rólega hhðin sem var svo áberandi á síðustu plötu en fær minna pláss núna. Að mínu mati er sú hhð hljómsveitarinnar ekki síðri og hðsmenn sveitarinnar virðast vera jafnvígir á báðar hliðamar. ÖUu meira virðist lagt í útsetningar rólegu laganna, ýmis aukahljófæri koma th sögunnar eins og fiðlur, harmóníka, blásturshljóðfæri og orgel. Textar Helga Bjömssonar söngvara heyrast mér vera með ágætum, hann heldur sig mikið við ástina sem fyrr en erfitt er að leggja raun- verulegt mat á textagerðina því að eins og á flestum plötum sem Skífan gefur út um þessi jól vantar textablað og nánar upplýsingar um hljóð- færaskipan í einstaka lögu. Ef þetta er gert í spamaðarskyni er þetta vondur spamaður sem bitnar á kaupendum. Þessi plata er hins vegar aUs góðs makleg og enginn svikinn sem hana kaupir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.