Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1991, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1991, Blaðsíða 30
50 MIÖ\HkIJI)A(;ÚR 10. ÁÚRÍÚ,fÍ991. Afrnæli M Lárus I. Sigurðsson Lárus Ingvar Sigurösson, fyrrver- andi skipstjóri, frá Hnífsdal, Lækj- artúni 13, Mosfellsbæ, er áttræöur í dag. Starfsferill Lárus fæddist í Tjarnarbúð í Hnífsdal en ólst upp á ísafirði frá tveggja til níu ára aldurs en flutti þáafturíHnífsdal. Hann hóf sjómennsku þrettán ára á árabát meö föður sínum, lauk fiskimannaprófi 1931 og minna vél- stjóraprófi 1932. Lárus bjó á ísafirði á árunum 1939-46 og í Súðavík 1946-52 en flutti þá enn í Hnífsdal þar sem hann var vélstjóri og for- maður á ýmsum bátum. Lárus bjó síðan í Hnífsdal til 1967 en þá seldi hann bát sinn, Einar ÍS, og flutti til Reykjavíkur. Hann var síðan annar vélstjóri á hafrannsóknaskipinu Dröfn RE1974-82 og loks vaktmaður í skipum Hafrannsóknastofnunar. Fjölskylda Kona Lárusar var Daníela Jóna Jóhannesdóttir frá Hlíð í Álftafirði, f. 14.21910, d. 8.3.1981, dóttir Einars Jóhannesar Gunnlaugssonar b. og Málfríðar Sigurðardóttur húsfreyju. Böm Lárusar og Daníelu eru Jón Arinbjörn f. 3.3.1937, vistm. á Kópa- vogshæh; Sigfríð f. 11.8.1938, sjúkra- hði í Mosfellsbæ, gift Finnboga Jó- hannssyni en fyrri maður Sigfríöar var Stefán Björnsson, d. 21.8.1963; Lárus Hafstein Lárusson f. 15.12. 1940, smiður og b. á Háleggsstöðum í Dehdardal í Skagafirði, kvæntur Þórönnu K. Hjálmarsdóttur; Einar Jóhannes stýrim., f. 9.7.1942, d. 22.12.1966, var kvæntur Finneyju A. Finnbogadóttur; Sigurgeir Ingi f. 26.2.1945, skipstjóri í Kópavogi, kvæntur Kristbjörgu Guðjónsdóttur og Bára Björk f. 24.4.1948, bankam. í Mosfellsbæ, gift Stefáni Ólafssyni. Barnabörn Daníelu og Lárusar voru tuttugu en barnabarnabörnin eraorðintólf. Systkini Lárusar voru: Jón Arin- björn, dó ungur; Ásgeir, fórst 1940, átti einn son; Karl, fv. skipstjóri í Hnífsdal, kvæntur Kristjönu Hjart- ardóttur og áttu þau fimm böm; María, húsmóöir í Hafnarfirði, var gift Haraldi Sigurðssyni og eiga þau fimm böm og Salómon, fiskverk- andi á ísafirði, kvæntur Petrínu Georgsdóttur og eiga þau tvo syni. Hálfsystkini Lámsar, börn Sig- urðar oglngibjargar, d. 4.1.1905, ívarsdóttur á Isafirði, Gíslasonar á Víghólastöðum á Fellsströnd, Helgasonar, vom: Láms Mikael, d. 1910; Steinunn Pálína, m. Jóhannes Jóhannesson, vélstjóri í Reykjavík; Sigurður, sjómaður í Reykjavík, m. Sæunn Sigurðardóttir; Guðjón Gísli, b. á Núpi í Haukadal, m. Sol- veig Ólafsdóttir; Halldór, fisksali í Reykjavík (stofnandi og síðar heið- ursfélagi Knattsp.f. Þróttar), m. Jós- efína Jónsdóttir; Árni, dó níu ára; Helga, m. Ólafur P. Ólafsson, veit- ingamaður í Reykjavik, og Jónas, sjómaður á Súgandafirði, m. Ragn- heiður Guðmundsdóttir. Hálfsystk- in Lámsar eru öll látin nema Sig- urður en hann dvelst nú á Kumb- aravogi. Foreldrar Lámsar Ingvars vom Sigurður Jónasson, f. 12.6.1866, d. 5.6.1965, form., síðar fiskimatsmað- ur í Hnífsdal, og seinni kona hans, Sigríður Salómonsdóttir, f. 25.91886, d. 10.1.1976, á Kirkjubóh í Korpudal í Önundarfirði, Jónssonar og konu hans Maríu Hermannsdóttur. Salómon