Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 23. FEBRUAR 1991. Utlönd Iraksher skilur eftir sviðna jörð í Kúvæt George Bush Bandaríkjaforseti fullyrðir aö írakar skilji eftir sviöna jörð í Kúvæt. Forsetinn gaf þessa yfirlýsingu um leið og hann tilkynnti um frestinn sem írakar fengju til að kalla herlið sitt heim frá Kúvæt. Orð Bush komu eins og til að undir- strika viljaleysi íraka til að ljúka Persaflóadeilunni með friði þrátt fyr- ir að Tareq Aziz utanríkisráðherra hefði lýst samþykki þeirra við frið- aráætlun Mikhails Gorbatsjov Sovét- forseta. Bandamenn segja að írakar hafi nú kveikt í um 140 olíulindum í Kú- væt á síðustu sólarhringum. „Um fjórðungur af olíuvinnslusvæðum í Kúvæt er nú hulið reykjarmekki," sagði Richard Neal, hershöfðingi og talsmaður hers Bandaríkjamanna í Saudi-Arabíu, skömmu eftir að Bush sagði að írakar ætluðu sér að skilja eftir sviðna jörð í Kúvæt. „Þeir eru kerfisbundið að eyðilegga mannvirki í Kúvæt. Svo er að sjá sem þeir hafi tekið upp þá stefnu að skilja eftir sviðna jörð í Kúvæt," sagði Neal. Áður en Bush setti fram úrslita- kostina höfðu bandamenn aðeins tal- að um að írakar hefðu kveikt í 40 olíulindum og ekkert getið um skemmdarverk í Kúvæt. Neal sagði að bandamenn væru að athuga leiðir til að koma í veg fyrir að írakar gætu framfylgt eyðileggingarstefnu sinni en tiltók ekki hvað væri til ráða. Harka hefur verið í bardögum við landamæri Saudi-Arabíu síðasta sól- arhringinn. í gær tilkynntu írakar að sókn bandamanna á landi væri hafin en bandamenn báru þær fréttir til baka og sögðu að átökin væru ekki alvarlegri en undanfarna daga. Bandamenn hafa einkum beitt stór- skotaliði og árásarþyrlum. Reuter Friðartillögur Gorbatsjovs: Krókur á móti harðlínumönii' umheima Friðartillögur Mikhails Gor- batsjov Sovétforseta virðast hafa miðað að því öðru fremur að kaupa friö frá harðlínumönnum heima fyr- ir svo hægt væri að halda áfram vin- samlegri sambúð við Bandaríkin. Fréttaskýrendur eru sammála um að Gorbatsjov hafi verið undir mikl- um þrýstingi þegar hann gerði úr- slitatilraunir til að'fá íraka til að yfir- gefa Kúvæt með samningum. Nú er ljóst að hugmyndir Gor- batsjovs eru að engu orðnar og allt bendir til að úrslitaorrustan um Kú- væt verði háð á næstu dögum. Mönn- um þykir hins vegar líklegt að Gor- batsjov hafi viljað kom fram með til- boð sem báðir aðilar gátu sætt sig við og sannaöi um leið fyrir harð- Hnumönnum heima að forsetinn væri ekki aðeins leiksoppur í hönd- um Bandaríkjamanna. Ein helsta ástæðan fyrir að Eduard Sévardnadze, fyrrverandi utanríkis- ráðherra, varð að hrökklast úr emb- ætti var að harðlínumónnum í hern- um líkaði ekki hvernig hann hélt á málum í samskiptum við Bandarík- in. Þeim þótti semjráðherrann yæri allt of eftirgefanlegur við Vesturlönd og að í valdatíð hans hefðu Sovétrík- in tapað verulegu af áhrifavaldi sínu á alþjóðavettvangi. Endaði Persaflóadeilan með fullum sigri bandamanna var ekki annað sýnt en að Sovétmenn hefðu tapað miklu af áhrifum sínum í Mið-Aust- urlóndum með því að írakar, helstu bandamenn þeirra á svæðinu, heföu lent undir hæl Bandaríkjamanna. Fréttaskýrendur segja