Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1991, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1991, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 13. 'FEBRÚAR 1991. 39 Merming A-ha - East of the Sun West of the Moon Fyrir ofan garðog neðan Norska tríóið A-ha hefur átt frekar erfltt uppdráttar eftir fyrstu tvær plötur sínar sem slógu eftirminnilega í gegn á sínum tíma. Þá ferðaðist hljómsveitin um gjör- valla heimsbyggðina, fyllti hvern sahnn á fætur öðrum og átti lög á öðrum hverjum vinsældalista um allan heim. Síðan rann æöið af og lítið spurst til drengjanna eftir það. Þeir eru þó enn að en virðast einhvern veginn hafa tapað áttum. Fyrst og fremst hefur þeim auðvitað ekki Hljómplötur Sigurður Þór Salvarsson lukkast að semja jafnvinsæl lög og áður en í ofanálag er eins og þeir séu að leita sér að nýjum stíl og hafa ekki fundið hann ennþá almennilega. Sá stíll virðist mér vera mun mýkri og rólegri en áö- ur, eða réttara sagt; rólegi stíllinn sem var aukabúgrein hjá A-ha til að byrja með er nú að taka yfirhöndina. Og vissulega semur Pál Waaktaar prýðisgóð lög en þau eru alltof meinlaus að minu mati mörg hver. Og fyrir vikið grípur hljómsveitin til þess ráðs á þessari plötu að dubba gamalt Everly Brothers lag, Crying in the Rain, í þeirri von væntanlega að það muni selja plötuna. SUkt kann ekki góðri lukku að stýra því ef A-ha geta ekki selt plötur sínar útá eigin tónsmíðar geta þeir það varla útá gamlar lummur með nýjum sykri. Kannski er þetta bara tímaspursmál því hæfileikarnir eru fyrir hendi í hljómsveitinni, á því leikur enginn vafi. A-Ha, í leit að nýjum stil. Mitsuko Uchida Meðal þeirra píanóleikara sem hafa getið sér gott orð fyrir upptökur á tónlist Mozarts er Mitsuko Uchida. Meöal annars hefur hún leikið allar píanósónöturnar inn á hljómdiska fyrir Philips og einn þeirra barst í hendur tónlistar- gagnrýnanda DV nýlega. A diski þessum er að finna Sónötu í D dúr, KV 284, sem stundum er kennd við Durftitz bar- ón og áhugapíanóleikara sem pantaði verkið hjá tónskáldinu á sínum tíma, auk Sónötu í B dúr, KV 570 og Rondós í D dúr, KV 485. Sónatan í D dúr var samin 1775 og var í hópi fimm annarra píanósónatna sem Mozart samdi um það leyti. Þetta er glæsilegt verk og býður túlkandanum upp á gnægð viðfangsefna, bæði tækilegra og listrænna, til þess að takast á við. í handriti að fyrsta þætti er að finna eitt af fáum dæmum þess að Mozart hafi þurft að skipta um skoðun um ágæti þess sem hann var að gera. Þar strik- ar hann yfir sjötíu fyrstu taktana og byrjar að nýju og með betri árangri. Síðasti þáttur sónö- tunnar er í tilbrigðaformi, sem oft á það til að verða einhæft form, en ekki hjá Mozart. Hvert tilbrigði fær skýra sjálfstæða gerð sem er hver annarri fallegri. B dúr sónatan er frá dánarári Mozarts 1791. Hún var samin til flutnings fyrir áhugamenn ffijómplötur Finnur Torfi Stefánsson og mjög einfóld að gerð, án styrkleikamerkja og að töluverðu leyti aðeins tvíradda. Hér er þáð fegurð einfaldleikans sem ræður ríkjum. Það kemur hins vegar ekki í veg fyrir áhrifamátt verksins né dregur úr andagift þess. Þessi tón- list ber í sér harm heimsins undir björtu yfir- borði og snertir hlustandann því dýpra sem hún lítur sakleysislegar út. Síðasta verkið á diskin- um er Rondo í D dúr glaðlegt og alkunnugt við- fangsefni nemenda á píanó. Ungfrú Uchida hefur fengið mikið lof fyrir túlkun sína á Mozart og er skiljanlegt hvers vegna. Flutningur hennar á