drukknaði 4.10.1897 og Sig- ríður ólst upp í Seljalandi í Álftafirði. Ætt Sigurður var sonur Jónasar, b. á Fremri-Hrafnabjörgum og víðar, Jónassonar, b. í Þrándarkoti, Jóns- Lárus I. Sigurðsson. sonar, á Finnastöðum í Eyjafirði, Jónssonar. Móðir Jónasar Jónassonar var Steinunn Jónsdóttir, ekkja í Skriðu- koti. Móðir Sigurðar var Ehsabet Sigríður Jónsdótfir frá Skarði í Haukadal, Bjömssonar, b. á Fremri-Þorsteinsstöðum, Skarði og víðar, Guðmundssonar, b. á Geita- stekk (Bjarmalandi) í Hörðudal. Láms tekur á móti gestrnn laugar- daginn 13. apríl á heimih dóttur sinnar að Leirutanga 9 í Mosfehsbæ kl. 15 tíl 18. Eirí ka Anna Friðriksdóttir Eiríka Anna Friðriksdóttir, dokt- or í hagfræði, varð áttræð þann 3. apríl síðastliðinn. Starfsferill Eiríka las hagfræöi og tölfræði í tékkneskum tækniháskóla í Prag og árið 1936 útskrifaðist hún þaðan með titilinn Dipl. Ing/Econ. og fékk tveggja ára styrk tU rannsókna í Danmörku. Rannsóknarverkefnin voru for- varnir í þremur sjúkdómum: syp- hillis, berklum og liðagigt. Árið 1938 var Eiríka kölluð til vinnu í Eng- landi og vann fyrst í Oxford með Lord Beveridge við undirbúning að lögum í félagsmálum, en síðar með Sir Richard Stone í London við rannsóknir á þjóöartekjum. Stone fékk nóbelsverðlaunin fyriB þetta verkefni. í byrjun stríðs gekk Eiríka í Rauða krossinn í Tékkóslóavakíu í þeim tilgangi að fara til Afríku en ekkert varð af þeirri för. Hún fékk þá aftur styrk til að halda áfram við rann- sóknir en vann hálfan daginn á sjúkrahúsum allt til stríðsloka. Árið 1945 byrjaði hún að starfa fyrir Sameinuðu þjóðirnar, fyrst í London en frá árinu 1947 í New York. Árið 1953 flutti hún til íslands og vann hjá Efnahagsstofnuninni. Seinna, eða frá 1962-1965 vann hún sem háskólakennari í Ástralíu. Eiríka Anna var sæmd Fálkaorð- unni áriðl991. Fjölskylda Foreldrar Eiríku voru Dr. Fritze Spitzer, rafmagns- og efnaverk- fræðingur, og Else Spitzer ensku- kennari. Það voru mjög margir verkfræð- ingar og rannsóknarmenn í ætt Ei- ríku sem m.a. hönnuðu og sáu um byggingu á fyrstu járnbrautarlín- Eirika Anna Friðriksdóttir. unni í Kína, rannsökuðu olíuhndir á Fihppseyjum og áttu einkaleyfi á rafhlöðum sem enn em í notkun hér álandi. Finnlaugur Pétur Snorrason Finnlaugur Pétur Snorrason smiður, Dvergabakka 10, Reykjavík, verður sjötíu og fimm ára á morgun. Starfsferill Finnlaugur fæddist á Syðri-Bæg- isá í Öxnadal og ólst þar upp. Hann stundaði nám í Laugaskóla og ók mjólkurflutningabifreið um nokk- urraáraskeið. Finnlaugur flutti á Selfoss árið 1945 og stundaði húsasmíðar. Árið 1953 flutti Finnlaugur til Arn- arstaða í Hraungerðishreppi og stundaði þar búskap og kartöflu- ræktun. Arið 1970 flutti hann svo th Reykjavíkur. Fjölskylda Finnlaugur kvæntist árið 1945 Hermínu Sigurðardóttur, f. 13.11. 1923, húsmóður, en hún er dóttir Siguröar Jónatanssonar, vefara á Akureyri, og Ágústu Rósu Jóseps- dóttur húsmóður. Finnlaugur og Hermína eignuðust sjö börn, þau eru: Helgi, f. 16.5.1946 d. 13.1.1988, söðlasmiöur en hann eignaðist fimm börn; Gunnar, f. 3.6. 