Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Blaðsíða 14
LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91)27022-FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: . ' PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Mastrið bilaði ekki „Ég tel, að ástandið hjá sjómönnum hafi skánað mik- ið við, að langbylgjumastrið á Vatnsenda fauk niður. Eftir það voru allir veðurfréttatímar sendir út á stutt- bylgju í gegnum Gufunes og við sjómenn erum allt í einu farnir að heyra þær." Þetta sagði einn sjómaðurinn í viðtali við DV eftir ofsaveðrið mikla í upphafi þessa mánaðar. Sjónarmið hans hafa síðan endurspeglazt víða í fréttum og grein- um, þar sem tæknimenn og sjómenn hafa fjallað um, hvort við þurfum nýtt langbylgjumastur fyrir milljarð. Víðast hvar hefur verið fjallað um þetta á vitrænan hátt, nema í sölum Alþingis. Þar hóf Árni Johnsen umræðu utan dagskrár um, hvílik vá væri fyrir dyrum sjómanna. Þingmenn kepptust síðan hver um annan þveran um að lofa milljarði í langbylgjumastur. Daginn eftir umræðuna utan dagskrár gaf Svavar Gestsson menntamálaráðherra út svofellda yfirlýsingu: „Ný langbylgjustöð verður byggð og það verður hafizt handa við undirbúning strax." Þessi viðbrögð Alþingis og ríkisstjórnar sýna óþarfa æðibunugang á þeim bæj- um. Rétt er að hafa í huga, að mastrið mikla á Vatnsenda- hæð féll ekki í óveðrinu af því að það væri orðið 60 ára gamalt og fúið. Það féll ekki heldur af því, að eigandi þess hefur ekki hirt um að halda því við í 20 ár. Það féll, af því að festing á stagi bilaði niðri við jörð. Ef menn hirða um slíkt, er mjög einfalt mál að halda við festingum á stögum, ef þeir hafa einhverjar raun- verulegar áhyggjur af mannvirkjum sínum. Það kostar sárahtla peninga, meðan menn eru að gamna sér við skýjaborgir um nýtt mastur fyrir einn milljarð. Einnig er gott að hafa í huga, að Ríkisútvarpið gat reist nýtt mastur, ef það hefði í rauninni talið slíkt vera þvílíkt forgangsmál, sem nú er gefið í skyn. Á liðnum áratugum hefur stofnunin fjárfest gífurlega í öðru, þar á meðal í kastala sínum við Efstaleiti í Reykjavík. Langbylgjan er orðin svo úrelt, að framleiðsla sendi- tækja er um það bil að leggjast niður. í Bandaríkjunum hafa miðbylgja og örbylgja tekið við. í öllum þorra út- varpstækja, sem hér á landi hafa verið seld um langan aldur, hefur alls ekki verið nein langbylgjumóttaka. Stuttbylgjusendingarnar, sem tóku við, þegar stag- festingin brotnaði á Vatnsendahæð, eru mörgum sinn- um ódýrari lausn. Einnig kemur til greina, að efla bún- aðinn á strandstöðvum Landssímans til að koma þar fyrir veðurspám og tilkynningum til sjómanna. Loks fer að koma að því, að gervihnattastöðvar leysi landstöðvar af hólmi. Það er mjög freistandi leið, því að hún er óháð truflunum, sem verða á raforkudreif- ingu hér á landi, ef eitthvað er að veðri, enda virðist dreifikeríið vera miðað við suðlægari slóðir. Við eigum nóga kosti i þessu máli, aðra en að reisa nýtt langbylgjumastur fyrir milljarð króna. Vandinn er miklu fremur fólginn í að velja milli nokkurra annarra leiða, sem hver fyrir sig hefur kosti umfram hinar. Þær geta jafnvel farið saman að töluverðu eða öllu leyti. Athyghsvert er, hversu auðvelt er að æsa þingmenn og ráðherra til örlætis á peninga, sem þeir eiga ekki. Á Alþingi og í ríkisstjórn ríkir þvílík óreiðustefna í með- ferð fjármuna, að menn voru tilbúnir til að kasta millj- arði í skyndilega geðsveiflu 