Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR'1991. Myndbönd DV-listirm Framtíðarmyndin vinsæla nær aö velta Miami Blues úr fyrsta sætinu með naumindum. Þrjár nýj- ar myndir koma inn á listann. Það er Short Time, gráglettin gaman- mynd, Why Me? sem er amerísk gamanmynd um álappalegar uppá- komur og örlög. Kvikmynd Will- iam Friedkin um barnfóstruna, The Guardian, kemst inn á lista og sýnir að gamli refurinn, sem forð- um skelfdi heimsbyggðina með Exorcist, er ekki alveg dauður úr öllum æðum. 1. (2) Back to the Future III 2. (1) Miami Blues 3. (3) She's Out of Control 4. (7) Dark Angel 5. (5) Look Who's Talking 6. (-) ShortTime 7. (-) Guardian 8. (-) WhyMe? 9. (4) Loose Cannons 10. (-) Heatwave irklA Samur við sig BENNY HILL'S GREATEST HITS Útgefandi: Bergvik. Leikstjóri: Dennis Kirkland. Bresk - sýningartimi 90 mín. Leyfð öllum aldurshópum. Benny Hill er óhemju skemmti- legur í smáskömmtum. Þættirhans í sjónvarpinu eru tæpur hálftími hver og er það mátulegur skammt- ur í einu. Benny Hill's Greatest Hits er aftur á móti níutíu mínútur og er það of mikið af því góða, þó inn á milli sé að finna sumt af því allra besta sem þessi kúnstugi gam- anleikari hefur gert. Benny Hill er mjög góður grínisti og hefur hann skapað sinn eigin stíl sem lýsir sér oft í miklu sak- leysi og ánægju yfir því sem hann er að gera. Þá er hann snillingur í gervum og þar eiga þeir margt sam- eiginlegt Laddi og Benny Hill. Þeir sem fylgst hafa með þáttum Benny Hill og haft gaman af vita nákvæmlega að hverju þeir ganga og verða örugglega ekki fyrir nein- um vonbrigðum. En það eru ekki allir jafnhrifnir og hitt hef ég fólk sem segist ekki þola hann. Undir- ritaður tilheyrir fyrri hópnum og finnst því Benny Hill's Greatest Hits fín skemmtun ef horft er á spólunaíþrennulagi. -HK ••'/> í ræningjahöndum BLOOD MONEY Útgefandi: Bergvik. Leikstjóri: Michael E. Bryant. Aðalhlutverk: Bernard Hepton, Michael Dennison og Julit Hammond-Hill. Bresk, 1990 - sýningartimi 142 min. Bönnuð börnum innan 12 ára. Blood Money er dæmigerð bresk sakamálamynd þar sem smáatriði yfirkeyra stundum sjálfa atburða- rásina. Yfirleitt tekst Bretum að stýra þessu farsællega en ekki al- veg nógu markvisst í Blood Money. Á einhvern hátt hefur tekist að gera flestar persónur litlausar og lítið spennandi. Atburðurinn, sem allt snýst um, er barnsrán sem skæruliðasamtök standa að. Barnsræningjarnir eru þrír karlmenn og ein kona sem er stjórnandinn. Samkomulagið á milli karlanna þriggja er strax slæmt í byfjun og eykst eftir því sem hður á myndina. Á hinn veginn höfum við lög- regluhð sem fær yfir sig leyniþjón- ustuna við lausn ránsins. Þar er einnig ríkjandi tortryggni sem flýt- ir ekki fyrir lausn þess. Barnsránið er miðpunkturinn i myndinni, en maður er fyrir löngu búinn að missa áhugann á þeim atburði þegar myndinni lýkur, sér- staklega þar sem háttsettir foreldr- ar barnsins eru víðs fjarri. Bernard Hepton leikur lögreglu- foringjann. Þessi ágæti leikari hef- ur oft glatt sjónvarpsáhorfendur, en persónan, sem hann skapar hér, hefur lítinn sjarma. Þrátt fyrir augljósa galla er Blood Money alls ekki slæm mynd. Leik- ur í heild er prýðilegur og einstaka atriði spennandi og vel gerö. Herslumuninn vantar að myndin standist þær kröfur sem gerðar eru tilbreskrasakamálmynda. -HK •** Hrollvekjandi hugarheimur CELIA Útgefandi: Steinar. Leikstjórn og handrit: Ann Turncr. Aðalhlutverk Rebecca Smart. Áströlsk, 1989 - sýningartimi 90 min. Bönnuð innan 12 ára. K