Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1991. Kvikmyndir Robert de Niro og Robin Wiiliams hafa báðir fengið hrós fyrir leik sinn í Awakenings og þá sérstaklega De Niro sem hefur verið tilnefndur til óskarsverðlauna. Awakenings: Endurreisn sálar eða kraftaverk? Penny Marshall kann mun betur við sig bak við kvikmyndavélina en fyrir framan hana. Awakenings, sem Penny MarshaU leikstýr- ir, hefur vakið mikla athygli, ekki síst fyrir það efni sem myndin íjaliar um. Myndin ger- ist 1969 og er byggð á sönnum atburðum. Fjall- að er um sálfræðinginn dr. MaLcolm Sayer og reynslu sem hann verður Tyrir þegar hann hefur meðferð á sjúklingum sem eru að öllu leyti útundan í þjóðfélaginu. I byijun myndarinnar kynnumst við Sayer sem telur hæfa sér betur rannsóknarstörf heldur en beinar lækningar. Sayer veröur því með öllu óviðbúinn þegar hann þarf að með- höndla „lifandi“ sjúklinga á Bainbridge spít- ala, sjúklinga sem þjást af alvarlegum tauga- sjúkdómum. Sayer dregst mjög að sjúklingun- um, sérstaklega einum þeirra, Leonard Lowe. Sjúklingar hans geta engan veginn tjáð sig, hvorki með hreyfingum eða tali, og það er því efst í huga Sayers hvort þeir séu „lifandi" að innan eða ekki. Hann byrjar að nota á sjúkl- inga sína nýtt lyf sem er á tilraunstigi og til- raun hans til að koma „lífi“ í Leonard Lowe er rauði þráðurinn í myndinni. Sayer fylgist svo með því ásamt aöstoöarfólki sínu þegar þessi gleymda sál fer loks að lifna við og skynja ýmislegt í kringum sig. Awakenings er saga um endurreisn sálar eða kraftaverk sem á sér stað. Awakenings kom fyrst út í bókarformi 1973 og hefur síðan verið innblástur fyrir mörg bókmennta- og heimildarverk. Meðal annars samdi Harold Pinter einþáttunginn A Kind of Alaska eftir að hafa lesið bókina. Langur undirbúningur Framleiöendurnir Walter F. Parkes og Law- rence Lasker eyddu þremur árum í undirbún- ing og heimsóttu meöal annars þann spítala sem er fyrirmynd að Bainbridge spítalanum og hittu suma sjúklingana sem fjallað er um í bókinni, meðal annars hinn raunverulega Leonard Lowe. Þeir kusu að fá Steven Zaillian til að skrifa handritið en hann hefur meöal annars skrifað handritiö að The Falcon and the Snowman. Það var svo 1988 að þeir sendu handritiö til Penny Marshall en mynd hennar, Big, var þá vinsælasta myndin í Bandaríkjunum. Hún var fljót að átta sig á gæðum handritsins og samþykkti það. Þaö eru varla til ólíkari myndir en Big og Awakenings en þegar að er gáð er hægt að finna samlíkingu. Báöar myndimar fjalla um persónur sem fara beint inn í heim sem þær hafa á engan hátt haft áhrif á aö búa til. Eins og framleiðendurnir sá Marshall í handritinu meiningarfulla og tilfinningarríka sögu sem var þó ekki laus við húmor. Engan leikara hefði veriö hægt aö fá betri i hlutverk Lowe en Robert De Niro. Hlutverk- ið er eins og skapað fyrir hæfileika hans. Engum hefur tekist betur í kvikmyndum aö sýna sálarlega einangraða menn. Og eins og við mátti búast er leikur hans stórkostlegur. Robert de Niro sannar að hann er sjálfsagt besti kvikmyndaleikarinn í heiminum í dag. Robin Williams var valinn til að leika lækn- inn eftir að Marshall sá hann í Dead Poet Society. Williams segist lengi hafa verið að bíða eftir handriti sem þessu. Þegar byrjað var að kvikmynda var höfund- Kvikmyndir Hilmar Karlsson ur bókarinnar Oliver Sacks fenginn til að vera sérstakur ráðunautur og hann fór með leikstjórann og aðalleikara á spítala þar sem sams konar sjúklingar eru og þeir sem fjallað er um í myndinni. Er óhætt að segja að þessi reynsla hafði mikil áhrif á þau. Gamanleikkonan sem varó leikstjóri Penny Marshall á að baki langan feril sem leikkona. Awakenings er þriðja kvikmyndin sem hún leikstýrir. Marshall er fædd og upp- alin í New York. Hún lauk að hluta til há- skólanámi í stærðfræði og sálfræði við há- skóla Nýju Mexíkó. Leikhúslífið heillaði hana þó meira en nám- ið og sagði hún skilið við skólann og tók þátt um stund í starfi lítilla leikhópa. Eins og fleiri ungar leikkonur lagöi hún leið sína til Holly- wood þar sem hún fékk fljótlega hlutverk í sjónvarpsþáttum. Næstu ár lék hún mörg smáhlutverk í sjónvarpi og kvikmyndum auk þess sem hún starfaöi með leikhópum. Hennar stóra stökk var þegar henni var boðið annað aðalhlutverkið í sjónvarpsser- íunni Laverne and Shirley. Sería þessi gekk í nokkur ár við miklar vinsældir. Leikstjórn- arferill hennar byrjaði með því að hún tók að sér að leikstýra nokkrum þáttum. Eins og var viðbúiö lauk