Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Blaðsíða 2
[ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1991. Fréttix Tveir menn taldir hafa sett ólöglegan þungaskattsmæli í vörubíl: Sýknaðir af ákæru um sfórf elldan undandrátt - sannað þótti að þeir settu mælinn í bílinn í góðri trú Tveir menn, sem ákærðir voru fyr- ir aö hafa sett ólöglegan ökumæli í vöruflutningabíl annars þeirra árið 1987, voru sýknaðir í Sakadómi Reykjavíkur í gær. í ákæru voru mennirnir sagðir hafa stuðlað að stórfelldum undandrætti á bifreiöa- skatti. Guðjón St. Marteinsson saka- dómari kvað upp dóminn en með- dómsmaður hans var Elías Gunnars- son vélaverkfræðingur. Mennirnir tveir voru ákærðir þeg- ar í ljós kom að misræmis gætti á milli þungaskattstnælis og ekinna kílómetra á hraðamæli í vörubíl ann- ars þeirra. Tvær tegundir ökumæla eru til en aðeins önnur þeirra er lög- leg. Nokkrir ólöglegir mælar hafa verið í umferð en ógjörningur er að þekkja tegundirnar nema að hluta mælana í sundur. Eigandi bílsins fór í ágúst 1987 til hins mannsins, sem annaðist ísetningu á þuiigaskatts- mælinum. Þar var mælirinn inn- siglaður. Nokkru síðar varð eigand- inn var viö misræmið og leitaði eftir eftir því að það yrði leiðrétt. Ekkert kom þó framvið athuganir sem benti til aö neitt væri að og fór eigandinn í tvö skipti athugasemdalaust í gegn- um bifreiðaskoðun. Nokkru síðar kærði eftirlitsmaður ökumæla eigandann til lögreglu og voru báðir mennirnir síðan úrskurð- aðir í gæsluvarðhald. í ljós kom að ökumælir mældi aðeins 44,2 prósent af ekinni vegalengd. • Hjá vitni kom fram að bifreiðar ofangreinds eiganda hafa ávallt verið. til fyrirmyndar og þungaskattur greiddur á réttum tíma. Sakadómur komst að þeirri niðurstöðu að menn- irnir hefðu sett ökumælinn í bílinn í góðri trú enda hefðu þeir ekki vitað að ólöglegir mælar væru í umferð. Eftirlitsmanni ökumæla tókst ekki að þekkja löglegan og ólöglegan mæli í sundur fyrir dómi, án þess að ruglast á þeim fyrst. Björn Halblaub, eftirlitsmaður ökumæla, sagði fyrir dómi að engin fóst regla væri á því hve mikil skekkja væri leyfð og sagði eftirlits- menn sjálfa ákveða hvort kært væri eða ekki. „Þeir opinberu aðilar, er skoðuðu bifreiðina og samþykktu ökumælinn, komu ekki auga á það hvers kyns ökumælir var í bifreiðinni, enda kváðust þeir ekki þekkja þá í sund- ur," segir í niðurstöðu sakadóms. Sakarkostnaður vegna þessa máls greiöist úr ríkissjóði. -ÓTT Feröaskrifstofukæran: Auglýsingin verðiekki birt aftur óbreytt Stjórn Félags íslenskra ferðaskrif- stofa afgreiddi kæru Harðar Gunn- arssonar, forstjóra Úrvals/Útsýnar, á hendur Samvinnuferðum fyrir blaðaauglýsingu sem Hörður telur innihalda villandi verðsamanburð. Stjórn FÍF felldi engan salómonsdóm í málinu. Þó segir í úrskurði stjórnar- innar að auglýsingin sé fullharkaleg og því beint til forráðamanna Sam- vinnuferða að þeir láti ekki birta hana aftur óbreytta. „Ég er mjög ánægður og sáttur við þessa niðurstöðu stjórnar FÍF. Ég tel að stjórnin hafi tekið á málinu af skynsemi og röggsemi. í framhaldi af þessum úrskurði stjórnar FÍF skora ég á Helga Jóhannsson, for- stjóra Samvinnuferða, að birta með mér sameiginlega auglýsingu yfir þá staði á Mallorca, sem við bjóðum, og vera þar með nákvæma lýsingu á gististöðunum og því verði sem þess- -ar tvær ferðaskrifstofur bjóða. Eg er óhræddur við niöurstöðuna sem með því fengist," sagði