Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1991, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 10- AP-RÍL-1991. Fréttir Hvalfjarðargöng: Skriður á und- irbúning rann- sókna Sgurður Sverrisson, DV. Akranesi: Stjórn Spalar hf„ hlutafélagsins sera stofnað var fyrr á árinu ura gerð jarðganga undir Hvalöörð, fundaði í vikubyrjun. Á fundin- um var meðal annars rætt um fyrirhugaöar rannsóknir í Hval- firði í sumar. Rannsóknirnar eru forsenda fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum. Gísli Gíslason, bæjarstjóri, sem jafnframt er varaformaður stjórnarínnar, sagði í samtali við DV, að verið væri aö vinna að útboðsgögnum varðandi þessar rannsóknir. Þar væri annars veg- ar um aö ræða svokallaðar bylgjubrotsmælingar svo og jarð- fræðikortlagningu svæðisins. Verði niðurstööur rannsókn- anna í samræmi við þær vonir sem menn gera sér er allt eins líklegt að framkvæmdír viö sjálf göngin hefjist strax á næsta ári. Gísli sagöi göng svipaðs eölis vera í 'vinnslu í Noregi um þessar mundir og myndi verða fylgst grannt með gangi mála þar. Gísli sagði enn ógerning aö segj a til um h vor þeirra leiða, sem um hefur verið rætt, Kiðafellsleið og Hnausaskersleiö, yrði fyrir valinu. Margt ætti eftir aö kanna betur áður en hægt væri að kveða upp endanlegan úrskurð. Hvað varðar þá Skoðun flestra Akurnesinga að nauðsynlegt væri að ytri leiðin yrði fyrir val- inu til þess að Akranes heíði sem mestan hag af göngunum sagði Gísli ljóst að göngin, á hvorum staðnum sem þau væru, yrðu bænum mikil lyftistöng. Tundurduf I í vörpu Tundurdufl kom í vörpu Emmu VE þar sem skipiö var að veiðum undan Suðuriandi. Farið var með dufliö í land og sprengjusérfræð- ingar Landhelgisgæslunnar fóru til Eyja og eyddu duflinu. Að sögn Landhelgisgæslunnar var þetta tundurdufl frá stríðsár- unum og er þónokkuð algengt að skipfáiþauívörpur. -ns J3V Engin refsing fyrir árás með rakvélarblaði - ef árásarmaðurinn brýtur ekki af sér næstu þrjú árin Héraðsdómari hefur frestað refs- ingu yfir ungum manni sem veittist að félaga sínum og veitti honum fimm sár með rakvélarblaði í tjaldi á útihátíð í Húnaveri í ágúst 1989. Þessir tveir fyrrverandi félagar fóru saman á Húnavershátíðina og tjölduðu þar. Annar þeirra var ný- hættur ástarsambandi við stúlku en var kominn í samband við aðra. Þeg- ar pilturinn kom að félaga sínum þar sem hann lá í tjaldi þeirra með fyrr- verandi unnustu hans reiddist hann mjög og hljóp út úr tjaldinu. Stúlkan fór á eftir. Pilturinn sótti stein og rakvélarblað í bíl sinn og veittist síð- an að félaga sínum sem var í tjald- inu. Félagi piltsins skarst á þremur stöðum í andliti og á tveimur stöðum á annarri hendinni. Félögunum bar ekki saman um málsatvik. Sá sem var inni í tjaldinu sagðist hafa verið sofandi þegar ráð- ist var á hann en árásarmaðurinn neitaði því og sagði að hinn hefði verið vakandi. í málinu liggja þó fyr- ir sannanir og játning árásarmanns um áverkana sem hann veitti hinum. Árásarmaðurinn hafði áður borgað fyrrverandi félaga sínum 300 þúsund krónur í skaðabætur. Þrátt fyrir að niðurstaða dómarans heíði verið að árásarmaðurinn hefði veist að félaga hans með hættulegu áhaldi, komið honum að óvörum og veitt áverka, var talin ástæöa