Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1991. 15 Þorsteinn eða Davíð Það hefur ekki farið fram hjá neinu mannsbarni að viðsjár eru uppi í Sjálfstæöisflokknum. Davíð Oddsson, varaformaður flokksins, hefur hvorki játað því né neitað að hann muni bjóða sig fram sem for- maður á landsfundi í næsta mán- uöi. Segist ætla aö hugsa það mál um helgina. Núverandi formaður, Þorsteinn Pálsson, hefur að gefnu tilefni lýst yfir framboði sínu og mikil liðsköflnun hefur farið fram í fiokknum. Ljóst er að hver svo sem ákvörðun Davíðs verður er kominn fleygur í forystu flokksins. Flokkurinn sjálfur mun skiptast upp í fylkingar með eða án for- mannskjörs og síðast en ekki síst mun þessi uppákoma hafa áhrif út á við og vekja athygli á þeirri stað- reynd að sjálfstæðismenn eru ekki á eitt sáttir um sinn eigin formann. Það mun að sjálfsögðu veikja for- manninn og flokkinn meðal hinna óbreyttu kjósenda. Sáðkornum ef- ans hefur verið dreift. Sá efi mun magnast að mun ef sjálfstæðis- menn bæta gráu ofan á svart með því að þagga þennan ágreining nið- ur með einhverju málamyndasam- komulagi á bak við tjöldin. Gömul saga og ný Það er ekki ný saga að átök séu um forystuna í Sjálfstæðisflokkn- um. Undirritaður man auðvitað ekki formannstíð Jóns Þorláksson- ar og Ólafur Thors var vissulega óumdeildur foringi flokksins í þrjá- tíu ár. En því hatrammari voru átökin á milli liðsmanna Bjarna Benediktssonar og Gunnars Thor- oddsens og eftir að Bjarni tók við formennsku af Ólafi hófust strax væringar um eftirmann. Sagt var að Bjarni hefði viljað Geir Hall- grímsson sem varaformann og arf- taka sinn en þingflokkurinn hefði ráðið því að Jóhann Hafstein varð fyrir valinu. Við sviplegt fráfall Bjarna tók Jóhann við formennskunni og fékk það umboð endurnýjað á lands- fundi þrátt fyrir miklar vangavelt- ur um að hann skyldi víkja fyrir nýjum manni. Jóhann stóð stutt við, enda mátti sá öðlingsmaður þola mikla gagnrýni og andstöðu sem hugsanlega hefur haft áhrif á heilsu hans og þrek. Upp úr því hófst slagurinn milli Geirs Hallgrímssonar og Gunnars Thoroddsens sem stóð linnulítið þar til Gunnar myndaði ríkisstjórn í blóra við flokkinn og Geir vék úr formannssætinu bæöi móður og sár eftir mikinn mótbyr undir lok- in. Þorsteinn Pálsson tók við af Geir Hallgrímssyni eftir að hafa unnið sigur í kosningu á landsfundi gegn tveim mótframbjóðendum. Hann hefur nú setið sem formaður í Sjálfstæðisflokknum í átta ár. Seinheppni Það er ekkert leyndarmál að Þor- steinn hefur verið umdeildur for- maður og seinheppinn. í fyrstu sat hann utan ríkisstjórnar og á end- anum var Geir Hallgrímsson látinn víkja úr ráðherrastóli sem mæltist misjafnlega fyrir og Þorsteini kennt um. í fyrstu alþingiskosning- um ílokksins- undir stjórn Þor- steins hrapaði flokkurinn niður í 27% fylgi þegar Albert stofnaði Borgaraflokkinn. Þorsteini var kennt um. Þorsteinn varð að hrökklast úr ríkisstjórn eftir rúm- lega árs setu í byrjun núverandi kjörtímabils og aftur var Þorsteini kennt um. Þrátt fyrir drjúgt og vaxandi fylgi Sjálfstæðisflokksins samkvæmt skoðanakönnunum að undanförnu verður þess vart að Þorsteini er ekki fært það til tekna. Þvert á móti heyrist sífelldur orð- rómur um að hann sé ekki nógu sterkur foringi og undirtónninn hefur verið sá að flokkurinn þurfi á nýjum manni