Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1991, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1991, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1991. 47 Fundurinn i Sindrabæ var á köflum fjörugur. Menn létu keppinautana ekki alltaf tala án þess að trufla þá pínulítið. Fyrirspurnir á sameiginlegum fram- boðsfundum eins og á Höfn hafa ekki viðgengist. Fjölmenni var á fundinum. DV-myndir Brynjar Gauti slíks í stað olíu á núverandi vélar án verulegra breytinga á þeim. Stórar vetnisverksmiðjur eru tiltölulega lít- ið hagkvæmari en litlar. Þetta þýðir að hægt er að hafa þær allvíða um landið. Til dæmis við hafnir og gera þannig skipaílotanum auðvelt með að ná í eldsneyti í sjálfa verksmiðj- una frekar en að flytja það langar leiðir með miklum tilkostnaði. Þetta myndi einnig veita fólki atvinnu." Eins og álfar út úr hól „Við erum hér í einu öflugasta framleiðsluhéraði á íslandi og viljum treysta líf og kjör fólks hér. Til þess þurfum við stefnu,“ sagði Hjörleifur Guttormsson, 1. maður á lista Al- þýðubandalagsins. „Undirstaðan í þjóðarbúskapnum, sjávarútvegur og landbúnaður, verða að skapa okkur auð og velsæld og við megum ekki missa arðinn frá þeim til auðugri svæða og til út- landa. Landbúnaður hefur búið við erfiðar aðstæður. Nýlega var tekið á vanda sem rekja má til þess tíma þegar verðlag var gefið frjálst í smá- sölu á landbúnaðarafurðum og vinnslu þeirra. Hveijir voru þá í stjóm? Það er vert að íhuga það. En nú eru menn að taka á málunum. Við þurfum einnig að horfa til nýrra greina eins og ferðaþjónustu og opinberrar þjónustu. Við skuldum fólki hér á þessu svæði, einkum öldr- uðum, að fá betri aðbúnað hið fyrsta. Við skuldum unga fólkinu það að hér verði búið svo að framhaldsmenntun að það horfl til framtíðar og geti ver- ið sem lengst í sinni heimabyggð. En það verður að vera samkvæmni í byggðastefnu.“ Hjörleifur sagði einnig að undir forystu Alþýðuflokksins væri verið að „ráðstafa aflafé landsmanna til risastórrar álbræðslu á suðvestur- horni landsins: Ég heyri ekki betur en Framsóknarflokkurinn geri engar athugasemdir við þetta mál. Hvað er verið að gera í málum Evrópubanda- lagsins? Það eru einhver vandræði uppi hér í málfutningi frambjóðenda. Ekki síst Sjálfstæðisflokksins. Hans menn eru hér eins og álfar út úr hól í eigin flokki.“ „Gjörðu svo vel, Jónas“ Talsvert fjör færðist í sahnn þegar Gunnlaugur Stefánsson, 1. maður á hsta Alþýðuflokksins, tók til máls og hóf hálfgerðar kappræður við Jónas Hahgrímsson: „Kæra fundarfólk. Hafa þingmenn- irnir fyht ykkur nýrri von? Hafa þeir talað um leið til að jafna upphitunar- kostnað í landinu? Eða leið til að hækka skattleysismörkin eða til að auka valdreifingu með því að flytja ríkisstofnanir út á land? Jónas Hallgrímsson: „Já“. Gunnlaugur: „Já, hvaða leið var það, Jónas? - gjörðu svo vel.“ Jónas Hallgrímsson: „í gegnum Byggðastofnun." Gunnlaugur: „Þú ætlar sem sagt að flytja hana út á land. Það væri alldeihs* flott hjá þér. Ég tek undir það.“ Jónas Hallgrímsson: „Gott.“ Gunnlaugur: „En hafið þið talað um að hér þurfi að vera mannsæmandi laun? Stærst af öllum málum. Hvað ætlum við að gera við undirstöðuat- vinnugreinarnar? Á lífsbjörgin, kvótinn, að vera áfram á floti? Að hagsmunir fjármagnsins verði teknir fram yfir rétt og búsetu mannsins? Ég sætti mig ekki við þá frjáls- hyggjustefnu sem nú haslar sér völl. Að fjármagnið ráði hvar við eigum heima. Ég þekkl lífskjörin vel. Ég stend andspænis þeim í daglegum störfum mínum. Ég hef kynnst fjöl- mörgum undanfarna mánuði sem óttast um búsetu sína vegna kvóta- kerfís og nýs búvörusamnings. Ég mótmæli því að bændur einir verði látnir færa fórnir. Á að láta kaldrifjaða kerfishags- muni ráöa í einu og öllu? Hvernig er þá með milhliðakerfið, smásölu- verslunina, frjálsu álagninguna sem Framsóknarflokkurinh setti á. Á að láta atvinnureksturinn sleppa? Síð- asta árið hefur verið eitt besta góð- ærið í atvinnurekstri í íslandssög- unni. En kjörin hafa rýrnað. Þetta