Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1991. 35 I>v Merming „Fiðlan átti vel við mig'' - segir Guðný Guðmundsdóttir, menningarverðlaunahafi í tónlist Guöný Guðmundsdóttir, konsertmeistari í Sinfóníuhljómsveit íslands og menningarverðlaunahafi DV fyrir tónlist. „Við erum að æfa fyrir tónleika sem verða á sunnudagskvöld á veg- um Kammermúsíkklúbbsins hér í Bústaðakirkju. Þetta er verk eftir Brahms fyrir fiðlu, horn og píanó en það verða tvö verk á tónleikun- um, það og Kvartett um endalok tímans eftir Ohvier Messien," sagði Guðný Guðmundsdóttir, fiðluleik- ari og konsertmeistari Sinfóníu- hljómsveitar íslands og menning- arverðlaunahafi DV í tónlist, er helgarblaðið loks náði tali af henni að lokinni æfingu seint um kvöld í vikunni. Þessa dagana hefur verið mikið annríki hjá Guðnýju. Æfing- ar eru mjög stífar fyrir tónleikana og ekki mega æfmgar Sinfóníunnar sitja á hakanum. „Við þurfum að hafa fjórar, fimm æfingar á svona verki fyrir tón- leika þrátt fyrir að öll okkar kunni verkið,“ segir Guðný ennfremur. Með henni leika á tónleikunum Joseph Ognibene hornleikari, Halldór Haraldsson, píanó, Einar Jóhannesson, klarínetta og Gunn- ar Kvaran á knéfiðlu. Kammermúsíkkiúbburinn er fé- lagsskapur sem stendur fyrir fern- um tónleikum á ári og ræður tón- listarfólk til flutnings hverju sinni. „Við sem komum fram erum úr Tríói Reykjavíkur, sem ég stofnaði ásamt HaUdóri Haraldssyni og eig- inmanni mínum Gunnari Kvaran fyrir þremur árum. Það er alltaf talsvert álag fyrir tónleika því öll erum við að kenna og spilum í Sin- fóníunni svo aðeins kvöldin eru laus til æfinga," segir Guðný er hún er spurð hvort dagarnir séu ekki strembnir. „Allur okkar frí- tími fer í æfíngar." Góður kennari Guðný á sjö ára dóttur og segist lítið sjá hana þessa dagana. „Við hjónin reynum að skipta þessu svo- lítið á milli okkar,“ segir hún. Guðný kennir hálfan daginn í Tón- listarskólanum og um þessar mundir er hún með nemendur á lokastigi og er að þjálfa þá fyrir einleikstónleika. Alls er hún með sjö nemendur. Guðný er sögð mjög góður kennari og hafa tveir fiðlu- snilhngar komið frá henni, Sigrún Eðvaldsdóttir og Auður Hafsteins- dóttir. \ Guðný hóf fiðlunám sjö ára göm- ul hjá móður Sigrúnar Eðvalds- dóttur, Emu Másdóttur, sem þá var nemandi Bjöms Ólafssonar. „Mér var gefinn kostur á tveimur hljóð- færum en faðir minn spurði mig hvort ég vhdi læra á fiðlu eða píanó. Eldri systir mín var að læra á píanó þannig að það var bara fiðl- an fyrir mig. Ég vissi ekki að th væru önnur hljóðfæri, taldi að ein- ungis væri um þessi tvö að ræða,“ segir Guðný. „Ég sagðist vhja læra á fiðlu en vissi ekki hvað það var, hafði aldr- ei séð shkt hljóðfæri," bætir hún við. „Faðir minn var organleikari í Kópavogskirkju og hann langaði th að við lærðum á hljóðfæri. Móð- ir mín lærði á píanó og söng síðar í kómm en lagði tónlistina aldrei fyrir sig. Við erum tvær systurnar af fjórum í tónlist." Æfingar skemmtilegar Guöný lærði í tvö ár hjá Ernu en fór þá í frekara nám til Bjöms, sem upphaflega vildi ekki taka hana sem byijanda en eftirlét henni sinn besta nemanda. „Mér fannst strax að fiðlan ætti vel við mig og ég held að það hafi aldrei komið annað th greina en halda áfram náminu. Mér fannst gaman að æfa mig sem er óvenjulegt," segir Guðný. „Ég var líka mjög heppin því faöir minn lék oft undir hjá mér og hjálpaði mér mikið í byijun. Ég útskrifaðist úr Tónlistarskólanum með einleik- arapróf 1%7 og hélt th Bandaríkj- anna eftir að ég hlaut styrk í há- skóla þar. Þaðan lauk ég aftur ein- leikaraprófi frá Eastman School of Music í New York. Eftir námið þar fannst mér ég ekki tilbúin að koma heim, fannst ég þurfa að bæta margt. Ég var farin að spha nokkuð á tónleikum opinberlega á þessum tíma bæði hér heima og í Banda- ríkjunum. Ég tók mér þó frí frá Bandaríkjunum í eitt ár og fór í Royal Cohege of Music í London. Það var vegna heppni að ég fékk styrk frá bandaríska háskólanum sem ég var í og þeir sendu mig eig- inlega sem amerískan skiptinema til Englands. Ég stefndi þó alltaf á að fara aftur vestur og ljúka mast- ersgráðu. Því prófi lauk ég frá Ju- illiard hstaháskólanum í New York.