Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1991. FYLLINGAREFNI Höfum fyrirliggjandi grús á hagstæöu veröi. Gott efni, lítil rýrnun, frostþoliö og þjappast vel. Ennfremur höfum við fyrirliggjandi sand og möl af ýmsum grófleika. Sævarhöfóa 13 - sími 681833 Hinhliðin Nauðungaruppboð Vegna vanefnda uppboðskaupanda verður fasteignin Laugavegur 96, þingl. eign Byggingartækni sf„ boðin upp að nýju og seld á nauðungarupp- boði sem fram fer á eigninni sjálfri miðvikudaginn 27. febrúar 1991, kl. 16.30. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Reynir Karlssón hdl., Ólafur Axelsson hrl. og Fjárheimtan hf. Borgarfógetaembættið í Reykjavik Til sölu austurrískur NÁKVÆMNISRENNIBEKKUR, EMCO MAXIMAT V13, samkvæmt DIN staðli 8605 (nákvæmnisstaðli). 1000 mm milli odda, 3 fasa mótor, 2 hraða, hraðasvið 30-2500 sn/mín. ásamt mjög miklu af aukahlutum, t.d. fræsivél, slípivél o.fl. Ýmiss konar mælitæki geta fylgt, einnig vönduðustu verkfæri, sérsmíðuð til byssu- smíða. Upplýsingar í síma 98-33817. r Utboð Vegmerkingar og vegmálun Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í eftirtalin þrjú verk: 1. Vegmerking 1991 - mössun í Reykjanesum- dæmi. Helstu magntölur: Akreinalínur 2.732 ferm, markalínur 38 ferm og stakar merkingar 1.355 ferm. 2. Vegmálun 1991 í Reykjanesumdæmi. Helstu magntölur: Akreinalínur 97 km og markalínur 342 km. 3. Vegmálun1991 í Suðurlandsumdæmi. Helstu magntölur: Akreinalínur 117 km, markalínur 212 km og stakar merkingar 54 stk. Verkum þessum skal lokið þann 18. ágúst 1991. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríksins, Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera), frá og me'ó 26. þ.m. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00 þann 11. mars 1991. Vegamálastjóri Konu- dagunnn BLOMAURYALIÐ ERHJÁOKKUR Opiö kl. 10-19 GARÐSHORN við Fossvogskirkjugarð, sími 40500 Þorsteinn Hjaltason er ekki ánægður meó snjóleysið þessa dagana. Ferðalögin neilla segir Þorsteinn Hjaltason, fólkvangsvörður í Bláfjöllum Þorsteinn Hjaltason, fólkvangs- vörður í Bláfjöllum, hrósar ekki happi þessa dagana enda snjóleysið ekki við hans hæfi. Skíðamenn bíða eftir góðu færi í fjöllunuffl og sann- arlega er Þorsteinn þar engin und- antekning. Þó hafa einstaka hópar heimsótt Bláfjölhn undanfarið en snjór er þó ekki á stóru svæði. Skíðamenn eru vel kunnugir Þor- steini en það er fólkvangsvörður- inn sem sýnir hina hliðina að þessu sinnl Fullt nafn: Þorsteinn Hjaltason. Fœðingardagur og ár:21. mai 1936. Maki: Elin Einarsdóttir. Born: Pjórir synir, Einar, Tryggvi, Sveinn og Haukur, sem eru fæddir á árunum frá 1959-1966. Bifreið: Ford Econohne, árgerð 1985. Starf: Fólkvangsvörður í Bláfjöll- um. Laun: Samkvæmt samningum bórgarinnar, eitfhvað um 85 þús- und á mánuði, miðað við taxta. Ahugamál: Þau eru ferðalög og M- vist, nánast allt innan þess, eins og t,d. golfogskíði Hvað hefur þú fengið margar tölur réttar ilottóinu? Oh, hræðilega fá- ar. Æöi ég hafi fengið nema tvær tölur enbíð alltaf eforþeim stóra. Hvað finnst þér skemmtilegast að Ygera? Það er vont að segja. Eigin- lega er það aftur ferðalögin og svo auðvitað margt innan þeírra. Hvað finnst þér leiðiniegást að gera? Það er ekki gott að flnna það út því mjög fátt þykir mér afger- andi leiðinlegt. Eg er líklegast heppinn með það. UppáhaMsmatur: Ég er mjög fjöl- hæfur á því sviði. Mér þykir þó jólamaturinn, sem er svínaham- horgarhryggur, mjög góöur og glæný soðin ýsa er alltaf í séröokki. Uppáhaldsdrykkur: Mérþykir gott að fá mér viskí og myndi kannski helst hallast að því sem uppáhalds- drykk. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Þeir standa margir framarlega en á síðasta ári skaraöi Bjarni Friðriksson fram úr. Uppáhaldstímarit: Éger ekki mikið í þeim og nefni því ekkert. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan eiginkonuna? Maður er nú hættur aö stúdera svoleiðis hluti en þær eru margar gifurlega fallegar. Ég var ógurlega hrifinn af fegurðardrottningunni okkar, henni Hólmfríði, oglinda var gullfalleg lika. Ertu hlynntur eða andvigur ríkis- stfðrninni? Svona innan sviga er ég ekki nógu ánægður með hana og vil hana reyndar frá. Hvaða persónu langar þig mest að Mtta? Eg hef gaman af að hitta fólk almennt en ég man ekki eftir neinni einni persónu. Uppáhaldsleikari: Bg hef ekki farið í bíó í mörg ár en hélt alltaf miklð upp á Burt Lancastér, Bogart og Robert Mitchum. Þetta voru topp- stjörnur. Uppáhaldsleikkona: Ég var alltaf hrifinn af Sophiu Loren. Uppahaldssöi^vari: Engin spurn- ing aö það er Pavarotti. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Minn maður er Davíð Oddsson. Uppáhaldsteiknhnyndapersóna: Andrés gamli. Uppáhaldssjónvarpsefni: Þættir eins og framhaldsmyndaflokkur- inn á sunnudagskvöldum pg saka- málaþættir. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnartiðsins hér á landi? Mér hef- ur aidrei þótt nein ástæða til að vandræðast yflr því. Er frekar með en mótí. flver útvarpsrásanna finnst þér best? Ég hlusta mest á rás tvö en fylgist alltaf með dagskránni á gömíu gufunni því þar eru margir góðir þættir sem ég vil ekki missa af. Uppáhaldsútvarpsmaður: Stefán Jón Hafstein er að mínu skapi. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Ég hef ekki afruglara þannig að því er auðsvarað. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ég er ekid meö neinn á hreinu enda horfi ég ekki mikið á sjónvarp, þó ég láti yfirleitt taka upp fyrír mig efni þegar ég er í vinnu á kvöldin. Uppáhaldsskemmtistaður: Ég fer lítið út að skemmta mér og þekki ekki einu sinni alla staðina. Uppáhaldsfélag í íþróttum? Ég hef lítið bendlað mig við íþróttafélög enlék með Ármanni á skíðum áður fyrr. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Já, að hafa góða heilsu. Hvað ætlar þú að gera í sumarfri- inu? Ég ætla mér aö ferðast eins og.alltaf. Ég hef þó enn ekki ákveð- ið hvert ég fer en ég hef nokkuð skipst á að ferðast innanlands og utan og get lagt það nokkuð að jöfnu, þó öræfin heilli mig alitaf mest. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.