vikmyndin um Celiu er frumraun ungrar ástralskrar konu, Ann Turner, í leikstjórn og kvikmynda- gerð. Myndin hefur hlotið mikið lof og verðlaun á kvikmyndahátíðum og hefur Turner fengið verðlaun fyrir leiksrjórnina og Rebecca Smart verðlaun fyrir leik sinn í tit- ilhlutverkinu. Celia er 10 ára greind stúlka. Hún hefur afar fjörugt ímyndunarafl og gerir ekki alveg greinarmun á því sem er hugarheimur og hinu sem er blákaldur veruleiki. Hana dreymir um kanínu sem hún loks- ins fær en á þessum tíma er Ástral- ía á öðrum endanum vegna kanín- uplágu sem herjaði á landið eftir að dýrin fengu að leika lausum hala í vistkerfi landsins. Kalda stríðið stendur sem hæst og komm- únistar og meintir vinstrimenn eru miskunnarlaust ofsóttir og reknir úr vinnu. Allt þetta hefur mikil áhrif á Cel- iu og leikfélaga hennar. Börn Turn- er hjónanna, sem eru yfirlýstir rauðliðar, eru bestu vinir hennar en til þess að eignast kanínuna Murgatroyd samþykkir Celia að umgangast þau minna. Helsti and- stæðingur hennar og Turner krakkanna er Stephanie, dóttir lög- regluþjónsins í þorpinu. Pólitísk átök fullorðna fólksins ganga aftur í leikjum og átökum barnanna sem sýna ótrúlega hörku og grimmd. AUt þetta verður til þess að barn- ið gerir lítinn greinarmun á réttu og röngu samkvæmt mati fullorð- inna heldur býr sér til eigið sið- ferðismat. Það getur ekki endað *'/2 Fjallastúlkan og úrmakarinn WINTER PEOPLE Útgefandi: Arnarborg. Leikstjóri: Ted Kotcheff. Abalhlutverk: Kurt Russell, Kelly McGillis og Lloyd Bridges. Amerísk, 1989 - sýningartími 91 min. . Bönnuð innan 12 ára. Hér segir frá úrmakaranum og ekkjumanninum Wayland Jackson sem tekur sig upp úr borginni á kreppuárunum og heldur til fjalla. Eftir aö stranda bílnum í á nokk- urri fær hann húsaskjól hjá fríðri einstæðri móður sem tekur honum hlýlega. Þjófóttir fjallabúar stela bíl hans og hann verður um kyrrt hjá stúlkunni. Fjallastúlkan til- heyrir stórri fjölskyldu í dalbotnin- um sem eldar afar grátt silfur við aðra áhka stóra sem býr í hlíðinni. Jackson dregst inn í deilurriar þeg- ar hann verður ástfanginn af fjalla- stúlkunni sem reynist vera barns- móðir eins af hlíðarbúum og fyrir vikið í nokkurri ónáð hjá stríðandi fylkingum. Faðirinn deyr af slysfórum sem úrmakarínn og fjallstúlkan bera nokkra ábyrgð á. Þá verður Ijóst að eitt líf verður að láta úr hópi láglendisbúa svo hlíðarbúar uni við. Þá grípur fjallstúlkan til sinna ráða og teflir fram barni sínu til sátta. Þrátt fyrir ágæta leikara í flestum hlutverkum og fagurt landslag í aukahlutverki nær þessi saga aldr- ei almennilega flugi. Rómantíkin verður yfirdrifin og harmsagan um leiksoppa langvarandi fjölskyldu- deilna verður á köflum væmin og melódramatísk. Unnendur mynda af þessu tagi, sem stundum voru kallaðar „vasaklútamyndir", fá þó nokkuðfyrirsinnsnúð. -Pá ** JOHN LITHGOW S,e,io Sd Sölumaður á niðurleið btlt a íitn;(rt h kl *.»< nf % a ootxf woman areabotit to makc himitappy. TRAVELLING MAN Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Irvin Kershner. Aðalhlutverk: John Kitgow, Jonathan Silverman og John Glover. Bandarisk, 1989 - sýningartími 101 min. Bönnuð börnum innan 12 ára. John Kitgow er skapgerðarleikari sem oftast er hægt að treysta á. Yfirleitt stendur hann í skugganum af stærri stjörnum í upphafi en er oft sá sem eftirminnilegastur er í lokin. í Travelling Man er enginn sem getur skyggt á hann og nýtir hann tækifærið til fullnustu. Myndin snýst nær eingöngu um sölumanninn Ben Cluett sem