Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1991, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Falsaðar glansmyndir Ólíkt þeirri glansmynd, sem fá mætti af stöðu ríkis- Qármálanna af áróðursbæklingum fjármálaráðherra, sem skattgreiðendur kosta, eru horfur í íjármálum ekki góðar um þessar mundir. Ráðherrann getur ekki bæði sleppt og haldið. Hann átti sjálfur mestan þátt í því, að samþykkt voru lánsfjárlög fyrir þetta ár, sem setja efna- haginn úr skorðum. Jafnvel Þjóðhagsstofnun getur ekki komizt hjá að gagnrýna það athæfi þrátt fyrir undir- lægjuhátt stofnunarinnar við ríkjandi landsfeður hverju sinni. Stendur allt ekki í blóma? Hefur þjóðarsáttin ekki borið árangur? Kjarasamningarnir hafa vissulega skap- að færi á bata, sem komið hefur fram í lágum verð- bólgutölum að undanfórnu. En staðan er fallvölt og undir því komin, að ríkisvaldið taki þátt í leiknum. Undir núverandi ríkisstjórn hefur ríkisvaldið ætlað sér að vera stikkfrí. Það hefur ekki gert skyldu sína til styrktar þjóðarsáttinni heldur þvert á móti. Ríkfsstjórn- in beit höfuðið af skömminni í þinglok með samþykkt lánsfjárlaganna. Með þeim eykst tekjuhalli ríkissjóðs í 5,6 milljarða króna, sem er meiri halli en var í fyrra og veldur hættu á aukinni verðbólgu. Þjóðhagsstofnun nefnir það í nýlegri þjóðhagsspá fyrir árið en tekur sjálf ekki réttmætt tillit til þess í sinni verðbólguspá. Þjóð- hagsstofnun nefnir á hinn bóginn réttilega, að tekju- halli ársins, svona reiknaður, gefi hagstæðari mynd en efni standa til því að ríkisútgjöld eru í vaxandi mæli fjármögnuð með lánsfé. Veldur þjóðarsáttin ekki tiltölulega lágum vöxtum? Ríkisstjórnin hefur unnið gegn þeim áhrifum kjara- samninganna. Ríkið slær öll met í lántökum. Lántökur hins opinbera munu í ár nema heilum tveimur þriðju af aukningu peningalegs sparnaðar samanborið við helming í fyrra. Þetta stuðlar að hækkun raunvaxta, vaxta umfram verðbólgustigið. Vextir hafa í ár hækkað á verðbréfamörkuðunum. Ríkisvaldið keyrir vextina enn upp með gerðum sínum en er með látalæti við Seðla- banka á sama tíma um aðgerðir til að lækka vexti. Jó- hannes Nordal seðlabankastjóri benti í gær á, hversu ógerlegt bankanum væri að verða við þeirri ósk við þessar aðstæður. Þegar almenningur kíkir í bæklinga bármmálaráðherra, blasir glansmynd við, glansmynd, sem lýsir ekki raunveruleu ástandi. Undir stjórn Qármálaráðherra er yfirdráttur ríkis- sjóðs í Seðlabankanum sjö milljarðar króna, en yfir- drátturinn hafði enginn verið í árslok. Framangreind dæmi gefa til kynna að á kosningaári hika ríkjandi vald- hafar nú ekki við að stofna íjármálum og öllum efna- hagnum í hættu. Áróðursbæklingarnir eiga að sjá til þess, að almenningur telji ástandið gott engu að síður. Skattgreiðendur eiga ekki að gera sér grein fyrir, að þeir eru með sköttum sínum að greiða fyrir kosninga- áróður flokksvélar Alþýðubandalagsins, til þess að halda við völd mönnunum, sem eru að keyra upp vext- ina, valda hættu á aukinni verðbólgu og í stuttu máli að því komnir að kollvarpa þjóðarsáttinni. En það er þjóðarsáttin, sem almenningur hefur lagt svo mikið á sig til að skapa. Glansmyndirnar