að halda. Þar er Davíð Oddsson jafnan nefndur til sögunnar, enda vara-" formaður, borgarstjóri og krón- prinsinn í Sjálfstæðisflokknum. Almennt var þó ekki reiknað með öðru en að Þorsteinn yrði klappað- ur upp á landsfundinum í næsta mánuði, enda stutt í kosningar og fundurinn sjálfsagt dagsettur með það í huga að skapa einingu og stemmningu í upphafi kosninga- baráttunnar. Boltinnafstaö En kvitturinn um framboð Dav- íðs var ekki kveðinn niður og í síð- ustu viku birti Stöð tvö úrslit úr skoðanakönnun á hennar vegum þar sem stuðningsmenn Sjálfstæð- isflokksins voru spurðir hverjum þeir treystu best til að leiða Sjálf- stæðisflokkinn til sigurs. Niður- staða könnunarinnar var ótvíræð. Davíð hafði algera yfirburði yfir formanninn. Aðrir voru vart nefndir. Þessi skoðanakönnun kom eins og skrattinn úr sauðarleggnum og sagt er að hún hafi verið pöntuð og sviðsett af öflum innan Sjálf- stæðisflokksins í þeim tilgangi að ýta undir framboð Davíðs og sýna sterka stöðu hans meðal kjósenda. Ég sel það ekki dýrara. í framhaldi af þessari skoðana- könnun fór DV á stúfana, spurði Davíð um fyrirætlanir hans og fékk það fræga svar að hann hefði vissu- lega verið spurður um framboð en svarað því út og suður. Þar með valt boltinn af stað. Ekki er ljóst hvort Davíð Oddsson gerir alvöru úr framboðshugleið- ingum sínum og hann hefur hvorki játað því né neitað þegar hér er komið sögu. Hitt fer auðvitað ekki Laugardags- pistill að halda að fiokkurinn standi þétt við hlið hans! Þá á ég ekki við að Davíð sé að grafa undan formanninum. Heldur hitt að flokksmenn hafa um langan tíma nöldrað og nuddað um van- mátt Þorsteins Pálssonar til aö leiða flokkinn og það eru þeir sjálf- ir sem hafa skapaö grundvöll fyrir 'þeim vangaveltum að Davíð eða einhver annar þuríi að taka við. Og svo þegar Davíð ætlar að láta slag standa og faka menn á orðinu er hlaupið upp til handa og fóta og myndaö hræðslubandalag um Þor- stein til að koma í veg fyrir að kos- ið verði milli hans og Davíðs. Sagt er að maður gangi undir manns hönd og leggi hart að Davíð að láta ekki sverfa til stáls og halda sig hlés. Engar kosningar á lands- fundi, segja hinir ábyrgu talsmenn flokksins og fórna höndum yfir þeirri tilhugsun að landsfundur kjósi á milli þeirra Davíðs og Þor- steins. Rétt eins og formennskan sé heilög og lýðræðislegar kosning- ar séu flokknum til óþurftar. mun á milli formannsins og borg- arstjórans í Reykjavík, verður ekki fiokknum til framdráttar. Svikalogn Vopnahlé Ellert B. Schram milli mála að Davíð hefði verið í lófa lagið að vísa getgátum um framboð sitt á bug í rúma viku og með því að gera það ekki gefur hann orðrómnum byr undir báða vængi. Enda hefur Þorsteinn séð ástæðu til að lýsa sínu eigin fram- boði og Sjálfstæðisflokkurinn leik- ur allur á reiðiskjálfi vegna hugs- anlegra formannskosninga á landsfundi. Hræðslubandalag Nú er ég ekki lengur kunnugur innviðum Sjálfstæðisflokksins eða umræðum sem fram fara í bak- herbergjum. Ég er eins og aðrir áhorfendur úti í bæ sem leggja við hlustirnar og undrast þá leikni flokksins að efna til óvinafagnaðar. Og þá helst rétt fyrir kosningar. Hver man ekki útreiðina sem Geir fékk í prófkosningum fyrir þing- kosningarnar 1983? Hver man ekki hafaríið sem skapaðist í kringum Albert fyrir þingkosningarnar 1987? Og nú