Ligow leikur. , Cluett þessi er búinn aö vera lengi farandsölumaður, kannski of lengi að dómi yfirmanna hans. Hann hefur að vísu haldið í sína kúnna en ekkert meira og í Banda- ríkjunum er sölumaöur ekki góður nema hann sýni aukningu í hvert skipti sem spurt er. Cluett er því skikkaður til að taka að sér læriing. Lærlingur þessi er metnaðargjarn ungur maður með mikla söluhæfúeika. Hann er ekki lengi að læra brögð Cluetts og getur bætt nokkrum við. Áður en Cluett veit af er sá ungi búinn að hirða af honum kúnna og búinn að koma sér upp nýjum. Og þannig gangur mála er yfirmönnum þeirra að skapi. Travelling Man er fyrst og fremst kómísk útlistun á sölumönnum og þeim brögðum sem þeir nota til að selja vöru sína, en um leið er alvar- legur undirtónn sem er einmana- leiki þeirrar persónu sem aldrei getur fest rætur. Þegar Cluett stendur fyrir því vandamáli að ungi maðurinn er betri og harðari en hann, þá viöurkennir hann fyrir sjálfum sér að allt þrek er búið. Aðalleikurunum þremur tekst vel að skapa sannfærandi persónur, en því miður er söguþráðurinn ekki nógu skemmtilegur til að halda áhorfandanum við efnið, svo úr verðuraðeinsmeðaíafþreying. -HK [TnmnmiimiiiiitmnmmHmiwtMuntmtHnmi»*,*»*»•***m>m** »ii»»¦»¦ öðruvísi en illa. Kvikmynd þessi er ekki sett fram með hávaða og látum. Þungur und- irtónn ótta og ofstækis vinnur á eftir því sem sögunni vindur fram og áhorfendur sitja sem lamaðir undir seinnihlutanum. Það setur ósjálfrátt að mönnum hroll þó ekki sér hér um eiginlega hrollvekju að ræða. Það er langt síðan ég hef séð jafn- frumlega og sérstæða kvikmynd sem vakti mér ugg í brjósti. Sjón- varpsskermurinn sníður verkum eins og þessu þröngan stakk en í góðu kvikmyndahúsi væri hver meðaláhorfandi sleginn óhug. Samt er tæplega hægt annað en að mæla með þessu einkennilega verki og hvetja þá sem unna góðum kvikmyndum til að líta á það. Hér er enn ein skrautfjöður í hatt Ástr- ala og listamaður í sæti leikstjóra sem vert verður að gefa nánari gaum í framtíðinni. -Pá Slegistvið geimbúa DARK ANGEL Útgefandi: Arnarborg. . Leikstjóri: Craig R. Baxley. Aðalhlutverk: Dolph Lundgren, Brian Benben og Betsy Br'antley. Amerísk, 1989 - sýningartími 92 mfn. Bönnuð yngri en 16 ára. Það er uppi fótur og fit hjá lögregl- unni í Houston. Ljóst er að óþekkt- ur morðingi eða morðingjar leika lausum hala í borginni. Fjöldi nianns einkum eiturlyfjabraskarar og -neytendur liggja í valnuiri eftir hárbeitt óþekkt vopn. Lögreglan stendur ráðþrota. Til sögunnar kemur utangarðslöggan Caine sem rekst illa í flokki og er mikill vand- ræðagemlingur. Honum til aðstoö- ar er fengið smávaxið möppudýr frá FBI, Smith að nafni, og saman eiga þeir að leysa máhð. Eiginkona Caines, sem er reyndar afar reið við hann eins og flestir aðrir, en starfar sem líkskoðari, er drjúg hjálparhella. Fljótlega verður Ijóst að framtíð mannkynsins er í húfi því skúrk- arnir, sem eru tveir, annar góður, hinn illur, koma frá öðrum hnött- um. Caine og Smith er því vandi á höndum. Eins og sjá má er hér þekkt við- fangsefni á ferð. Flest minni í myndinni eru þekkt og þrautreynd. Dolph Lundgren er vaxandi átakal- eikari og verður innan fárra ára jafngóður og Schwarzenegger er nú. Félagi hans, sem leikinn er af Brian Benben, kom skemmtilega á óvart. Á heildina litiö ágætis af- þreying sem þeir sem unna blóðs- úthelhngum, áflogum, bílaeltinga- leikjum og sprengingum, geta vel gleymt sér yfir eina kvöldstund. -Pá I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.