4. og 5. febrúar. Nýtt landbylgjumastur er óþarft. Það vissu þeir, sem létu hjá líða að styrkja stagfestingar á Vatnsendahæð, svo að forngripurinn mætti standa í önnur 60 ár. Jónas Kristjánsson Þaðsemþarftil að sigra í stríði Síðustu daga hefur heimsbyggðin ^ðið eftir fréttum af bardögum við Persaflóann. EkM svo að skilja að lát sé á hernaðaraðgerðum allt frá því gagnsókn bandamanna gegn Irökum hófst þann 17. janúar, held- ur eru menn að bíða eftir gamal- dags stríði á landi í stað einstefn- unnar sem verið hefur í lofti í rúman mánuð. Dag eftir dag er frá því sagt að hermennirnir séu í viðbragðsstöðu og fréttaþyrstir áhorfendur eru líka reiðubúnir að taka við fréttum af því hvort afkomendur vígreifra bedúína eru makráðum Vestur- landabúum snarari í snúningum á vígvellinum. Og á meðan beðið er saxa bandamenn á herstyrk íraka og Sovétmenn reyna að safna sér trompum á hendi til að nota þegar spila verður úr stöðunni að stríði loknu. Saddamsegirnei -Azizjá Þessa dagana sem beðið er nýrra tíðinda af vígvöllunum dregur Mikhail Gorbatsjov Sovétforseti enn að sér athyghna með tilraun- um til að koma á friði - tilraunum sem engan árangur hafa borið frek- ar en von var á. Saddam Hussein segjr ýmist nei við kröfum um að draga her sinn frá Kúvæt og heitir því að berjast með þjóð sinni til sigurs eða lætur Tareq Aziz, skósýein sinn, segja já. Fáir eiga þó von a að heitstrenging- ar um sigur gangi eftir - slíkur er hðsmunurinn - en Saddam gæti bjargað höfðinu og heiðrinum. Það er þó gömul og ný staðreynd úr hernaði að það er ekki aðeins herafiinn, sem þjóðir hafa á að skipa, sem ræður úrsUtum. Her- mönnum er tefit fram til að ná markmiðum sem ákveðin eru ann- ars staðar og fyrir tiiverknað afia sem ekki sjást heldur í omistun- um. Einn af herforingjum banda- manna í Saudi-Arabíu lét hafa eftir sér að það tæki álika langan tíma fyrir skriðdrekalið bandamanna að fara til Bagdad og það hefði tekið Djengis Khan að fara sömu leið. Herforinginn vildi meina að í sókn ,á landi skipti tæknin ekki öllu ^tnáh því tíminn, sem færi í að brjóta á bak andstöðu, væri alltaf svipaður. Sama sagan aftur Reyndar er ekki ástæða til að taka þessi orð bókstaflega en hins vegar hafa herfræðingar bent á að lögmálin í þessu stríði séu þau sömu og hafa verið um aldir. Nú- tíma hertækni bjóði aöeins upp á tilbrigði við gamla reynslu. Árið 1830 lést í Þýskalandi maður sem taldi sig hafa gert grein fyrir lögmálum allra stríða og enn eru uppi menn sem trúa að honum hafi tekist það. Þetta var Carl von Clausewitz, prússneskur herfor- ingi og höfundur bókarinnar Um stríð. Sagt er að bókin sú liggi á náttborðinu hjá Colin Powell, for- seta bandaríska herráðsins, og að úr henni fái hann hugmyndir sínar um baráttuaðferðir Bandaríkja- manna í Persafióastríðinu. Clausewitz þessi haföi að vísu engar sérstakar hugmyndir um hvernig ætti að berjast í eyðimörk og hvernig í fenjum og hann taldi að allur stríðsrekstur hvíldi á þremur aðskildum þáttum. Ef einn brigðist þá væri stríðið að öllum líkindum tapað. Markmiðið verður aðveraáhreinu Fyrst taldi Clausewitz stjórn rík- Erlend tíðindi Gísli Kristjánsson blaðamaður isins sem setti markmiðið með stríðinu. Síðustu daga hefur eink- um reynt á þenna þátt í hinu flókna sjónarspili kringum friðartillögur og endurbætur á þeim. Bandamenn og þá einkum Bandaríkjamenn, sem fara fyrir andstæðingum ír- aka, verða að meta hvort verið sé að drepa markmiðum