Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Blaðsíða 13
r LAUGARDAGUR 23. FEBRÚÁR'1991. 13 Menning Bíóhöllin - Passað upp á starfið** Allsherjar misskilningur Jimmy er lífsglaður og kátur bíla- þjófur sem er aö afplána síðustu daga dómsins. Hann vinnur tvo miða á úrslitaleik í hafnabolta og af hrein- um stráksskap brýst hann út sér- staklega til þess að mæta á leikinn. Spencer er stressaður og þaul- skipulagður auglýsingasölumaður sem er á leið til Chicago á mikilvæg- an fund. Hans lífæð slær í minnis- bókinni, Filofaxinu - þar er allt sem hann þarf að vita. í stresskasti leggur hann frá sér möppuna á flugvellin- um. Þar sér Jimmy hana og misskiln- Kvikmyndir Páll Ásgeirsson ingurinn getur hafist. Jimmy stelur Filofaxinu og tekur að sér hlutverk Spencers um helgina. Spencer garm- urinn situr uppi með gamla vin- stúlku sem hengdi sig á hann í fiug- vélinni. Hún er eina manneskjan sem trúir því hver hann er. Þetta er klassísk ganianmynd sem byggist á þrautreyndri uppskrift mistaka, ruglings og misskilnings. Tempóið er þó frekar hægt í byrjun en myndin nær sér á gott flug sem dugar í frábæran endasprett. James Belushi er býsna góður sem Jimmy og leiftrar af orku og öryggi. Charles Grodin er traustur í van- þakklátu hlutverki Spencers. Anne DeSalvo er frábær í hlutverki vin- konu Spencers sem er dæmigerður nýaldarsinni. Ekkert tækifæri er lát- ið ónotað til þess að gera góðlátlegt stólpagrín að yfirborðsmennsku, stressi og auglýsingamennsku. Þannig geta þeir sem ekki sjá neitt fyndið við söguna auðveldlega lesið dýpri boðskap út úr handritinu sem virðist vera vel skrifaö. Upphaflega átti myndin víst að heita Filofax eftir möppunni góðu sem bindur menn í hlekki hverdags- ins og srjórnar lífi þeirra. Nafninu var breytt til samræmis við titillagið, trúlega í von um góðan árangur, sbr. Slakið á bifhjólamenn! FERÐALOK! lUMFERÐAR JRÁÐ Nauðungaruppboð þriöja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Laufási, Tálknafirði, þingl. eign Mið- víkur h/f, þriðjudaginn 26. febrúar 1991 kl, 10.00 á eigninni sjálfri. Upp- boðsbeiðandi er Landsbanki Islands. Þórsgötu 9, Patreksfirði, þingl. eign Iðnverks h/f, þriðjudaginn 26. febrúar 1991 kl. 11.00 á eigninni sjálfri. Upp- boðsbeiðandi er Eyrasparisjóður. Aðalstræti 39, neðri hæð, Patreks- firði, þingl. eign Finnboga Pálssonar, þriðjudaginn 26. febrúar 1991 kl. 11.30 á eigninni sjálfri. Uppboðsbeiðandi er Guðjón Armann Jónsson hdl. SÝSLUMAÐURBARÐASTRANDARSÝSLU Pretty Woman. Það tókst kannski ekki en þetta er býsna góð skemmtun samt. Taking Care of Business - amerisk Leikstjórn: Arthur Hiller Aðalhlutverk: James Belushi, Charles Grodin og Anne De Salvo Spencer og Jimmy saman á leiknum iangþráða. ÞEIR YÆQAST SAQT REnriAúT Þetta eru þær hliðar sem við helst sjáum á Nissan Sunny þessa dagana7 því viðtökur hafa verið hreint frábærar. nú er svo komið að vejmlega er gengið á fyrstu sendingu og ráðleggjum við þér því að bíða ekki með að koma og skoða Nissan Sunny hafír þú áhuga á að fá hann strax. Sýning laugard. og sunnud. frákl. 14:00-17:00. EinnigB.Q. Bílakringlunnl GrófinniS, Keflavík, laugard. frá kl. 10:00-17:00 ogsunnud. 13:00-17:00. ingvar Helgason hf Sævarhöfða 2 Sími 91-674000 f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.