Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1991, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1991, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1991. 31 Fréttir Hornfirðingar eignast nýtt f iskiskip mm Hið nýja fiskiskip Hornfirðinga er glæsilegt fley. DV-mynd Ragnar Imsland - tókniöriíinnsiglingunni Júla Imsland, DV, Homafirði Nýtt fiskiskip, Þinganes SF 25, kom til Hornafjarðar á miðvikudaginn. Skipið var smíðað í Portúgal og er 162 brúttó tonn 25,95 m langt 7,90 m breitt, búið 1000 hestafla deutz vél ásamt góðum búnaði nýjustu fiski- leitar- og siglingatækja. Siglingin frá Aveiro í Portúgal tók sjö sólarhringa og var mjög slæmt veður hluta leið- arinnar og reyndist Þinganesið hið besta sjóskip. Þegar komið var inn- fyrir Hornaíjarðarós tók skipið niðr og náði straumurinn til að snúa þvi heilan hring, en allt fór vel og inn á höfn sigldi Þinganes fánum prýtt þar sem fjöldi bæjarbúa fagnaði komu þess. Skipstjóri er Gunnar Ásgeirs- son. Þinganes er annað af þeim skip- um sem smíðuð eru í Portúgal fyrir Hornfirðinga en hið fyrsta, Hauka- fell, kom sl. sumar og þriðja skipið, Æskan SF 111, verður væntanlega tilbúið með vorinu. Smáauglýsingar Póstverslunin Svanni Bon’a Parte Bleikjukvísl 6, 110 Rvk. Útsala, útsala úr eldri listum. Þægilegur danskur gæðafatnaður á mjög góðu verði. Vor- og sumarlistinn kemur í mars. Opið virka daga frá kl. 10-17. Sími 91-673718. i________________________________________1 Hitaveitur, vatnsveitur. Þýskir rennslis- mælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís s/f, símar 91-671130 og 91-667418. ■ BQar til sölu Suzuki GSX 60 F, árg. '88, blátt og hvítt, ekið 7.000 km, ekki skipti. Uppl. í síma 91-671895 eftir kl. 19. Til sölu DAF 3300, árg. ’82, mikið endumýjaður. Verð 2.500.000. Uppl. í símum 985-22660 og 92-15943. Ford Econoline 350, með öllu, nýskráð- ur 10. jan., nýtt framdrif, millikassi og fjaðrir geta fylgt. Verð án fram- drifs 2.500.000 staðgreitt, verð með framdrifi 3.000.000 staðgreitt. Uppl. í síma 91-6V0324 e.kl. 18. Til sölu Scout Terra, árg. ’80, Nissan disil, turbo, ekinn 76 þús., 36" dekk, no spin framan og aftan, 4/56 hlutföll o.fl. Uppl. hjá bílasölunni Braut, sími 91-681510. Toyota Landcruiser II, árg. ’86, til sölu, dísil turbo, ekinn aðeins 65 þús. km, verð kr. 1100 þús. staðgreitt. Uppl. í síma 91-44666 á skrifstofutíma eða 91-32565 á kvöldin. Porsche 928, árg. 79, til sölu, grænn að lit, skipti á ódýrari koma til greina. Uppl. í síma 91-671896 eftir kl. 19. ■ Ymislegt Hárgreiös'lustofan ^f^jpena Leirubakka 36 S 721053 Gerið verðsamanburð. Dæmi um verð: • Klipping og þurrkun kr. 1100. • Permanent frá kr. 2500. •Skol frá kr. 850. •Litun frá kr. 1380. Opið laugard. kl. 10-14. Kreditkortaþj. Merming Háskólabíó - Kokkurinn, þjófurinn, konan hans og elskhugi hennar ★★★ Matur, kynlíf og dauði Háskólabíó sýnir þessa dagana umtalaða mynd breska leikstjórans Peters Greenaway. Þarna er fjallað um ást, matarást, kynlíf og dauða á sérkennilegan og áreitinn hátt. Sagan segir frá skúrknum Albert sem er glæpamað- ur og illmenni. Albert kúgar fólk og kvelur og níðist miskunnarlaust á öllum sem í kringum hann eru. Albert venur komur sínar mjög á veitingastað nokk- um sem hann telur sig eiga að einhveiju leyti. Albert telur sig mikinn smekkmann og sælkera þegar matur og vín eru annars vegar. Sannleikurinn er hins vegar sá að Albert og hans nótar eru smekklaus rustamenni og það er að kasta perlum fyrir svin að færa þeim munngæti. Þessu er öðruvísi farið með Georgínu, eiginkonu Alberts. Hún hefur fíngerðan og vandaðan smekk og þess vegna er sérstakt trúnaðar- og skilningssamband Kvikmyndir Páll Ásgeirsson miUi hennar og Richards, meistarakokksins á