Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Blaðsíða 4
4 LAUGÁRDAGUR 23: FEtiRÍJÁR:i9SlÍ Fréttir Steingrímur Hermannsson forsætisráöherra Vona að göng á Vestfjörð- um geti ef It byggðina þar - en vitanlega á ekki aö ráðast í kostnaðarsamar framkvæmdir að óathuguðu máli „Vitanlega á ekki gera jarðgöng ef þau verða ekki til að styrkja byggð og það á við um öll jarðgöng. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að þessi jarðgangagerð fyrir vestan sé mikil- vægasta tilraunin sem gerð hefur verið fyrir byggðina á norðurhluta Vesrfjarða. Það er von mín að meö þeim skapist möguleikar til að nýta sameiginlega þá þjónustu sem veitt er á ísafirði og efla atvinnulífið þar," segir Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra. Mikil umræða hefur orðið í kjölfar frétta í DV um fyrirhugaða sölu Hlutafjársjóðs, sem rekinn er af Byggðastofnun, á eina togaranum á Suðureyri, Elínu Þorbjarnardóttur. Meðal stjórnmálamanna og innan Byggðastofnunar hefur komið til tals að jafnvel væri rétt að hætta við þann hluta jarðgariga á Vestfjörðum sem tengja myndi Suðureyri við aðrar byggðir þar sem hætt sé við að byggð leggist þar af á næstu árum. Enn hefur þó engin slík ákvörðun verið tekin. Þess má geta að afleggjarinn til Suðureyrar myndi kosta ríflega milljarð, sem samsvarar á fjórðu milljón á hvern íbúa. Boðað var til skyndifundar í hreppsnefnd Suðureyrar á fimmtu- daginn til að ræða þá óvissu sem rík- ir um framtíð Suðureyrar. Sam- kvæmt heimildum DV ríkti mikil reiöi meðal hreppsnefndarmanna i garð forsætisráðherra vegna um- mæla sem hann lét falla á blaða- mannafundi um byggðamál í vikunni og DV hafði eftir honum. Þar sagði hann að það væri ekkert vit í að bora ónauðsynleg göt á fjöll ef síðasti íbú- inn myndi flytja í kjölfarið. Enginn af þeim hreppsnefhdarmönnum, sem DV ræddi við í gær, vildi þó tjá sig um þetta mál. Opinberrar yfirlýsing- ar væri að vænta á næstunni. í samtali, sem DV átti við Steingrím í gær, sagðist hann engin gögn hafa fengið frá Byggðastofnun sem bentu til þess að byggð viö Suðureyri myndi leggjast af né að hætta ætti við göngin. Hins vegar heföi hann heyrt að til stæði að selja togarann og því hlyti Byggðastofnun að meta það hvernig fiskvinnslunni á staðn- um yrði tryggður afli. „Slík úttekt hlýtur að verða gerð hvort sem ég bið um hana eða ekki," segir Stein- grímur. Steingrímur segir að það hafi verið fyrst í tíð sinni sem samgönguráð- herra að byrjað var að kanna mögu- leikann á jarðgangagerð á Vestfjörð- um. Hann segist ætíð hafa verið þeirrar skoðunar að slik göng væru arðsöm í víðtækum skilningi og að þau gætu eflt byggðina þar. Aðspurður hvað hann heföi átt nákvæmlega við þegar hann sagði að ekki væri vit í að bora ónauðsyn- leg göng, sagði Steingrimur að um- mæli þessi hefðu verið almenns eðl- is. Þannig segði til dæmis sagan að á Austfjörðum hefði einhvern tímann verið borað gat í klett sem síðarrsíð- asti bóndinn hefði farið í gegnum þegar hann flutti á brott. „Ég veit ekki hvort sagan er sönn eða tilbúin en vitanlega á ekki að leggja í mjög kostnaðarsamar fram- kvæmdir nema að vel athuguðu máli. Þessi spurning á ekkert síður við um Hvalfjarðargöngin heldur en þessi göng á Vestfjörðum. Ég vona að það mál sé mjög vel athugað án þess aö ég ætli að segja eitthvaö um það." -kaa VestfirðÍQgar illa settir í kennaramálLim: Fleiri leiðbeinendur en kennarar á Vestfjörðum - einafræðsluumdæmiðsemsvoerástattum Vestfirðir eru verst settir allra fræðsluumdæma landsins hvað varðar kennara við grunnskóla. í syari menntajnálaráðherra við fyrir- sjmrn Danfríðar Skarphéðinsdóttur, þingkonu Kvennalistans, um grunn- skólakennara og leiðbeinendur í grunnskólum landsins kom fram að leiðbeinendur eru fleiri en kennarar á Vestfjörðum. Leiðbeinendur nefn- ast réttindalausir kennarar við grunnskólana. Á Vestfjörðum eru grunnskóla- kennarar 80 en leiðbeinendur 83. í Reykjavík eru