Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1991, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1991, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍU199U. íþróttir Sport- stúfar Ekki var farið rétt með markaskorara ÍR-inga í sigurleíknum gegn Fram á Reykjavlkur- mótinu í knattspyrnu í blaðinu á mánudag. Mörkin gerðu þeirPét- ur Jónsson, Bragi Björnsson og Njáll Eiðsson. Mót flutt vegna kóleru Kólerufaraldurinn, sem hefur geisað á Kyrrahafsströnd Suður- Ameríku undanfarnar vikur, hef- ur gert það að verkum að hætt hefur verið við að halda heims- meistarakeppni drengja í knatt- spyrnu, undir 17 ára, i Ekvador. Alþjóða knattspymusambandiö tilkynnti aö keppnin væri fram í Mexíkó síðsumars en Ekvador fengi í staðinn að halda hana eft- ir fjögur ár. Kuprvic með Eyjamönnum? Svo kann að fara aö júgóslav- neski knattspymumaðurinn Jose Kuprvic leiki með 1. deildar liði ÍBV í knattspyrnu í sumar, þrátt fyrir að knattspyrnuráð ÍBV hafi hætt við að gera við hann samn- ing. Kuprvic hefur fengið sér vinnu í Vestmannaeyjum og hef- ur hug á að dvelja þar áfram og kepþa aö sæti í Eyjaliðinu. Að sögn forráðamanna ÍBV er Kuprvic laginn leikmaður sem gæti staðið fyrir sínu, enda þótt þeim þætti hann ekki nægilega öflugur til að semja við hann, Buchwald frá vegna meiðsla Guido Buchwald, þýski landshðs- maðurinn í knattspyrnu, leikur ekki meö Stuttgart næstu sex vik- urnar. Hann tognaði á ökkla í leik gegn St. Pauh á laugardaginn meö þessum afleiðingum. Buch- waid missir ennfremur af Evr- ópuieik Þjóðverja og Belga i næsta mánuði. Jafntil.deild- inni í snóker Lítið skilur að íjögur efstu líðin i 1. deildar keppninni i snóker eftir leiki 7. umferðar síðasta fimmtu- dagskvöld. Snóker í Mjódd er með 32 vinninga, BS Bilhard 31, Fjarð- arbilliard 30 og Klöpp 29 stig. Þrjú fyrsttöldu hðin unnu öll 5-1 sigra í 7. umferð en Klöpp geröi jafn- tefli, 3-8, við B-iið Fjaröarbiil- iards og datt úr öðru sætinu í það fjórða. Seattle þarf aðeins einn sigur enn Seattle Supersonics er einum sigri frá sæti í úrslitakeppninni í bandarísku NBA- deildinni í körfuknattleik eftir sigur á Denver Nuggets í íyrri- nótt. Seattle á eftir sjö leiki þann- ig að takmarkið ætti að nást. Þá dugar Seattle einnig ef Los Ange- les Clippers tapar einhverjum af þeim sjö leikjum sem liðið á eftir. Úrslit i fyrrinótt urðu þessi: Atlanta - Washington........105-94 SA Spurs - Golden State....115-105 Utah - Orlando...............111-95 Seattle -Denver............118-112 Evrópuliðin sterk í ameríska fótboltanum Leiknar hafa veriö þrjár umferðir í nýju heimsdeildinni í amerísk- um fótbolta. í henni keppa sjö liö frá Noröur-Ameríku og þrjú frá Evrópu og það eru Evrópulíðin sem standa best að vígi. London Monarchs og Barcelona Dragons hafa unnið alla þrjá leiki sína og Frankfurt Galaxy tvo. Oriando Thunder og Montreal Machine eru meö tvo sigra hvort, San Antonio Riders, Birmingham Fire og Sacramento Surge einn sigur hvert, og New York/New Jersey Knights og Raleigh/Dur- ham Skyhawks hafa bæði tapað öhum sínum leikjum. Arsenal enn nær titlinum Leikmenn Arsenal mjökuðu sér enn nær Englandsmeistarat- itlinum