þeirra á dreif. í Bandaríkjunum eru miklar efa- semdir um að friðartilboð Gor- batsjovs Sovétforseta miði að nokkru öðru en að bjarga höfði Saddams Hussein og tryggja stöðu Sovétríkjanna í Mið-Austurlönd- um. Aðrir vih'a skoða tillögurnar nánar en það er stjórnarinnar að ákveða hvort þær samræmast markmiðunum með herförinni til Persaflóa. Tilboðin fela í sér frið sem þó kann að reynast enginn friður og endar ef til vill með því að banda- menn verða að gera upp við sig hvort markmiðið sé það eitt að hrekja herhð íraka frá Kúvæt eða að útiloka að Saddam Hussein geti efnt til ófriðar öðru sinni. Okkar maður hefur því haft rétt fyrir sér að sigur í stríði veltur á því að sfjórnin viti að hverju hún stefnir. í öðru sæti hjá Clausewitz kom herinn sem teflt er fram á vígveflin- um. Til að sigra í stríði þarf að hafa á að skipa sterkari her en andstæðingurinn. í Persaflóastríð- inu virðist ekki þurfa vitnanna við um að bandamenn hafa á að skipa sterkari her og hafa sannað það í lofthernaðinum undanfarnar vik- ur. Styrkur herjanna á landi er jafnari en samt ættu bandamenn að geta neytt aflsmunar þegar og ef lagt verður til atlögu við íraska herinn. Hræðslaviðað takaafskarið í þriðja lagi fjallaöi Clausewitz um fólkið sem styddi eða afneitaði eftir atvikum hernum og stjórninni sem vildi stríð. Án þess að hafa þjóðina að baki er tómt mál að tala um sigra í hernaði, í besta falli er hægt að vinna einstakar orrustur en ekki sjálft stríðið. Þetta eru bitur sannindi sem margir Bandaríkjamenn benda á þegar minnst er á Vítnamstríðið. Þeir tala um að bandaríski herinn hafi orðið að berjast með aðra höndina bundna fyrir aftan bak því þjóðin hafl ekki viljað þetta stríð og stjórnin því ekki þorað aö heyja það af fullum krafti. Þegar meiri- hluti þjóðarinnar var orðinn á móti stríðinu var það tapað. í Persaflóastríðinu fer ekki milh mála að hernaðurinn á hendur írökum en studdur af yfirgnæfandi meirihluta manna í löndum banda- manna. í Bretlandi og Bandaríkj- unum styðja 80 til 90% landsmanna stefnu stjórnanna. Stuðningurinn virðist minni í Frakklandi og á ítal- íu en samt afgerandi. Menn hafa haft meiri áhyggjur af að samstaðan gegn írak kunni að ghðna meðal arabísku þjóðanna. Þar er tóluverð andstaða gegn hernaði á hendur bræðraþjóð í írak en einnig mikil Tiræðsla við yfir- gangsmanninn Saddam Hussein. Nágrannarnir í Mið-Austurlöndum viha flest til gefa að þurfa ekki að búa viö stóðuga ógn frá írak og standa þétt með bandamönnum. í Bandaríkjunum óttast menn helst að almenningsáhtið snúist gegn stjórninni ef verulegt mann- faU verður í hði þeirra. Þetta er lærdómur sem menn draga af Víet- namstríðinu. Stutt stríð ætti þó ekki að valda kúvendingu í stuðn- ingi þjóðarinnar. Viðunandi friðartilboð kann líka að hafa sömu áhrif. Öllum er illa við stríð og það kann að virðast vænlegur kostur að hætta hernaði, jafnvel þótt markmiðin hafl ekki náðst. Viðbrögð Roland Dumas, utanríkisráðherra Frakka, eftir síðustu friðartillögur frá Sovétríkj- unum eru í þessa veru. En sá gamh Clausewitz hafði þó örugglega á réttu að standa þegar hann gerði stuðninginn á heimavígstöðvunum að úrshtaatriði í hernaði. Gisli Kristjánsson Mikhall Gorbatsjov Sovétforseti hefur komið bandamönnum í vanda með friðartilboðum sinum. Hann hefur rétt írökum hálmstrá svo þeir geti haldið höfði en geta bandamenn einnig samþykkt og haldið höföi? Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.