Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Blaðsíða 25
37 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1991. Helgarpopp Ný Stjómarplata í smíðum: Ýmis skáld lögðu til efni Lesendur mega eiga von á nýrri plötu með hljómsveitinni Stjórn- inni um eða upp úr miðjum maí. Fljótlega eftir útkomuna hefst sumarvertíð Stjórnarinnar meö dansleikjahaldi víða um land. Stjórnin er önnum kafln í hljóð- veri þessa dagana. Að sögn Grétars Örvarssonar er upptakan stutt á veg komin ennþá. Enda Uggur ekk- ert á. Enn er langt til maímánaðar. Umsjón Ásgeir Tómasson „Við erum enn ekki endanlega búin að ganga frá því hvaða lög verða á plötunni,“ segir Grétar. „Hin ýmsu skáld ætla að láta okkur hafa efni. Þar má nefna Karl Örv- arsson, Eyjólf Kristjánsson, Þor- vald B. Þorvaldsson í Todmobile og Valgeir Guðjónsson. Síöan eig- um við von á lögum frá Gunnari Þórðarsyni og Friðriki Karlssyni. Þá erum við með eitt lag eftir mig og annað eftir Jón Elvar, gítarleik- ara Stjórnarinnar." Á plötunni Eitt lag enn, sem kom út í fyrrasumar, voru tvö erlend lög, Utan úr geimnum og Alla leið. Grétar Örvarsson reiknar með að eitt erlent verði fyrir vahnu að og hélt dansleiki um hverja helgi. Næsta sumar verður leikurinn endurtekinn. „Sumarið er um það bil klárt á teikniborðinu hjá mér núna,“ segir Grétar. „Ég vonast til að verða búinn að ganga frá flestum bókun- um um næstu mánaðamót. Auðvit- að fylgja því vissir erfiðleikar að skipuleggja vinnuna svona langt fram í tímann. Sum félagsheimili eru enn ekki búin að fá leyfi og þess háttar. En forráðamenn nokk- urra húsa hafa þegar haft samband og falast eftir okkur. Út frá því hefur skipulagsvinnan að nokkru leyti miðast." Stjórnin þurfti nokkrum sinnum að fara utan til leiks síöasta sumar í kjölfar góðs árangurs í Evrópu- söngvakeppninni. Grétar Örvars- son kvaö hljómsveitina éngar utan- landsferðir hafa á prjónunum að svo stöddu. „í framhaldi af útkomu nýju plöt- unnar ætlum við að líta yfir farinn veg og skoða það efni sem við höf- um úr að moða með tilliti til útgáfu erlendis. Þegar við skoöuðum dæmið í fyrra urðum við sammála um að við heföum einfaldlega ekki sent nógu mikið frá okkur til að vinna úr og ákváðum því að slá öllum fyrirætlunum um erlenda útgáfu á frest þar til síðar.“ Hljómsveitin Stjórnin i hljóðveri. Enn er vinna við nýju plötuna tiltölulega skammt á veg komin. DV-mynd þessu sinni. „Þetta lag er alls óþekkt hér á landi. Það er eftir Hollending og ástæðan fyrir því að það varð fyrir vahnu er sú að starfsmenn Warn- er/Chappel útgáfuréttarfyrirtæk- isins buðu okkur það,“ segir Grét- ar. Ateikniborðinu Stjórnin ferðaðist um landið þvert og endilangt síðasta sumar V Friðrikbiður eftir stríðslokum Persaflóastríðið tefur fyrir hljómleikaferð Shakataks Áhrif átakanna við Persaflóann teygja sig víða. Til dæmis bíður Frið- rik Karlsson gítarleikari þess að stríðinu ljúki til að hann og hljóm- sveitin Shakatak geti farið í stutta hljómleikaferö til New York og Los Angeles. Áformað var að fara í mars en ferðinni hefur þegar verið frestað. ,Ástæðan er dálítið flókin,“ segir Friðrik. „Útgefandi Shakataks, Poly- dor, tryggir hljómsveitina vegna allra þeirra ijárfestinga sem fyrir- tækið hefur lagt í hennar vegna. Verði hljómsveitin einhverra hluta vegna óstarfhæf vegna slyss eða ein- hvers annars fær útgefandinn frá tryggingafélagi alla þá upphæð sem hann hefur enn ekki fengið til baka sem tekjur vegna fjárfestingarinnar. En þegar stríð eða náttúruhamfarir geisa fellur tryggingin úr gildi. Þess vegna má segja að hljómsveitin sé í ferðabanni meðan stríðið stendur og hætta er á hryðjuverkum í kjölfar þess.