staðn- um. Síðan gerist það að Georgína verður ástfangin af Michael, bókabéusi nokkrum sem borðar við næsta borð. Þau stofna til ástarsambands og fara leynifundir þeirra fram á klósettinu á veitingastaðnum og síðar í eldhúsinu undir verndarvæng Richards. Þrátt fyrir mikla leynd kemst Albert hinn illi að öllu saman. Hann verður bæði sár og reiður og lætur drepa Michael með því að troða ofan í hann samanvöðluðum blaðsíðum úr uppáhaldsritverki hans um frönsku bylt- inguna. Það virðist því ekkert nema grimmUeg refsing bíða Georgínu. En skamma stund veröur hönd höggi fegin og rétt að hver sjái fyrir sig hver endalokin veröa. Þessi kvikmynd er mikið konfekt fyrir augað, vand- virknislega tekin og kUppt og aUar sviðsetningar afar faUegar. Við kynnumst afmörkuðum heimi veitinga- hússins sem er í þremur hlutum. Sá fyrsti er ótrúlegt eldhúsið þar sem sveittir matreiðslumenn bisa við potta og pönnur og uppþvottadrengurinn syngur ægi- fagran sópran við vaskinn, annar er veitingastaðurinn sjálfur þar sem aUt virðist vera rautt á litinn og enda- stöðin er salernið þar sem hringrásinni sem hófst í eldhúsinu lýkur. Þó hið ytra sé fagurt og myndavélin Þjófurinn og elskhuginn, Michael Gambon og Alan Howard. beinlínis gæli við hraukuð borð og girnilega rétti eru áhorfendur reglulega minntir á aö allt er forgengilegt. Hinn fegursti matur fúlnar og rotnar og allt hold er hey. Aðeins þrennt í þessum heimi skiptir máli. Það er matur, kynlíf og hinn óumflýjanlegi dauði. Undir öllu þessu grætur síðan dapurleg en falleg tónlist sem verður stór hluti af heildinni. Leikarinn Michael Gambon fer með hlutverk Al- berts og lætur dæluna ganga viðstöðulaust. Gambon skilar þessu erfiða hlutverki með mikilli prýði og skap- ar eftirminnilegt Ulmenni. Fylgisveinar hans eru skemmtileg tilbrigði við hann sjálfan en andstæður þeirra, fagurkerarnir, góða fólkið, Georgína, kokkur- inn Richard og elskhuginn Michael eru síður sannfær- andi. Stöðugur, magnaður texti Alberts, glæsileg mynda- taka og óvægin frásögn vinna saman aö því aö skapa heilsteypt en grimmilegt verk. Það er aldrei litið und- an og hrottalegar tiltektir Alberts, hömlulaus matar- og kynlífslyst og síöar hefnd Georgínu kann að hneyksla einhverja áhorfendur en slíku fólki er ekk- ert hægt að ráða annað en að vera heima. Hinir, sem unna góðum kvikmyndum og vUja láta koma sér á óvart, eru hvattir til þess að missa ekki af þessum kvikmyndakonfektmola. Bresk - The Cook, Ihe Thiel, His Wile and Her Lover. Leikstjóri: Peter Greenaway. Aðalhlutverk: Michael Gambon og Richard Bohringer Van Morrison - Enlightment Alltaf í úrvalsf lokki Nafn Van Morrison er fyrir löngu orðið að gæðast- impli í tónlistarheiminum og má heita óbrigðult að ganga að því sem vísu að plata frá honum er í hæsta gæðaflokki. Nýja platan hans, Enlightment, er engin undantekning þar frá; hún er afskaplega Ijúf og þægi- leg en samt langt því frá að vera einfóld. Flest lög Morrisons eru nefnilega margbrotin í sjálfu sér og full af blæbrigðum sem uppgötvast smátt og smátt við frekari hlustun. Og það má segja að þetta Hljómplötiir Sigurður Þór Salvarsson sé það atriði sem heiUar mann mest viö lög Morrisons fyrir utan gullfaUegar melódíumar auðvitað. Og af þeim er nóg að taka á þessari plötu sem og síöustu plötum þessa írska snillings. Og allt leikur þetta í höndunum á honiun, því hann semur líka text- ana eins og venjulega, mnihaldsríka texta sem segja Van Morrlson, bregst ekki frekjar en fyrrl daginn. manni eitthvað. Aö auki stjómar Morrison sjálfur upptökum og syngur með þeirri tilfinningu sem ávann honum nafngiftina, besti hvíti soulsöngvari heims, á sínum tíma. Þeir gerast ekki betri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.