Höröur Gunnars- son, forstjóri Úrvals/Útsýnar, í sam- tali við DV í gær. „Viö ætlum að sjálfsögðu að svara þessu og sýna fram á að þessi auglýs- ing og sá samanburður, sem þar er gerður,"-áiullan rétt á sér. Ég ætla að visu að bíöa eftir niðurstööu siða- nefndar Sambands íslenskra auglýs- ingastofa en hans er að vænta á mánudaginn. Það er sjálfsögð kurt- eisi að bíða eftir henni," sagði Helgi Jóhannsson, forstjóri Samvinriú- ferða, aðspuröur hvort hann ætlaði að birta auglýsinguna aftur óbreytta. Helgi var spurður álits á því sem segir í kæru Harðar Gunnarssonar aö borið sé saman verð á íbúð fyrir sex manns í íbúðahóteli hjá Sam- vinnuferðum og raðhúsi með einka- sundlaug og garði hjá Úrvali/Útsýn. „Svarið er einfalt. Samanburður- inn er þeim í hag ef eitthyað er. í feröabæklingi þeirra stendur að þetta sé „bungalow" riieð sérgarði og sundlaug en með takmarkaðri aö- stöðu og þjónustu. Þetta berum við saman við íbúð hjá okkur með allri þjónustu, allan sólarhringinn, á vin- sælasta sólarstað íslendinga. Okkar hótel er við strönd en þeirra raðhús 200 metra frá ströndinni. Þvi spyrj- um við: Hvort vill fólk?" sagði Helgi Jóhannsson. Sem fyrr segir er úrskurðar siða- nefndar SÍA að vænta á mánudag. Ekki er vitað hvenær Verðlagsstofn- un .skilar.sínum úrskurðf___-S.dór. „Hann er gullfallegur og þetta er miklu betra leikhús en áður," sagði Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri þegar hún tyllti sér á bekkinn í sal Þjóðleikhússins i gær. Salurinn hefur tekið miklum breytingum og er óðum að taka á sig sína framtíðarmynd. Byggingarnefndin tilkynnti í gær að endurbótunum myndi Ijúka um miðjan mánuðinn. Virðist því allt benda til að hægt veröi að frumsýna Pétur Gaut á nýjum fjölum þann 21. mars eins og ráðgert hafði verið. DV-mynd Brynjar Gauti Hafa rannsakað sæbjúgu í 2 ár: Nægur markaður en verðið er of lágt - segirBaldurHjaltasonefnafræðingur „Við erum hér nokkrir í áhuga- mannahópi sem viljum rannsaka möguleikana á nýtingu þess sjávar- fangs af íslandsmiðum sem til þessa hefur ekki talist mannamatur og ver- iö hent. Ein af þessum sjávarfangs- tegundum er sæbjúga. Það hefur mikið af því komið upp í plógum skelfiskbátanna á Breiðafirði, allt að því eitt tonn á dag. Sæbjúganu er öllu hent. Við fengum styrk hjá Rannsóknaráði ríkisins til aö rann- saka þessa tegund og höfum verið að því í 2 ár. Við fengum meira að segja kínverskan sérfræðing til landsins okkur til aðstoðar. Niður- staðan er sú að þáö er nægur mark- aður fyrir sæbjúga. Við höfum bara ekki fundið neinn sem vill greiða það yerð .sem_þarLsyp_fra.mleiðsla_n sé arðbær," sagði Baldur Hjaltason efnafræðingur í samtali við DV. Hann sagði að sæbjúga liti út eins og stór pylsa og lægi á sjávarbotni. Svo virðist sem mikiö af því sé við strendur landsins. Á þeim svæðum, sem hafa verið rannsökuð vegna skelfisksins, hefur mikið magn af sæbjúga komið í fjós. íslendingar hafa aldrei-hirt þessa skepnu; henni er hent í sjóinn aftur þegar í stað. Það eru fyrst og fremst Kínverjar sem matreiða á ýmsa vegu og borða sæbjúga. Helsti markaðurinn er í Hong Kong. En í raun er markaður fyrir sæbjúga hvar sem Kínverjar búa í heiminum. Til eru margar teg- undir af sæbjúga í heiminum þótt aðeins ein tegund finnist' hér við land.. Þegar. búið er að flokka og verka þetta er um aö ræöa fjölbreyti- legan flokk. „Kínverjinn, sem kom til að að- stoða