Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1991, Blaðsíða 10
10
LAUGARÐAGUR 16. FEBRÚAR 1991.
Myndbönd
Talsverðar breytingar verða á
listanum milli vikna. Miami Blues
situr á toppnum og framtíðar-
myndin Back To the Future í öðru
sæti. She’s Out of Control með sjón-
varpsstjömunni Tony Danza fer
beint í þriöja sæti sem er harla góð
frammistaða. Nýar á listanum eru
einnig Wild Orchid með Mickey
Rourke og Jaqueline Bisset í aðal-
hlutverkum, ný mynd með Dolph
Lundgren, Dark Angel, sem kemur
inn í 7. sætið og Cry-Baby eftir John
Waters sem kemur inn í 9 sæti.
1 (2) Miami Blues
2 (1) Back to the Future III
3 (-) She’s Out of Control
4 (5) Loose Cannons
5 (4) Look Who’s Talking
6 (3) Internal Affairs
7 (-) Dark Angel
8 (6) Joe vs. the Volcano
9 (-) Cry-Baby
10 (-) Wild Orchid
★★V2
Fríkaðir táningar
CRY BABY
Útgefandi: ClC-myndbönd
Leikstjóri: John Waters
Aöalhlutverk: Johnny Depp, Amy La-
cane, Susan Tyrell og Iggy Pop
Bandarísk, 1990-sýningartimi 85 mín.
Leyfð öllum aldurshópum
John Waters er enginn venjuleg-
ur kvikmyndageröarmaður eins og
þeir best vita sem sáu kvikmyndir
hans sem sýndar voru á kvik-
myndahátíö hér fyrir nokkrum
árum. Þá kom hann hingað sem
sérstakur gestur og fylgdi myndum
sínum úr hlaði, sem ekki er ofsög-
um sagt að hafi valdið ógleði hjá
mörgum áhorfendum.
Waters hefur eitthvað róast með
árunum þótt svo sannarlega séu
myndir hans í dag einnig öðruvísi.
Nýjasta myndin er Cry Baby og er
hún ekki einu sinni bönnuð börn-
um. Þaö hefði verið saga til næsta
bæjar fyrir nokkrum árum að leik-
stjóri Pink Flamingos ætti eftir að
gera kvikmynd sem ekki væri
bönnuð neinum börnum.
Cry Baby er mynd um ungt fólk.
Eins og í flestum myndum, sem
fjalla um táninga, er mikið um
rokktónlist. Hér er hún borin á borð
til áhorfanda á mun skemmtilegri
máta en maður á að venjast. Það
má John Waters eiga að hann fer
ekki troðnar slóðir. Það skiptir
hann engu máli hvort hlutirnir, sem
hann er að segja frá, séu óraun-
verulegir eða ekki. Hann lætur
gamminn geisa og kemur víða við.
Aðalpersónan er töffarinn Cry-
Baby sem fær viðurnefni sitt af því
að hann á það til þegar mikið liggur
við að láta eitt tár renna niður kinn
sína. Hann hrífst af Alison sem er
ung og fögur og af flnu fólki komin.
Alison þráir að fá að sleppa fram
af sér beislinu og enginn er betri
til að láta það rætast en Cry-Baby.
Vinahópar þeirra eru ekki mjög
hrifnir af þessari þróun og upp-
hefst mikill darraðardans í kring-
um þau tvö.
Waters hefur ávallt tekist að
flnna furðulegt mannfólk til að
leika í myndum sínum og svo er
einnig hér. Vinahópur Cry-Baby er
til að mynda einhver sá skrautleg-
asti sem lengi hefur sést á hvíta
tjaldinu. Með Cry-Baby hefur John
Waters skipað sér í röð frumleg-
ustu leikstjóra vestanhafs. Myndin
er ekkert listaverk, hún hefur sína
gallaenerskemmtileg. -HK
Veldu
myndbandið
kei ma
Leikstjóri
Leikarar
Söguþráður
Stjörnugjöf
Lengd o.fl.
