Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1991, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1991, Qupperneq 4
Fréttir Við rætur Heklu: Það er alltaf gott að fá frí í skólanum - segja Sigrún Theódórsdóttir og Kristín Lárusdóttir „Við stungum upp á þvi í eðlis- fræðitíma í morgun við kennarann okkar, hann Þorstein Egilsson, að hann gæfi okkur frí en færi þess í stað með okkur að skoða Heklugos- ið,“ sögðu þær Sigrún Theódórsdótt- ir og Kristín Lárusdóttir, nemar í Menntaskólanum á Laugarvatni, er þær voru á göngu ásamt tveimur bekkjarbræðrum sínum og kennara í átt til gosstöðvanna í sunnanverðri Heklu í gær. „Þorsteinn er jarðeðlisfræðingur og okkur fannst því alveg kjörið að hann færi með okkur hingað til að fræöa okkur um eldgos á vettvangi. Það er frekar leiðinlegt að það skuh vera svona lélegt skyggni en við ætl- um að ganga eins langt og við kom- umst til aö vita hvort við sjáum ekki eitthvað. Annars er ferðin búin að vera svo skemmtileg það sem af er að það er allt í lagi þó við sjáum ekk- ert, svo er alltaf ágætt að fá frí í skó- lanum. Við komum kannski aftur hingað um helgina ef þaö léttir til, til að skoða gosið, við sáum síðasta Heklu- gos og okkur langar til að sjá þetta líka,“segjaþærstöllur. -J.Mar Hressir menntskælingar frá Laugarvatni við Heklu i gær, þau Arnar Freyr Guðmundsson, Kristín Lárusdóttir, Þorsteinn Egilsson, kennari hópsins, Sigrún Teódórsdóttir og Þórarinn Blöndal. DV-mynd GVA Svekkelsi að sjá alls ekkert - segir Heiðar Jónsson „Það er svekkelsi að sjá ekkert fyrst maður er komiim á staðinn. Við vorum tjórir sem fengum okk- ur frí úr vinnunni í morgun til að koma hingað austur til aö sjá gos- iö,“ segir Heiðar Jónsson, pípu- lagningameistari úr Reykjavík. „Við ætlum að biða aðeins og vita hvort það léttir ekki til því þá er von til að maður grilli í eldinn gegnum skýkjabakkana. Annars fer maður bara í bæinn aftur og bíður eftir að birti aftur. Maður verður að treysta á aö ljóti karlinn þama niðri sé ekki búinn aö segja sitt síðasta orð. Ég kom hingaö austur þegar Hekla gaus 1981 og mig langar að sjá gosið núna svo ég ég geti borið þessi tvö gos saman,“ segir Heiðar. -J.Mar Heiðar Jónsson. DV-myndGVA Milligosakúnm Heklu lógað á fimmtudag: Eldfjallið vottaði kúnni virðingu sína - segirhúsfreyjanáÞríhymingiíEyjafirði Mjólkurkúnni Heklu frá bænum Þríhymingi í Eyjafirði var slátrað um miðjan dag á fimmtudag. Síðar sama dag lét nafna hennar, eldfjallið, hressilega á sér kræla með eldgosi. Heimilsfólkinu á Þríhyrningi datt ekki annað í hug en að eldfjallið væri þar með að votta kúnni virö- ingu. Það var alls ekki að ástæðu- lausu að heimilisfólkiö hélt þessu fram, bæði í gamni og alvöru. „Hekla fæddist tveimur dögum eft- ir aö Heklugosið 1980 hófst. Hún var látin lifa og reyndist allar götur síðan hin besta mjólkurkýr. Þetta var stólpagripur, kolsvört, og lifði góðu lífi í Eyjafirðinum. En í vor ge'rðist það að Hekla fékk stálma í júgrið. Það varð mjög sítt og því erfitt að mjólka hana. Nú í vikunni var svo komið að við sáum okkur ekki annað" fært en að láta slátra kúnni. Við pöntuðum pláss í sláturhúsinu og á fimmtudagsmorguninn var komið að sækja hana. Ég geri ráö fyrir að hún hafi verið komin inn í eilífðina um miðjan dag, blessunin, og við hugs- uöum ekki meira um það. Þegar við síðan fréttum seinna um daginn að Hekla væri farin að gjósa gátum við ekki orða bundist," sagði Marta Geirsdóttir, húsfreyja á Þríhyrningi, í samtali við DV. Marta sagði örlögin hafa skeytt þessa atburði saman, Heklugosið 1980, fæðingu