eru falsaðar. Hver sem sigrar í kosn- ingunum, verður að snúa við blaðinu í ríkisfjármálum. Jafnvel Þjóðhagsstofnun segir nú, að draga verði úr lánsfjárþörf hins opinbera til að koma í veg fyrir, að raunvextir hækki úr hófi. Ef það er þá ekki orðið um seinan. Haukur Helgason „... vissulega er kominn tími til að huga að raforkuvæðingu samgöngukerfisins. - Þar á ég við rafbila og rafbrautir." Orka- umhverfismál Nýlega birtist athyglisverður leiöari í „The New York Times“, þar sem fjallað var um verðlagn- ingu á orku, aðallega olíu. OPEC ákvað fyrir stuttu að skera niður olíuframleiðslu um milljón tunnur á dag með það fyrir augum að hækka olíuverðið. Reyndar hefur gengið á ýmsu hjá samtökum olíuútflutningsríkja, OPEC, frá því að þau voru stofnuð 1960. Illa hefur gengið að fá sum löndin til að halda sig við kvóta- samkomulagið. í júlí á síðasta ári, skömmu fyrir innrás íraka í Kú- væt, beittu íran, írak og Saudi- Arabía löndin Kúvæt og Samein- uðu arabísku furstadæmin miklum þrýstingi til að fá þau til aö fram- leiöa í samræmi við kvótaákvarð- anir. Aðgerðirnar nú eru ekki taldar hækka verðið í meira en 18 dollara á tunnuna. Olíuverð hefur verið að lækka síðan stríðiö braust út við Persa- flóann og er nú um það bil þaö sama og fyrir ári. Þetta er þrátt fyrir að tveir af stærstu framleið- endum séu lamaðir, Kúvæt og írak. Olíuframleiðsla hefur þó ekki fallið mikið vegna þess að Saudi-Arabía hefur aukið olíuframleiðslu sína um nokkrar milljónir tunna á dag. Það athyglisverða við leiöara „The New York Times“ er að þar er því haldið fram að nauðsynlegt sé að leggja á sérstakan orkuskatt. Bandaríska þingið en ekki OPEC eigi að ákveða orknverð í Banda- ríkjunum. Bent er á hættuna af því að Vest- urlönd eru svo háð olíustreyminu frá Miðausturlöndum og hin mikla olíunotkun veldur mengun and- rúmslofts og vatns og eykur gróð- urhúsaáhrifin. Lágt orkuverö eyk- ur notkunina. Blaðiö telur að besta leiöin sé að leggja á orkuskatt sem gæti verið á bilinu 20 cent til 2 dollarar á gall- on. Þaö mundi knýja menn til að spara orku og skattinn greiða Bandaríkjamenn öörum Banda- ríkjamönnum en ekki OPEC. Þær raddir verða æ háværari að tengja verði stefnuna í orkumálum stefnunni í umhverfismálum. Endurnýjanleg orka Vísindanefnd Evrópuráðsins vinnur nú að skýrslu um aukna notkun endurnýjanlegrar orku. Hugmyndin er að Evrópuráðið sendi frá sér ályktun, þar sem að- ildarríkin séu hvött til aukinnar notkunar endurnýjanlegrar orku. Orkubúskapur á jörðinni er gríð- arlega háður kolvetnaeldsneyti. Takmarkaðar birgðir eru á jörð- inni og þeim er mjög ójafnt dreift um hnöttinn. Nær 60% af heildarolíubirgðum jarðarinnar eru í Mið-Austurlönd- um. Brennsla kolvetnaeldsneytis er meginorsök aukins kolefnistvíildis KjaUarinn Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður Áherslan er öll á auknum rann- sóknum á endurnýjanlegum orku- gjöfum og því að þjóöirnar taki mið af aukinni notkun þeirra í langtíma stefnumörkun í orkumálum. Stefnubreytingar er þörf Kolvetnaeldsneyti er talið sjá heiminum fyrir 88% þeirrar orku sem á markaðnum er. Þar af nemur olía 37%, kol 29% og gas 22% Vatnsafl