Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1991. 51 Afmæli Pétur Pétursson Pétur Pétursson bifreiðarstjóri, Elliöavöllum 14, Keflavík, er sjötug- urídag. Starfsferill Pétur fæddist í Krossanesi í Skagafiröi og ólst upp í Skagafiröin- um. Hann og unnusta hans, Guðrún Sæmundsdóttir, fluttu til Keflavík- ur 1942 og hafa þau búið þar síðan. Fyrstu ár sín í Keflavík stundaði Pétur sjómennsku og almenn verka- mannastörf en árið 1955 keypti hann vörubíl og hóf akstur á Vörubílastöð Keflavíkur. Þar var hann til 1964 er hann réð sig sem bílstjóra hjá varn- arliðinu á Keflavíkurflugvelli þar sem hann starfar enn. Pétur tók virkan þátt í félagsstörf- um í Keflavík. Hann átti í mörg ár sæti í stj órn Verkalýðs- og sj ó- mannafélags Keflavíkur. Hann var formaður Vörubílstjórafélags Kefla- víkur, ritari í stjórn Landssanv bands vörubílsrjóra og formaður Bílstjórafélagsins Keilis. Pétur er mikill alþýðuflokksmaður og hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir Alþýðuflokkinn. Fjölskylda Pétur kvæntist 3.9.1942 Guðrúnu Ósk Sæmundsdóttur, f. 22.7.1924, ' húsmóður, en hún er dóttir Sæ- mundar Skúlasonar og Júlíönu Gísladóttur. Stjúpsonur Péturs og sonur Guð- rúnar er Jóhannes Gíslason, f. 20.1. 1941, sjómaður í Keflavík, kvæntur Dim Gíslason húsmóður og eiga þau eitt barn, auk þess átti hún tvö börn fyrir. Börn Péturs og Guðrúnar eru Hrefna, £7.1". 1943, húsmóðir í Njarðvík, ekkja eftir Tómas Sigur- geirsson vélstjóra og eru börn þeirra fjögur en sambýhsmaður Hrefhu er Almar Þórólfsson vélstjóri og eiga þau eitt bam; Sæmundur, f. 16.8. 1945, rafvirki og starfsmaður hjá Hitaveitu Suðurnesja, búsettur í Keflavík, kvæntur Valgerði Þor- steinsdóttur, starfsmanni hjá Pósti og síma, og eiga þau tvö börn; Fann- ey, f. 25.6.1947, verslunarmaður í Svíþjóð, gift Sven Áke Johnson kaupmanni og eiga þau tvö börn; Júhana, f. 20.2.1949, starfsmaður hjá varnarliðinu á KeflavíkurflugveUi, búsett í Keflavík, og á fjögur börn; Pétur Gunnar, f. 26.6.1953, sendibíl- stjóri í Reykjavík, kvæntur Margréti Ragnarsdóttur skrifstofumanni; Val- garður, f. 18.11.1963, starfsmaður á vélaverkstæði í Sviþjóð en sambýlis- kona hans er Olga Guðmundsdóttir og eiga þau einn son. SystkiniPéturs: SteindórPéturs- son, f. 31.12.1905, d. 19.8.1975; Jó- hanna Rannveig Pétursdóttir, f. 11.6. 1909, búsett á Sauðárkróki; Valgarð- ur Pétursson, f. 16.12.1911, búsettur í Keflavík; Arnljótur Ólafsson Pét- ursson, f. 27.3.1913, d. 19.3.1973; Sig- ríður Pétursdóttir, f. 30.4.1915, bú- sett á Siglufirði; Þórey Sigríður Pét- ursdóttir, f. 28.7.1917, d. 1968; Rósa Pétur Pótursson. Pétursdóttir, f. 26.5.1918, búsett á Skagaströnd. Foreldrar Péturs: Pétur Magnús- son, f. 15.3.1883, d. 8.6.1920, b. á Krossanesi, og Fanney Þorsteins- dóttir, f. 21.9.1885, d. 4.8.1981. Pétur og Guðrún taka á móti gest- um í húsi Alþýðuflokksins að Hafn- argötu 31, Keflavík, á afmælisdag- innfrákl. 