“ Sótti um konsert- meistarastarf og fékk Þegar Guðný var að ljúka mast- ersgráðunni árið 1974 losnaði staða konsertmeistara hjá Sinfóníu- hljómsveit íslands en Björn Ólafs- son var þá að láta af störfum. Guðný sótti um stöðuna og var valin úr hópi umsækjenda. Kon- sertmeistari er fyrirliði allra fiðl- anna í Sinfóníuhljómsveitinni. „Mér bauöst staða í Bandaríkjun- um á sama tíma sem var mjög spennandi en annars eðlis. Það var að spila kammertónlist eingöngu með kvartett sem starfaöi við há- skóla og kennsla var einnig innifal- in. Þessum kvartett hefur gengið vel og er orðinn mjög þekktur í Bandaríkjunum. Mig langaði að koma heim, sérstaklega vegna þess að fyrir sextán árum var mikh upp- bygging í gangi hjá Sinfóníuhljóm- sveit íslands. í dag er hljómsveitin miklu betri en hún var enda eru kröfumar meiri. Hljómsveitin hef- ur fengið að vaxa og dafna sem at- vinnuhlj óms veit. “ Guðný Guðmundsdóttir fékk riddarakrossinn fyrir störf sín að tónlist fyrir tveimur ámm og nú hlýtur hún menningarverðlaun DV. „Svona verðlaun halda manni við efnið og örva mann til dáða. Maður htur á þau sem viðurkenn- ingu á störfum sínum. Þau eru mjög hvetjandi en skipta auðvitað engum sköpum um framhaldið því maður heldur stöðugt áfram að vinna.“ -ELA Fríða Á. Sigurðardóttir, verðlaunahafi í bókmenntum: rr Gef bókum tíma til að fæðast" Friða Á. Sigurðardóttir rithöfundur byrjaði á bók sinni árið 1986 en tók sér hvíld i eitt ár vegna alvarlegs augnsjúkdóms. Hugmyndin að verðlaunabók- inni kviknaði þó mun fyrr eða árið 1973. DV-mynd BG. „Verðlaun sem þessi eru mjög ánægjuleg. Það er þó aldrei gaman að fá viðurkenningu nema maður hafi lagt allt af mörkum og minn metnaður hefur alltaf legið í því og háð mér stundum. Oft hefur minn annar útgefandi verið ruslafatan. Ég geröi mér enga grein fyrir þegar ég sat við bókina og skrifaöi að þetta væri verðlaunabók enda held ég að höfundar setjist ekki niður til að skrifa verðlaunaverk," segir Fríða Á. Sigurðardóttir rithöfundur sem hlaut Menningarverðlaun DV fyrir bókmenntir. Ekki eru margir dagar liðnir síðan Fríða hlaut bókmennta- verðlaunin sem forseti íslands veitir og nú kom nefnd DV sér saman um að hún skyldi einnig hljóta menning- arverðlaun þau er blaðið veitir ár- lega. Það var því ekkert skrítið þegar Fríða sagðist í raun orðlaus er helg- arblaðið óskaði eftir viðtali við hana í tilefni þessa tvöfalda heiðurs. Bókin sem verðlaunin hlýtur heitir Meðan nóttin líður. Þetta er þriðja skáldsaga Fríðu en áður hefur hún gefið út tvær skáldsögur, tvö smá- sagnasöfn og fræðirit um leikrit Jök- uls Jakobssonar sem reyndar var cand. mag. ritgerð hennar. Þá hefur Fríða þýtt margar bækur og starfaö við prófarkalestur. Hún kenndi viff Kennaraháskólann og við Háskóla íslands en Fríða er cand. mag. í ís- lensku og bókmenntum. Hugmyndin kviknaði 1973 Verðlaunahöfundurinn segist alla tíð hafa skrifað en það var þó ekki fyrr en árið 1980 sem fyrsta bókin kom út eftir hana. Ástæðuna segir hún vera fyrst og fremst kjarkleysi. Fríða er metnaðargjörn og segist vilja hafa tíma til að leyfa bókunum að fæðast. Fjögur ár eru síðan síð- asta bók hennar, Eins og hafið, koin út. „Hugmyndin aðMeðan nóttin líður kviknaði árið 1973,“ segir hún. „Þá lést móðir mín en þar sem ég lá rúm- fóst á sjúkrahúsi gat