Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1991, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1991, Qupperneq 29
i LAUGARÐAGÖRm 'RANOAR i9ðl. 3S3T DV Helgar popp Pétur Kristjáns stofnar p.s. músík Aramót eru sá tími sem margir kjósa til aö breyta til í lífi sínu. Pétur W. Kristjánsson notaöi síðustu ára- mót til aö skipta um starf, kveðja útgáfustjórastólinn hjá hljómplötu- útgáfunni Skífunni og stofna nýtt fyrirtæki. Að sjálfsögðu heldur Pétur áfram að starfa viö tónlist sem fyrr en á nokkuð öðrum vettvangi en áð- ur. „Aðalhlutverk þessa nýja fyrirtæk- is verður að koma hugverkum ís- lenskra höfunda á framfæri erlend- is,“ segir Pétur. „Það verður millilið- ur íslenskra dægurlagahöfunda'og þeirra sem sjá um að velja tónlist fyrir erlenda flytjendur. „Fleira ætlum við að taka okkur fyrir hendur,“ heldur Pétur áfram. „Til sténdur að vinna í samvinnu við hljómplötuútgáfuna Steina að út- flutningi íslenskra listamanna á er- lendan markað. Þá ætlum við að gefa út plötur á innlendum markaði, flytja inn erlendar plötur og fleira stendur jafnvel til. Hins vegar eru mál öll á því stigi að ekki er hægt að greina nánar frá starfsvettvangi fyrirtækisins að svo stöddu." p.s. músík Nafnið er hins vegar komið. Það er p.s. músík skrifað með litlum stöf- um. Ástæðan fyrir litlu stöfunum er sú að merki fyrirtækisins er haft neðst á bréfsefninu til að hægt sé að Umsjón: Ásgeir Tómasson leika sér með skammstöfunina. „Ástæðuna fyrir því að ráðist er í stofnun p.s. músíkur má rekja til Eurovision keppninnar í Zagreb í fyrra," segir Pétur. „Góður árangur hljómsveitarinnar Stjórnarinnar og hugmyndir um útgáfu tónlistar hennar erlendis urðu til þess að ég kynntist mörgum starfsmönnum er- lendra útgáfuréttarfyrirtækja sem furðuðu sig á að ekki væri til hlið- stætt fyrirtæki á íslandi. Sem dæmi má nefna aö norskur eigandi útgáfu- réttarfyrirtækis hefur sýnt lögum Jóns Múla Árnasonar, sérstaklega Vikivaka, mikinn áhuga og djass- hljómsveit hans byrjar ávallt tón- leika sína með þessu ástsæla lagi. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum og þar sem áhugi fyrir íslenskri dæg- urtónlist er mikill ætlum við nú aö vinna markvisst að því að koma ís- lenskum dægurlögum á framfæri við erlend fyrirtæki sem sambærileg eru viö p.s. músík. Þaö er að segja koma fram fyrir hönd höfundanna sjálfra." Erlendi draumurinn Það er.gamall draumur íslenskra tónlistarmanna að koma sér og verk- um sínum á framfæri á erlendri grund. Til þessa hefur liðsmönnum Mezzoforte og Sykurmolanna tekist það. Meðan Pétur W. Kristjánsson söng með hljómsveitum á áttunda áratugnum reyndu hann og fleiri að ná fótfestu erlendis en án árangurs. „Okkar stærstu mistök voru kannski þau að viö vildum slá í gegn og verða stjörnur. Og þótt margir okkar væru vel frambærilegir söngv- arar og hljóðfæraleikarar og hljóm- sveitirnar góðar vorum við ávallt að bjóða okkur fram á markaði þar sem segja má að oiframboð hafl verið á framúrskarandi hlj óðfæraleikurum, söngvurum og hljómsveitum. Við áttum hins vegar að leggja meira kapp á að kynna tónlistina sjálfa, hugverkin. Á því sviði er ég sann- færður um að við hefðum náð góðum árangri og enn er ekki of seint að koma mörgum þessum lögum á framfæri. Að vísu þarf í mörgum til- fellum að útsetja þau og spila upp á nýtt en góð laglína úreldist aldrei,“ segir Pétur. Pétur fór nýlega á Midem-ráöstefn- una í Cannes í