Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1991, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1991, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1991 11 Erlendmyndsjá Slökkviliðsmenn á æfingu i Tokyo í Japan er þaö venja aö slökkviliðsmenn haldi sýningu um hver áramót. Hér má sjá eitt hættulegasta aðriðið á sýningunni þar sem mennirnir gera ýmsar æflngar i efstu rim á brunastigum úr bambus. Kappreiðar á vígvelli í Beirút í Líbanon er lifið að komast aftur i fyrra horf eftir áralangt borgara- stríð. Borgin ber þó enn miklar menjar um stríðið eins og sjá má á þess- ari mynd af einum fyrstu kappreiðunum þar í langan tima. í baksýn eru sundurskotin íbúðarhús. Skæruliði gripinn Florencio Montera er einn skæruliði kommúnista sem yfirvöld á Filippseyj- um hafa tekið höndum. Þessi er sakaður um að hafa orðið tveimur banda- rískum hermönnum að bana í maí á síðasta ári. Eldklerkur í Kreml Bandaríski heittrúarpresturinn J.W. Cantry hefur haidið til í Moskvu undanfarna máiiuði og predikað fyrir borg- arbúa. Hann vill að trúmenn heimsins fylgi eftir nýfengnu frelsi Sovétmanna og efli trúboð austur þar. Hér er klerk- ur að messa á Rauða torginu skömmu eftir áramótin. Simamyndir Reuter Milli manns og hunds Á Indlandi eru þúsundir manna heimilislausar og verða að sofa úti undir berum himni hverja nótt. I almennings- görðum i Nýju-Delhi er sjón sem þessi algeng. Hér má sjá einn flækinginn með allar eigur sínar; teppi, kodda og hund.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.