Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Síða 24
36 reer ‘KUj'Á'ám .cs ííuoaciííaoíjaj LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1991. Menning „Er upptekinn af orkunni" - rætt við Kristin E. Hrafnsson myndhöggvara Kristinn E. Hrafnsson myndhöggvari. „Eg lagði aðaláherslu á umhverf- islistaverk í mínu námi og undan- fariö hef ég verið ákaflega upptek- inn af orkunni, þessum stóru öflum í náttúrunni sem maður er svo smár gagnvart. Þetta eru kraftar eins og landrek og eldgos, öfl sem tæpast verða virkjuð. Fyrir vikið eru mín verk kannski stærri en ella,“ sagði Kristinn E. Hrafnsson myndhöggvari sem fékk Menning- arverðlaun DV fyrir myndlist. Tími, orka og rúm Kristinn er nýlega kominn heim frá námi og hefur haldið eina einkasýningu á verkum sínum á Kjarvalsstöðum síðastliðið sumar en einnig tekið þátt í nokkrum heima og erlendis. Það er einmitt fyrir sýninguna á Kjarvalsstöðum sem Kristinn hlýtur verðlaunin en þar sýndi hann 11 skúlptúra um tíma, orku og rúm og kallaði „Staði“. Kristinn er fæddur 1960 og alinn upp á Ólafsíiröi. Hann gekk í Myndlistaskólann á Akureyri og síðar í Reykjavík árin 1982-1986. Þaðan lá leiðin til Múnchen í Þýskalandi en þar nam Kristinn við Akademie der Bildende Kunste 1986-1990 hjá Eduardo Paolozzi. Hann hefur kennt stundakennslu við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands frá 1987. Hann er formaður Myndhöggvarafélagsins í Reykja- vík og situr í stjórn Listskreytinga- sjóðs ríkisins. Verðlaun fyrirVatnsauga 1988 vann Kristinn til fyrstu verð- launa í samkeppni um vatnshsta- verk sem verður komið fyrir fram- an við Borgarleikhúsið í Reykjavík. Verkið heitir Vatnsauga. Reykjavíkurborg keypti einn af skúlptúrum Kristins á Kjarvals- staðasýningunni í sumar og verður það verk, Rek, sett upp á Miklatúni í sumar. Þannig er hann byrjaður aö hafa áhrif á umhverfi sitt með listsköpun. í sumar verður enn- fremur settur upp gosbrunnur eftir Kristin í fæðingarbæ hans, Ólafs- firði. En er verkið Vatnsauga dæmigert fyrir þær hugmyndir sem hann hefur verið að vinna með að undanfómu? „Já, það má segja það. Bygging verksins miöar að því að sýna vatn í ýmsum formum. Sums staðar er þaö. lygnt, sums staðar rennandi og sums staðar í gufuformi. Allar lagnir í verkinu, sem komið verður fyrir í tjörn framan við leikhúsið, verða sýnilegar og það má kannski segja að þetta sé eins og sýnishorn af því lagna- og æðakerfi sem liggur þvers og kruss um alla borgina,“ segir Kristinn. „Það er dæmigert að því leyti að þetta er gríðarlega stórt verk en ég hef um skeið verið hugfanginn af stórum verkum." Glíman við rýmið - En hvers vegna varð skúlptúr fyrir valinu í náminu frekar en hefðbundin myndhst? „Myndhst er aldrei hefðbundin en hún er aftur á móti eitt form á tíma, nokkurs konar staðartíma. Hún á að vera í byltingarhug. En svo spurningunni sé svarað þá kom ekkert annað til greina eftir að ég var farinn af stað á annað borð. Smíði og efnismeðferð, þyngdir og orka eru heillandi og að auki glím- an við rýmið. Þetta er allt jafn- spennandi og í upphafi,“ segir Kristinn. „Þó ég efist kannski stundum um það sem ég er að gera þá er ég sannfærður um að ég er á réttu sviði innan listarinnar. Stærðin skiptir miklu máli Eftir að hafa verið mikið að hugsa um vatn í ýmsum formum fór ég að hugsa um þessa miklu og stóru krafta sem felast í landinu. Verkin hafa orðið í framhaldi af því ljóð- rænni og náttúrulegri. Þaö er að- eins eitt sem þarf að hafa í huga þegar maður gerir skúlptúr og það er rýmið sem hann stendur í og hvernig fólk umgengst hann í þessu sama rými. Þess vegna skipt- ir stærð verksins miklu máli. Þegar verið er að vinna með orku þá fmnst mér að verkið þurfi e.t.v. að vera enn stærra; við erum svo af- skaplega lítil andspænis þessum kröftum.