Frakklandi til að kynna nýja fyrirtækið og það efni sem það hefur upp á að bjóða. En hvaða efni? „Ég hef að undanförnu rætt við marga okkar fremstu lagahöfunda og þeir eru flestir hverjir til í tusk- ið,“ svarar Pétur. „Ég get nefnt sem Pétur Kristjánsson: Full þörf fyrir islenskt útgáfuréttarfyrirtæki. dæmi að sá höfundur sem mér hefur þótt hvað bestur upp á síðkastið, Eyjólfur Kristjánsson, er sá fyrsti sem við gerðum samning við. Frá honum tökum við með okkur lands- lagið frá í fyrra, Álfheiði Björk, í enskri útgáfu sem hefur alla burði til þess að verða „landslag" í fleiri löndum. En ég ítreka," bætir Pétur Kristjánsson við, „að stofnun p.s. músíkur er svo nýtilkomin að enn er verið að móta stefnuna og binda ýmsa lausa enda. Því verki verður lokið nú á næstu dögum." Aleinn steirin - fyrra bindi æviminninga Bills Wymans, er komið út Stone Alone er heitið á ævisögu Bills Wymans, bassaleikara hljóm- sveitarinnar Rolling Stones. ís- lenska heitið gæti sem best verið Einn steinn eða Aleinn steinn. Bók- in kom út síöla árs í fyrra. Hún er raunar fyrra bindi ævisögunnar. Hið síöara kemur að öllu forfalla- lausu út árið 1997. Bill Wyman hefur alla tíð haldið dagbækur. Þegar tölvutæknin geröist aðgengileg almenningi færði hann bækurnar inn á diska og hefur því manna greiðastan að- gang að svo til hverju sem er sem varðar „vinnustaðinn" hans, hljómsveitina The Rolling Stones. Það var því tiltölulega létt verk fyr- ir Wyman að skrifa ævisögu sína. Þó tók hann sér nokkur ár í verkið og ætlar sér sjö ár til að ljúka síð- ara bindinu. í fyrri hluta ævisögunnar fjallar Wyman um sjöunda áratuginn. Árin þegar The Rolling Stones var að mótast og festa sig í sessi. Á margan hátt voru það viðburðarík- ustu ár liðsmanna hljómsveitar- innar og sjálfsagt frá mestu aö segja. Enda ætlar Wyman að koma áttunda, níunda og hálfum tíunda áratugnum fyrir í seinna bindi sögu sinnar og hljómsveitarinnar sem sögð er mesta og besta rokk- sveit veraldar. Bill Wyman á skrifstofunni. Honum sárnaði að fá aldrei að koma eigin lagasmiðum að. Bill Wyman sagði í blaðaviðtali í tilefni útgáfunnar að í bók sinni væri ekkert slúður að finna. Þar væri einungis skýrt frá staðreynd- um. Hinir félagar hans í Rolling Stones fengu ekki að lesa handritið yflr fyrir útgáfuna og þar meö ekki að breyta neinu. Hins vegar sagðist hann sjálfur hafa þurft að breyta ýmsu. Til dæmis varð óánægja hans með einveldi Jagger/Richards í hljómsveitinni full augljós svo að hann varð að draga úr yfirlýsing- unum. í Stone Alone kemur berlega í ljós aö Bill Wyman er ósáttur við að hafa ekki fengið að semja neina tónlist fyrir The Rolling Stones. Honum varð fljótlega ljóst að hann var ekki í náðinni og ekkert þýddi að bjóða fram eigin tónsmíðar. Þeg- ar frá leið varð Wyman ljóst að best var að halda friðinn og láta Jagger og Richards fara sínu fram. Hann segir þó að sér hafi oft sárnað að sín, Brians Jones og Charlies Watts skyldi aldrei getið sem höf- unda þegar þeir höfðu eytt löngum tíma í að koma mynd á einhverja lagahugmyndina>trá Jagger og Ric- hards sem í fypstunhi var kannski ekkert annað'en draslX „Þessi sárindi komu ékki höf- undalaunanna vegna,“ segir Wy- man, „heldur var þarna aðeins um það að ræða að fá viðurkenningu fyrir að vera ekki bara bassaleikar- inn í Rolling Stones heldur eiga einhvern þátt í sköpuninni."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.