Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1991. 0£ 21 Menning „Hrollvekja fyrir kvik- myndagerðarmenn" - rætt við Lárus Ymi Óskarsson leikstjóra „Hvaö varðar Ryð þá er ég í sjálfu sér ánægður með þá gagnrýni og umsagnir sem myndin fékk. Hitt er annað mál að aðsókn eins og þessi er hrollvekja fyrir kvik- myndagerðarmenn," sagði Lárus Ýmir Oskarsson kvikmyndaleik- stjóri en hann hlaut Menningar- verðlaun DV í kvikmyndagerð að þessu sinni. ' Verðlaunin hlaut Lárus fyrir kvikmyndina Ryð sem frumsýnd var um jólin 1990. Lárus leikstýrði myndinni eftir handriti Ólafs Hauks Símonarsonar og hlaut af- raksturinn einróma lof gagnrýn- enda. Sigurjón Sighvatsson var framleiðandi myndarinnar en hann hefur látið talsvert að sér kveða á því sviði í Bandaríkjunum. Urðu okkur nokkur vonbrigði „Þegar við lögðum upp stefndum við að því að ná inn fyrir kostnaði miðað við að 15 þúsund manns kæmu að sjá myndina hér heima. Þegar þessi orð eru töluð hefur myndin verið sýnd í tæpa tvo mán- uði og 10 þúsund manns hafa kom- ið að sjá hana. Það eru okkur nokk- ur vonbrigði og talsvert minni að- sókn en búist var við," sagði Lárus nokkuð þungur á brún. Fyrst í almennar sýningar í Bretlandi og Þýskalandi „Góðar fréttir eru hins vegar þær að samið hefur verið um almennar sýningar á myndinni í haust bæði í Bretlandi og Þýskalandi. Þýskur aðili, sem tók þátt í fjármögnun myndarinnar og keypti dreifingar- rétt að henni í Evrópu, annaðist þá samninga. Þetta er gott tækifæri því þetta er fyrsta íslenska kvik- myndin sem tekin er til almennra sýninga í þessum löndum þótt ein- staka myndir héðan hafi verið sýndar á kvikmyndahátíðum ytra." Liðintíðað treyst sé á aðsókn - Hvaða þýðingu hefur þessi slaka aðsókn fyrir íslenska kvikmynda- gerðarmenn? „Þetta þýðir einfaldlega að vilji íslenskir kvikmyndagerðarmenn gera eitfhvað annað en grín og glens þá geta þeir alls ekki treyst á góða aðsókn. Það er liðin sú tíð að hægt sé að fjármagna íslenskar kvikmyndir með lánum og treysta á aðsókn til þess að ná endum sam- an. Hér eftir eiga menn um tvo kosti að velja. Annar er sá að treysta á opinber framlög úr sjóðum en hinn er sá að leita aukins samstarfs við erlenda meðframleiðendur. Það hefur þann ókost í fór með sér að það getur þurft að taka talsvert til- lit til sjónarmiða og skoðana þess sem leggur fram fjármagnið og þá er kannski ekki lengur um íslenska kvikmyndagerð að ræða," segir Lárus. „Þetta virðist vera svipuð þróun og í sumum nágrannalöndum okk- ar þar sem það þykir orðið löstur. á kvikmynd ef hún er innlend. Inn- lend framleiðsla lýtur í vaxandi mæh í lægra haldi fyrir innfluttu afþreyingarefni. Þannig veit ég að í Þýskalandi hefur þýskum kvik- myndum, sem teknar eru til al- mennra sýninga í bíóhúsum, fækk- að úr því að vera um 100 á ári fyr- ir tveim áratugum niður í tíu til tólf á ári." Fjölmiðlabylting _ vondfyrirbíóin - Hafa menn reynt að geta sér til um orsakir þeirrar þróunar sem hér má greina? Finnst fólki ekki lengur gaman að fara í bíó? „Það virðist ekki gera það í sama mæli og áður. Stærsti hópur kvik- myndahúsagesta virðist vera ungt fólk og unglingar sem eru í leit að afþreyingu. Ögn eldra fólk, sem er orðið þreytt á hefðbundnum af- þreyingarmyndum, hefur nú um að velja fleiri sjónvarpsrásir og myndbandaleigur. Það fer því minna í bíó. Gæðamyndir eiga því fyrir vikið erfiðara uppdráttar. Þegar ég segi gæðamyndir þá meina ég myndir sem hreyfa