Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Blaðsíða 44
dSK Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn -:4. Auglýsingar - Askrift - Dreifírtg: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 23. FEBRUAR 1991. •^ Hæstiréttur: 4 ár í f angelsi f yrir nauðgun Hæstiréttur hefur dæmt tæplega þrítugan mann í fjögurra ára fang- elsi og til greiðslu 800 þúsund króna miskabóta með dráttarvöxtum vegna nauðgunar sem hann framdi í Kópa- vogi í nóvember 1989. Hæstiréttur staðfesti refsiákvæði Sakadóms Reykjavíkur en hækkaði miskabæt- ur. Maðurinn réðst grímuklæddur með hníf að konu og þröngvaði henni til samræðis við sig hjá viðbyggingu íþróttahúss í Kópavogi í nóvember 1989. Rannsóknarlögreglan sendi blóð úr 61 manni til útlanda til svo- kallaðrar DNA-rannsóknar vegna málsins. Niðurstaða hennar var óyggjandi á þá leið aö hinn ákærði hefði verið að verki. Maðurinn játaði verknaðinn á sig skömmu eftir aö niðurstaða rannsóknarinnar barst. Niðurstaða Hæstaréttar var á þá leið að ósannað væri að maðurinn hefði farið á staðinn gagngert í þeim ásetningi að fremja verknaðinn. í héraði var sakborningnum gert að greiða helming kostnaðar við DNA- rannsóknina. Hæstiréttur dæmdi hann hins vegar til að greiða fimmta hluta kostnaðarins sem nam samtals "Hæplega 1,8 milljónum króna. Arngrímur ísberg dæmdi í Saka- dómi Reykjavíkur. í Hæstarétti kváðu upp dóminn hæstaréttardóm- ararnir Guðmundur Jónsson, Hrafn Bragaspn, Gunnar M. Guðmunds- son, settur hæstaréttardómari, og Auður Þorbergsdóttir borgardómari. Hjörtur Torfason hæstaréttardóm- ari skilaði sératkvæði. Hann taldi hæfilega refsingu mannsins vera þriggja ára fangelsisvist, miskabæt- ur skyldu vera 700 þúsund krónur og hæfilegt að hann greiddi tíunda hluta DNA-rannsóknarinnar. -ÓTT > C 7ÍI77 W ^ SMIÐJUKAFFI * "* SEHDUM FRITT HtlM OPNUMKL18VIRKADAGA OG KL 12 UM HELGAR \y LOKI Maöurinn virðist ekki spennturfyrirþessu! Urslitastund Iraka * ¦ ¦¦¦ ¦ rennur upp i kvold - Gorbatsjov reynir tillögur á síðustu stundu en með skilyrðum George Bush Bandarikjaforseti hefur endanlega ýtt til hliðar hug- myndum Gorbatsjovs Sovétforseta um að ljúka Persaflóadeilunni með samningum. Bush tilkynnti í gær að írakar fengju frest til hádegis í dag að bandarískum tíma til að kalla her sinn skilyröislaust heim frá Kúvæt Þá verður klukkan orð- in fimm að okkar tíma en komíð kvöld við Persaílóa og klukkan orð- in átta. John Major, forsætisráðherra Breta, hefur tekið undir úrslita- kosti Bandaríkjaforseta og segir að um þennan úrslitafrest verði ekki samið, hann sé endanlegur og að honum loknum eigi bandamenn ekki aðra kosti en að hrekja íraks- her fráKúvæt með sókn á landi. Sýni írakr á sér fararsnið í dag fá þeir tvo sólarhrínga til að skila Kúvæt af sér. Þetta eru mjög ströng tímamörk því írakar hafa mörg hundrað þúsund hermenn í Kú-' væt. Major sagði að sú stund væri runnin upp að írakar færu eftir ályktunum Öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna. „Ef þeir gera það ekki vita þeir hverjar afieiðingarn- ar verða. Við getum ekki beðið lengur," sagði Major. Bandamenn krefjast þess að Saddam Hussein íraksforseti. lýsi því yfir opinberlega að hann ætli að kalla heim herliðið frá Kúvæt og verður að sýna það í verki. Þeg- ar DV fór i prenrun vora komnar fram endurskoðaðar tillögur frá Sovétmónnum með færri skilyrð- um en áður. írakar samþykktu en bandamenn hafa áður hafnað þess- um skilyrðum. Reuter - sjá nánar á bls. 6 A annað hundrað ökumenn bifreióa höfðu verið sektaðir í Reykjavík í gær eftir að lögreglan hóf hertar aðgerðir vegna notkunar bílbelta i vikunni. Farþegar eru einnig sektaðir ef þeir spenna ekki bilbeltin. Lögreglan mun halda þessum aðgerðum áfram á næstunni. Að sögn talsmanns lögreglunnar eru ökumenn þegar farnir að sýna jákvæð- ari viðhorf gagnvart skyldunotkun bilbelta. Þegar notkun beltanna var fyrst lögleidd sýndu kannanir að um 90 prósent ökumanna spenntu beltin. í byrjun þessa árs hafði talan lækkað i tæp 60 prósent. Var þvi ákveðið að beita hertum eftirlitsaðgerðum. DV-mynd Brynjar Gauti Skattbyrði íslendinga: Hækkar sam- kvæmt nýjum útreikningum OECD Skattbyrði á íslandi, samkvæmt staðli OECD, var kynnt í fyrsta skipti í gær á ráðstefnu fjármálaráðuneyt- isins. Skattbyrðin, sem hlutfall af landsframleiðslu, er 33,8 prósent, samkvæmt staðli OECD og hækkar um 1,6 prósent frá því sem hún hefur verið kynnt áður samkvæmt ríkis- reikningi. Almannatryggingakerfið, iðgjöld af lífeyrissjóðsgreiðslum, er ekki inni í þessari tölu þar sem lífeyrissjóðir eru ekki taldir á vegum hins opin- bera. Séu iögjöldin tekin með í út- reikningana hækkar hlutfallið um 3 til 4 prósent og verður á milli 37 og 38 prósent. Meðaltal OECD-landanna er um 38,4 prósent og er almannatrygginga- kerfið á vegum hins opinbera í flest- um landanna. Sé almannatrygginga- kerfið sett inn hjá öllum OECD- löndunum hækkar skattbyrðin í rúmlega40%aðjafnaði. -JGH Veðrið á sunnudag og mánudag: Hlýnar eftir helgi Á sunnudag verður fremur hæg austlæg eða breytileg átt, smáél við norður- og austurströndina en annars bjart veður að mestu á landinu. Tals- vert frost verður. Um kvöldið eða nóttina fer að þykkna upp suðvestanlands með vaxandi suðaustanátt. Á mánudag verður nokkuð hvöss suðaustan- og austanátt og hlýnandi veður, snjókoma en síðar slydda eða rigning, fy rst um landið sunnanvert.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.