er verið að efna til nýrrar hólmgöngu og tilkynna það þjóðinni að formaðurinn sé valtur í sessi þegar hann þarf mest á því ' Úr því sem komið er verður eng- um greiði gerður með slíku vopna- hléi. Ekki Þorsteini, sem yrði þá klappaður upp á landsfundi fyrir náð og miskunn varformannsins. Þorsteinn fengi að vera formaður áfram vegna þess að öðrum er bannað að bjóða sig fram á móti honum. Hann vissi ekkert um styrk sinn, hann vissi ekkert um það umboð sem landsfundur felur honum af misskilinni tillitssemi. Þorsteinn Pálsson yrði formaður í Sjálfstæðisflokknum undir háði og spotti annarra flokka ¦ sem gerðu lítið úr honum í ljósi þess stuðnings sem Davíð Oddsson virðist hafa. Og áfram heldur baknagið að hola steininn og áfram verða menn með nöldur um að formaður Sjálfstæð- isflokksins rísi ekki undir embætt- inu. Ef Davíð verður talinn af því að gefa kost á sér mun hann væntan- lega draga sig sömuleiðis í hlé sem varaformaður. Hann Davíð verður ekki til vara til lengdar og hann mun jafnframt hugsa mönnum þegjandi þörfina fyrir að vilja sig ekki. Þeim var nær, verður tónn- inn, og verði þeim að góðu ef þeir hafna mér. Davíð Oddsson getur þá haldið því fram að hann hefði styrk til að ná kosningu sem for- maður en talinn af því án þess að flokksfólkið fengi nokkru um ráð- ið. Trúnaðarbresturinn, sem ríkja Sannleikurinn er sá að besti kost- urinn fyrir Sjálfstæðisflokkinn, landsfundinn og framtíðina er ein- faldlega sá að kjósa á milli þessara tveggja manna. Láta flokksmenn eiga síðasta orðið, láta lýðræöið ráða. Hvað gerðu ekki bresku íhalds- mennirnir? Var ekki Margrét Thatcher átrúnaðargoðið sem hafði leitt íhaldsflokkinn til sigurs í þrennum kosningum í röð? Marg- ur hefði haldið að Ihaldsflokkurinn mundi ekki þola þau átök að fella Thatcher af stallinum. En hvað gerðist? Heseltine bauð sig fram og á endanum dró Thatcher sig í hlé og nýr formaður og forsætisráð- herra hefur tekið við. John Major nýtur meiri vinsælda í Bretlandi en sjálfur Winston Churchill og Thatcher tilheyrir sögunni. Aftur og aftur hefur það sannast í pólitískum átökum í flokkum, fé- lögum eða fundum að kosningar eru einfaldasta og hreinlegasta leiðin til að skera úr ágreiningi. Þær eru miskunnarlausar, þær eru klipptar og skornar, en þær hafa þann kost að þar eru engin eftir- mál. Atkvæðagreiðsla er atkvæða- greiðsla. Ein af þeim röksemdum, sem bornar eru fram gegn kosningu á landsfundi, er tilvísun til hefðar sem á að vera fyrir því í Sjálfstæðis- flokknum að ekki sé boðið fram á móti sitjandi formanni. í því sam- bandi má minna á að sá háttur er á formannskjöri í Sjálfstæðis- flokknum að engum framboðum er lýst. Þar eru allir í kjöri. Á lands- fundi árið 1981 bauð Albert Guð- mundsson sig fram gegn Geir Hall- grímssyni. Og til hvers er verið að kjósa um formann ef ekki má kjósa aðra en þann sem situr þar fyrir? Ekki er Sjálfstæðisfiokkurinn fyrir austan járntjald! Óvinafagnaðurinn í Sjálfstæðis- flokknum verður ekki leystur með vopnahléi. Það vopnahlé er ekki annað en svikalogn. Flokkurinn getur aöeins höggvið á þennan hnút með því að kjósa á milli Þór- steins Pálssonar og Davíðs Odds- sonar. Sá sem sigrar í þeirri kosn- ingu stendur uppi sterkari maður. Hann veit hvar hann hefur flokk- inn. Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.