í knattspyrnu í gærkvöldi er þeir gerðu jafntefh gegn Sout- hampton á útivelli, 1-1. Mörkin komu á fimm mínútna kafla í síð- ari hálfleik. Mick Adams, bak- vörður Southampton, skoraði sjálfsmark á 74. mínútu en Le Tissier jafnaði metin á 79. mín- útu. Liverpool lék í gærkvöldi á heimavelli sínum gegn Coventry en náði aðeins jafntefli, 1-1. Ian Rush náði forystunni á 22. mín- útu en Gynn jafnaði metin á 35. mínútu. Staða efstu liða í 1. deild: Arsenal....33 21 Liverpool...32 19 C. Palace ....32 17 Leeds......31 16 ManUtd.....33 14 11 7 7 7 11 61-14 72 61-30 64 43-38 58 49-31 55 52-37 52 • Úrslit í 2. deild í gærkvöldi: Barnsley-Notts County 1-0, Middlesboro-Port Vale 4-0 og Plymouth-Wolves 1-0. • Úrtslit í 3. deild: Bury- Grimsby 3-2, Cambridge-Read- ing 3-0, Fulham-Shrewsbury 4-0, Leyton Orient-Southend 0-1, Rotherham-Crewe 1-1 og leik S wansea og Bradford var frestað. • Úrslit í 4. deild: Darlington- Lincoln 1-1, Hartlepool-Scunt- horpe 2-0, Stockport-Northamp- ton 2-0 og Wrexham-Maidstone 2-2. • Celtic tapaði í gærkvöldi fyr- ir Motherwell í undanúrslitum skosku bikarkeppninnar á heimavelli sínum, 2-4. Mother- well mætir Dundee United í úr- slitum. St. Johnstone sigraði St. Mirren í skosku úrvalsdeildinni 2-1. • Danbmörk og Búlgaría skildu jöfn í vináttulandsleik í gærkvöldi, 1-1. -SK 21 árs landsliðið valið Hólmbert Friðjónsson, hinn nýi þjálfari 21-árs landshösins í knatt- spyrnu, hefur valið sex nýliða í 16 manna hóp fyrir tvo leiki í Færeyj- um um næstu helgi. íslenska liðið mætir færeysku úrvalsliði á fóstu- dagskvöldið og síðan A-landsliði Færeyja á sunnudaginn en báðir leik- irnir fara fram á gervigrasvellinum í Gundadal í Þórshöfn. Nýliðarnir sex eru Ágúst Ólafsson úr Fram, Gunnar Pétursson úr Fylki, Þorsteinn Jónsson úr Þór, Haukur Pálmason úr Fram, Pétur Jónsson úr ÍR og Arnar Guðlaugsson frá Akranesi. Hinir tíu eru Kristján Finnbogason, Akranesi, Ólafur Pétursson, Keflavík, Helgi Björgvinsson, Víkingi, Kristján Halldórsson, ÍR, Þor- móður Egilsson, KR, Steinar Guðgeirsson, Fram, Ingólfur Ingólfsson, Stjörnunni, Haraldur Ingólfsson, Akranesi, Steinar Adolfsson, Val, og Ríkharður Daðason, Fram. -VS Stjaman og Breiðablik gerðu jafntefli í gærkvöldi í Litlu bikarkeppn- inni í knattspymu. Leikurinn var heimaleikur Stjörnunnar en fór engu að síður fram á sandgrasvehinum í Kópavogi. Jörundur Jörundsson (bróð- Ir Kidda Jör) skoraði fyrir Stjörnuna en Rögnvaldur Rögnvaldsson skor- aði mark Breiðabhks. í gærkvöldi var leik Þróttar og Víkings frestað á Reykjavikurmótinu og fer hann fram i kvöld klukkan átta. -SK Sagt eftir leik ÍBK og UMFN: „Mikið taugastríð í úrslitaleiknum(( Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum: „Það var mikil bar- átta í þessum leik og það var að duga eða drepast fyrir okkur. Hver og einn þurfti að leggja allt í þessa viðureign og sem betur fer tókst okkur að fara með sigur af hólmi,“ sagði Friðrik Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, eftir leik- inn. „Úrslitaleikurinn á morgun verður baráttuleikur upp á líf og dauða. Þetta er spennandi og svona á þetta að vera,“ sagði Frið- rik