16-19.00. Guðrún Einarsdóttir Guðrún Einarsdóttir, Skólavegi 91, Fáskrúðsfirði, verður sextug á morgun. Starfsferill Guðrún fæddist á Odda á Fá- skrúðsfirði og ólst þar upp. Hún stundaði nám við Húsmæðraskól- ann á Hallormsstað 1947-49 og var síðan í saumanámi. Auk þess hefur 'Guðrún sótt fjölda námskeiða á ýmsum sviðum við KNÍ og víðar. Guðrún var handavinnukennari um árabil og heimilisfræðikennari í þrjú ár við Grunnskóla Fáskrúðs- fjarðar. Þá hefur hún haldið nám- skeið í fatasaumi og fleiri greinum. Hún hefur tekið virkan þátt í félags- starfi á Fáskrúðsfirði, sat í hrepps- nefnd eitt kjórtímabil og átti sæti í ýmsum nefhdum hreppsins og fé- lagasamtökum. Fjölskylda Guðrúngiftist 26.12.1953 Albert Stefánssyni, f. 26.3.1928, skipstjóra en hann er sonur Stefáns Á'rnasonar sjómanns og Guðfinnu Jóhanns- dóttur. Börn Guðrúnar og Alberts eru Stefán, f. 5.10.1954, rafmagnsfræð- ingur í Vogum á Vatnsleysuströnd, kvæntur Snjólaugu Valdimarsdótt- ur, f. 29.10.1956, hjúkrunarfræðingi, og eiga þau fjórar dætur, Guðrúnu, f. 5.6.1980, Maríu, f. 10.10.1985, Völu, f. 12.8.1987 ogÞóreyju, f. 8.4.1990; Þórhildur, f. 15.12.1955, kennari í Reykjavík, gift Elíasi Ólafssyni, f. 21.2.1953, sérfræðingiítaugalækn- ingum, og eiga þau tvær dætur, Katrínu, f. 23.10.1978, ogHelgu, f. 22.1.1986; Margrét, f. 8.11.1959, þjónn í Reykjavík, gift Guðmundi Karli Erlingssyni, f. 17.10.1954, flug- manni hjá Flugleiðum, og er sonur þeirra Jón Erlingur, f. 12.6.1989; KristínBjörg, f. 20.8.1963, hjúk- runarfræðingur og hjúkrunarfor- stjóri á Heilsugæslustöðinni á Seyð- isfirði, gift Helga Jenssyni, f. 14.9. 1962, sýslufulltrúa, en sonur þeirra er Högni, f. 27.8.1989; dóttir, f. 17.6. 1965, d. 18.6. samaár. Bræður Guðrúnar eru Sigurður, f. 14.4.1932, byggingatæknifræðing- ur, kvæntur Helgu Eysteinsdóttur, f. 26.6.1938, bókara, og eiga þau fjög- ur börn og þrjú barnabörn; Guð- laugur, f. 4.6.1935, skipasmíðameist- ari, kvæntur Guðnýju Guðmunds- dóttur, f. 4.6.1935, húsmóður, og eiga þau fjögur börn og fimm barnabörn. Foreldrar Guðrúnar voru Einar Sigurðsson, f. 8.4.1897, d. 3.2.1980, skipasmíðameistari á Fáskrúðsfirði, og Þórhildur Þorsteinsdóttir, f. 25.5. 1907, d. 13.3.1940. Ætt Einar var sonur Sigurðar á Búð- um í Fáskrúðsfirði, Einarssonar, b. á Hlíðarenda á Djúpavogi, Sigurðs- sonar, b. í Hamraseh" í Hálssókn, Antoníusarsonar, hreppstjóra á Hálsi, Sigurðssonar, á Hamarsseli, Antoníusarsonar, b. á Hamri, ætt- föður Antoníusarættarinnar, Árna- sonar. Móðir Sigurðar á Búðum var Björg Jóhannsdóttir Malmquist. Móðir Einars skipasmiðs var Guð- rún, dóttir Ögmundar Runólfssonar á Svínahólum í Lóni og Guðrúnar Marteinsdóttur, systur Þorsteins, langafa Más Elíssonar, fyrrv. fiski- málastjóra. Þórhildur, móðir Guörúnar, var systir Einar Þórs, prófasts á Eiðum. Guðrún Einarsdóttir. Þórhildur var dóttir Þorsteins, b. á Löndum, Kristjánssonar, b. á Lönd- um, Þorsteinssonar, b. á Heyklif, Sigurðssonar. Móðir Kristjáns var Guðbjörg Jónsdóttir, b. í Keldu- skógi, Guðmundssonar, bróður Guðmundar, langafa Finns listmál- ara og Ríkarðs myndskera Jóns- sona. Móðir Þorsteins á Löndum var Margrét Höskuldsdóttir, b. á Þver- hamri í Breiðdal, Bjarnasonar, bróður Jóns, langafa Jóns, föður Eýsteins, fv. ráðherra, og Jakobs, prests og rithöfundar, Jónssona. Móðir Þórhildar var Guðlaug, systir Guðríðar, móður Péturs, sýslumanns í Búðardal, Skúla námsstjóra, og Pálínu Þorsteins- dóttur, móður Björns Guðmunds- sonar lagaprófessors. Guðlaug var dóttir Guttorms, prófasts á Stöð, bróður Páls, afa Hjörleifs Guttorms- sonar alþingismanns og Sigurðar Blöndals skógræktarstjóra. Gutt- ormur var sonur Vigfusar, prests á Ási, Guttormssonar. Guðrún verður að heiman á af- mælisdaginn. ElisabethVilhjálmsson Elisabeth Vilhjálmsson, Reykja- hhð 12, Reykjavík. verður sjötug mánudaginn 25.2. nk. í tilefni þess verður opið hús að Reykjahlíð 12 sunnudaginn 24.2. frá