er af- staða Álþýðuflokksins gagnvart nýja búvörusamningnum. Þess vegna sögðum við, og þar gilda mannleg viöhorf, frestum samningnum um eitt ár og gefum málinu góðan tíma og önum ekki út í nýtt kvótakerfi sem við komumst ekki til baka úr. Við þurfum að takast á við þessi mál á grundvelli mannlegra viðhorfa þar sem lífskjörin eru höfö að leiðarljósi. Við þurfum að gefa fólki von og trú, á að það sé gott að búa á Austur- landi,“ sagði Gunnlaugur. Merkileg messa prestsins „Þetta var nú annars merkileg messa hjá prestinum. Ég ætla nú að vona það fyrir hönd okkar allra að við eignumst aldrei krata á þing fyr- ir Austurland. Þá held ég nú að á ógæfu Austurlands verði alltaf von,“ sagði Bragi Gunnlaugsson, sem er í 1. sæti H-lista Heimastjórnarsamtak- anna. „Hvers vegna annað framboð? Því er til að svara að fjórflokkurinn hef- ur brugðist okkur. Einveldi hans hefur leitt til sívaxandi spillingar, arðráns og kúgunar, dregið fólk til miðstýringarvaldsins á höfuðborgar- svæðinu sem sólundar okkar aflafé í glerkúlur og prjál í borg Davíðs. Óverulegum ölmususjóðum og lán- um er síðan úthlutað til okkar sem höldum sjó á landsbyggðinni og höld- um þessu bákni uppi. Þessu viljum við breyta með því að færa völdin heim í landshlutana. Við viljum ráða yfir og njóta auðlinda okkar, tryggja launajöfnun og mannsæmandi lág- markslaun, fjölga skattþrepum og afnema matarkrataskatta. Byggða- kvóta viljum viö í landbúnaði og sjávarútvegi og bættar samgöngur og höfnum aðild að Evrópubandalag- inu - tortímingu sem myndi leiða til ófagnaðar. Hér gala gaukar frjálshyggju og verslunarfrelsis hæst, æpa á þetta frelsi og meina þá einokun og ófrelsi. Við eigum að hafa vinsamleg við- skipti við slíkt bandalag, gera við það viðskiptasamninga en aldrei fella okkur við fjötra þess,“ sagði Bragi. -ÓTT Halldór: „Eru sjálfstæðismenn aö kynna sér EB fyrst núna?“ Guðmundi Beck, Þ-lista, óx mjög ásmegin er leið á ræðu hans. Salmóme Guðmundsdóttir, V-lista, vakti athygli á vetnisframleiðslu. Egill Jónsson, 1. maður á lista Sjálf- stæðisflokks. __________Stjómmál Framboðs- listar í Aust- urlandskjör- dæmi: A-listi Alþýðuflokks - Jafn- aðarmannaflokks íslands: 1. GuimlaugurStefánsson sóknarprestur. 2. Hermann Níelsson íþróttakennari. 3. Magnliildur B. Gisladóttir húsmóðir. 4. Magnús Guðmundsson skrifstofumaður. 5. Ásbjörn Guðjónsson bifvélav irki B-listi Framsóknarflokks: 1. HalldórÁsgrimsson ráðherra. 2. Jón Kristjánsson alþingismaður. 3. Jónas Hallgrímsson framkvæmdastjóri. 4. KarenErla Erlingsdóttir ferðamálafulltrúi. 5. Kristjana Bergsdóttir kennari. D-listi Sjálfstæðisflokks: 1. Egill Jónsson alþingismaður. 2. Hrafnkell A. Jónsson, formaður verkalýðsfélagsins Árvakurs. 3. Kristinn Pétursson alþingismaður. 4. Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður bæiarráðs. 5. Einar Rafn Haraldsson framkvæmdastj óri. F-listi Frjálslyndra: 1. Örn Egilsson fulltrúi. 2. FriðgeirGuðjónsson skrifstofumaöur. 3. Guðríður Guðbjartsdóttir kaupkona. 4. Hallfríður Eysteinsdóttir dagmóðir. 5. Ásmundur Þór Kristinsson byggingaverktaki. G-listi Alþýðubandalags: 1. Iijöiieifur Guttormsson alþingismaður. 2. Einar Már Sigurðarson kennari. 3. ÞuríðurBackman hjúkrunarfræðingur. 4. Álfhildur Ólafsdóttir bóndi. 5. Sigurður Ingvarsson, forseti ASA H-listi Heimastjórnarsam- takanna: 1. Bragi Gunnlaugsson bóndi. 2. Pálmi Stefánsson húsasmíðameistari. 3. Kristinn Þorbergsson forstöðumaður. 4. Guðni Elísson blikksmiður. 5. Pétur Kristjánsson þjóðháttafræöingur. V-listi Samtaka um kvennalista: 1. SalómeGuðmundsdóttirbóndi. 2. Ingibjörg Hallgrímsdóttir. 3. Helga Hreinsdóttir kennari. 4. Edda Kristín Björnsdóttir bóndi. 5. Snædís Snæbjörnsdóttir leiðbeinandi. Þ-listi Þjóðarflokks - Flokks mannsins: 1. Sigríður Rósa Kristinsdóttir fiskvinnslumaður. 2. Gróa Jóhannsdóttir búfræðingur. 3. Guðmundur MárHansson Beck bóndi. 4. Þórður Júlíusson líffræöingur. 5. Benedikt G. Þórðarson rafvirki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.