ennfremur. Jón Kr. Gíslason „Það vom vonbrigði að tapa þess- um leik og það hefði verið gaman að klára íslandsmótiö hér í kvöld. Það sem gerði gæfumuninn var að þeir skoruðu mörg stig undir körfunni og við reyndum of mik- ið af þriggja stiga skotum. Úr- slitaleikurinn verður spennandi og svipaður þessum nema hvað við vinnum þá,“ sagði Jón Kr. Gíslason, þjálfari Keflvíkinga, sem lék mjög vel í gærkvöldi. Teitur Örlygsson „Ég hef aldrei verið eins stressað- ur fyrir leik á ævinni en sem bet- ur fer fór þetta að smella saman undir lokin og í síöari hálfleik og við náðum aö leika góða vörn og stöðva þá í þriggja stiga skotun- um. Úrslitaleikurinn á morgun verður mikið taugastríð," sagði Teitur Örlygsson sem átti hreint frábæran leik og var besti maður vallarins í leiknum gegn ÍBK. Falur Harðarson „Þaö var mjög svekkjandi að tapa þessum leik og geta ekki gert út um mótið. Við tókum alltof mikið af lélegum skotum í þessum leik og það geröi ef th vhl gæfumun- inn. Við höfum sýnt að við getum unnið á heimavehi Njarövíkinga og af hverju ættum við ekki að geta gert það aftur. Það verður mikiö taugastríö á fimmtudags- kvöldið og ég get lofaö því aö það verður barist til síðasta rnanns," sagöi Falur Harðarson. • Þaó munaði oft litlu aö upp úr syði i leik Keflvíkinga og Njarðvíkinga i gær ins, troðfylltu iþróttahúsið i Keflavik i gærkvöldi og fjöldi manns varð frá að hverf Baristtil ífimmta - Njarðvík sigraði Keflavík, 81-91. Hre Leikmenn Njarövíkur og Keflavíkur gera það ekki endasleppt í úrslitakeppni úrvalsdeildar í körfuknattleik. Enn einn rosalegi leikurinn fór fram í Kefla- vík, fjórði leikur liðanna, og nú tókst Njarðvíkingum að hefna ófaranna frá þriðja leiknum og jafna metin, 2-2. Fimmti leikur liðanna, hreinn úrslita- leikur, fer fram annaö kvöld í Njarðvík og hafi allt orðið vitlaust í leikjunum fram að þessu er ekki gott að lýsa því hvað kann að gerast í Njarðvík annað kvöld. Njarðvíkingar sigruðu með tíu stiga mun, 81-91, í gífurlega spennandi og skemmtilegum leik. Stemningin var nánast ólýsanleg, tæplega 1500 áhorf- endur og þrátt fyrir aö annaö liðið hafi beðið ósigur hafa þeir eflaust allir farið til síns heima með minningar í fórum sínum um skemmtilegan leik. Gangur leiksins var í stuttu máli sá að Njarðvíkingar byrjuðu betur og komust í 0-5. Heimamenn jöfnuðu, 11-11, og 19-19 en nú fór að draga th tíðinda. Njarðvíkingar komust í ótrú- lega forystu, 25-40, og héldu margir þegar hér var komið sögu að leiðir væru að skilja. En enn einu sinni misstu Njarövíkingar niður mikið forskot og þegar flautað var th leikhlés var mun- urinn aðeins eitt stig, 52-53. Spennandi síðari hálfleikur Útlitið var ekki mjög bjart fyrir Njarð- víkinga í upphafi síðari hálfleiks en þá voru ísak Tómasson og Kristinn Ein- arsson komnir með íjórar villur. Þrátt fyrir þetta höfðu Njarðvíkingar jafnan forystuna og sigur þeirra var nokkuð öruggur. Þegar 35 sekúndur voru til leiksloka var staðan 81-85 og þegar Keflvíkingar freistuðu þess að minnka muninn í lokin með því að brjóta stöö- ugt á Njarðvíkingum náðu gestirnir að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.