okkur, var hér í 3 mánuði. Hann fór með okkur á miðin í Breiða- firði og honum leist mjög vel á þetta allt saman. Hann sagöi vandalaust að markaðssetja sæbjúgu frá íslandi. Eini vandinn er að fá nógu hátt verð fyrir þau. Enn hefur okkur ekki tek- ist þaö. Þá er reiknað með að hráefn- ið sé fullverkað hér, tilbúið til að setja það í vatnið. Ef okkur tekst aö flnna markað, sem vill greiða nógu hátt verð, er öll þekking og tæknileg atriöi fyrir hendi hjá okkur og fundin væri ný afurð úr sjónum," sagði Baldur Hjaltason. -S.dór Iiverpool: Dalglish segirafsér Gunnar Sveinbjöinssan, DV, Jxmdcm: Kenny Dalglish, framkvæmda- stjóri Liverpool, sagði af sér í gær og gaf þá skýringu að starfinu fylgdi ofmikiö álag. Fyrir áhang- endur liðsins kom fréttin eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar stjóm félagsins kunngerði hana. Dalglish mun fyrst hafa tilkynnt stjóm félagsins þessa ákvörðun á fimmtudaginn. Hann var einn frægasti knattspyrnumaður Bretlands fyrr og síðar og lék meðal annars yfir 100 landsleiki fyrir Skotland. Dalglish kom tO Liverpool sem leikmaður frá Celtíc árið 1977 en tók við starfi framkvæmdastjóra 1985, skömmu eftir harmleikinn á Heysel-leikvanginum i Belgiu. Hann var framkvæmdastjóri fé- lagsins 1988 þegar tæplega 90 stuðningsmenn liðsins tróðust undir og létu lífið. Þessi óhugnan- legu slys á knattspymuáhuga- mönnum munu meðal annars hafa valdið því aö hann hefur nú óskað eftir að draga sig í hlé. Ronnie Moran, yfirþjálfari Liverpool, mun taka við stjórn liðsins fyrst um sinn. Nokkrir fyrram leikmenn liðsins hafa hins vegar þegar verið nefndir sem hugsanlegir arftakar. Hlíðarfjall: Skíðasvæðið ígagnið Gylfi Kristjánsscm, DV, flkureyri: „Nú stefhir þetta allt i rétta átt, það versnar a.m.k. ekki ástandið á meðan einhver snjór er hér í fjallinu," segir ívar Sigmunds- son, forstöðumaöur Skíðastaða í Hlíöarfjalli, en nú stefnir allt i að hægt verði að hleypa skíðamönn- um í brekkumar nú um helgina. ívar sagði að um 35'cm snjór væri komin í fjallið, og stefnan hefði verið takin á að opna um helg- ina. Ef ekki snjóar þeim mun meira veröa þó ekki allar lyftur opnaðar, en stefnt að því áð taka stólalyftuna í notkun og einnig Stromplyftuna. „Við getum þá veriö með eina skíöaleið meðfram stólalyftunni og sennilega tvær leiðir við Stromp- lyftuna," sagði ívar. Skiðabrekkumar í Hliðarfjalli hafa einungis verið opnar einn dag í vetur, fyrsta laugardag árs- ins en síðan hvarf snjórinn úr fjallinu. ívar Sigmundsson sagði að enn gæti' vertíðín þó bjargast fyrir hom. „Ef viö fáum góðan og mikinn snjó og mjög gott tíðar- far, þá getur þetta enn blessast fjárhagslega," sagði ívar. RíMsstjórnin: Seðlabankinn knýi á um vaxtalækkun Ríkisstjórnin samþykktí á fundi í vikunni að fela Seðlabankanum að ná fram vaxtalækkun með óbeinum aögerðum, eða beinum fyrirmælum ef þörf þykir. Með bessu skal stefnt að því að raun- vextir hér á landi verði svipaðir og í helstu viðskiptalöndum ís- lendinga í Evrópu. í frétt frá viðskiptaráöuneytinu segir að ríkisstjómin leggi til aö kannaðar verði ýmsar leiðir til að ná fram lækkun raunvaxta. Breyttar reglur um innláns- skyldu banka og sparisjóða, kaup og sala markaðsverðbréfa á veg- um Seðlabanka og vaxtaákvörð- un til lengri tírna en nú tíðkast, em nokkrar þeirra leiða sem bent er á að heppilegar geti verið. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.