9 9 ^
oe-aotfl^w-
HAN060K
hb*®amma
MtMW.W*
„ i,nH
Myndbönd 1991 ersérlega aögengileg bók,
þar sem 2000 myndbönd fá umfjöllun.
Fáanleg á myndbandaleigum og
blaösölustööum um land allt.
gpBu.
®
Pabbi er á tausum
SHE’S OUT OF CONTROL
Útgefandi: Skífan
Leikstjóri: Stan Dragoti
Aðalhlutverk: Tony Danza, Catherine
Hicks og Ami Dolenz
Amerísk, 1989 - sýningartími 90 mín.
Leyfð öllum aldurshópum
Munið þið eftir sögunni um ljóta
andarungann eftir H.C. Andersen?
Þessi mynd er léttgeggjaö tilbrigði
við þá ágætu sögu. Ung og ólöguleg
stúlka, sem býr með einstæðum
föður sínum, ákveður að koma út
úr skelinni. Hún hendir spöngun-
um af tönnunum, leggur gleraug-
unum og kaupir linsur og breytist
úr stúlku í konu á einni nóttu. Hún
verður óðar umsetin her ungra
pilta sem allir unna henni hugást-
um og reyna að ganga í augun á
henni. Pabbi gamli á afar erfitt með
að sætta sig við þetta allt saman
og reynir eftir megni að fylgjast
með. Hann reynir að blanda sér í
hóp unglinganna og skilja hugs-
anagang þeirra eftir því sem hon-
um er unnt.
Þetta er auðvitað allt mesta grín
og gaman og tekst ágætlega á
stundum. Tony Danza er skikkan-
legur sem faðir stúlkunnar. Hann
hefur leikið talsvert í sjónvarpi en
minna í kvikmyndum og er boðleg-
ur gamanleikari. Samskipti hans
við sálfræðinginn eru sérstaklega
skemmtileg enda sáli alveg ótrú-
lega misheppnuð týpa. Allir átta sig
að lokum eins og vera ber. Þetta
er gamanmynd í góðu meðallagi
sem unghngar og foreldrar þeirra
hafa eflaust sérstaklega gaman af.
-Pá
A grpa! miftíf h <\ íerribk* fhmg \v wáste,.,
But gred body!
lifað á ystu nöf
SHORT TIME
Útgefandl: Háskólabió
Lelkstjóri: Gregg Champion
Aöalhlutverk: Dabney Coleman, Matt
Frewer og Teri Garr
Bandarísk, 1990-sýningartimi 95 min.
Leyfð öllum aldurshópum
Burt Simpson á eftir aðeins átta
daga af starfi sínu sem lögreglu-
þjónn. Eftir það fer hann á lang-
þráð eftirlaun. Hann er því ekki að
taka neina áhættu í starfi og klæð-
ist ekki einföldu skotheldu vesti
heldur tvöföldu.
Þegar Simpson hættir störfum þá
dettur út líftrygging hans. Það er
því honum efst í huga aö líftryggja
sig svo að tryggt se að sonur hans
komist til náms í Harward. Þau
mistök verða á lækningastofu að
blóðprufur víxlast og læknir segir
honum að hann eigi í mesta lagi
þrjár vikur eftir ólifaðar. Til þess
að fjölskyldan fái háa líftryggingu
borgaða ákveður Simpson að láta
drepa sig í starfi. Það reynist aftur
á móti mjög erfitt. Þótt hann taki
alla áhættu sem hugsast getur
sleppur hann ávallt lifandi og er
sæmdur hverju heiðursmerkinu á
fætur öðru.
Short Time er eiginlega á mörk-
um þess að vera gamanmynd og
spennumynd. Allur söguþráðurinn
er hin fyndnasti en úrvinnslan er
ekki jafnoft fyndin. Má nefna mik-
inn bílahasar, sem tekur allt of
langan tíma, og athafnir nokkurra
glæpamanna sem eiga ekkert skylt
við gamansemi. Myndin er samt
hin ágætasta afþreying og Dabney
Coleman stendur vel fyrir sínu í
hlutverki lögreglúmannsins.
