Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1991, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1991. Utlönd Tyminski iðrast orða sinna Saksóknarar í Póllandi stöðvuðu málið gegn forsetaframbjóðandan- um og milljónamæringnum Stan- islaw Tyminski eftir að hann til- kynnti í gær að hann væri reiðubú- ínn að biöjast afsökunar fyrir að hafa kallaö fyrrum forsætisráö- herra Póliands svikara. Tyminski olli uppþoti í kosninga- baráttunni í Póllandi í nóvember síðastliðnum þegar hann sakaði keppinaut sinn, Tadeusz Mazowi- ecki forsætisráðherra, um föður- landssvik með því að hafa selt út- lendingum fyrirtæki fy rir gj afverð. Saksóknarinn sem yfirheyrði Tyminski í gær sagði að málið yrði látið falla niður þar sem Tyminski hefði ráðist gegn Mazowiecki sem keppinaut en ekki sem embætt- ismanni. Auk þess væri Tyminski reiðubúinn til að biöjast afsökunar. Pólski milljónamærlngurinn Slan- islaw Tyminski. Slmamynd Reuter Njósnaði til að geta heimsótt móður sína Vestur-þýskur borgarstarfsmaður í Dusseldorf sagði fyrir rétti í gær að Austur-Þjóðverjar hefðu gert hann aö njósnara með því að hóta að stöðva hpimsóknir hans til aldraðrar móður hans. Starfsmaðurinn, sem Qutti frá Austur-Þýskaiandi til Vestur-Þýskalands árið 1957 sagði a-þýsku öryggíslögregluna Stasi hafa haft samband við sig er hann var í heimsókn í Austur-Þýskalandi áriö 1974. Njósnarinn er sakaður um aö hafa lekið upplýsingum um félaga sína og yfirmenn. Bensínieysi í Búlgaríu Frá bensinstðð í Sofíu. Sfmamynd Reuter Enn ríkir mikill skortur á ýmsum nauðsynjavörum í Búigaríu og er þetta einn erfiðasti veturinn þar frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Yfirvöld bönnuðu í síðustu viku sölu á bensíni tíi almennings fram í miðjan janúar og er þetta í annað sinn á tveimur mánuðum sem slíkt bann er sett á. Götur höfuðborgarinnar Sofiu, sem venjulega eru fuliar af bílum, voru auðar um helgina að undanskildum bílum erlendra stjómarerindreka. Þeir geta keypt bensín á sérstökum stöövum. Þreyttir fótgangendur eru sagðir hafa horft gramir á bila sendiráðsstarfsmannanna. Eldsneytísbirgðir minnkuðu í Búlgaríu þegar yfirvöld í Sovétríkjunum ákváðu að minnka útflutning á ódýrri hráolíu til Austur-Evrópulanda til þess að í staðinn selja hana á heimsmarkaðinum fyrir gjaldeyri. Birgðirn- ar minnkuðu enn frekar í ágúst síðastliðnum þegar ínnflutningur frá írak var stöðvaður. Fréttaritarar kallaðir heim frá Moskvu Ungverjar þykja hafa lýst yfir ótviræðum stuöningi viö skiptíngu Sovét- ríkjanna í sjáífstæð lýðveldi. Þessi stuðningsyfirlýsing er sögö hafa veriö gerö án þess að eftír væri tekið og þykir einkennantíi fyrir-Ungverja. Hingað til hefur fréttastofa ungverska ríkisins haft fjóra fréttaritara í Moskvu en vegna þróunarinnar síöastliðin tvö ár þykír nú ástæða til að einn þessara fréttaritara verði fluttur til Tallinn, höfuðborgar Eistlands, og annar til Kiev, höfuðborgar Úkrainu. Fyrir ekki löngu hefðu slíkar breytingar leitt tíl ágreinings við Moskvu- valdiö en nú þykir ekki lengur hætta á því. Fjárhagur stjórnmálamavma undir smásjá Ýmsar upplýsingar um norska þingmenn som hingað til hafa heyrt undir friðhclgi einkalifsíns verða gerðar opinberar frá og með 20. febrúar. Þá á liver scm er að geta haft samband við skrifslofu á þing- inu og fengið að lífa í skrána sem þingmennirnir sjálfir hafa veitt upplýsingar í. Ráögert er að svipaö fyrirkomulag verði sett á laggimar í sveitar- og bæjárstjórnum. í fyrstu mætti tillagan um slxka skra verulegri andspyrnu og fyrsl og frcmst frá hægrisinnuðum þing- mönnum. Margir sögðu að frið . helgi einkalífsiris yrði rolin. En í kjölfar ýmissa hneykslismála í Ósló og á fleiri stöðum og ekki síst uppljóstrana um brot Jans P. Syse, fyrmm forsætisráðherra, á lögum um hlutafélög, hefur afstaöa norskra þingmanna breyst. Eyrst og fremst verða veittar upp- lýsingar um tekjur umfram þing- störf og eignir. Rcuter, Ritzau og NTB Jan P. Syse, fyrrum (orsætisráð- herra Noregs. _____________________________________DV Eftirleikur tilraunar til valdaráns á Haiti: Stuðningsmenn Lafontants myrtir á götum úti Þrátt fyrir aö tilraun Rogers La- fontant til valdaráns á Haiti stæði aðeins í níu klukkustundir i gær var mikill