Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1991, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1991, Page 18
18 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1991. Veiðivon DV birtir opið bréf Lúðvíks Gizurarsonar til landbúnaðráðherra: Um lengingu laxveiðitímans Eins og kunnungt er þá er laxveiði á stöng takmörkuð við þijá mánuði á sumri. Veiði er því hætt í laxveiðiám á haustin í samræmi við þann dag sem þær voru opnaðar á snemma sumars. Tilgangurinn er meðal annars sá að tryggja nægan hrygningarstofn. í dag á sú stefna vaxandi fylgi að nota sleppingu gönguseiða til að tryggja áframhaldandi laxveiði, sbr. þann árangur sem náðist í Rangánum í sumar. Við slíkar aðstæður virðast tak- mörkun laxveiðitímans ekki eiga við. Á haustin er víða tek-' inn klaklax og þá í net. Þau skemma laxinn, enda úr fínum nylonþræði. Til bóta væri að ná klaklaxinum á flugu og þá með lengri veiðitíma. Náðst hefur samkomulag um að taka upp laxanet í Hvítá í Borgarfirði. Þetta skapar nýja og óþekkta möguleika til laxa- ræktar á þessu svæði. En upp- takan kostar fé. Hvernig væri að greiða aukinn kostnað með því að lengja laxveiðitímann? Á það má benda að vaxandi íjöldi veiðimanna vili njóta þeirrar ánægju sem laxveiði hefur upp á að bjóða. Það eru ekki allir sem vilja vera á dýrasta tíma. Auðvitað yrði lenging veiði- tíma í hverju einstöku tilfelh háð samþykki viðkomandi veiðifélags og Veiðimálastjóra, en möguleikann þarf að opna með því að breyta laxveiðilög- um. Óskir eru háværar um meira framboð veiðileyfa á viðráðan- legu verði. Lenging laxveiði- tímans mun auka heildartekjur bænda af slíkri veiði, þegar til lengri tíma er litið og yrði gert án styrkja eða opinberrar að- stoðar sem svo mjög er gagn- rýnd í dag. Viða um land munu veiðimenn eflaust tanga lengingu laxveiðitímans en á myndinni eru þeir Dagur Garðarsson og Pétur Björnsson með stórlaxa úr Laxá í Dölum. DV- mynd Gunni Björns Veiðimaður vippar laxi, sem tók flugu, úr Ægissíðufossi síðasta sumar. DV-mynd LL Rangámar: Dýrasti dagur- inn 15 þúsund „Það er mjög erfitt að spá fyrir um næsta sumar með veiðina en þessi hækkun á veiöileyfum er ekki mikil, miðað við veiðivon og aðrar veiði- ár,“ sagði Aöalbjörn Kjartansson hjá Búfiski í gærdag. „Við vonum að tveggja ára laxinn skili sér næsta sumar í einhverjum mæli,“ sagði Aðalbjöm í lokin. En fyrir skömmu var ákveðið verð á veiðileyfum í ánum næsta sumar. Eins og veiðimenn áttu von á eftir hið góða sumar j Rangánum hækka veiðileyfm þónokkuð næsta sumar. Mjög misjafnt er hvað veiðileyfm kosta í Rangámar, allt frá 2500 kr. upp í 15.000 kr. dýrast. Þetta er á svæði tvö í ánni sem dagurinn er seldur á þessu verði, en í fyrra kost- aði hann 6000 kr. Þetta þýöir um 120% hækkun á milli ára. -G.Bender Þjóðar- spaug DY Of margir hringir Skömmu eftir að hringtorg eitt var búiö til, í einum af stærri bæjum landsins, fannst heima- mönnum það heilmikið sport að aka hring eftir hring. Það var ekki af ástæðulausu að bæjar- starfsmenn settu upp skilti viö hringtorgið sem á stóð; „Bannaö að aka fleiri en einn hring í einu.“ Dræm kirkjusókn Prestur í Reykjavik undraðist eitt sinn hina háværu og óvenju- legu klukknahringingu einn sunnudagsmorguninn sem kom frá kirkju hans. Hann snaraði sér því upp í kirkjuturninn og spurði hringjarann hvaö í ósköpunum eiginlega gengi á. „Ef þessir andskotar koma ekkí til kirkju núna þá má fjandinn hirða mig fái þeir einhvern svefn- friðsvaraði hringjarinn. Kona ein, sem hafði mikið yndi af krossgátum og þurfti stundum hjálp viö úrlausnimar, vaknaði eitt sinn við að heslur hneggjaði uti í garði. Hún hnippti því í eigin- mannsinn og spurði; „Hvað er þaö sem veldur því að hestur hneggjar úti í garði um miðja nótt?“ „Hvað eru það margir stafir?“ umlaði eiginmaðurinn. Elskið eðasldlið fslensk hjón, sem voru að ferð- ast í Nýju-Mexíkó, sáu eítt sinn bíl þar í borg sem indíáni ók. Á afturrúðu bílsins var stórt merki, sem á stóð: „Elskiði Ameríku, eða skilið heirni aftur." Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. Artec útvarpstæki með segulbandi að verðmæti kr. 4.900,- 2. Artec útvarpstæki með segulbandi að verðmæti kr. 4.900,- Verðlaunin koma frá versluninni Opus, Skipholti 7, Reykjavík Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 87 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir áttu- gustu og fimmtu getraun reyndust vera: LPéturSveinsson, Akralandi 108, Reykjavík. 2. Unnur Melsted, Hvassaleiti 10,103 Reykjavík. Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.