ég ekki fylgt henni til grafar. Ég ákvað að ein- hvern tíma skyldi ég minnast móður minnar í bók,“ útskýrir Fríða er hún er spurð um aðdraganda þessarar bókar. „Við skulum segja að ég hafl tekið hennar lífssýn og stillt henni andspænis lífssýn nútímans." Fríða segist fyrst hafa sest niður að skrifa bókina árið 1986 en varð síðan að taka sér hvíld frá ritstörfum vegna alvarlegs augnsjúkdóms. Árið 1987 byrjaði hún aftur á bókinni og vann að henni samfellt þar til hún var gefin út seint á síðasta ári. Meðan nóttin líður segir frá konu sem situr við dánarbeð móður sinnar eina nótt og lætur hugann reika á meðan hún býr til myndir úr fortíðinni sem blandast með nútíð. Aðalpersóna bókarinnar, Nína, er full af lífsorku, hún er svokallaður „uppi“ sem vill klæðast merkjum og fylgjast vel með því sem gerist. Fríða segist hafa þurft að fræðast mikið áður en bókin varð til. Bæði las hún þjóðháttasögur og fræöirit auk þess sem hún þurfti að læra á frægustu fatamerkin. „Ég naut aðstoðar góðra vina minna við það,“ segir hún. Alæta á bækur Fríða segist alla tíð hafa lesið mikið og verið nánast alæta á bækur. Hún les unga höfunda jafnt sem eldri, inn- lenda sem erlenda. Ekki vill hún nefna einn uppáhaldshöfund en romsar upp úr sér að minnsta kosti þrjátíu sem hún minnist í svipinn. „Ég þyrfti langt pláss ef ég ætti að nefna þá alla,“ segir hún. í bókinni Meðan nóttin líður eru margslungin lýsingarorð sem Fríða notar og vekur áhuga lesendans en jafnvel minnstu smáatriði virðast skipta höfundinn máli. „Nína, aðal- söguhetja bókarinnar, er tákn nú- tímamanneskjunnar. Hún er í mín- um huga fulltrúi fyrir ákveðinn kjarna í nútímanum. Þegar maður er að skrifa er nauðsynlegt að vita allt um sögupersónuna. Maður veit þó fyrst hvenær hún er lifandi þegar hún kemur manni á óvart. Höfundur verður að þekkja sögupersónuna vel, vita hvað hún borðar, hvaða ilmvatn hún notar, á hvaöa tónlist hún hlust- ar og hvað henni þykir bæði skemmtilegast og leiðinlegast," segir rithöfundurinn. Rithæfileikar í ættinni Fríöa segist alla tíð hafa verið með prófskrekk fyrir próf og því sé undar- legt að hafa valið sér það starf að leggja allt sitt undir nánast heila þjóð. Rithæfileikar eru miklir í henn- ar ætt. Systir Fríðu, Jakobína, er löngu orðin þekkt fyrir sín ritstörf. Systkinin voru þrettán og Fríða er næstyngst þeirra. Foreldrar hennar bjuggu á Hornströndum. Þau voru bændafólk norðan frá Hælavík, sem ílutti til Hesteyrar og síðan til Kefla- víkur þar sem Fríða er að mestu alin upp. Fríða er fædd 1940 og varð fimmtug í desember sl. „Ég hef reynt að aðlaga mitt líf þannig að ég geti sinnt því sem ég hef mestan áhuga á og er í þeirri for- réttindaaðstöðu að geta unnið við það sem ég vil helst starfa við, að skrifa." Eins og lokuð í klefa Fríða á tvo uppkomna syni og seg- ist því hafa gott næði til aö skrifa. „Þegar ég ákvaö endanlega aö gefa út bækur hafði ég skrifað í nokkur ár. Við komiyn því þannig fyrir á heimilinu að það var eins og ég væri ekki heima. Ég hafði tíma eingöngu fyrir mig. Samvinnan á heimilinu gerði það að verkum að mér reyndist þaö auðvelt. Það er eins með ritstörf- in og önnur störf að þau verða ekki unnin nema með samþykki heimil- isins.“ Fríða segist hafa skrifað bókina en ennþá hafi hún ekki lesið hana. „Þeg- ar ég lýk við bók er hún frá i mínum huga. Þetta er eins, og þegar maður hefur verið lokaður í sama klefa með öðrum í langan tíma. Ég gæti vel hugsað mér að lesa þessa bók eftir tíu ár.“ Næsta bók er komin í hugann og Fríða er rétt að byrja að krota hana á blað. Hún vill þó ekki gefa upp hvenær sú bók muni verða tilbúin til útgáfu heldur segir: „Ég leyfi bók- um að verða til.“ -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.