við áhorfendum og vekja þá til um- hugsunar um lífið og tilveruna. Það er liðin sú tíð þegar íslenskir bíó- gestir tóku strætó suður í Hafnar- fjörð til þess að sjá myndir eftir Ingmar Bergman. Það á sérstaklega við hér því markaðurinn er svo lítill. Þegar gerð er mynd, sem búast má við að höfði til kannski 10% af fólks- fjölda, þá segir það sig sjálft að þótt það kunni að vera hagstætt að markaðssetja slíka mynd í Evrópu er það ekki vænlegt hér," segir Lárus. „Það sem hefur drepið niður aðsókn á íslenskar bíómyndir og bíómyndir almennt er sú fjölmiðla- bylting sem hér hefur orðið á síð- ustu 3-4 árum." - Hvaða þýðingu hafa þessi verð- laun fyrir þig? „Verðlaunin sem slík eru auðvit- að heiður fyrir mig og um leið ákveðin hvatning. Hins vegar er þetta svolítið galli blandið því kost- irnir, sem úthlutunarnefndin hafði úr að velja, voru ekki margir og það segir auðvitað sitt um ástandið í íslenskri kyikmyndagerð." Lærði í Svíþjóð Lárus Ýmir er fæddur 1. mars 1947 í Reykjavík. Hann hóf nám í Svíþjóð 1973 í kvikmyndafræðum, heimspeki og sálarfræði. Frá 1976 tíl 1978 stundaði hann nám við" sænska kvikmyndaskólann og hlaut gullverðlaun fyrir lokaverk- efni sitt, Fugl í búri, árið 1979. Lárus hefur unnið mikið erlendis og þær kvikmyndir, sem hann er þekktastur fyrir, hefur hann unnið þar. Nægir að nefna Andra Dansen sem hann gerði í Svíþjóð 1982 og Frusna Leoparden sem hann gerði þar ytra 1986. Báðar þessar myndir vöktu mikla athygli og unnu til verðlauna. 1987 vann Lárus þátta- röðina Auga hestsins fyrir sænska sjónvarpið. Hér heima vann Lárus einkum við leikhús og stýrði fjölda sýninga bæði hjá Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur og Alþýðuleikhúsinu. Auk þess hefur hann stýrt nokkr- um útvarpsleikritum og gert nokk- ur sjónvarpsleikrit. Nægir þar að minna á Stalín er ekki hér, sem gerð var 1985, og Dag vonar sem sýnt var í sjónvarpi 1988. Ryð er því fyrsta kyikmyndin í fullri lengd sem Lárus Ýmir vinnur hér á landi. - Hver af þínum verkum ertu ánægðastur með þegar þú lítur um öxlvfir ferilinn? „Ég býst viö að það séu Andra Dansen, Auga hestsins og Ryð, þó ekki endilega í þessari röð." Fjalla-Eyvindur ívinnslu - Enhvaðverðurhansnæstaverk- efni? „Það má segja að ég sé með tvennt í vinnslu. Annars vegar er það vinna við handrit að kvikmynd og sjónvarpsseríu um Fjalla-Eyvind og Höllu. Ég hef fengið styrki í þaö og vinna við handrit hófst nú um áramótin. Þetta er reyndar verk- efni sem ég hef gengið með í mag- anum í 15 ár. Hins vegar er ég að fara aö leik- stýra kvikmynd erlendis. Hér er um fjölþjóðlegt fyrirtæki að ræða með breskum, þýskum og hol- lenskum leikurum. Fjármagnið kemur víða að. Kvikmyndin á að heita Birds of Paradise eða Paradís- arfuglarnir og ef ég þarf að setja einhvern merkimiða á hana þá segi ég að þetta sé svona póetísk eða ljóðræn spennumynd." -Pá Lárus Ymir Óskarsson. 25« r ED« i V #.---v x sameinast Samvinniibankinn á Vopnafírði Landsbankanum á staftnum. í ftamhaldi af kaupum Landsbankans á Samvinnu- vbahkanum flytur starfsfólk Samvinnubankans á Vopnafirði yfir í húsnæði Landsbankans á Kol- beinsgötu 10 og gengur til liðs viö starfsfólkið par. Landsbankinn býður alla Vopnfirðinga og starfsfólk Samvinnubankans hjartanlega velkomið. Afgreiðslutími Landsbankaútibúsins er alla virka daga frá kl. 9:15 -12:00 og 13:00 -16:00. Sírninn ér 97-31135. L Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.