Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 23. FEBRUAR 1991. Erlendbóksjá r-'tOiiRItO CiARCÍA LOKC* Poet in New York § Níu mánuðir í Vesturheimi Spænska skáldið García Lorca fór í sína fyrstu utanlandsför til Vesturheims sumarið 1929. Mest- an tímann dvaldi hann í New York, þar sem hann kynnti sér bæjarlífið og sótti fyrirlestra við Kólumbíuháskóla, en fór einnig til Vermont og kom svo við á Kúbu á heimleiðinni. Reisan, sem stóð í níu mánuði, hafði veruleg áhrif á Lorca. Hann orti margt ljóða meðan á dvölinni vestra stóð. Þótt þau væru ekki gefin út fyrr en eftir að Lorca var myrtur af falangistum árið 1936 hafði hann farið með mörg þeirra í fyrirlestri sem hann fiutti eftir heimkomuna til Spánar. Hér eru birt öll þau ljóð sem Lorca orti í vesturvegi - bæði á frummálinu og í enskri þýðingu. Einnig áðurnefndur fyrirlestur um reynsluna af New York og tilurð sumra ljóðanna, og bréf sem hann sendi heim meðan á dvölinni stóð. Ritstjóri þessarar vönduðu út- gáfu, Christopher Maurer, ritar þar að auki áhugaverðan formála um áhrif New York-dvalarinnar á líf og skáldskap Lorca þau fáu ár sem hann átti eftir ólifuð. POET IN NEW YORK. Höfundur: Federico García Lorca. Penguin Books, 1990. Gamansögur Feynmans Richard Feynman, sem fæddist árið 1918, stundaði nám viö MIT og Princeton, tók virkan þátt í Manhattan-verkefninu (þ.e. smíði fyrstu kjarnorkusprengj- unnar) og starfaði síðan um ára- tuga skeið við Caltech háskólann, var einn kunnasti eðlisfræðingur Bandaríkjanna á öldinni og hlaut meðal annars nóbelsverðlaunin í sérgrein sinni árið 1965. Hann var líka með þeim ósköp- um fæddur að þurfa að leysa allar þrautir sem urðu á vegi hans. Var tæki bilað? Þurfti að finna leið til að opna læstan peningaskáp? Eða leysa erfiða stærðfræðigátu? Feynman kunni ekki að gefast upp fyrr en lausnin var fundin. Og hann hafði gáfur og hug- myndaauðgi til þess að leysa slík- ar þrautir fljótt og vel. Feynman var einnig fjörkálfur hinn mesti sem hafði gaman af því að koma félögum sínum á óvart. Það gerði hann líka óspart eins og rakið er í þessum skemmtilegu frásögnum af marg- háttuðum heilabrotum og uppá- komum. Hreint út sagt bráð- fyndin en um leið fróöleg bók. SURELY YOU'RE JOKING, MR. FEYN- MAN. Höfundur: Richard P. Feynman. Ralph Leighton skráöi. Unwin Paperbacks, 1986 og 1990. Enskur leiðtogi arabauppreisnar Englendingurinn Thomas Edward Lawrence varð ekki aðeins þjóð- sagnapersóna í lifanda lífi heldur náði hann því marki um það leyti sem hann stóð á þrítugu. Ástæðan var einstakt tveggja ára ævintýri hans í eyðimerkum Arabíu sem það- an í frá tengdist nafni hans órjúfan- legum böndum. Eftir fyrstu heimsókn sína suöur til Jedda í desember árið 1916 tókst Lawrence þrátt fyrir nær óyfirstíg- anlega erfiðleika að breyta þrótt- lausri og sundraðri baráttu araba gegn tyrkneska heimsveldinu í kröft- uga uppreisn sem vakti aðdáun um- heimsins og kynti elda arabískrar þjóðerniskenndar. Flókinn persónuleiki En Arabíu-Lawrence, eins og hann var almennt nefndur þegar afrek hans í eyðimörkinni urðu almenn- ingi kunn, var ekki aðeins búinn sér- stæðum gáfum og hæfileikum. Hann -var líka afar flókinn persónuleiki sem gruflaði mikið í sjálfum sér. Þeg- ar frægð hans var sem mest sóttist hann eftir frelsi nafnleysisins og kappkostaði að einangra sig frá um- heiminum. Lawrence fæddist árið 1888. For- eldrar hans voru ekki löglega gift og olli það honum miklu hugarangri á lífsleiðinni. Hann varð á æskuárum hugfang- inn af afreksmönnum miðalda eins og þeir birtust í sögum og ljóöum um riddara og krossferðir og í bók- menntum á borð við Völsungasögu. Hann fann með sér afar sterka þörf til að vinna einhver slík afrek sjálfur. Fornleifafræöin höfðaði sterkt til hans. Þegar