grunnskólakenn- arar 912 en 34 leiðbeinendur: í Reykjanesi eru grunnskólakenn- arar 668 en leiðbeinendur 100. í Norðurlandskjördæmi vestra eru grunnskólakennarar 114 en leiðbein- endur 86. í Norðurlandskjördæmi eystra eru grunnskólakennarar 305 en leiðbein- endur 136. I Ausrurlandskjördæmi eru grunn- skólake}marar 152 en, leiðbeinendur 73. J I Suðurlandskjördæmi eru grunn- skólakennarar 270 en leíðbeinendur 96, Á landinu öllu eru 2.688 grunn- skólakennarar en 681 leiðbeinandi. Varðandi framhaldsskólakennara standa málin þannig að á landinu öllu eru kennarar 703 en leiðbeinend- ur 519. Þar skera Vestfirðir sig líka úr með 4 framhaldsskólakennara en 15 leiðbeinendur. í Norðurlandskjör- dæmi vestra eru framhaldsskóla- kennarar 7 en leiðbeinendur 15. í Austurlandskjördæmi eru fram- haldsskólakennarar 10 en leiðbein- endur 21. Annars staöar eru kennar- ar fleiri en leiðbeinendur. -S.dór íbúar Stokkseyrar og Eyrarbakka ættu að geta andað léttar eftir að gerð sjóvarnargarða lýkur. DV-mynd GVA Sjóvarnargarðar við Stokkseyri og Eyrarbakka: Verkinu lokið í sumar „Sjóvarnargarðarnir verða klárað- ir í sumar. Nú er verið að ljúka við annan áfanga verksins og í sumar verður lokið við gerð garðanna," seg- ir Jón Hilmarsson hjá Vita- og hafna- málastofhun. Eftir stórbrim við Stokkseyri og Eyrarbakka þann 9. janúar á síðasta ári flæddi sjór inn í mörg hús þar og olli mikilli eyðileggingu á þeim og görðum þorpsbúa. I kjólfar þessa atburðar var ákveðið að reisa öfluga sjóvarnargarða til að verja þorpin áhlaupum af þessu tagi og var Hafna- málastofnun falið að annast fram- kvæmdir. Verkið var boðið út í apríl og maí á siöasta ári og hefur verið unnið aö gerð garðanna síöan. Lengd þeirra verður alls 2.300 metrar og í þá full- kláraða munu fara 75 þúsund rúm- metrar af grjóti. Heildarkostnaður við gerð garðanna mun nema 77 milljónum króna. „Eftir að byggingu garðanna verð- ur lokið eiga þorpin að vera varin fyrir ágangi sjávar. Þó er möguleiki á að það geti orðið flóð ef vatn kemst inn með endum garðanna en á því eru þó frekar litlar líkur," segir Jón. -J.Mar Norðurland eystra: Listi Þjóðarf lokksins lagður fram Hlutfall grunnskólakennara og leiðbeinenda í fræösluumdæmuin* I 912 VESfmoWi 305. 114* W* I ¦fl 73 IniP>v::f íííi52:":::::: | n mmmjm , ¦lURLAND EYSTfíA AUSTUfíLANÐ VESTUR- LAND 1:00. IOhófuob. 'iism&m REYKJANES SKYRINGAR M Grunnskóla- ™ kennarar U Leiöbeinendur * Grunnskólakennarar og leiObetnendur WS héraOsskóla oru ekkl latíir meO Gylfi Kristjánssoti, DV, Alcureyri: Listi Þjóðarflokksins í Norður- landskjördæmi eystra við kosning- arnar til Alþingis i vor hefur verið lagður fram. Þar með liggur ljóst fyr- ir að Þjóðarflokkurinn verður ekki aðUi að sameiginlegu framboði nyrðra eins og sumir hafa gefið í skyn átJ\mdanförnu.Tíu efstu á lista flokksins eru þessir: 1. Árni Steinar Jóhannsson umhverfisstjóri, Akureyri. 2. Anna Helgadóttir kennari, Kópaskeri. 3. Bjórgvin Leifsson lífefnafræðingur, Húsavík. 4. Oktavía Jóhannesdóttir húsmóðir, Akureyri. 5. Gunnlaugur Sigvaldason bóndi, Svarfaðardal. 6. Kari Steingrímsson sjómaður, Akureyri. 7. Klara Geirsdóttir nemi, Akureyri. 8. Helga Björnsdóttir húsmóðir, Húsavík. 9. Sigurpáll Jónsson bóndi, Hálshreppi. 10. Gíslína Gísladóttir fulltrúi, Dalvík. Skildi illa lyktandi frakka eftir Mikið hefur borið á því í vikunni að frökkum og öörum yfirhöfnum hafi verið stolið á ýmsum stöðum í austanverðum miðbæ Reykjavíkur. Yfirhöfnum hefur verið stolið úr tveimur skólum og í eitt skiptið hvarf dýr mokkafrakki í fatahengi á Hótel Óðinsvé. í síðastnefnda tilvikinu hafði þjófurinn greinilega verið illa til fara þegar hann kom inn. Tók hann mokkafrakkann með sér en skildi illa lyktandi og snjáðan frakka eftir í staðinn. Lögreglan beinir þeim tilmælum til almennings að hafa gætur á flíkum sínum og skilja ekki eftir verðmæti í þeim. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.