Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1991, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1991, Blaðsíða 7
MIDVIKUÍ)á('iUR 'io: APHÍl, 1991. 7 Fréttir Nýjar reglur um ráðningar í störf hjá Akraneskaupstað: Vinátta og vensl ráði ekki Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi: Forstöðumenn stofnana á Akra- nesi þurfa eftirleiðis að gæta sín vel á því að ráða ekki til starfa hjá sér skyldmenni, vini eða vandamenn. í starfsmannastefnu Akraneskaup- staðar, sem kynnt var fyrir skömmu, er skýrt kveðið á um að forstöðu- menn skuli gæta hlutleysis í hví- vetna og „forðast að láta skyldleika, Sveinn Ingvason veiddi tvo þá stærstu, 10 punda urriða og 7 punda bleikju, á laxahrogn. Hér heldur hann á þessum vænu fiskum stuttu eftir löndun þeirra. DV-mynd FF Rangá: Tíu punda silungar komu á land „Þetta var meiri háttar gaman að fá þessa góðu veiði, svona í byrjun. Fengum 12 fiska og sá stærsti var 10 punda urriði,“ sagði Sveinn Ingva- son en hann var að koma um helgina úr Rangánum við fjórða mann. En mjög hljótt var um opnun árinnar því vitað var að laxar væru þar á sveimi og gætu bitið á hjá veiðimönn- um. En Veiðimálastofnun gaf leyfi fyrir veiðinni á síðustu stundu og veitt er á fjórar stangir fyrir neðan Ægissíðufossa. Dagurinn er seldur á 2000 krónur, ein stöng. „Þaö var mjög kalt en við klæddum okkur vel og við höfum árangur sem erfiði. Við vorum fjórir saman og fiskarnir urðu 12 í lokin. Stærsti urr- iðinn var 10 pund og stærsta bleikjan var 7 pund. Við fengum fiskana þó- nokkuð fyrir neðan fossinn á Bleikjubreiðunni. Það voru laxa- hrognin sem gáfu okkur flesta fisk- ana,“ sagði Sveinn í lokin. -G.Bender Eskiijörður: Nóg að gera Regína Thorarensen, DV, Eskifiröi: Að sögn Arngríms Blöndals, bæjar- stjóra á Eskifirði, þekkist varla at- vinnuleysi hér. Síðustu sex mánuð- ina mældist atvinnuleysi tæpt hálft prósent. Heilsufar er gott hér og heilsuþjón- ustan til fyrirmyndar, einkum eftir að dvalarheimilið Hulduhlíð tók til starfa fyrir tæpum þremur árum. Framkvæmdastjóri Hulduhlíðar er Árni Helgason. Hann sagði mér í morgun að 1 'A milljón króna vinnu- laun heíðu verið greidd til starfs- fólksins í marsmánuði. vensl, vinskap eða stjórnmálaskoð- anir ráða ákvörðun sinni," eins og segir orðrétt í starfsmannastefnunni. Stefna þessi var kynnt fyrir skömmu. Eins og nafnið gefur til kynna er hér um að ræða skilgrein- ingu á markmiðum við ráðningu starfsfólks bæjarins svo og skyldum og siðareglum þess svo að nokkuö sé nefnt. Ekki er kveðið á um það í starfs- mannastefnunni hvar draga beri skyldleikamörk eða hvort skyld- menni skuli hafnað þótt það uppfylli öll þau skilyrði sem krafist er við ráðningu í tiltekið starf. Fatlaðir, hvort heldur þeir eru ættingjar eða vinir viðkomandi forstöðumanns, njóta þó ætíð forgangs við ráðningu í störf. Fundur í Kópavogl 11. apríl Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjaneskjördæmi heldur opinn fund í Sjálfstæðishúsinu, Kópavogi, fimmtudaginn ll.apríl kl. 20:30. Frummælendur á fundinum verða þau Ólafur G. Einarsson, Gunnar I. Birgisson og Sigríður A. Þórðardóttir. s Við hvetjum íbúa Kópavogs til að mæta á fundinn. I sameiningu höfum við áhrif á framtíð okkar öllum til vegsemdar. Sjálfstæðisflokkurinn - viá erum framtíðin l^anstnr hópur - sterkir einstaklingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.