á skólaárum í Oxford fékk hann tækifæri til að taka þátt í uppgreftri í Sýrlandi. Við þau fyrstu kynni heillaðist Lawrence gjörsam- lega af arabaheimihum, sérstaklega þó riddurum eyðimerkurinnar, bedúínunum. Hann átti auðvelt með að kynnast aröbum og lærði fljótt og Djarfasta herbragð hans var án efa sóknin að hafnarborginni Aqaba. Hún var vel varin gegn árás af sjó. Varnir til landsins voru veikar því talið var ógjörlegt að komast með her að borginni þeim megin þar sem fara þurfti eftir endilangri Arabíueyði- mörkinni. Þetta tókst Lawrence þó og arabasveitir hans hertóku borg- ina. Vonbrigði, vel tungu þeirra, siði og hugsunar- hátt. Uppreisn gegn Tyrkjum Þegar fyrri heimsstyrjöldin hófst stóðu Tyrkir, sem höfðu innan þá- verandi heimsveldis síns mikinn hluta arabaheimsins, með Þjóðverj- um. Bretar réðu hins vegar lögum og lofum í Egyptalandi og Palestínu. Hussein, sem hafði völd í nafni Tyrkja í suðurhluta Arabíu, hóf van- máttuga uppreisn árið 1916 og leitaði svo aðstoðar Breta. Lawrence, sem var í Kaíró, tókst að fá sig sendan til Jedda að semja við Hussein og syni hans. Þar sannfærðist hann um að ætlunarverk sitt í lífinu, það afrek sem honum væri ætlað að vinna, væri að færa aröbum frelsi. Lawrence tókst að fá Breta til að senda vopn og vistir til Husseins og ólíka hópa araba til að sameinast í skipulegum hernaði gegn Tyrkjum. í ljós kom að hann hafði ekki aöeins ríka hæfileika til að sannfæra menn og hvetja þá til dáða. Hann reyndist einnig afar snjall skæruliðaforingi. Að styrjöldinni lokinni reiknuðu arabar með að hljóta fullt frelsi, eins og þeim hafði verið lofað af Bretum. En Frakkar voru á öðru máli og heimtuðu yfirráð meðal annars í Sýrlandi. Þeir fengu vilja sínum framgengt öllum til bölvunar. Lawrence tók virkan þátt í friðar- ráðstefnunum og barðist hart fyrir rétti araba. Hann varð fyrir veruleg- um vonbrigðum. Þó tókst honum, einkum fyrir atbeina Winstons Churchill, að gera tvo syni Husseins að emírum í nýjum ríkjum araba á bresku „verndarsvæði"; Feisal í írak og Abdúlla í Jórdaníu. Eftir vonbrigðin miklu með friðar- samningana og sálarkvalir vegna reynslunnar í eyðimerkurstríðinu innritaðist Lawrence undir öðru nafni í breska flugherinn árið 1923. Þar var hann til hlés í tólf ár. Hann lést í bifhjólaslysi árið 1936. Hvað gerði Lawrence að slíkri hetju sem hann óneitanlega var? Hvað knúöi hann til aö leggja sig í ofurmannlegar þrekraunir í eyði- mörkinni? Hver voru markmið hans? Hverju fékk hann áorkað? Þetta eru nokkrar þær spurningar sem höfundur þessarar snjöllu ævi- sögu reynir að svara af yfirvegun og sanngirni. Frásögn hans er bæði læsileg og spennandi og niðurstöð- urnar sannfærandi. THE PRINCE OF OUR DISORDER: THE LIFE OF T.E. Lawrence. Höfundur: John E. Mack. Oxford University Press, 1990. Metsölukiljur Bretland Skóldsögur: 1. A. S. Byutt: POSSESSION. 2. P.D. James: DEVICES ANÐ DESIRES. 3. Danioiie Steel: DADDY. 4. John Mortlroer; TITMUSS REGAINEO. 5. Helen ForreBter: THE LEMON TREE. 6. Brian Mooro: LIES OF SILENCE. 7. John Mortimer: RUMPOLE A LA CARTE. 8. Catherlne CookBon: THE BLACK CANDLE. 9. Colln Forbes: SHOCKWAVE, 10. Dick Francls: STRAIGHT. Rit almenns edlis: 1. Poter Mayle: A YEAR IN PROVENCE. 2. Rouumary Conloy: METABOLISM SOOSTER DIET. 3. flosemary Conley: COMPLETE HIP & THtQH DIET. 4. Cleese & Skynnor: FAMILIES AND HOWTO SURVIVE THEM. 5. Jackie B ennott & Rosmary Forgan: TKERE'S SOMBTHING ABOUT A CONVENT GIRL. 6. Katie Wood & Georoo McDonald: EUROPE B¥ TRAIN. 7. A. Dnrwish & G. Alexandor: UNHOLY BABYLON. 8. THE 1991 GOOD PUB GUIDE. 9. Hannah Heuxwetl: -* SEASONS OF MY UFE. 10. Robert Flsk: PITY THE NATION. (Byggt S The Sunday Times) Bandaríkin 5. 6. Skéldsögur: 1. Michael Blake: DANCES WITH WOLVES. 