“ Ferðin í mars á einungis að verða stutt og til kynningar. Lengri hljóm- leikaferð er fyrirhuguð í ágúst. Þá kemur Shakatak fram um öll Banda- ríkin og fer síðan til Japans. Gengið Friðrik Karlsson gítarleikari. Það eru tryggingamál sem setja ferðaáætl- anir Shakataks úr skorðum. hefur verið frá því við Friðrik að hann fari einnig í þá ferð. Ástæðan er alvarleg veikindi gítarleikara Shakataks. Friðrik hefur þegar leikið inn á þrjár plötur með hljómsveitinni. Þar er sá háttur hafður á að hún sendir frá sér eina plötu fyrir Evrópu, aðra á Japansmarkað og þá þriðju fyrir bandaríska áheyrendur. „Shakatak er contemporary eða samtíðar-djasshljómsveit í Banda- ríkjunum. Undir þá skilgreiningu fellur léttur djass í svipuðum dúr og Kenny G flytur,“ segir Friðrik. „Síð- an er Shakatak popp- og „house“- hljómsveit í Evrópu. Þessu tvennu er ekkert blandað saman.“ Þótt Friðrik Karlsson hafi óopin- berlega tekið við gítarleikarastöð- unni hjá Shakatak hefur hann að ýmsu öðru að hyggja í tónlistinni. Fyrir jóhn kom til dæmis út fyrsta sólóplatan hans, Point Blank. Henni er meðal annars ætlað að koma út erlendis. „Það hefur þegar komið eitt tilboð um útgáfu í Evrópu, frá Sonet Re- cords," segir Friörik. „Það er verið að kanna það. um þessar mundir, sem og ýmis önnur mál. Þá er verið að kanna möguleikana á hljómleikaferð um Skandinavíu í sumar til að kynna efni Point Blank. Sú ferð má þó ekki rekast á við fyrirætlanir liðsfólks Shakataks því að ég vil helst standa við það sem ég hef skuldbundið mig til.“ Björk Guðmundsdöttir, Guðmundur Ingólfsson, Þórður Högnason og Guð- mundur Steingrímsson fá gullplötur sínar fyrir góða sölu Gling gló. DV-mynd GVA Gling gló-fólk- ið fær gull Eftir því sem næst verður komist hefur aldrei verið haldið upp a góða sölu djassplötu hér á landi með gull- plötuafhendingu fyrr en á þriðjudag- inn var. Þá fengu Björk Guðmunds- dóttir og Tríó Guðmundar Ingólfs- sonar afhenta gullplötu fyrir góða sölu GUng gló-skífunnar sem kom út fyrir síðustu jól. Á Gling gló eru nokkur gömul dægurlög sem sum hver voru vel þekkt enn fyrir útkomu plötunnar en önnur voru að falla í gleymsku. Meðal þeirra eru Bella símamær, Kata rokkar, Ég veit ei hvað skal segja og Pabbi minn. Þegar hafa selst yfir fimm þúsund eintök af plötunni. Hún er uppseld um þessar mundir en þriðja sending er væntanleg innan skamms. Það er hljómplötuútgáfan Smekk- leysa sem gefur Gling gló út. Fáheyrt er að útgáfan afhendi gullplötur fyrir góða sölu. Eitt sinn afhentu eigendur fyrirtækisins hins vegar bullplötu. Utgáfa Gling gló var ákveðin með afar skömmum fyrirvara og platan var hljóðrituð á aðeins sextán klukkustundum. Æ, \ / ;\ \ ú í; \ý’ \'■'■ ■:<■/ /': /\ý\;’ ’ 'i ujr _ ■ |_ «*■ i ^ jjt Keilutilboð i 100 kr. leikurinn JP mánudaga til föstudaga Kl. 12.00—17.00. m ■ Keilusalurinn v 'v ; Öskjuhlíð CimS iR^llsQO oimi i uoo. LANDSBANKI í S L A N D S N Á-M-A-N 5 NÁMU-NÁMSSTYRKIR Landsbanki íslands auglýsir eftir umsóknum um 5 styrki sem veittir verða NÁMU-félögum. D Einungis aðilar að NÁMUNNI, námsmannaþjónustu Landsbanka íslands, eiga rétt á að sækja um þessa styrki. D Allir þeir, sem gerst hafa félagar í NÁMUNNI, náms- mannaþjónustu Landsbanka íslands, eiga rétt á að sækja um styrk vegna þessa námsárs. Ei Hver styrkur er að upphæð 100 þúsund krónur. Þeir verða afhentir í apríl 1991 og veittir NÁMU-félögum skv. eftirfarandi flokkun: 2 styrkir til háskólanáms á íslandi, 1 styrkur til náms við fram- haldsskóla hérlendis, 1 styrkur til framhaldsnáms erlendis og 1 styrkur til listnáms. | Umsóknum er tilgreini námsferil, heimilishagi og fram- tíðaráform, skal skilað til Landsbanka íslands eigi síðar en 15. mars næstkomandi. KM Umsóknir sendist til: Landsbanki íslands, Markaðssvið b.t. Ingólfs Guðmundssonar, Austurstræti 11, 155 Reykjavík Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.