Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1991, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1991. 15 Sviðsljós Ulf Wakenius, einn fremsti djassgítaristi Evrópu af yngri kynslóðinni, lék með Niels-Henning, ásamt bandaríska trommaranum Alvin Queen. Djass í Háskólabíói Danski kontrabassaleikarinn, Ni- els-Henning 0rsted Pedersen hélt djasstónleika í Háskólabíói um síö- ustu helgi, við frábærar undirtektir áheyrenda. Hann er hér í boði Jazzvakningar í tilefni þess að hann hlaut Tónlistar- verðlaun Norðurlandaráðs fyrstur djassleikara, og voru tónleikar hans liður í „Dönskum vordögum“ á ís- landi. Niels-Henning hefur komið hingað til lands einum átta sinnum og segist ávallt fagna því að heimsækja „sögu- eyjuna,“ eins og hann kallar Island. Þegar hann var ungur strákur las hann íslendingasögurnar og tólf ára gamall var hann fenginn til að leika íslenska þjóðsönginn. Öllum að óvörum gekk Vernharður Linnet upp á sviðið strax eftir hlé og tilkynnti áheyrendum að í salnum væri heiðursfélagi Jazzvakningar sem nýlega hefði orðið sjötugur. Að því tilefni hefði verið ákveðið að flytja fyrir hann lagið „Vikivaki" sem hann samdi sjálfur, en gesturinn var enginn annar er Jón Múli Árna- son. Jón Múli Árnason var óvænt heiðraður á tónleikunum, en í tilefni af sjötugs- afmæli hans lék hljómsveitin lagið ,,Vikivaki“ eftir Jón Múla sjálfan. DV-myndir RASI Elite- keppnin var haldin með pomp og prakt á veitinga- og skemmtistaðnum Ömmu Lú síðastliðið fimmtudagskvöld fyrir troðfullu húsi. Alls tóku tíu stúlkur þátt í keppninni en að þessu sinni var það 16 ára stúlka, Hrönn Johans- en, sem hreppti titilinn. DV-mynd Hanna ' '■...............• ^ ■' - /'f* TALANDI DÆMI UM ÞJÓNUSTU SAMA GJALD UM ALLT LAND : gfil ■ FYRIR LANDSBYGGÐINA Við hjá DV höfum ákveðið að taka í notkun svokölluð GRÆN NÚMER sem er ný þjónusta hjá Pósti og síma. Ef þú, lesandi góður, hringir í þessi númer greiðir þú aðeins gjald fyrir staðarsímtal eða gjaldflokk 1. DV, sem er rétthafi GRÆNA NÚMERSINS, greiðir hins vegar langlínugjaldið. Það er því sama hvaðan af landinu þú hringir, þú munt ætíð bera lágmarkskostnað vegna símtalsins. Þjónusta GRÆNA SÍMANS verður eingöngu ætluð vegna áskriftar og smáauglýsinga. ÁSKRIFTARSÍMINN < ÆmK Qr&ank SMÁAUGLÝSINGASÍMINN: €272 SIMINN talandi dæmi um þjónustu!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.