til að fresta ákvörð- un um refsingu í þrjú ár - haldi pilt- urinn skilorð. Hann hlýtur því enga refsingu brjóti hann ekki af sér aftur. Tekið var mið af því að árásarpilt- urinn var sautján ára þegar verknað- urinn var framinn, hann hefði ekki komið áður við sögu ofbeldismála og að viðleitni hefði veriö sýnd við að greiða fórnarlambinu bætur. Árás- armaðurinn var engu að síður dæmdur til að greiða málskostnað. Ragnheiður Thorlacius héraðsdóm- ari kvað upp dóminn. -ÓTT Nýlega var komið fyrir nýjum löndunarkrana á hafnarbakkanum á Sauðár- króki í sfað þess gamla sem kengbognaði í vefur þegar togari, sem var að leggjast við bryggju, rakst á hann. Nýi kraninn var smíðaður hjá Vél- smiðju Jóns og Erlings á Siglufirði. Siglfirðingar hafa gert töluvert að því að smíða svona krana og þeir reynst vel. DV-mynd Þórhallur Ásmunds- son, Sauðárkróki Fjögur umferöaróhöpp á Jökuldal: Tóku bíl í sundur til að losa hann af Hjarðarhagabrú Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egflsstöðum: Fjögur umferðaróhöpp hafa orðið á Jökuldal hér eystra síðustu tvo mánuðina. Ekki urðu slys á fólki en dýrir bílar hafa skemmst verulega; meðal annars er einn þeirra talinn ónýtur. Fyrst óhappið varð á Hjarðarhaga- brúnni á Jökulsá á Brú. Hjarðar- hagabrúin er svo mjó að þar verður ekki farið yfir á vörubíl og bratt nið- ur að brúnni heggja megin frá. Þar ók póstbíllinn utan í handrið og sner- ist svo hann varð fastur á brúnni. Þurfti aö taka bílinn sundur til að losa hann og er hann ónýtur. Hinn 1. mars valt skólabíllinn rétt utan við Hauksstaði. Hann lenti í krapa, snerist og fór á hliðina yfir barð og síðan á toppinn í mjúkan snjó. Hefði hann verið kominn 2-3 metrum lengra hefði hann ef til vill lent ofan í gildragi og þá hefði senni- lega orðið slys. Enginn meiddist en bíllinn er talsvert skemmdur og rúð- ur brotnuðu. Degi síðar valt viðgerð- arbíll frá RARIK skammt frá Arnórs- stöðum. Ástæðan var hálka. Bíllinn var á slóð utan vegar. Síðasta óhappiö var svo á mánu- dag, 8. apríl. Þá fór sölubíll frá Akur- eyri út af rétt við túnið á Hauksstöð- um og valt á toppinn. Þetta atvik átti sér stað skammt frá þar sem skóla- bíllinn valt. Blindað var og bílstjór- inn ókunnugur á þessum slóðum. Bíllinn skemmdist lítiö og ekki urðu slys á mönnum. Konur vilja í sljórn Kvennalistinn er ekki nýr af nál- inni. Hann er meira að segja að verða svo gamall að andstæðingar ílokkakerfisins eru hættir að tala um fjórflokkana en nefna fimm- flokkinn þegar deilt er á gömlu flokkana. Þá er Kvennalistinn með- talinn. Kvennalistinn hefur haslað sér völl og tileinkað sér ýmis bar- áttumál sem aðrir flokkar hafa ekki sinnt. Má þar nefna aö Kvennalistinn er á móti flestu því sem tekist er á um í pólitíkinni. Hann er á móti álveri, hann er á móti Evrópubandalagi, hann er á móti kvótanum, hann er móti frjálsum sjónvarpsrekstri, hann er á móti innflutningi á landbúnaðar- vörum, hann er á móti körlum. Það er að segja, Kvennalistinn berst fyrir jafnrétti kynjanna og því jafn- rétti hefur hann barist fyrir, með því að hafa eingöngu konur á fram- boöslistum sínum. Aö vísu er það kannske full mikið sagt að þær séu á móti körlum, en þær eru ekki meö þeim. Og af því að þær eru ekki með