Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1991. 11 Fordkeppnin: Skilafrestur að renna út Lokasprettur Fordkeppninnar er haflnn. Síðustu forvöð að senda myndir í keppnina eru á fimmtu- dag en þá verða allar myndir sendar til New York til frekari skoðunar. Þátttaka í keppninni hefur þegar slegið öll met og valið í úrslitin ■ verður ekki auðvelt. í fyrra kepptu tólf stúlkur til úrslita og má búast við svipuðum fjölda þetta árið. Það fæst þó ekki úr því skorið fyrr en dómnefndin á Ford Models skrifstofunni í New York hefur sagt síðasta orðið. Um miðjan mars verður tilkynnt í blaðinu fívaða stúlkur munu taka þátt í keppninni og þær verða síðan kynntar með myndum og viðtölum. Búist er við að sjálf keppnin fari fram í apríl. Sigurvegari Fordkeppninnar verður síðan þátttakandi í keppn- inni Supermodel of the World sem fram fer í Los Angeles um miöjan júlí. Þar er til mikils að vinna. Sig- urvegari keppninnar fær rúmlega tíu milljón króna samning við Ford Models, hundrað og fimmtíu þús- und króna Cartier demantshring, samninga við snyrtivörufyrirtæki og mun prýða forsíður helstu tísku- blaða heimsins. Mjög auðvelt er fyrir stúlkur, sem taka þátt í Fordkeppninni hér heima, að fá störf sem fyrirsætur víða um heim. Allmargar íslenskar stúlkur, sem tekið hafa þátt í Ford- keppninni, eru nú starfandi sem fyrirsætur, í Þýskalandi, Banda- ríkjunum, Japan, á Ítalíu og fleiri stöðum. Það borgar sig því að vera með ef áhugi á starfinu er fyrir hendi. Það er oft mjög erfitt fyrir ungar stúlkur að fóta sig í fyrir- sætustarfinu og koma sér inn hjá umboðsskrifstofum. Þátttaka í Fordkeppninni opnar möguleikann og auðveldar leiðina tii frægðar í tískuheiminum. -ELA Slappað af milli æfinga. Stúlkurnar sem voru meðal þátttakenda í Supermodel of the World. Sviðsljós SPARNEYTINN OG ÓDÝR í REKSTRI • Framdrif / sídrif (4x4) • Beinskiptur / sjálfskiptur • Eyðsla frá 4 I. á 100 km. Til afgreiðslu strax. Verð frá 642.000,- kr. ^SUZUKI SUZUKIBÍLAR HF SKEIRJNNI 17 SlMI 685100 Bróðir Díönu í vondu máli Það hefur enginn haldiö því fram aö það sé tekið út með sitjandi sæld- inni að vera frægur og vel ættaður í ofanálag. Þetta hefur Charles Al- thorp fengið að reyna aö undan- törnu. Althorp er svo ólánsamur að vera bróðir Díönu prinsessu, þekkt- ur í Ameríku sem fréttamaður NBC og ofan í kaupið erfingi aðalstitils. Slíku fólki fylgist breska slúður- pressan vandlega með. Althorp komst í fjölmiðla 1989 þeg- ar hann giftist fyrirsætunni Victoriu Lockwood sem var að áliti blaðanna allt of horuð og rengluleg og með vafasama fortíð í farteskinu í þokka- bót. Engu að síður gekk hjónabandið sæmilega og Althorp og frú eignuð- ust barn saman. Næst kom til sögunnar kona að nafni Sally Ann Lasson og sagði frá Althorp og frú með afkvæmið. ástarævintýri sínu með Althorp, bæði fyrir og eftir aö hann var gift- ur. Ekki var nóg með að þau hefðu hist á laun eftir að Aithorp var giftur heldur höfðu þau laumast saman til Parísar til þess að eiga notalega helgi saman. Sú helgi endaði með því að Althorp barði Lasson eins og harðan fisk. Frásögim af þessu tagi eru lifi- brauö gulu pressunnar í Bretlandi sem hirðir lítt um mótbárur og afsak- anir Althorp. Allt þetta þykir varpa skugga á bresku konungsfjölskylduna og heimildir fullyrða að drottingin sjálf sé döpur yfir framferöi Althorps sem hún telur ekki sæma manni af hans stétt og stöðu. Ekki síður döpur er Victoria eiginkona Althorps sem mun hafa staðið í þeirri trú að hjóna- bandið stæði traustum fótum. Viðhaldið Sally Ann Lasson. HUSQOQTI nÝJAR SEliDINQAR Húsgagnaverslun sem kemur á óvart Sjónvarpsskápar, 7 tegundir. Opið kl. 10-19 - sunnudaga kl. 13-19. GARÐSHORN við Fossvogskirkjugarð - sími 16541

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.