Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Blaðsíða 18
18 .Wi U. Jfím &£ SUDAaílA.TJAJ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1991. Veiðivon Þrátt fyrir mikinn veiðiáhuga unglinga: Unglingastarf í veiðifélögum landsins lítið sem ekkert A síðasta aðalíundi Landssam- bands stangaveiðifélaga var lítillega rætt um stangaveiðar unglinga sem er „ekkert“ í veiðifélögum landsins. Skipaðar hafa verið nefndir til að vinna í þessum málum en lítið komið út úr þeim enn sem komið er. Fyrir einum tíu til fimmtán árum var til veiðiklúbbur hjá Æskulýðs- ráði sem var mikið sóttur af ungling- um. Þama fengu margir sína fyrstu eld- skírn í veiðinni. Farnir voru veiöi- túrar í Elliðavatn, Hafravatn, Þing- vallavatn og Úlíljótsvatn. En allt í einu hætti klúbburinn og fáir hafa reynt að reisa hann við aftur. Þó er áhugi fyrir veiði miklu meiri en var þá og ennþá fleiri í veiðinni núna. Til em unglingar sem eru svo heppnir að fá aö fara með mömmu og pabba til veiða en ekki eru það Hvergerðingar æfa fluguköst snemma á sunnudögum „ Aðsóknin hefur verið ágæt það sem af er og þetta hitar veiði- menn upp íyrir sumarið," sagði Gunnar Kristófersson, formaður Stangaveiðifélags Hveragerðis i vikunni. En Hver- gerðingar em byrjaðir að æfa fluguköst í íþróttahúsinu klukk- an níu á sunnudagsmorgnum. „Við verðum eitthvað áfram næstu sunnudaga með þessi fluguköst en það er ekki búið að ákveða hvaö lengi. Um leið og köstin eru æfð er ein og ein veiði- saga látin fljóta með,“ sagði Gunnar formaöui1 ennfremur. -G.Bender allir. Sumir foreldrar hafa ekki áhuga á veiði og er það miöur fyrir marga unglinga sem haldnir eru þessari dellu. „Mínir foreldrar hafa ekki áhuga á veiði og ég kemst lítið í veiði sjálfur, frændi minn hefur tekið mig með nokkrum sinnum," sagði ungur veiðimaður i vikunni og bætti við: „í stangaveiðifélögum landsins er öll- um sama um okkur, lítið er gert fyr- ir okkur. Innan stjórnar Landssambands Stangaveiðifélaga hefur verið reynt að hreyfa þessu máli en lítill áhugi verið. „Þessi mál hafa verið rædd og bréf veriö send til veiðifélaganna en að- eins eitt þeirra svaraði því,“ sagöi Siguröur Bjamason, stjórnarmaður í stjórn LS, en hann hefúr aðeins unnið í þessum unglingamálum. „Áhuginn hérna er ekki mikill fyr- ir unglingastarfi, hnýtingaklúbbar eru í skólum og eitthvert starf er hjá Ármönnum. Annars staðar á Norð- urlöndum er unnið mikið starf og þar eru menn á fullum launum að vinna í þessum málum,“ sagði Sigurður í lokin. Þó sumir vilji gera eitthvað er það bara alls ekki nóg. Unglingarnir virð- ast ekki hafa mikinn áhuga á málinu eins og er, þeir eru kannski ein- hveijir búnir að gefast upp á að reyna aö komast í veiði. Endurreisn veiðiklúbbs Æsku- lýðsráðs væri kannski fyrsta skrefið í þessu máli, þá væri hægt að sjá stöð- una, hveijir hefðu raunverulega áhuga. -G.Bender Þjóðar- spaug DV Hætturað drekka Maður einn, sem þótti frekar drykkfelldur, kom eitt sinn til læknis síns og sagðist vera hætt- ur að drekka brennivín. „Það var nú sveí mér gott," sagði læknirinn, „en hvað drekk- urðu i staðinn?" „Vodka og spira,“ svaraði mað- urinn án þess að blikna. Höglin Guðmundur . Karl Pétursson, sem lengi var yfirlæknir á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri, tók eitt sinn á móti manni sem hafði dottið með haglabyssu og fengið öll höglin í sig. Guðmund- ur Karl gerði að sárum mannsins og er „skyttan" rankaði viö sér spurði hann hvort læknínum hefði tekist aö ná öll höglunum. Þá svaraði Guðmundur Karl: „Ekki þori ég nú að fullyrða það, því ef ég ætti að vera alveg viss yröi ég að skera þig niður í sneiðar eins og rúllupylsu “ Einán ábyrgðar Læknir nokkur var eitt sinn að kryfja mann sem látist hafði úr sárasótt. Eftir krufninguna var læknirínn eitthvað utan við sig og stakk óvart líffæri því, sem hann skoðaði mest, í jakkavasa sinn. Á leiðinni heim keypti hann eitthvað smáræði handa konu sinni og stakk því í hinn vasann. Er heim kom ætlaðifhann að rétta konu Mnni það sem hann hafði keypt en tók óvart upp líffæriö umrædda og rétti henni. Konan virti það fyrir sér um stund en . brast síöan í grát og sagði: „Jcmen. Er hann Einar virki- Iega dáinn?“ Sumir ungir veiðimenn eru heppnari en aðrir og komast með foreldrum sinum i lax- og silungsveiði. Margir þeirra hafa lært veiðiskapinn af foreldrum og vinum. DV-myndir G.Bender og GVA Finnur þú fímm breytingai? 94 Hér kemur smálesefni meðan þú bíður eftir matnum. Nafn:........ Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. Sharp útvarpstæki með seg- ulbandi að verðmæti kr. 8.500. 2. Sharp útvarpstæki með seg- ulbandi að verðmæti kr. 8.500. Vinningarnir koma frá versl- uninni Hljómbæ, Hverfisgötu 103, Reykjavík. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 94 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir nítug- ustu og aðra getraun reynd- ust vera: 1. Svandís Bára Steingrimsdóttir, Vogalæk, 311 Borgarnes. 2. Brynja Bárðadóttir, Brekkubyggð 25, 540 Blönduósi. Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.