þessum verkum er sérlega vandaður og vel undirbúinn. Nákvæmi hennar og snerpa er frábær og stundum svo að jaðrar við vélrænu sem þó er í raun ósann- gjarnt að segja því að ekki skortir blæbrigðin í tóni og styrk. Túlkunin er smekkvís og allt í tónhstinni nýtur sín til fulls. Það eina sem unnt var að frnna að, þótt grannt væri hlustað, varð- ar frekar upptökuna en hljóðfæraleikinn. Fyrsti hljómur diskins í D dúr sónötunni hljómar lok- aður og með öðrum lit en það sem á eftir kem- ur. Þá heyrist örlítiö í hamarsverki píanósins í hæga kaflanum í B dúr sónötunni, eins og tré- smiður slái hamri sínum úti í hafsauga og væri þaö í sjálfu sér í lagi ef það væri ekki í takt við tónlistina. Upptakan að öðruleyti er mjög góö. Svo viröist sem tónninn sé hafður örlítið fyllri í B dúr sónötunni en þeirri í D dúr og er sá htar- munur vel við hæfi. Vonandi að ekki sé um tíl- viljun að ræða. Fjölmiðlar Sjónvarp um gervihnött Samkvæmt fréttum hefur heldur betur aukist sala á gervihnattadisk- um sem nauðsynlegir eru til að hægt sé aö ná þeim sjóvarpsstöðv- um sem í boði eru á þennan máta, en þær geta veriö allt að tuttugu og tvær segir í auglýsingu frá einum aðila sem selur gervihnattadiska. Þetta er að vísu rétt en í auglýsing- unni er ekki sagt að til að ná öhum þessum stöðvum þarf að vera hægt að stilla diskinn á mismunandi gervihnetti. Algengast í dag er aö notendur stihti diskinn á Astra hnöttinn. Þar er að flnna aliar Sky stöðvarnar, MTV, sem er vinsæl tónlistarstöð, tvær íþróttarásir og þýskar og hol- lenskar stöðvar. Sú sjónvarpsstöð sem mest hefur verið fjallað um að undanfórnu, CNN, er ekki hægt að ná þar. Til að ná CNN og öðrum gervihnattastöðvum þarf að geta fært diskinn og er hægt að fá hent- ugan útbúnað th þess. Það er enginn vafi áþví að útsend- ingar Stöövar 2 frá CNN og Sjón- varpsins frá SKY fréttaþjónustunni hafa átt sinn þátt í aukinni sölu gervihnattadiska. Það er þvi sýnt að það er eins og að berja hausnum við steininn að reyna að hafa áhrif á þessar útsendingar, að þær verði textaðar eða þýddar á einhvern hátt. Það er sérstaklega Morgunblaöiö sem er að reyna að segja þjóðinni hversu óhoht það sé að horfa á ótextaöar útsendingar gervihnatta- stöðva og stundum verða útlistanir þeirra þar á bæ bæði neyðarlegar og hlægilegar eins og þegar fjöl- miðlarýnir blaðsins hafði eins og sjálfsagt margir aðrir stillt á SKY á laugardagsmorgun og hitt þar á ágætan dagskrárlið sem ekki fellur undir fréttir. Honum fannst í byrj un ekkert athugavert en fór samt aö ókyrrast. í lok þáttarins rann það upp fyrir honum að þátturinn var ótextaður og óþýddur. Kominn tími th finnst sjálfsagt mörgum. Það er sama hvað barist er á móti gervihnattaútsendingum og hvort þær eru okkur óhollar eða ekki, gervihnattasjónvarp er komiö th að vera. Þegar hafa á þriðja tug þús- unda íslendinga aðgang að sjón- varpsútsendingum þessum og þeim áeftiraöflölga. -HK , Veður Vaxandi suðaustanátt og rigning vestanlands, viða allhvasst er kemur fram á morguninn. Norðaustan- lands þykknar upp með hægt vaxandi suðaustanátt, kaldi eða stinningskaldi og dálítil rigning þegar liður á daginn en þá verður kominn sunnan- og suðaust- ankaldi með skúrum eða súld suðvestanlands. Hlýn- andi veður, fyrst suðvestanlands, hiti viðast 4-8 stig i dag. Akureyri alskýjað 1 Egilsstaðir léttskýjað -3 Hjarðarnes alskýjað 1 Galtarviti rigning 2 Kefla víkurflug völlur rigning 6 Kirkjubæjarklaustur rigning 2 Raufarhöfn alskýjað 0 Reykjavik