nemur um 6% af ork- unni og kjarnorka öðrum 6% Miklar vonir hafa verið bundnar við kjarnasamruna, þ.e. sama efna- feril og sér sólinni fyrir orku. Nú telja menn að þessi orka verði ekki markaðsvara fyrr en eftir 50 ár. Kjarnasamruni hefur í för með sér mun minni umhverfisáhrif en kjarnaklofnun. í skýrslu vísindanefndarinnar „Jafnframt hlýtur að koma að því að notkun járnbrauta eða einteinunga verði hagkvæm á umferðarþyngstu leiðum, t.d. Reykjavík - Keflavík - flug- völlur og Reykjavík - Selfoss.“ í andrúmsloftinu, sem aftur eykur gróðurhúsaáhrifin. Jafnframt eykst -magn brennisteinstvíildis og köfnunarefnis súrefnissambanda í andrúmsloftinu af þessum sökum. Talið er að notkun kjamorku verði takmörkuð vegna erfiðleika við urðun affalls, geislavirkra efna og öryggisatriða. í skýrslu Evrópuráðsins er því haldið fram að endurnýjanleg orka sé meira en næg til aö sjá mann- kyninu fyrir orkul Þar segir að heildarorkunotkun jarðarinnar á einu ári samsvari orku þeirrar sól- argeislunar sem nái til jarðar á 45 mínútum. Þessa orku megi nýta með því aö nota sólargeislun beint til hitunar eða rafmagnsframleiðslu eöa eftir áhrif andrúmsloftsins með notkun vindaíls, vatnsaíls og varmaorku úthafanna, auk orku lífrænna efna. Orka sjávarfalla er mikil og víöa er jarðvarmi. Notkun endurnýjanlegra orku- gjafa hefur miklu minni áhrif á umhverfíð og heilsu manna en kol- vetnaeldsneyti og kjarnorka. Orkusparnaður er aftur kominn sterklega í umræðuna. Því segir að langtíma orkustefna verði að taka mið af umhverfisáhrifum og skyn- samlegri nýtingu náttúruauðlinda. Líkt og leiðari „The New York Times“ bendir vísindanefndin á orkuskatt sem skynsamlega leið. í Evrópuráðinu heyrast hins vegar þær raddir að orkuskattur verði einungis til þess að hinir fátæku hafi ekki efni á því að nota orku, skatturinn skipti hina ríku engu máli. segir að kolaforði jarðarinnar muni ekki endast nema 250 ár, gas- forðinn muni endast 60 ár og olíu- forðinn muni eyðast á 30 árum. Úranbirgðir eru einnig takmarkað- ar. Jarðarbúar verða því að búa sig undir stefnubreytingu í orkumál- um, ekki aðeins vegna umhverfis- áhrifanna heldur einnig vegna þess að þessar orkubirgðir eru senn á þrotum. í Evrópu skiptist orku- notkunin þannig aö ’/4 heildar- orkunotkunar fer til hitunar, raf- orka nemur /, heildarorkunotkun- ar og flutningar taka um 'A. íslendingar standa að ýmsu leyti vel vegna mikilla orkulinda í vatnsorku og jarðvarma. Þó blasa vandamálin við er kemur að flutn- ingum og fiskiskipaflota. Vera má að framleiðsla vetnis geti leyst þau mál, en vissulega er kominn tími til að huga að raforku- væðingu samgöngukerfisins. - Þar á ég við rafbíla og rafbrautir. Rafbílar geta dugaö vel í innan- bæjarakstri en breyta þarf skatta- pólitíkinni til þess að örva notkun þeirra. Jafnframt hlýtur að koma að því að notkun járnbrauta eða eintein- unga verði hagkvæm á umferðar- þyngstu leiðum, t.d. Reykjavík - Keflavík - flugvöllur og Reykjavík - Selfoss. Jafnvel vestur á land ef göng koma undir Hvalfjörð. Tíminn vinnur með íslendingum í orkumálum. Guðmundur G. Þórarinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.