2. Judith Mlchaet: A RULING PASSION. 3. Jude Doveraux: THE CONQUEST. 4. Robin Cook: HARMFUL INTENT. James A. Mtchener: CARIBBEAN. P. Ð. James: DEVICES AND DESIRES. 7. Thomas Harrls: THE SILENCE OF THE LAMBS, 8. Stephen Ktng: MISERY. 9. Poter Straub: MYSTERY. 10. Tony Hillermah: TALKING GOD. 11. John te Carré: THE RUSSIA HOUSE. 12. David L. Lindsay: MERCY. 13. Dean R. Koontz: THE BAD PLACE. 14. Chatherine Coutter: THE SECRET SONG. 15. Philip Friedman: REASONABLE DOUBT. 16. Umberto Eco: FOUCAULT'S PENDULUM. Rít almenns eðlis: 1. Thomas L. Frledman: FROM BEIRUT TO JERUSALEM. 2. Betty Mahmoody, Wltllam HoHer: NOT WtTHOUT MY DAUGHTER. 3. Jean p. Susuon: THE RAPE OF KUWAIT. 4. Judhh Millor & Lí.urie Mylroio: SADDAM HUSSEIN AND THE CRISIS IN THE GULF. 5. Roberf Fulghum: ALL I REALLY NEED TO KNOW I LEARNED IN KINDERGARTEN. 6. Somir-ol-Khalil: REPUBLtC OF FEAR. 7. Jill Ker Conway: THE ROAD FROM COORAIN. B. John NaisbHt & Patriclo Aburdene: MEGATRENDS 2000. 9. M. Scoit Pock: THE ROAD LESS TRAVELED. 10. CIHf Stoll: THE CUCKOO'S EGG. (Byggt i New York Times Book Review) Danmörk Skótdsogur: t. Anais Nin: DAGBOG 1934-39. 2. Jcan M. Auel: HULEBJORNEnS KLAN. 3. Jean M. Auel: HESTENES DAL. 4. Bjarne Reuter: VI DER VALGTE MÆLKEVEJEN. 5. Isabel Allende: EVA UJNA. 6. Joan M. Auel: MAMMUTJÆQERNÉ. 7. Helle Stangerup: SPARDAME. 8. Marcel Pagnol. MIN FARS STORE DAG, MIN MORS SLOT. 9. Isabel Altende: ANDERNES HUS. 10. André Brink: EN KŒDE AF STEMMER. (Byggt u Polilikon Sondag) Umsjón: Elías Snæland Jónsson IIsíí f í^í^t^ í^íí# Beðið eftir endalokunum Jaröarbúar hafa lært að búa í skugga kjarnorkusprengjunnar. Þrátt fyrir tilvist þessara ógnar- vopna býst í raun og veru enginn við að þeim verðf beitt í stríði þegar til alvörunnar kemur. Það á einnig við um íbúa enska þorpsins Martinminster, sem er sögusvið þessarar skáldsögu. Engu að síður gerist það sem eng- inn á von á: það er gripið til kjarn- orkuvopna. Við íbúum þorpsins blasir því dauðinn í formi geisl- unar sem færist sífellt nær og nær. Hvernig bregst fólk við þegar slíkur dauðdagi virðist óumflýj- anlegur? Um það fjallar þessi at- hyglisverða skáldsaga fyrst og fremst: um áhrif slíkrar ógnunar á einstaklinga og heilar fjölskyld- ur. Þetta viðfangsefni er að.sjálf- sögðu ekki nýtt í skáldskap síð- ustu áratuga, en meðferðin er athyglisverð meðal annars vegna þess að höfundurinn tekur til skoðunar „venjulegt" fólk í hversdagslegu umhverfi sem skyndilega stendur andspænis grimmum örlögum sem gera all- ar fyrri áætlanir einstaklinganna að engu. THE FOURTH MODE. Höfundur: N.P. Figgis. Penguin Books, 1990. liðsforinginn og indíánarnir Kvikmyndin Dances with Wol- ves, sem flestir spáðu illu gengi fyrirfram, safnaði að sér tilnefn- ingum til óskarsverðlauna á dög- unum og nýtur vinsælda í kvik- myndahúsum. Myndin er byggð á fyrstu skáld- sögu bandarísks rithöfundar, Michael Blake, sem reyndar samdi líka handrit kvikmyndar- innar. Sagan segir frá bandarískum liðsforingja, John Dunbar, sem ruglaður og drukkinn yfirmaður sendir til löngu yfirgefinnar varðstöðvar fjarri byggðum hvítra manna. í þessum fjarlægu víðáttum vestursins búa hins vegar indíánar, sem liðsforinginn kemst í samneyti við, og þar eru úlfar og mörg önnur villt dýr merkurinnar. Þetta er einfóld en hugljúf saga sem fjallar um samskipti liös- foringjans og indíánanna og kynni hans af lífsháttum sem ná brátt sterkum tökum á honum. Hann ávinnur sér jafnframt virð- ingu indíánanna sem kalla hann manninn sem dansar við úlfa. En framsókn hvíta mannsins heldur áfram og liðsforinginn verður aö velja miUi kynstofns síns og indí- ánanna. DANCES WITH WOLVES. Höfundur: Michael Blake. Fawcett, 1990.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.