Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1991, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1991, Page 9
ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1991. 9 Utlönd Dimitri Jasov, varnarmálaráðherra Sovétríkjanna, hefur að sögn lengi beðið eftir tækifæri til að styrkja herinn. Hann hefur nú náð mikilvægum áfanga. Símamynd Reuter Aukin spenna 1 Sovétríkjunum: Herf lutningar til lýðveldanna hafnir Mikill ótti er nú í Sovétríkjunum viö að spenna fari vaxandi í kjölfar þess að stjórnin hefur ákveðið að senda fjölda fallhlífarhermanna til sjö lýðvelda þar sem órói hefur verið mikill á undanförnum mánuðum. Tilgangurinn með herflutningun- um er að vara þjóðernissinna við að ganga of langt í frelsiskröfum og aö tryggja að herskyldir menn hlýði herkvaðningu. í mörgum lýðveldum hafa heimamenn nær algerlega hundsað herinn. Hermenn verða sendir til Eystra- saltsríkjanna, Kákasuslýðveldanna, Moldóvu og hluta Úkraínu. Af hálfu varnarmálaráðuneytisins sovéska er látið svo heima að hermennirnir eigi að hafa eftirlit með skráningu nýliða í herinn en þó er öllum ljóst að þeitn er ekki ætlað að vinna skrifstofu- störf. í yfirlýsingu ráðuneytisins er sagt að þrjóska manna í lýðveldunum sjö veiki varnir landsins og því sé óhjá- kvæmilegt að grípa til þessara að- gerða. Málefni hersins verða rædd í Æðsta ráðinu í dag en þar er einnig ætlunin að ræða fjárlög þessa árs. Ráðið kemur saman í dag eftir hlé um áramótin. Aukin spenna í Sovétríkjunum endurspeglast líka i deilum um fjár- lögin. Gorbatsjov forseti lýsti því yfir fyrir helgi að samkomulag hefði náðst við lýðveldin um fjárlögin. Boris Jeltsín hefur hafnað þessu fyr- ir hönd rússneska lýðveldisins og sagt að ekki komi til greina að stjórn þess greiði það til miðstjórnarinnar í Kreml sem Gorbatsjov vill. Stjórnarandstæðingar í Sovétríkj- unum óttast að ef til styrjaldar kem- ur við Persaflóa noti herinn tæki- færið til að ráðast gegn hópum þjóð- ernissinna í lýðveldunum. Þeir segja að sókn á hendur þeim veröi minna áberandi í augum umheimsins ef Bandaríkjamenn eiga á sama tíma í stríði. Aðrir segja að herflutningarnir nú séu gagngert hugsaðir til að auka á spennuna í lýðveldunum i von um að róstur þar gefi tilefni til að beita hernum gegn stjórnarandstæðing- um. Fréttir hafa borist um að herflutn- ingarnir séu þegar hafnir og í Eystra- saltsríkjunum áttu ráðamenn von á fyrstu hermönnunum i dag. Þar um slóðir hafa ungir menn á herskyldu- aldri verið hvattir til að flytja að heiman svo að ekki náist til þeirra þegar gengið verður eftir að menn gefi sig fram til herþjónustu. Reuter Alger upplausn í höfuðborg Sómalíu: Öllu rænt úr banda- ríska sendiráðinu Þjófar hafa látið greipar sópa um sendiráð Bandaríkjanna í Mogadis- hu, höfuðborg Sómalíu. Aðaldyr sendiráðsins voru sprengdar upp og hópur ræningjar ruddist inn, aö sögn bandaríska utanríkisráðuneytisins. Að sögn sendiráðsmanna ríkir nú algert upplausnarástand í höfuborg- inni og fráleitt er talið að hægt verði að semja um frið milli uppreisnar- manna og Siad Barre forseta. Menn forsetans halda enn flugvellinum í Mogadishu þrátt fyrir stöðugar árás- ir uppreisnarmanna. Þegar er farið að bera á skorti í höfuöborginni og óaldarlýður stelur öllu steini léttara. Úr bandaríska sendiráðinu var húsgögnum stoliö og auk þess öllu matarkyns sem þar var að finna. í gær tókst að flytja um 280 útlend- inga frá Mogadishu með flugvélum rauða krossins. Áður höfðu um 300 manns komist úr landi á laugardag- inn. Bandaríkjamenn segja að tekist hafi að koma úr landi öllum löndum þeirra sem á annað borö vildu fara. Uppreisnarmenn segja enn að þess sé skammt að bíða að forsetinn verði að gefast upp. Umsátrið um forset- ann og liðsmenn hans á flugvellinum í Mogadishu hefur nú staðið í meira en viku án þess að uppreisnarmenn hafi náð að knýja fram fullnaðarsig- ur. Forsetinn heldur til i neðanjarðar- byrgi við flugvöllinn. Sagt er að bar- ist hafi verið í næsta nágrenni við byrgið en mönnum forsetans hafi tekist að verjast sókninni. Siad Barre forseti er um áttrætt og hefur stjórn- að landinu í ríflega tvo áratugi þótt völd hans hafi aldrei verið mikil utan höfuðborgarinnar. Reuter LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A VALDA ÞÉR SKAÐA! oær- Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum tíma: Viðarhöíði 2, 01-03, þingl. eig. J.L. Byggingavörur sf., fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 10. janúar ’91 kl. 16.45. Uppboðsbeiðandi er Garðar Briem hdl. Viðarhöfði 2, 01-06, þingl. eig. J.L. Byggingavörur sf., fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 10. janúar ’91 kl. 16.30. Uppboðsbeiðandi er Steingrímur Þor- móðsson hdl. Seilugrandi 2, hluti, þingl. eig. Helga Björk Stefánsdóttir, fer fram á eign- inni sjálfri íimmtud. 10. janúar ’91 kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Viðarhöfði 2, 01-04, þingl. eig. J.L. Byggingavörur sf., fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 10. janúar ’91 kl. 16.00. Uppboðsbeiðandi er Steingrímur Þor- móðsson hdl. Viðarhöfði 2, 01-01, þingl. eig. J.L. Byggingavörur sf., fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 10. janúar ’91 kl. 16.45. Uppboðsbeiðendur eru Steingrímur Þormóðsson hdl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ í REYKJAVÍK Einhell 220/25 W/1 Loftpressa ásamt verkfærasetti Kr. 25.974,- Skeljungsbúðin Siðumúla33 símar 603878 og 38125 Vinmngstölur laugardaginn 5. jan. 1991 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 0 2.927.356,- 2.431m 3 168.530,- 3. 4af 5 111 7.857,- 4. 3af 5 3.760 541,- Heildarvinningsupphæð þessa viku: 6.339.233 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.