að Gor- batsjov hafi séð það ráð yænst að reyna að miöla málum og bjarga því sem eftir er af veldi íraka og sýna andstæðingum sínum heima um leið að Sovétríkin séu enn stórveldi á heimsmælikvarða. „Ef friður kemst á við Persaflóa, án þess að írakar verði svínbeygðir, þá hafa harðlínumenn í Sovétríkjun- um misst af tækifæri til að knýja fram breytingar á utanríkisstefn- unni," hefur Reutersfréttastofan eft- ir sendiráðsmanni í Moskvu. „Endi deilan hins vegar með algerum ósigri íraka þykjast áhrifamenn í hernum geta sannað að stefna Gorbatsjovs hafl leitt til þess Sovétmenn misstu fótfestu sína í Mið-Austurlöndum." Undanfarið hafa harðlínumenn í Sovétríkjunum lýst yfir samstöðu sinni með Saddam Hussein og sagt að stefna Bandaríkjanna í Persaflóa- deilunni sýni hvert sé hið rétta and- lit heimsvaldasinnanna í vestrinu. Orð í þessa veru hafa m.a. fallið á fundum miðnefndar kommúnista- flokksins. Gorbatsjov hefur hins veg- ar ávallt lýst yfir stuöningi við álykt- anir Öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna um framtíð Kúvæts. Reuter Gorbatsjov Sovétforseti er í þeirri kátlegu stöðu að geta fallið með Saddam Hussein. . Teikning Lurie Elsta kona Sví- þjóðar 109 ára Hulda Johnsson kann vel að meta góðar afmælisveislur og þó metur hún mest að geta sjálf boð- ið í afinæií. Hún hefur enda feng- ið nokkur tækifæri til þess því í gær varð hún 109 ára. Hulda býr í Syíþjóð, nærri Gautaborg. Hún man þegar sím- inn kom til Sviþjóðar og var kom- in af uynglingsaldri þegar hún sá fyrsta bílinn. Afmælisveisla Huidu stendur í tvo daga og þegar einhver spuröí hana hvort ekki væri rétta að fara að slaka á svaraði hún það kæmi ekM tíl greina því „það gæti orðið að leiðum ávana". TT Albanir f lúðu á stolnu herskipi Hópur velvopnaðra albanskra sjó- liða flúði í gær á einu af skipum hers- ins yfir til ítaiíu og báðu þar um hæli sem pólitískir flóttamenn. Þeir tóku tankskip traustataki og sigldu því yfir til Brindisi á Suður-Italíu. Skip úr ítalska flotanum tóku á móti Albönunum og fylgdu þeim til hafnar. Lögreglan í Brindisi segir aö um borð hafi veriö 24 sjóliðar og þar að auki fjórir óbreyttir borgarar. Ekki var ljóst hvort skip úr al- banska flotanum veittu flóttamönn- unum eftirfbr enekkert benti til að átök hefðu orðið um borð. Albönsku sjóliðarnir sögðu lögreglunni að þeir hefðu stolið skipinu'-á nmmtudaginn þegar yfirmennirnir höfðu farið frá borði. Þeir sögðu einnig að borgararnir fjórir hefðu komið um borð í hafi. Flóttamennirnir höfðu nokkra riffla og skammbyssur með sér en voru óvopnaðir fyrir utan það. í síðustu viku komu 15 flóttamenn frá Albaníu til ítalíu á fiskibáti en menn úr sjóhernum hafa ekki flúið áður. Mikill órói hefur verið í Alban- íu síöustu daga og stöðug mótmæli gegn stjórn kommúnista í landinu. Mest hafa mótmælin verið í höfuð- borgini Tirana þar sem námsmenn hafa krafist umbóta og náð að fella styttu af Enver Hoxa, fyrrum eiíT valdi í landinu. Reuter Flugmaður sótturyfir víglínuna Bandarískri þyrluflugsveit tókst aö bjarga þotuflugmanni sem skotinn var' niöur um 160 kilómetra innan við landamæri Íraks. Flugmaðurinn, Scott Thomas aö nafhi, varð að bíða í tvo klukkutíma eftir björguninni. Hann var í árásarferð á F16 orr- ustuþotu þegar hann var skotinn niður. Svo virðist sem bandamenn eigi greiða leið inn fyrir landamæri Iraks, fyrir után þá staði þar sem meginherafli íraka er saman kominn. Þá hafa bandamenn far- ið árásarferir inn í Kúvæt án þess að mæta verulegrí raótspyrnu af hálfulraka. Reuter Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlánóverötryggö Sparisjóðsbækurób. 