Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1991, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1991, Page 25
LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1991, 33 Hersveitir bandamanna beina byssuhlaupum sínum að írak. Mesópótamía: Mesópótamía 1990. Svæðið sem í dag kallast Irak en hét til forna Mesópótamía hefur um aldir verið vígvöllur. „Landið milli fljótanna", ^ins og það hefur oft verið nefnt, hefur alltaf verið nokk- urs konar paradís í eyðimörkinni sem annars einkennir þennan heimshluta. Og yfir þessari paradís hafa margir viljað ráða. Svæðið, sem til forna var kallað Mesópótamía, nær yfir suðaustur- hluta Tyrklands og allt írak eins og það er afmarkað í dag. Árnar Efrat og Tígris, sem eiga að mestu upptök sín í fjöllum í austurhluta Tyrklands, veita vatni á sandinn og frjósamt landið myndar grænt belti í suðurátt allt tii sjávar. Þar sem árnar renna næst hvor annarri stendur höfuðborg íraks, Bagdad. Landið þar fyrir norðan var af Rómverjum kallað Mesópót- amía til aðgreiningar frá Babýlóníu í suðri. Merk ártöl í sögu íraks 4. öld fyrir Krist. Blómleg menning fornra þjóð- flokka, sem lýkur þegar Súmerar ná völdum í lok aldarinnar. Heims- veldi þeirra nær að lokum allt til Miðjarðarhafs. 3. öld fyrir Krist. Konungsveldi kennd við Úr standa með blóma þar til Assýríumenn komast til valda á svæðinu í kring- um 1900 f.Kr. Babýlon er miðstöð valda og menningar. 1500 f. Kr. Konungsveldi Mítanna kemst á fót og stendur í nokkrar aldir með höfuðstöðvar í norðurhluta lands- ins. 1100 f.Kr. Arameiar reisa veldi Assýríu við á ný. Mésópótamía tilheyrir Assý- ríska heimsveldinu allt til loka þess. Nebúkadnesar krónprins í Babýlon er við völd um 600 f. Kr. í kjölfar þess verður landsvæðið hluti persneska heimsveldisins allt til tíma Alexanders mikla. 66 f. Kr. Mesópótamía verður hluti af róm- verska heimsveldinu en er stöðugt bitbein Rómverja og Persa. 600 e. Kr. Arabíska heimsveldinu er komið á í kjölfar mikillar útbreiðslu íslam. Höfuðstöðvar þess eru í Bagdad. Kalífar gera Bagdad að miðstöð trúar og menningar. Nægir að nefna Harún-al-Rashíd sem var kalífi í Bagdad um 700 e. Kr. og treysti Bagdad í sessi sem höfuð- borg araba. Djengis Khan batt enda á þá gull- öld þegar herir hans réðust inn í landið úr austri um 1200. 1534-1914. Tyrkir eða Ósmanir ná völdum í Mesópótamíu. Valdatími þeirra einkennist af hnignun hins forna menningarveldis og stöðugum stríðsreksti við Persa. Þess utan stóðu Tyrkir í stijðugri baráttu við að berja niður uppreisnartilraunir ættflokka araba á svæðinu. Tyrkir réðu samt sem áður svæðinu allt til 1914. 1914. Bretar lýsa stríöi á hendur Tyrkj- um og hertaka það landsvæði sem nú er írak. Breskt herlið lendir á ströndinni við Fao. Höfuðborgin Bagdad var hertekin 1917. Bretar ráða lögum og lofum í Irak. 1920 Þjóðernissinnaðir írakar gera upp- reisn gegn Bretum. Faisal verður konungur í írak með stuðningi Breta og Frakka. 1932. írak öðlast viðurkenningu á al- þjóðavettvangi sem hálfsjálfstæð nýlenda Breta. Faisal er við völd þar til 1939 þegar 4 ára sonur hans, Ghazi, er settur til valda eftir frá- fall Faisals. Bretar ráða þó enn miklu í landinu. 1958. Faisal II. ráðinn af dögum og hers- höföinginn Abdul Karim Kassem kemst til valda. írak lýst sjálfstætt og fullvalda lýðveldi. 1961. Sjálfstæðisbarátta Kúrda hefst. Barist víða í fjöllum íraks. Vald- hafar taka á móti af hörku. 1968. Baath flokkurinn kemst til valda. Bahr verður forseti en Saddam Hussein gengur næst honum. 1972. Vináttu- og samstarfssamningur undirritaður við Sovétríkin. 1975. Landamæradeilur hefjast við írani. Skærur verða á landamærunum. 1979. Saddam Hussein gerður að forseta og einvaldi í írak eftir að Bahr vík- ur til hliðar. 1980. Stríðið milli írak og íran hefst af fullum krafti. 1986. írak býður írönum sættir í stríðinu en tillögunum er hafnað. 1990 - ágúst. írakar ráðast inn í Kúvæt, taka það herskildi og lýsa landiö hluta af írak. 1991 - 16. janúar. 15. janúar rennur frestur Öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna út. Sadd- am daufheyrist við málamiðlunum á síðustu stundu. Aðfaranótt 17. janúar hefja herir bandamanna mestu lpftárásir sögunnar á skot- mörk í írak og Kúvæt. Merkisatburðir í sögu Kúvæt Portúgalskir sæfarar komu til Kúvæt í byrjun 15. aldar og gáfu borginni nafn sitt. 1710 fékk Kúvæt vísi að sjálfstjórn innan tyrkneska veldisins. 1756. Haröstjórinn Sabah nær völdum í Kúvæt. 1899. Sheikh Mubarak ákveður að landið njóti breskrar verndar og tekur upp náið samband við Bretland. 1946. Skipuleg olíuvinnsla hafin á land- svæðum Kúvæt. 1961. Fullu sjálfstæði lýst yfir. 1976. Emírinn leysir þingið upp og send- ir það heim. 1981. Kosið til þings á ný. 1986. Þingið leyst upp aftur. Ritskoðun komið á. 1990 - ágúst. írakar ráðast inn í Kúvæt og inn- lima það í ríki sitt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.