Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Síða 9
LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1991. _______Vísnaþáttur Hrifinn brátt til heiða sný Það væri kannski ekki mjög frá- leitt að líkja mannsævinni við fjall- göngu. Á bernsku- og unglingsá- rum er sótt á brattann, klifið upp á brún, því „sá sem hræðist fiallið og einlægt aftur snýr, / fær aldrei leyst þá gátu: hvað hinum megin býr“. Þegar komið er upp á brún taka fullorðinsárin við og veröur sumum leiðin greið, öðrum nánast ofraun, enda eru fiöllin, sem klifin eru, sitt með hverju móti og búnað- ur ferðalanganna allmisjafn. Einn kemst á leiðarenda án mikillar fyr- irhafnar, öðrum verður ferðin þrautaganga, en hvor skyldi hafa lært meira á leiðinni? Þegar komið er á fiallsbrúnina hinum megin taka elliárin við, og þar hallar jafnt og þétt undan fæti. Til eru þeir sem gera lítinn sem engan greinarmun á fialli og heiði, enda skilin ekki ævinlega ljós, og slíkum mönnum hefur verið borið á brýn að þeir „stunduðu fiall- göngu í þúfum“. Ég er ekki frá því að undirritaður ætti þá einkunn skilið, því enn er Esjan óklifin, þótt hún blasi við augum er ég lít út um gluggann á herberginu sem ég er í þegar þessi orð eru sett á blað. Arni Helgason biskup (d. 1869) orti um Mosfellsheiði áður en veg- urinn var lagður yfir hana: Mosfellsheiöi er löng og leið, htið greið fyrir hjörva meið, um hana reið er heljarneyð, hátt því freyðir vatn úr leið. Jón Þorláksson, prestur og skáld á Bægisá, orti á ferð um Hjaltadals- heiði: Hjaltadals er heiðin níð hlaðin með ótal lýti. Fjandinn hefur á fyrri tíð flutt sig þaðan í Víti. Arni Jónsson frá Múla fór eitt sinn yfir Smjörvatnsheiði, sem er milli Vopnafiarðar og Héraðs, en hefur trúlega fundizt hún erfið yfir- ferðar, því hann kvað: En sá heiðar andskoti, ekkert strá né kvikindi, en hundrað milljón helvíti af hnullungum og stórgrýti. Jón Sigurðsson, Sigmundssonar, við Mývatn lýsir reynslu sinni á eftirfarandi hátt: Ykkur greiði ég svoddan svar: Sárheit reiði brjóstið- sker, Mývatnsheiði víða var vegurinn breiði glötunar. Þingmannaheiði er fiallvegur sem liggur milli Vattarfiarðar í Barðastrandarsýslu og Vatnsdals vestan heiðar (24 km ?). Þótti hún Vísnaþáttur Torfi Jónsson ill yfirferðar. Um hana orti Þor- steinn Erlingsson skáld: Ég eins bið þig drottinn, að ef ég á sál, og ef hún skal straffast í reiði, þá settu”hana á ís eða bik eða bál, en bara ekki á Þingmannaheiði. En það er fleira en heiðarnar sem fá slæman vitnisburð. Fyrir innan bæinn Hjalla í Skötufirði er svo- kölluð Fossahhð og er þar (eða var?) mjög ógreiðfær vegur og illur á flestan hátt. Séra Arnór Jónsson, prófastur í Vatnsfirði, orti: Ár og síð og alla tíð aldrei skrýðist fönnum. Fjandinn ríði Fossahlíð, ég fyrirbýð það mönnum. En svo eru aðrir sem lofsyngja náttúruna í kveðskap sínum og sjá þá aðeins betri hliðina á henni. Stefán Vagnsson frá Hjaltastöðum í Skagafiröi, síðast á Sauðárkróki, er heiðar-legur í kveðskap sínum: Hrifinn brátt til heiða sný, hér eru áttir kunnar. Viljans máttur vex mér í veldi náttúrunnar. Næstu vísu hef ég merkt upphafs- stöfunum G.M., en veit ekki hver maðurinn er að baki þeirra. En hann hefur greinilega verið á sömu bylgjulengd og Stefán Vagnsson: Inn til fialla óskir seiða, ómar gjalla hér og þar. Huldur allar upp til heiða opna halhr minningar. Og þá er hér kvæði eftir Sigurð Sigurðsson, sýslumann á Sauöár- króki, sem hann nefnir: Haustið á heiðinni. Ferðavísur. Yfir heiðina ferðinni er haldið. Nú er haustið sem fer þar með völd. Nú er brugðið þar birtu og litum á brautu liðin hin sólfógru kvöld. Nú er svanur af vötnunum svif- inn, hve ég sakna þín, vinurinn minn, og af þungbúnum regnskúra skýjum faha skuggar á hæðanna kinn. Áfram, áfram um hæðanna hrjóstur, yfir holtin í mýranna þröng. Vekur auðnin mér angur í geði, en hvað heiðin er döpur og ströng. Nú er starfláin fólnuð og visin, fallin, dáin öll smáblómin góð. Yfir tjörnum í sölnuðu sefi syngur haustgolan lífstregans óð. Stefán frá Hvítadal á lokaorðin að þessu sinni, síðasta vísan í kvæði hans „Fram til heiða“ hljóð- ar svo: Langt til veggja, heiði hátt, hugann eggja bröttu sporin. Hefði ég tveggja manna mátt, mundi ég leggjast út á vorin. Torfi Jónsson Surnir bílar ern lielri en aðrir Honda Accord EX 2,0 1991 kostar aðeins frá kr. 1.360.000. Þessi bíll er ríkulega újtbú- inn og m.a. með aukabún- að eins og rafdrifnar rúð- ur, rafstýrða spegla, hita í sætum, vövkastýri/velti- stýri, samlæsingar, samlita stuðara, útvarp/segulband og margt fleira. Honda Accord er margfaldur verðlaunabíll og hlaut Gullna stýrið í Þýskalandi. í ár var Honda Accord kosinn bíll ársins í sínum flokki í Bandaríkjunum og þar var hann einnig mest seldi bíllinn síðustu tvö ár. Við bjóðum sérlega hag- stæð greiðslukjör þar sem aðeins þarf að greiða 25% út og afganginn á allt að 36 mánuðum. Komið sjáið og sannfærist að hér er á ferðinni frábær bíll. yHOXDA 3.0-IB HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, S-689900 BÍLASÝNING í DAG FRÁ KL. 13-17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.