“ Sækist eftir nokkurs konar nafnleysi - Mörgum hefur þótt sérstætt hve verk þín eru ólík innbyrðis. Viltu skýra það út fyrir lesendum? „Ég er að sækjast eftir ákveðnu nafnleysi. Mín verk eru tæknilegs eðhs, hönnuð af mér og hugsanlega smíðuð en ég skil aldrei eftir nein „fingrafor“ í þeim sem gætu bent til þess hver höfundurinn er. Mér finnst ég ekki skipta máli í þessu sambandi heldur fyrst og fremst verkið sjálft og sú hugmynd sem liggur að baki því.“ Mínir menn - Nú eiga íslendingar ekki mikið af umhverfislistaverkum og þekkja þau helst sem styttur bæjarins. Hafa einhverjir íslenskir listamenn haft áhrif á þig? „Það er helst Jón Gunnar Árna- son heitinn en ég vann talsvert með honum á sínum tíma. Ragnar Kjartansson var líka minn maður.“ - Hvaða þýöingu hafa þessi verð- laun fyrir þig sem listamann? „Þessi verðlaun eru mikill heiður fyrir mig og eru mér mikil hvatn- ing. Ég vona ennfremur að þau lifi lengur en daginn sem þau eru af- hent og orðstír þeirra dragi ögn lengra." -Pá „Fannst ég ætti eitthvað ósagt" - segir Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir leikskáld „Ein helsta ástæða þess að ég skrif- aði þetta leikrit var sú að þegar ég hætti í tónlistarnámi þá bar það nokkuð brátt að og mér fannst að ég ætti sitthvað ósagt um tónlistina og mínar tilfinningar í hennar garð. Það tók mig þrjú ár alls með hléum að skrifa verkið," sagði Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir, handhafi Menningarverðlauna DV fyrir leik- hst að þessu sinni, í viðtah við blaö- ið. Verðlaunin hlaut Hcafnhildur fyr- ir leikrit sitt, Ég er meistarinn, sem sýnt hefur verið í Borgarleikhúsinu í vetur við mikla aðsókn. Leikritið hefur ekki aðeins fengið góða aðsókn heldur einróma lof gagnrýnenda og báru þeir mikið lof á Hrafnhildi fyrir frumraun hennar á þessu sviði. Leikritiö fjallar um tvo unga gítarleikara og meistara í list- inni og uppgjör annars nemandans við lærifóður sinn og listina. Hrafnhildur lagði stund á nám í gítarleik frá átta ára aldri allt þar til hún var 21 árs og hafði þá lokið burt- fararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og var búin að vera hálfan vetur í námi hjá meistara sínum á Spáni. Þá lagði hún gítarinn á hilluna og hóf í haust nám í leikhúsfræðum við Sorbonne-háskólann í Frakk- landi. Er leikritið að einhverju leyti sjálfsævisögulegt? Erekki égsjálfsem birtist á sviðinu „Þaö er ekki ég sjálf sem birtist þarna holdi klædd þó það sé ahtaf verið að núa mér því um nasir. Ef þetta leikrit væfi sjálfsævisögulegt þá hefði ég sjálfsagt aldrei látið þaö frá mér. Auðvitað fer ekki hjá því að ég gjör- þekki þennan heim og fannst að ég gæti vel skrifað um hann. Þama er ég að segja hluti sem mér fannst að ég kæmi ekki frá mér í tónhstinni og langaði til þess að segja á annan hátt.