-HK
Kuldaskil í Kanada
PRENTHUSID
Faxafeni 12, Sími 678833
Bardagamenn
FIST FIGHTER
Úlgefandi: Kvikmynd
Leikstjóri: Frank Zuniga
Aöalhlutverk: Simon Andrei, Matthias
Hues og Tony Isbert
Amerísk, 1989 - sýningartimi 92 min.
Bönnuð innan 16 ára
Spakir menn heyrast stundum
halda því fram að ofbeldisdýrkun
í kvikmyndum sé meiri en góðu
hófi gegnir og hafi slæm áhrif á þá
sem horfa og á samfélagið í heild.
Áhorfendur hafá fram til þessa, að
sjálfsögðu, skellt skolleyrum við
slíku nöldri og haldið ótrauðir
áfram að horfa í trausti þess að
ofbeldið sé af listrænni nauðsyn.
Slíku er ekki til að dreifa í þess-
ari mynd um berhenta bardaga- •
kappa sem sérhæfa sig í hnefaleik-
um, oft þar til annar liggur í valn-
um í bókstaflegri merkingu. Þetta
er mynd um ofbeldi og ekkert ann-
að. Til málamynda er búin til ein-
hvers konar saga svona rétt til þess
að bijóta upp áflogasenurnar. Þetta
er vond mynd og ástæða til þess
að vara við henni af þeim sökum.
-Pá
COLD FRONT
Útgefandl: Kvlkmynd
Leikstjóri: Paul Bnarblc
Aöalhlutverk: Martin Sheen, Mlchael
Ontkean og Beverly D’Angelo
Amerisk, 1990 - sýningartími 90 min.
Bönnuö innan 12 ára
Sögusviðið er Kanada, nánar tiltek-
ið borgin Vancouver, og er látið í
veðri vaka að hún sé nokkurs kon-
ar hlutlaust svæði í köldu njósna-
stríði stórveldanna. Á þessu hlut-
lausa svæði er samt sem áður hart
barist. Gamalreyndur lögreglu-
þjónn í láni frá L.A. er settur ásamt
óreyndum heimamanni í að leysa
dularfulla morðgátu. Innan
skamms eru þeir félagar komnir á
slóð hálfgeggjaðs atvinnumorð-
ingja sem er á snærum KGB.
Hér er verið að reyna að blanda
hefðbundinni njósnamynd saman
viö enn hefðbundnari mynd um
löggufélagana tvo, sem er á góðri
leið með að verða versta klisja í
kvikmyndum seinni tíma. Inn í
þetta fléttast svo lauflétt ástarsaga.
Skemmst er frá þvi að segja að
blöndunin tekst alls ekki nógu vel.
Söguþráðurinn er ótrúlegur og
ruglingskenndur og botninn vantar
þannig að áhoifandinn samþykki
alla vitleysuna. Á heildina litið frek-
ar ófrumleg afþreying eða á maður
heldur að segja iðnaðarframleiðsla
í sæmilegu meðallagi. -Pá
★★
g 1
Spilling á æðri stöðum
BEYOND SOHO
Útgefandi: Bergvík
Lelkstjóri: James Marcus
Aðalhlutverk: Ray Wlnstone, Jason
Conery og Amanda Donohue
Bresk, 1989 - sýnlngartiml 92 mín.
Bönnuö börnum innan 16 ára
Beyond Soho er ofbeldisfull saka-
málamynd um neðanjarðarlýð í
London og fína menn í æðri stöðum
sem eru enn verri vegna þess að
þeir fela sig bak við grímu dyggða.
Aðalpersónan er blaðamaður sem
einu sinni hefur látið í minni pok-
ann fyrir þessum mönnum en
hyggur nú á hefndir.
Beyond Soho er þrátt fyrir ónauð-
synlegt ofbeldi nokkuð tilþrifamik-
il sakamálamynd sem er spennandi
í heildina. Helsti galli myndarinnar
er Ray Winstone sem er frekar
ósannfærandi í aðalhlutverkinu.
Aukaleikarar eru aftur á móti hver
öðrumbetri. -HK