órói í Port-au-Rrince, höfuö- borg landsins, allt fram á nótt og tal- ið að í það minnsta 40 menn hefðu verið drepnir. Kveikt var í víða í borginni, versl- anir rændar og menn drepnir í upp- gjöri andstæðra fylkinga. Það eru einkum fylgismenn Jeans-Bertrand Aristide, verðandi forseta, sem hafa reynt að hafa hendur í hári manna úr dauðasveitunum Tonton Maco- ute. Lafontant er talinn foringi sveit- anna og að hann hafi ætlað sér að stjórna landinu í krafti þeirra. Dauðasveitirnar urðu til í langri valdatíð Duvalier-fjölskyldunnar. Þær stóðu fyrir pólitískum ofsóknum i landinu allt til þess að Jean-Claude Duvalier eða „Baby Doc“ var hrak- inn frá völdum árið 1986. Sveitirnar hafa þó aldrei veriö leystar upp og almenningur á Haiti óttast þær enn. Liðsmenn Aristide vilja að hann verði settur nú þegar í embætti for- seta en nú sem stendur er Ertha Pas- cal Trouillot starfandi forseti. Mikill órói er í fylgismönnum Aristide og hafa þeir krafist þess að Lafontant verði afhentur. þeim svo dómstóll götunnar geti kveðið yfir honum þann dóm sem hann telur réttlátan. í gær voru haföar uppi kröfur um að Lanfontant yrði brenndur á báh. Lafontant er í haldi hjá stjórnar- hernum. Óvíst er hvaö verður um hann en tahð er aö nokrir áhrifa- menn innan hersins vilji sleppa hon- um úr landi. Enn sem komið er bend- ir þó flest tíl að Lafontant verði dreg- inn fyrir dóm ákærður fyrir landráð. Reuter Roger Lafontant, uppreisnarforningi á Haiti og fyrrum innanríkisráðherra, er nú í haldi hjá stjórnarhernum. Lafontant sést hér lengst til vinstri í hand- járnum ásamt nánustu stuðningsmönnum sínum. Símamynd Reuter Fiskveiðisamningur Grænlendinga og Sovétmanná: Grænlenskir togarar veiða í Barentshaf i Grænlendingar og Sovétmenn hafa gert með sér fiskveiðisamning sem felur í sér skipti á veiðiheimildum. Royal Greenland, útgerðarfélag Grænlensku heimastjórnarinnar og nokkurra einkaaðila, fær nú heimiid til að senda togara til þorskveiða í Barentshafi en sovéskir togarar mega á mótí veiða vannýttar fiskteg- undir við Grænland. Grænlenska togaraútgerðin hefur undanfarið átt í erfileikum vegna lít- illar þorskgengdar á Grænlands- miðum. Erfitt hefur reynst að fá veiðiheimildir í lögsögum annarra ríkja þar til samningar tókust nú viö Sovétmenn. Samingurinn þykir hagstæður Grænlendingum, m.a. vegna þess að sovésku togararnir munu leggja upp á Grænlandi. Sovétmennirnir eru einkum á höttunum eftír lúðu og karfa á djúpmiðum en Grænlending- ar hafa ekki stundað þær veiðar. Danska utanríkisráðuneytið hefur þegar samþykkt samninginn en þó er enn eftir að ræða hann tíl fulln- ustu í grænlensku heimastjórninni. Ritzau Farþegaþotu rænt 1 Perú: Flugræningi féll í skotbardaga - tveir farþegar særðust í árás lögreglunnar Lögreglan í Lima í Perú gerði skyndiárás á flugræningja sem hafði farþegaþotu á valdi sínu á flugvellin- um í Lima í gær. Flugræninginn féll í árásinni og farþegar særðust. Þotari er af gerðinni DC-8 og var í innanlandsflugi. Flugræninginn var vopnaður skammbyssu og tveimur handsprengjum. Hann krafðist þess að fá greidda 750 þúsund dollara í lausnargjald fyrir farþegana og að fá að fljúga áfram til óþekkts ákvörðun- arstaðar. Flúgi-áetíingiriri riiddi'st inh' í fhíg- .11: t 1.1 1(0 stjórnarklefa vélarinnar skömmu áður en hún átti aö lenda í Lima. Eftir að lent var fengu konur og börn að fara frá borði en lögreglan króaöi vélina af og hóf umsátur sem stóð í tvo klukkutíma. Flugræninginn var skotinn í höf- uðið um leið og fyrstu lögreglumenn- irnir komust um borð. Hann lét þó ekki lífið þegar í stað því að hann náði að skjóta nokkrum skotum af skammbyssunni. í skothríðinni særðust farþegarnir. ‘ Lögreglan ' segir að flugránið eigi' sér ekki pólitískar rætur. Flugræn- inginn var einn þótt fyrstu fréttír bentu til aö hann ættí sér vitorðs- menn um borð í vélinni. Bandaríkjastjórn gaf fyrir tveimur vikum út viðvörun til ferðamanna, sem leið eiga um flugvöllinn í Lima, um að þar sé ýtrustu öryggisreglna ekki gætt. Full ástæða sé því fyrir ferðmenn að hugsa sig tvisvar um áður en lagt er upp í ferðalag tíl Lima. Reuter iM «t» i 5.i . J »(p * * « i • ■* 15 111 tifiEid ( i I 1 I 1 Illítl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.