Heklu, Heklugosið nú og það aö Heklu var lógað. Þama fór því sannkölluð milligosakýr. -hlh LAUGÁRDAGUR 19. JANÚAR 1991: Séð yfir vatnið þegar það flæddi yfir veginn. Eins og sjá má var þetta mik- ið magn af vatni og niðurföll réðu engan veginn við þaö. Sogið sem sést er eitt niðurfallið. DV-mynd Einar Sigurðsson Vatnsflóð í Öræfum: Lónið f læddi yf ir veginn og braut varnargarð Lón, sem einangrast hefur frá aðal- lóninu undir Svinafellsjökli á Öræf- um, braut varnargarð og flæddi yfir þjóðveginn á um það bfi tveggja kíló- metra kafla og reif með sér um 200 metra af malbiki á miðvikudaginn. Einar R. Sigurðsson í Hofsnesi í Öræfum segir að venjulega renni aðallónið beint í Svínafellsá en þetta lón hafi einangrast og ekkert komist. „Menn eru hræddir viö að ef það lækkar mikið í þessu lóni komist aðallónið þarna í gegn. Þá getur áin komið þarna fram og myndi eyði- leggja veginn." Þegar vatnið í lóninu braut varnar- garðinn rann flóöbylgja niður á þjóð- veginn þar sem vatnið stöðvaðist að einhverju leyti en flæddi svo yfir veginn. „Þar sem varnargarðurinn var er bara djúpt gil núna. Það hefur verið aiveg gífurlegt vatnsmagn sem flæddi úr lóninu. Fyrir tveimur árum var þetta lítill pollur en síðan hefur safnast mikið vatn og varnargarður- inn gat ekki haldið því lengur,“ segir Einar. -ns Guörún Brynjólfsdóttir á Hvolsvelli: Hefurséðöll Heklu- gosin á öldinni „Það er ekki hægt að bera þetta gos saman við gosið 1980 því það var um sumar og þá sá maður ekki eld- ana eins og nú. Við sjáum ekki mikið til gossins héðan frá Hvolsvelli en ég hef þó séð bjarmann skýrt öðru hvoru. Mér sýnist samt á öllu að þetta séu lík gos,“ segir Guðrún Brynjólfsdóttir, 76 ára gömul kona á Hvolsvelli og fyrrum bóndi í Land- eyjum. Hún hefur séð öll Heklugosin sem orðiö hafa á öldinni. ,— Guörún segir að lítiö hafi sést fram- an af kvöldi en um miönætti hafi birt til. „Þá sá ég yfir alla sprunguna. Mér sýndist þetta vera beggja megin en ég sá ekki ljós yfir hátoppnum. En þetta virtist ná alveg þversum yfir, bæöi austur yfir og vestur yfir. Það hefur ekkert öskufall verið hérna, vindurinn hefur verið suðlægur og allt öskufallið farið norður. Ég man þegar gosið hófst 1947. Þá vöknuðum við klukkan hálfsjö við drunurnar og þegar ég leit út sá ég strókinn lengst upp í loft. En þá sá ég ekki glampa eða mikil ljós, heldur var alveg svartur öskustrókur. Og þaö var skrýtiö aö fylgjast með skepnunum þá, sérstaklega hrossun- um. Þau vildu hnappa sig saman og voru óróleg. Skepnur eru svo næmar fyrir þessu og til.dæmis áður en það gerir skrugguljósagang þá er eins og kettir finni það á sér. Dýrin eru miklu næmari en mennirnir, sagði Guðrún." -ns Heklugosiö: Öskufallið truf laði f lug Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Flug Flugleiða til Akureyrar taíðist í nokkum tíma í gærmorgun vegna öskustróks úr Heklugosinu sem lá yfir landið frá suðri til norðurs. Ein vél Flugleiða flaug þó til Akureyrar fyrir hádegi, en leið hennar lá suöur- og austur fyrir öskustrókinn og lengdist flugið við það um 25 minút- ur. Vélin gat þó farið venjulega leið suður aftur og sömuleiöis var hægt að fljúga venjujega flugleið til Sauð- árkróks í gærmorgun. Öskufalls vegna Heklugossins gætti strax í fyrrakvöld, aöallega í Reykjadal og Bárðardal í S-Þingeyj- arsýslu en einnig framarlega í Eyja- firði. í gær varð vindátt suðlægari og gætti öskunnar þá meira á vestan- verðu Norðurlandi, en öskumagnið var þó aldrei mikið og fór minnkandi er leið á daginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.