klukkan 16.00. Þar sýnir hún næstu daga frá klukkan 17.00-19.30 tölvu- teiknaðar myndir og önnur verk eftirsig. Elisabeth afþakkar persónulegar Guðmundur S. Guðmundsson. Guðmundur S. Guðmundsson Guðmundur S. Guðmundsson rekstrarráðgjafi, Garðsenda21, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Kona Guðmundar er Fríða Björg Aðalsteinsdóttlr. Þau taka á móti gestum í Golfskál- anum í Grafarholti frá klukkan 18.00 ídag. gjafir en henni þætti vænt um að gestir létu fremur gjafmildi sína í ljós með framlagi til íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík. Gjafakort fást á skrifstofu félags- ins að Hátúni 14, Reykjavik, alla virka daga frá 10.00-12.00 og frá 13.00-18.00. Studioblóm Þönglabakka 6 Mjódd, sími 670760 Blóm og skreytingar. Sendingarþjónusta. Munið bláa kortið. Til hamingju með afmælið 23. febrúar 90 ára 50 ára Steingrímur Eggertsson, Ráhargötu 1, Akureyri. 80 ára Guðlaug Bjarnadóttir, Mávahlíð 22, Reykjavik. Anna Kristín Jónsdóttir, Heiðargerði 96, Reykjavík. Sigrún B. Halldórsdóttir, Erluhólum 3, Reykjavík. Guðmundur Sörlason, Vesturbergi 81, Reykjavík. Kolbrún Ingólfsdóttir, Ásgarði 6, Reykjavík. 40 ára 75 ára Guðjón Óiafsson, BlótnsturvöEum, Skaftárhreppi. 70 ára •Jóhannes G. Haraliisson, Freyjugötu 10, Sauðárkróki. Þórður Sigurðsson, taufvangi 2, Hafiiarfirði, Guðrún Geirsdóttir, Leifsstöðum, AustUT-Landeyjahreppi. Elísabet Ingvarsdóttir, Eyjabakka 9, Reykjavík. Hjalii Berg Hannesson, Borgarholtsbraut 15, Kópavogi. Guðrún Margrét Sveinsdöttir, Álfhólsvegi 78, Kópavogl Bergljót Sigurðardóttir, Kristnesi 7, Hrafnagilshreppi. Hólmgeir Helgi Hákonarsan, Snorrabraut 69, Reykjavik. Elisabet A. Kristjánsdóttir, Bakkastíg 12B, Bohmgarvík. Sveinbjöm Sveinbjörnsson, Sólbarði, Ðessastaðahreppi. Edda Gisladóttir, Vallargerði 7, Reyðarfirði. Til hamingju með afmælið 24. febrúar aOára 50 ára Holgi Belgason Árnason, Hrauníeigi 5, Reykjavík. 75 ára Ólöf Bernharðsdóttir, Vogatungu 11, Kópavogi. Ketill R. Sigfússon, Háteigsvegí 22, Reykjavík. Þórunn S. Rafhar, Brautarlandi 8, Reykjavík. Arnfríður Rikarðsdóttir, Prestbakka 1, Reykjavik. Rannveig Matthíasdóttir, Holtagerði 84, Kópavogi. 40 ára 70 ára Guðmundur Vignir Jósei'sson, Rauðalæk 50, Reykjavík. 60 ára Daníel Jónsson, Austurvegi 16, Þórshöfn. Zophonías Zophoníasson, Húnabraut 8, Blönduósi. Ingi S. Hrlvndsson, Hrauntungu 30, Kópavogi. Guiinar Elíasson. Höfðabraut 10, Akranesi. Ólafur Guðtnundsson, Álftahólura 2, Reykjavík. Guðmundur Ingvarsson, Akurgerði, Ölfushreppí. Heynir Örn Ólason, Silfurbraut 31. Höíh i HornaflrðL Kari Hálfdánarson, Sólbrekku 20, Húsavik. Kristján Svavarsson, Árgötu 2, Húsavík. Helgi Jónatansson, ílatahrauni 16B, Hafnarflrði. 1 ngi Vaíur Jöhannsson, Drápuhlíö 40, Reykjavik. Ilóliiistehm IV'tuisson, Bugðulæk 7, Reykjavík. FANGELSISMÁLASTOFNUN RIKISINS auglýsir eftir starfskrafti til að annast félagslega þjónustu við fanga og sjá um eftirlit með þeim sem dæmdir eru skilorðsbundið, fá skilorðsbundna reynslulausn, náðun eða frestun afplánunar. Æski- legt er að viðkomandi hafi félagsráðgjafamenntun eða sambærilega menntun. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 623343. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist Fangelsismálastofnun ríkisins, Borg- artúni 7, 150 Reykjavík, eigi síðar en 1. mars nk. Fangelsismálastofnun ríkisins, 12. febrúar 1991.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.