Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1991, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1991, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1991. Ford-sigurvegara gengur vel í USA: Fékk tilboð um að leika í kvikmynd segir Iillí Karen Wdowiak „Ég fór til Bandaríkjanna í byrjun ágúst og ætlaði að taka mér smáfrí eftir að hafa starfað við fyrirsætu- störf á Ítalíu. Það æxlaðist þó þannig að mér var boðið að gerast fyrirsæta og hef nú tvær umboðsskrifstofur að vinna fyrir,“ segir Lillí Karen Wdow- iak, sigurvegari Ford-keppninnar árið 1989. Öllum þeim stúlkum, sem tekið hafa þátt í Ford-keppninni og hafa haft áhuga á að starfa við fyrirsætu- störf á erlendum vettvangi, virðist ganga mjög vel á þeirri braut. Lillí Karen er ein þeirra. Ágústa Erna Hilmarsdóttir, sigurvegarinn 1988, kom heim í sumar eftir að hafa starf- að nánast samfleytt á erlendri grundu frá sigrinum. Ágústa Erna var aðeins fimmtán ára gömul er hún sigraði í keppninni og sextán ára hélt hún til Þýskalands til fyrirsætu- starfa. Nú er Ágústa Erna komin heim í bili, reynslunni ríkari, og stundar nú nám af kappi í Mennta- skólanum við Hamrahlíð. „Það þýðir ekkert annað en að læra,“ sagði hún í samtali við helgarblaðið. Hins vegar er Ágústa ákveðin í að starfa við fyr- irsætustörfm næsta sumar. Lillí.Karen er hins vegar að upplifa glænýja veröld. Mjög erfitt er fyrir ungar stúlkur að koma sér áfram í New York þar sem samkeppnin er hvað hörðust á fyrirsætumarkaðn- um. Hóf ferilinn í Noregi Lillí Karen hóf sinn feril í Noregi þar sem hún dvaldist um nokkurra mánaða skeið. Þá fór hún til Mílanó og gekk vel enda hefur hún ekki komið heim í heilt ár. Frá því að Lillí kom til New York hefur hún haft nóg að gera og segist lifa ágætu lífi. „Þetta er miklu erfiðara starf en ég bjóst við en samt það skemmtilegt að mig langar ekkert til að hætta. Ég er alveg ákveðin í að vera í að minnsta kosti þijú áf'í viðbót. Mest er fyrir mig að gera í tengslum við verðhsta en það er jafnframt best borgað," sagði Lillí Karen. Næsta vpr áætlar Lillí Karen að fara til Japan en þaðan hefur henni borist boð um að koma. Reyndar má geta þess að mjög margar af þeim stúlkum, sem hafa verið þátttakend- ur í Ford-keppninni á undanfórnum árum, starfa nú í Japan við fyrir- sætustörf en Japanir eru mjög hrifn- ir af norrænum stúlkum. „Eg verð einungis þar í tvo mánuði en held síðan aftur til Bandaríkjanna.“ „Það voru allir búnir að segja mér að vonlaust væri að reyna fyrirsætu- markaðinn í Bandaríkjunum, enda var ég ekki á þeim buxunum þegar ég kom þangað. Ég var stödd á diskó- teki á Manhattan þegar fólk frá um- boðsskrifstofu gekk að mér og bauð mér vinnu. Þetta kom mér rækilega á óvart en ég var ekki einu sinni með myndamöppuna með mér í New York,“ segir Lillí Karen. „Það gekk alveg furöufljótt að fá íbúð, eins og aht kæmi upp í hendumar á mér,“ segir Lilh ennfremur. Heillandi tilboð Vinkona Lilhar fór með henni frá Mílanó th Bandaríkjanna og báðar settust þær þar að. En ævintýrin gerast. Þegar Lillí Karen var í sam- kvæmi í New York fyrir stuttu var þar staddur stjórnandi kvikmyndar- innar Kilhng Fields. „Þessi maður settist hjá mér og fór aö ræða heil- mikið við mig en ég hafði enga hug- Agusta Erna Hilmarsdóttir, Ford-sigurvegari 1988, starfaði um skeið á ítaliu við fyrirsætustörf þó ung sé að árum. Hún stundar nú nám í Mennta- skólanum í Hamrahlíð. Lillí Karen Wdowiak: Ford- sigurvegari 1989, hefur náð að hasla sér völl tískuheiminum í New York. Boðin komu upp í hend- urnaráhennier hún var þar á ferðalagi. Lillí Karen var stödd i sam- kvæmi er stjórn- andi Killing Fi- elds gaf sig á tal við hana og ósk- aði eftir henni í prufutöku í nýrri kvikmynd. mynd um hver hann væri, enda kynnti hann sig ekki. Maðurinn sagðist hafa áhuga á að prófa mig í nýja kvikmynd sem hann væri að ’ fara að vinna þar sem ég líktist þeirri stúlku sem handritið gerði ráð fyrir. Ég tók hann ekki trúanlegan fyrr en aðrir gestir í samkvæminu fóru að segja mér að þessi maður gæti gert stóra hluti fyrir mig,“ heldur Lillí Karen áfram. Hún á von á handriti kvikmyndarinnar í byrjun janúar. „Ég veit ekki einu sinni hvað myndin heitir." , Lillí Karen segist ekki vita hversu mikill leikari hún sé en áhugann vantar ekki. „Það er gaman aö prófa eitthvað nýtt.“ Ekki segist hún hræðast stórborg- ina, enda hafl hún minnstan tíma til að hugsa um hættur hennar. „Ég geng þó aldrei ein á götu á kvöldin," segir hún. „Ætli ég hafi ekki verið mjög heppin, fengið tækifærin upp í hendurnar," segir Ford-stúlkan. í sambandi við Ford-Models Lillí Karen hefur verið í sambandi við Ford-skrifstofuna í New York og þar hefur hún einnig fengið störf. Hins vegar segist hún fá meira að gera hjá hinum skrifstofunum þar sem Ford-skrifstofan sé með afar stóran hóp skandínaviskra stúlkna á sínum snærum. „Það er ágætt fyrir mig að starfa fyrst fyrir minni skrif- stofurnar og skapa mér nafn. Hins vegar stefnj ég að því að vinna fyrir Ford þegar mér hefur tekist að koma mér á framfæri." Fyrirsætur þurfa sífellt að vera á þönum á milli fyrirtækja með möpp- urnar sínar en Lillí Karen hefur leyst það vandamál með hjálp smástráka sem hjóla á milli fyrirtækja með möppur fyrirsætanna fyrir fimm dollara á hvern viðskiptavin. Þessir smástrákar gera stúlkunum mikinn greiða þegar þær komast ekki sjálfar á staðinn en sárt getur verið að missa af Verkefnunum. Lilh Karen dvaldi hér á landi í tvær vikur en hún flaug utan fyrir áramót því verkefnin biðu hennar. Næsta keppni í mars Bryndís Ólafsdóttir, Ford-sigur- vegari þessa árs, hefur ekki notfært sér að starfa sem fyrirsæta erlendis enn sem komið er. Brátt líður að því að nýr sigurvegari verði vahnn en fyrst verður auglýst eftir myndum frá þeim stúlkum sem áhuga hafa á að vera með í keppninni. Þó er ekki búist við að það verði fyrr en undir næstu mánaðamót en úrslitakeppnin verður í lok mars. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.