1947, mjólkurverkfræðingur í Sví- þjóð, og á hann tvö börn; Þorfinnur, f. 25.9.1948, verslunarmaður, bú- settur í Reykjavík og á tvö börn; Þórlaug, f. 25.9.1950, húsmóðir og fiskvinnslukona í Danmörku, á hún eitt barn; Hulda, f. 4.4.1953, kennari og húsmóðir, búsett í Mývatnssveit, á hún fimm börn; Snorri, f.21.2. 1960, íjármálastjóri, býr á Álftanesi, á tvö börn; og Ágústa Rósa, f. 28.10. 1962, bankastarfsmaður og húsmóö- ir, búsett í Reykjavík, á eitt barn. Finnlaugur er næstelstur fimm systkina sem öll em á hfi. Þau eru: Guðlaug, búsett í Reykjavík; Hulda, búsett í Dagverðartungu í Hörgár- dal; Steinn, búsettur á Syðri-Bægisá í Öxnadal; Halldóra, búsett á Stóra- Finnlaugur Pétur Snorrason. Dunhaga í Hörgárdal. Foreldrar Finnlaugs vom Snorri Þórðarson frá Hnjúki í Skíðadal og Þórlaug Þorfinnsdóttir frá Skegg- stöðum í Svarfaðardal. Finnlaugur tekur á móti gestum á afmæhsdaginn 11.4. frá kl. 17-20 að Hótel Borg. Til hamingju með afmælið 10. apríl 85 ára Fanný Jönsdóttb', Sjúkrahúsi Húsavíkur. Kristín Baldvinsdóttir, Ilávegi 12, Sigiufirði. Hinrik Guðmundsson, Bóli, Biskupstungnahreppi. Halldór Jónsson, Breiðvangi 6, Hafnarfirði. 75 ára 50 ára Kristján Th. Tómnsson, Noröurvör 12, Grindavik. Viktoría Ólafsdóttir, Seljugerði 4, Reykjavik. 70 ára Jörundarholti 114, Akranesi. Hugrún Einarsdóttir, Aðalsteinn Halldórsson, Kvistaiandi 4, Reykjavik. Hafnarbraut 48, Neskaupstað. Gíslína Þórarinsdóttir, Eyrarvegi 37, Akureyrí. Hún tekur á móti gestum á heimiii sínu lauganiaginn 13. apríl eftir kl. 16.00. 40 ára Hilmar Þór Karlsson, Hringbraut 92C, Kefiavik. 60 ára Grundargerði 7E, Akureyri. Sverrir Haraldsson, Vallarbraut 7, Akranesi. • Hannes Baidvinseon, Hafnartuní 2, Siglufiröí. Halla Einarsdóttir Halla Einarsdóttir skrifstofumað- ur, Vahargerði 15, Reyðarfirði, varð fimmtug í gær. Starfsferili Halla fæddist á Eskifirði og ólst þar upp. Hún gekk í Alþýðuskólann að Eiðum og Húsmæðraskólann í Laugalandi í Eyjafirði. Hún starfaði um tíma hjá Kaupfélaginu Björk á Eskifirði og hjá Pósti og síma. Seinna starfaði hún einnig hjá Pósti og síma á Reyðarfirði. Halla rak Verslun Gunnars Hjaltasonar á Reyðarfirði, ásamt maka sínum, frá 1. ágúst 1969 til 10. apríl 1987. Einnig hefur hún rekið ’Gunnarsbakarí á Reyðarfirði frá 20. nóvember 1979. Fjölskylda Halla giftist 25.12.1962 Gunnari Hjaltasyni, f. 21.7.1942, fram- kvæmdastjóra. Foreldrar hans vom Hjalti Gunnarsson, útgeröarmaður á Reyðarfirði, og Aðalheiðar Vil- bergsdóttir húsmóðir. Þau em bæði látin. Börn þeirra Höllu og Gunnars eru: Anna Ragnheiður, f. 21.6.1964, skrif- stofumaður, gift Guðmundi Frí- Halla Einarsdóttir. manni Guðmundssyni vélvirkja, og eiga þau soninn Gylfa; og Hjalti, f. 12.4.1969, bakari i Aalborg í Dan- mörku, kvæntur Tinu Larsen og eiga þau soninn Sturlu. Systkini Höhu em: Ríkharður Friðrik, f. 29.4.1942, bifyélavirki á Reyðarfirði, kvæntur Ólu Björk Ing- varsdóttur og eiga þau fimm börn; og Guðný, f. 30.11.1948, fiskverka- kona á Eskifirði, og á hún tvö börn. Foreldrar Höllu em þau Einar Kristjánsson, f. 11.7.1912, fyrrv. bankastarfsmaöur á Eskifirði, og Anna Hallgrímsdóttir, f. 7.8.1917, húsmóðir. Þau búa á Eskifirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.