rign/súld 5 Vestmannaeyjar rign/súld 6 Bergen léttskýjað -10 Helsinki snjókoma -11 Kaupmannahöfn snjókoma -4 Osló . léttskýjaö -8 Stokkhólmur snjókoma -6 Amsterdam þoka -9 Barcelona léttskýjað 1 Berlín snjókoma -4 Chicagó skýjað -1 Feneyjar þokumóða 0 Frankfurt snjókoma -4 Glasgow léttskýjað -7 Hamborg þokumóða -10 London mistur -1 LosAngeles léttskýjað 14 Lúxemborg þokumóða -5 Madrid heiðskírt -5 Malaga súld 11 Mallorca léttskýjaö 2 Montreal snjókoma -9 New York alskýjað -2 Nuuk snjókoma -5 Orlando alskýjað 13 Gengið Gengisskráning nr. 30. -i 3. febrúar 1991 kl. 9.15 Eining kl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi Dollar 53,750 53,910 54,690 Pund 106,815 107,133 107,354 Kan. dollar 46,587 46,726 47,027 Dönsk kr. 9,5785 9.6071 9,5553 Norsk kr. 9,4100 9,4380 9,4034 Sænsk kr. 9,8093 9,8385 9,8416 Fi. mark 15,1366 15,1816 15,1896 Fra.franki 10,8171 10,8493 10,8260 Belg. franki 1,7902 1,7955 1,7858 Sviss. franki 42,9845 43,1125 43,4134 Holl. gyllini 32,7096 32,8069 32,6361 Þýskt mark 36.8567 36,9664 36,8023 Ít. líra 0,04900 0,04914 0,04896 Aust. sch. 5,2380 5,2536 5,2287 Port. escudo 0,4171 0,4183 0,4153 Spá. peseti 0,5871 0,5888 0,5855 Jap. yen 0,41722 0,41846 0,41355 irskt pund 98,048 98,340 98,073 SDR 78,0359 78,2682 78,4823 ECU 75.7364 75,9619 75,7921 Fiskmarkaðinúr Fiskmarkaður Hafnarfjarðar 12. febrúar seldust alls 66,704 tonn. Magn í Verð í krónum tonnum Meöal Lægsta Hæsta Smáþorskur 1,485 90,00 90,00 90,00 Steinbítur 0,450 76,00 76,00 75,00 Kinnfisk. 0,049 135,00 135,00 135,00 Smáýsa, ósl. 0,076 78,00 78,00 78,00 Langa, ósl. 0,023 69,00 69,00 69,00 Lýsa, ósl. 0,165 84,00 84,00 84,00 Vsa 3,399 109,13 101,00 112,00 Ufsi 1,472 52,00 52,00 52,00 Þorskur 41,670 104,13 103,00 106,00 Langa 0,152 69,00 69,00 69,00 Karfi 0.798 53,00 52,00 70,00 Hrogn 0.612 245,00 245,00 245,00 Ýsa, ósl. 5,603 89,66 86,00 97,00 Smáþorskur, ósl 0,970 76,00 76,00 76,00 Þorskur, ósl. 6,888 97,25 81,00 105,00 Steinbítur, ósl. 2,822 75,77 74,00 83,00 Keila, ósl. 0,157 38,00 38,00 38,00 Faxamarkaður 12. febrúar seldust alls 76,144 tonn. Blandað 0,282 49,01 20,00 81,00 Gellur 0,037 275,00 275,00 275,00 Hrogn 1,898 152,46 70,00 295,00 Karfi 0,309 55,00 55,00 55,00 Keila 0.711 53.31 53,00 55,00 Langa 4,601 80,00 80,00 80,00 Lifur 0,082 9,35 9,00 10,00 Lúða 0,184 375,76 300,00 480,00 Lýsa 0,128 83,00 83,00 83,00 Rauðmagi 0,032 70,00 70,00 70,00 Steinbítur 1,217 69,08 64,00 77.00 Þorskur, sl. 18,290 105,45 101,00 108,00 Þorskur, smár 2.866 100,00 100,00 100,00 Þorskur, ósl. 20,731 101,28 72,00 110,00 Ufsi 11,652 53,85 25,00 55,00 Undirmál 1,516 89,71 83,00 92,00 Ýsa.sl. 7,862 107,90 65,00 114,00 Ýsa, ósl. 3.749 95,95 79,00 114,00 Fiskmarkaður Suðurnesja 12. febrúar seldust alls 124,780 tonn. Undirmál 0,100 83,00 83,00 83,00 Lýsa 0,154 56,58 44,00 61,00 Tindaskata 0,084 6,00 6,00 6,00 Rauðmagi 0,050 129,00 129,00 129,00 Geirnyt 0,160 25,00 25,00 25,00 Blálanga 0,066 77,00 77,00 77,00 Hlýri+steinb. 1,068 64,36 55,00 65,00 Ufsi 1,761 46,05 40,00 47,00 Skarkoli 0,057 72,75 71,00 73,00 Langa 2,111 75,74 64,00 80,00 Skata 0,165 89,90 82,00 92,00 6,114 48,22 43,00 55,00 Lúða 0,180 476,65 405,00 535,00 Hrogn 0,194 243,20 210,00 245,00 Karfi 1,436 55,98 47,00 58,00 Ýsa.ósl. 28,131 88,24 77,00 99,00 Þorskur, ósl. 78,106 107,29 73,00 126,00 Steinbítur 3,872 60,28 54,00 64,00 Blandað 0,976 47,22 40,00 50,00 MARGFELDI .145 PÖNTUNARSÍMI ■ 653900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.