“ - Tók verkið miklum breytingum þann tíma sem það var í smíöum? „Já, það gerði það að sumu leyti. Margt af því sem ég skrifaði fyrst tók verulegum breytingum en annað stendur óbreytt eins og ég upphaf- lega setti það á blað.“ Vissi ekki á hverju ég átti von - Hvernig áhrif höföu viðtökur verksins á þig? Haföir þú reiknaö með þessum fagnaðarlátum? „Ég hafði í rauninni engar hug- myndir gert mér um viðtökumar. Þær glöddu mig mjög og sérstaklega hvað leikritið virðist höfða til margra en ekki bara til þröngs hóps leik- húsunnenda." - Sástu einhveija ákveðna leikara fyrir þér í hlutverkunum meðan þú varst aö skrifa? „Nei, ég reyndi það stundum en það truflaði mig bara. Ég sá þessar per- sónur ávallt fyrir mér sem algjörlega sjálfstæða einstaklinga. Það verða auðvitað aldrei sömu persónurnar þegar maður sér þær á sviðinu. Sumt breytist og batnar og það var sérstæð tilfinning að sjá hvernig leikaramir bættu mitt sköpunarverk.“ Leikfélag Reykjavíkur hættvið að hætta Samkvæmt heimildum DV var reiknað með því að sýningar á leik- ritinu hættu um mánaðamótin fe- brúar-mars af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna væntanlegs barnsburðar leikkonunnar sem fer með annað aðalhlutverkið. 300 manns munu hafa verið á biðhsta eftir að komast á sýningu á verkinu og því hefur Leikfélag Reykjavíkur ákveðið að hefja sýningar á því aö nýju. Bryndís Petra Bragadóttir tek- ur við lúutverki Elvu Óskar og því geta þeir sem enn höfðu ekki séð leik- ritið tekið gleði sína á ný. Síðasta Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir leikskáld. sýning með fyrri skipan leikara var 19. febrúar en Saga Jónsdóttir hjá Leikfélagi Reykjavíkur sagði í sam- tali við DV að reynt yrði að hefja sýningar að nýju í byijun mars. - En hvað er leikskáldið að fást við þessa dagana? Megum við eiga von á öðru verki fljótlega? „Ég er nú mjög upptekin í minu námi sem ég hóf hér í haust við Sor- bonne. Ég hef svolítið verið að skrifa en það er of snemmt að segja neitt um það hvað verður úr því,“ segir Hrafnhhdur. - Er það ekki dálítil pressa fyrir ungt leikskáld að fá svo góða dóma? Finnur þú fyrir þeim væntingum sem í því felast? Fædd sama dag ogvan Gogh „Já, ég neita því ekki en ég vona að það verði bara til góðs. Ég ætla að halda áfram að skrifa og svo sjáum við til hvað kemur út úr því.“ Hrafnhildur er fædd 30. mars 1965 og á því sama afmælisdag og listmál- arinn Vincent van Gogh. Hún er dótt- ir Sigríðar Hagalín leikkonu og Guð- mundar Pálssonar leikara og því alin upp að einhverju leyti innan veggja leikhússins. Varð hún þar fyrir áhrif- um sem stuðluðu að því að hún kaus að skipta um námsferil og velja leik- hst og leikhúsfræði í stað tónlistar? „Ég veit ekki hvað ég á að segja um það. Ég reyndi alla tíð að sjá mig fyrir mér sem tónlistarmann. Það gekk ekki upp svo það var ekkert annað fyrir mig að gera en að hætta. Það er eins með leiklistina og tónlist- ina aö þessar listgreinar krefjast þess að maður gefi sig þeim algjörlega á vald. Ég held því að minn bakgrunn- ur eða uppeldi hafi ekkert með þessa ákvörðun að gera.“ - Hvaðaþýðinguhafaþessiverðlaun fyrir þig sem listamann? „Ég er mjög glöð og þetta er mikill heiður fyrir mig. Ég vona að ég geti haldið áfram að skrifa og lokið við annað leikrit." -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.