Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Side 16
16 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1991. Maria hefur ekki eingöngu saumað kjóla því hún laetur sig ekki muna um að prjóna þá líka. Hér eru þær Ásta Beggí Ólafsdóttir kórfélagi og Hulda Svavarsdóttir, fyrrum kórfé- lagi i Skagfirsku söngsveitinni í prjónakjólum sem Maria hefur hannað og prjónað. Einn fallegur frá árinu 1970. Kjólarnir sem Maria ætlar að sýna á morgun eru allt frá árinu 1958 til 1979. Samkvæmiskjóll sem gæti verið keyptur i verslun í gær en þessi er orðinn tuttugu ára gamall og hannaður og saumaðuraf Mariu. DV-myndirGVA Geymir alla kjóla frá árinu 1958: „Hef alltaf haftgaman af fallegum kjólum" - segir María K. Einarsdóttir saumakona, hönnuður og söngkona „Ég hef alla tíð saumað mikiö og hannað en aldrei tímt að henda neinu. Þess vegna á ég orðið all- stórt safn kjóla og hef fyllt alla skápa og ferðatöskur. Elstu kjólarnir eru síðan 1958 og þeir yngstu tíu ára gamlir," segir María Kristín Einars- dóttír, saumakona og söngkona í Skagfirsku söngsveitinni í Reykja- vík, sem ætlar að halda allsérstæða sýningu á gömlum kjólum í Domus Medica á morgun. Skagfirska söng- sveitin ætlar að halda kaffiveislu til styrktar kórnum og verður gestum boðið að skoða gömlu kjólana henn- ar Maríu í leiöinni. „Ég er í Kvenfélaginu Björk og þar kom upp beiðni um að ég sýndi þessa kjóla mína á skemmtun. Mér haíði aldrei dottið neitt shkt í hug. Sýningin þótti skemmtileg og þess vegna bað fjáröflunarnefnd kórsins mig um að endurtaka hana á þeirra skemmtun. Núna hef ég einnig fengið boð frá Bústaðasókn um að sýna kjólana þar þannig að þetta er farið að koma mér mikiö á óvart,“ segir María ennfremur. Flestír eru kjólarnir samkvæmis- kjólar, jafnt stuttir og síðir en einn- ig nokkrir brúðarkjólar og brúðar- meyjakjólar. „Þetta er einungis brot af öllu því sem ég á sem ég sýni enda er talsverð vinna aö fara yfir allt, laga og hreinsa,“ segir María á meðan hún tekur hvern kjólinn af öðrum út úr skápum sín- um. Kjólarnir tilheyra Uðinni tísku en margir hverjir eru að komast í tísku aftur og því hafa ungar stúlk- ur mjög heillast af þeim. „Ung stúlka hringdi í mig og bað • mig að lána sér kjól á menntaskóla- ball því hún sagði aö þeir væru í hátísku," segir María og hlær. „Ég hafði alltaf mjög gaman af fallegum fötum og saumaskap. Ég valdi allt- af dýr og vönduð efni og nostraði mikiö við saumaskapinn. Vegna þess hversu mikla vinnu ég lagði í kjólana hef ég haldið upp á þá. Sumt fór ég ekki í nema einu sinni,“ segir María. Þeir eru einnig ófáir brúðarkjól- arnir sem hún hefur saumað en María tók að sér að sauma fyrir fólk áöur en hún fór að vinna útí. „Ég er að mestu hætt að sauma, hef ekki lengur tíma,“ segir hún. Fyrir utan saumaskapinn hefur María Kristín margvísleg áhuga- mál. Söngurinn er þar ofarlega á blaði en hún hefur starfað meö Skagfirsku söngsveitinni frá upp- hafi en kórinn átti tuttugu ára af- mæli í haust. Þegar María var 43ja ára dreif hún sig í söngnám til Sig- urðar Demetz og lauk áttunda stígs Brúðarkjólar þeir sem Maria hefur saumað eru ófáir og er þetta aðeins brot af þeim. prófi þegar hún var 51 árs. Þá hefur hún fengist viö myndlist sér tíl ánægju og eru allnokkur verk sem skreyta heimih hennar. Þá dreif María sig í að læra silkimálun og hefur þegar komiö nokkrum hsta- verkum í ramma. Það má því með sanni segja að hún sé fjölhæf. María og eiginmaður hennar, Gestur Pálsson, æfa með Skag- firsku söngsveitinni tvö kvöld í viku. Það er óhætt að fullyröa að áhugamáhn eru margvísleg á heimihnu og þau gefa sér góðan tímatilaðsinnaþeim. -ELA María Kristín Einarsdóttir saumakona og söngkona með einn kjóla sinna. Hún segist oft breyta kjólum sínum og laga þá til. Flestir fá þó að halda sínu upprunalega sniði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.