Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1991, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1991, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1991. 5 dv______________________________________________________________________________Fréttír Þríburaafamir Blrgir Helgason og Karl Hjaltason samkennarar við Bamaskóla Akureyrar: Slökkviliðið Akureyri: Erum báðir þrælmontnir Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: í Barnaskóla Akureyrar starfa tveir kennarar sem eiga það sameig- inlegt að vera afar þríbura. Þríbura- afar eru ekki mjög margir hér á landi og því skemmtíleg tílviljun að tveir þeirra skuli starfa saman, og eins hitt að það er að koma upp á yflrborð- ið að afarnir eru skyldir. Þetta eru þeir Birgir Helgason, sem kennir aðallega tónmenntír, og Karl Hjaltason sem kennir smíðar og fóndur. Þeir voru hressir og kátír þegar þeir litu inn á ritstjórn DV á Akureyri og það er greinilegt að þeir eru dálítið upp með sér vegna þríbur- anna sinna og skyldi engan undra. Þrælmontnir „Auðvitað erum við þrælmontnir með okkur,“ sagði Birgir sem er afi Hönnu Mariu, Birgittu Elínar og Fannars Hólm Halldórsbarna. Þau fæddust 29. júní 1985 á Akureyri og eru því 5 ára. „Ég átti tvö barnabörn fyrir og reyndar sögðu læknar að Jóhanna Kristín, dóttir mín, gengi með tvíbura þegar þríburarnir voru á leiðinni. Síðar kom hins vegar í Ijós að eitt barnanna hafði falist bak við hin og þau voru sem sagt þrjú. Auð- vitað var þetta mjög ánægjulegt og fyrir öllu að börnin voru heilbrigð og allt gekk mjög vel,“ sagði Birgir. „Ég vissi áður en börnin fæddust að þau yrðu þrjú,“ segir Karl, en hann er enginn nýgræðingur í afa- hlutverkinu, átti nefnilega 10 barna- börn fyrir. „Mínir þríburar eru glasabörn, allt strákar sem eru hinir hressustu og ég er ákaflega ánægður með þá. Þeir heita Ottó, Ari og Daði Rúnarssynir en dóttir mín, sem eign- aðist þá 5. desember sl. heitir Þóra og þau búa i Grundarfirði. Ég hef því ekki séð þá mikið ennþá, en reyndar hitt þá og fengið að halda á þeim.“ Já, þeir eru hressir, afarnir með þríburana sína. „Það sagði við mig kunningi minn að hann hefði orðið svo montinn að hann hefði ekki ver- ið viðræðuhæfur ef honum hefði hlotnast svona happ. Þetta á hins vegar ekki við um okkur Birgi þótt við séum e.t.v. nokkuð góðir með okkur,“ segir Karl. Þekki þær í sundur Þar sem dóttursynir Karls eru ekki nema um tveggja mánaða gamlir getur hann ekki sagt. okkur neinar sögur af afrekum þeirra ennþá, og Birgir sagðist reyndar ekki hafa neinar slíkar sögur á hraðbergi. „Þótt stelpurnar séu mjög líkar þá á ég ekki í vandræðum meö að þekkja þær í sundur. Þær eru hins vegar afar ólíkar í sér á ýmsan hátt sem kemur m.a. fram í því að önnur er dugleg við að hjálpa mömmu sinni en hin vill ekkert með slíkt hafa, má ekkert vera að því.“ Birgir hefur kennt í Barnaskóla Akureyrar frá árinu 1959 en Karl fimm árum skemur og er því „ungl- ingur í starfi" eins og Birgir orðaði það. Og þótt það sé afar skemmtileg tilviljun að þeir þríburaafarnir séu starfsfélagar þá er ekki allt búið þar með. Þeir eru nefnilega skyldir. Afarnir skyldir „Við erum nú ekki með það alveg á hreinu hvernig þeim skyldleika er háttað, en við verðum að vinna í því að koma því á hreint,“ sagði Karl. „Mamma sagöi mér einhvern tíma frá skyldleika okkar," bætti Birgir við og sagði svo íbygginn á svip: „Ætli einhveijir sem eru skyldir okkur, Kalli, getí átt von á því að eignast þríbura, hvað heldur þú um það?“ Samkennararnir og þriburaafarnir Karl Hjaltason og Birgir Helgason gefa hressir og kátir viðeigandi merki. DV-mynd gk f lytur loks í nýtt húsnæði Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Samningaviðræður milli Akur- eyrarbæjar og eigenda húseignar- innar að Árstíg 2 eru nú á lokastigi og stefnir allt í það að Akureyrarbær kaupi húsið og slökkvilið bæjarins flytji þangað. Halldór Jónsson, bæjarstjóri á Ak- ureyri, sagði að ekki væri búið að ganga frá kaupum á húsinu en stefnt væri að því að ljúka því verki nú í vikunni. Gólfílötur hússins er um 1800 fermetrar og mun því aðstaða slökkviliðsins batna verulega, en það hefur lengi verið í allt of litlu hús- næði. Allar líkur eru á að hluti kaup- verðs hússins verði greiddur með húsnæði sem bærinn á í verslunar- miðstöðinni Kaupangi þar sem emb- ætti húsameistara bæjarins er til húsa. Að sögn Halldórs standa nú fyrir dyrum flutningar ýmissa bæj- arfyrirtækja. „Það er stefnt að sam- einingu bæjarstofnana og flutningi þeirra og það losnar t.d. stórt hús- næði þar sem slökkviliðið er nú til húsa. En þetta eru mál sem ekki hef- ur endanlega verið gengið frá enn- þá,“ sagði Halldór Jónsson. Húsnæðið að Árstíg 2 á Akureyri, en þangað mun slökkvilið bæjarins flytja áður en langt um líður. DV-myndgk Þríburabörn Birgis Þríburastrákar Karls með foreldrum sinum, Rúnari Russel og Þóru Karlsdóttur. DV-mynd GVA STJÓRNMÁLAÁSTANDIÐ <íí!'!Wv' jÍ y—w Jk é j FRAMBOÐSMÁL Þingflokkur Borgaraflokksins boðar til opins fundar fimmtudaginn 14. febrúar að Hótel Selfossi kl. 20.30. Allir velkomnir BORGARA FLOKKURINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.