þeim, eru konur einar á framboðslistum Kvennalistans. Karlar eiga hinsvegar ekki að vera einir á sínum framboðslistum og það er í þessum mun sem jafnrétt- inu er best þjónað. Það væri hinsvegar ósanngjarnt aö halda því fram að Kvennalistinn hefði ekki endurnýjað stefnu sína og hann er ekki á móti öllu bara til aö vera á móti. Kvennalistinn styður til dæmis samkynhneigða og berst fyrir því að samkyn- hneigðir hafi sama rétt og gagn- kynhneigðir þegar um sambúð er að ræða. Það sem vekur einnig at- hygli við breyttar áherslur Kvennalistans er sú yfirlýsing tals- manna listans, að nú séu konur ekki lengur á móti stjórnarþátt- töku. Þær segjast vera til í að mynda nýja ríkisstjórn. Dagfari vonar að þessi yfirlýsing komi ekki aö sök. Dagfari vonar að Kvennalistinn fái nógu mörg atkvæði þrátt fyrir þessa stefnu- breytingu, því meðan konur Kvennalistans sitja einar að sínu, gera þær ekki mein og eru ekki að abbast upp á aðra. Sannleikurinn er hinsvegar sá, að Kvennalistinn hefur notið þokkalegs fylgis og ýmsir kjósendur hafa treyst sér til að greiða honum atkvæði, í skjóli þess öryggis, að Kvennalistinn færi aldrei að skipta sér aö stjórn lands- mála eða gera kröfu til að setjast í ríkisstjórn. Það hefur veriö mönn- um og málefnum að meinalausu að leyfa Kvennalistanum að fá nokkra þingmenn og eiga talsmann á Alþingi, meöan tryggt hefur verið að þær neiti því staðfastlega að skipta sér af ríkisstjórnum. Nú er hinsvegar komið annað hljóð í stfbkkinn. Nú hóta þær því að vilja komast í stjórn. Á beinni línu DV um daginn var boöið upp í þennan dans. Kvennalistinn vill hinsvegar setjast niður með öðrum flokkum án skilyrða og án tillagna frá hinum flokkunum um það hvað ríkisstjórnin eigi að gera. Ekki er víst að margir stjórnmálaflokkar séu til í landinu, sem eru reiðubún- ir til að mynda ríkisstjórn án þess að vita það fyrirfram hvað ríkis- stjórnin vill hafa fyrir stefnu. En Kvennalistinn er tilbúinn í slaginn og nú er ljóst að Kvennalistinn er farinn að taka sig alvarlega og líta á sig með svipuöum augum og hin- ir gömlu flokkarnir gera. Kvenna- listinn vill fá að ráða, með því skil- yrði aö hinir ráði ekki. Þetta er nýtt og óvænt innlegg í kosninga- baráttuna. Af hverju er nú Kvennalistinn að eyðileggja fyrir sér meö þessu? Halda þær virkilega að þær fái fleiri atkvæði út á það að vilja fara í stjórn? Hvað hefur þjóðin gert þeim, sem verðskuldar þessa stefnubreytingu? Kjósendur hafa umborið Kvennalistann, alþingis- menn hafa veriö góöir við fulltrúa Kvennalistans á þingi og gömlu flokkarnir hafa allir sýnt umburð- arlyndi og almenna kurteisi í garð kvennanna. Getur það verið að Kvennalistinn hafl misskilið þessa kurteisi svona hrapallega að þær haldi að karlarnir meini pitthvaö með henni? Kvennalistakonur verða að gera sér grein fyrir því að karlmenn hafa allt gott um þær að segja, meðan þær sitja út í horni og nöldra svona pínulítiö eins og kvenna er siður, þar sem þær hafa fengiö að vera með sína sérvisku og sitt jafnrétti i friði. En Drottinn minn dýri, ekki gera íslensku þjóð- inni þann miska að hleypa Kvenna- listanum lengra með jafnréttiö. Það getur riðið Kvennalistanum að fullu! Og þjóðinni! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.