sjónvarpsseriunni þegar flestir voru búnir að fá nóg. Marshall tók þá til við að leika í kvikmyndum og sjón- varpsmyndum en löngunin i að leikstýra var sterk og fékk hún tækifærið þegar henni var boöið að stjórna Jumpin Jack Flash með Whoopi Goldberg í aöalhlutverki. Jumpim Jack Flash fékk fremur óblíöar viðtökur hjá gagnrýnendum en ágætis viðtökur hjá al- menningi. Var það til þess að henni var boöið að leikstýra Big sem sló í gegn. Awakenings hefur fengið mjög góðar við- tökur gagnrýnenda og Penny Marshall þykir með eftirtektarverðari leikstjórum sem nú starfa í Holluwood. Awakenings hefur fengiö nokkrar óskars- tilnefningar í ár. Meðal annars er hún tilnefnd sem besta kvikmynd og Robert de Niro er til- nefndur sem besti leikari í aöalhlutverki. Stjörnubíó mun bráðlega taka Awakenings til sýningar. -HK Kvikmyndahátíðm í Berlin stendur nú sem hæst og í næstu viku veröa gullbirn- irnir afhentir. Tuttugu og sex kvik- myndir keppa um þann heiður að verða valin besta kvíkmyndin í ár. Bandaríkja- menn eiga flestar kvikmyndirnar í þess- um hópi eða fimm talsins. Þar ber fyrst að telja mynd Kevins Costners, Dances With the Wolwes, sem sópaði til sín óskarstilnefningum í síðustu viku. Aðr- ar bandarískar kvikmyndir eru The Godfather Part III, The Russia House, Mr. Johnson og nýjasta kvikmynd Jon- athan Demme og The Silence Of the Lambs sem hefur fengið geysigóðar við- tökur gagnrýnanda undanfamar vikur. Það er raerkilegt við bandarísku kvik- myndimar að það eru ástralskir leik- stjórar sem leikstýra tveimur þeirra. Bruce Beresford leikstýrir Mr. Johnson og Fred Schepisi leikstýrir The Russia House. Þriðji ástralski leikstjórinn, Pet- er Weir, leikstýrir svo einu bandarisku kvikmyndinni sem sýnd er utan aðal- keppninnar Green Card. * * ★ Fjórar kvikmyndir koma frá ítaliu í keppnina um Gullbjöminn. Má þar nefna nýjustu kvikmynd Ettore Scola II Viaggio Di Capitan Fracassa og einnig nýja kvikmynd, La Condanna eftir Marco Bellocchio. Sú ítalska kvikmynd sem vekur samt mesta athygli er Ultra sem leikstýrð er af Rícky Tognazzi. í þeirri kvikmynd er fjallaö um óeirðir á knattspyrnuleikjum, Tveir leikarar fara með aöalhlutverkin en mikið af mynd- inni er kvikmynduð á óeirðum sem orð- ið hafa á knattspymuvöllum og fékk Tognazzi marga fótboltaaödáendur sem stunda óeírðir á knattspyrnuvöllum til að leika í myndinni. Ricky Tognazzi er sonur hins þekkta leikara Ugo Tognazzi. Fjórða ítalska kvikmyndin er La casa Del Sorriso, leikstýrð af Marco Ferrert * * * Aðeins ein kvikmynd fr á Norðurlöndum tekur nú þátt í keppninni um bestu kvik- myndina. Er það sænska myndin God aften, Mr. Wallenberg sem leikstýrð er af Kjell Grede. Fjallar myndin um goö- sagnapersónuna Raoul Wallenberg sem hjálpaöi gyöingum í Búdapest og hvarf í Rússlandi í lok fyrri heimsstyrjaldar- innar. Hefur hann ýraist verið talinn látinn eða lifandi sfðan. Wallenberg er leikinn af Stellan Skarsgárd. Aörir leik- arar í stórum hlutverkum eru Katarina Thalbach, Károly Eperjes og Erland Jos- ephson. Stutt er síðan Sviar kusu God aften Mr. Wallenberg bestu sænsku kvikmyndina sem gerð var á síðasta ári. Auk þess fékk hún verðlaun fyrir leik- stjórn og handrit. * * * Mikill heiöur fylgir því að fá gullbjöm- inn. Yfirleitt er þeirri mynd þá tryggður fjárhagslegur grundvöllur. Ekki era samt allir sáttir við val dómnefndarinn- ar og hafa harðar deilur spunnist út frá því. Satt er það að nokkrar era þær kvik- myndimar sem hafa fallið í gleymsku eftir að hafa fengið hinn eftirsótta bjöm. Hér fer á eftir listi yfir þær kvikmyndir sem hafa hlotið hann á síðastliðnum ell- efu árum. í fyrra skipti dómnefndin gull- biminum á milli tveggja mynda, banda- rísku kvikmyndarinnar Music Box (Costa-Gavras) og tékknesku myndar- innar Skrivánci Na Nitíteh (Jiri Menzel. 1989: Rain Man, Bandaríkin (Barry Le- venson). 1988: Red Sorghum, Kína (Zhang Yimou). 1987: The Theme, Sovét- rikin (Gleb Panilov). 1986: Stammheim, Vestur-Þýskaland (Reinhard Hauff). 1985: Weatherby, England (David Hare). 1984: Love Streams, Bandaríkin (John Cassavettes). 1983: Ascendancy, Eng- land. 1982: Die Sehnucht Der Veronika Voss, Vestur-Þýskaland (Rainer Werner Fassbinder). 1981: Ðeprisa, Deprisa. Spánn. 1980. Heartland, Bandaríkin(Rie- hard Pearce). Aðeins Rain Man og Ver- onika Voss hafa ratað inn á almennar sýningar í kvikmyndhúsum hér á landi. Music Box veröur væntanlega sýnd í Bíóborginni áöur en langt um líöur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.