4,5-5 Lb Sparireikningar 3jamán.uppsögn 4.5-7 Sp 6mán. uppsögn 5.5-8 Sp Tékkareikningar, alm. 1-1.? Sp Sértékkareikhingar 4,5-5 Lb Innlán verötryggð Sparireikningar 6 mán. uppsögn 2.5-3,0 Allir nema Ib Ib.Sp 15-25mán. 6-6,5 Innlánmeðsérkjörum 5,25-5,75 Bb Innlángengistryggð Bandarikjadalir 5.7-6 Lb.lb Sterlingspund 12,5 Allir Vestur-þýsk mörk 7.75-S Ib Danskarkrónur 8.5-9 Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 15,25 Allir Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi Almenn skuldabr'éf 15,25-15,75 Lb Viðskiptaskuldabréf(l) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(yfirdr.) 18,75-19 Bb Utlán verðtryggð . Skuldabréf 7,75-8,25 Lb Útlán til framleiöslu Isl. krónjr 14,75-15,5 Lb SDR 10-10,5 Lb Bandarikjadalir 8.8-9 Sp Sterlingspund 15.5-15.7 Lb.lb Vestur-þýskmörk 10,75-10,9 Lb.lb.Bb Húsnæðislán 4,5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 21,0 MEÐALVEXTIR Överötr. jan. 91 14 Verðtr. jan. 91 8,2 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitalamars .3009 stig Lánskjaravisitalafeb. 3003 stig Byggingavisitala mars. 566 stig Byggingavísitala mars 177,1 stig Framfærsluvísitala feb. 149,5 stig Húsaleiguvísitala 3% hækkun 1. ian. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa veröbréfasjóð a Einingabréf 1 5,374 Einingabréf 2 2.905 Einingabréf 3 3,527 Skammtimabréf 1,801 Kjarabréf 5,289 Markbréf 2,818 . Tekjubréf 2,059 Skyndibréf 1,577 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,580 Sjóðsbréf 2 1,832 Sjóösbréf 3 1,791 Sjóðsbréf 4 1,548 Sjóðsbréf 5 1,079 Vaxtarbréf 1,8185 Valbréf 1,7046 Íslandsbréf 1,117 Fjórðungsbréf 1,069 Þingbréf 1,116 Öndvegisbréf 1,106 Sýslubréf 1,124 Reiðubréf 1,094 Heimsbréf 1,026 HLUTABRÉF Sölu- og kaupgengi aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: KAUP SALA Sjóvá-Almennar hf. 6,80 7,14) Eimskip 5,72 6,00 Flugleiðír 2,43 2.57Í - Hampiðjan 1,76 \ 1.8Í Hlutabréfasjóðurinn 1,77 Eignfél. Iðnaðarb. 1,96 ' 2,05 Eignfél. Alþýðub. 1,40 \1,Í7 Skagstrendingur hf. 4,20 '4Í5 tslandsbai'iki hf. Eignfél. Verslb. Olíufélagíð hf. 1.47 1143 6,30 2,40 1.36 6,00 Grandi hf. 2,30 Tollvörugeymslan hf. 1,10 1.15 Skeljungur hf. 6,40 , 6,70 Armannsfell hf. 2.35 / 1.28 I 2,45 Fjárfestingarfélagið 1,35 Otgerðarfélag Ak. 3.62 3,80 Olis 2.18 2,28 Hlutabréfasjóður VlB 0.96 1.01 Almenni hlutabréfasj. 1.01 1,05 Auðlindarbréf 0,96 1,01 Islenski hlutabréfasj. 1,02 1,08 (1) Við kaup á viðskiptavixlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb = Búnaðarbankinn, lb=lslandsbanki Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánarí upplýsingar um peningamarkað- inn birtast í DV á limmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.