Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1991, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1991, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1991. Merming_________________ Frábær píanóleikur Ungverski píanóleikarinn György Sebök hélt ein- leikstónleika í íslensku óperunni í gærkvöldi. Á efnis- skrá hans voru verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart, Frederic Chopin og Franz Lizt. Efninu var svo skipað að fyrir hlé voru fluttar tvær píanósónötur eftir Mozart, önnur í B-dúr, hin í c-moll. Eftir hlé tók rómantíkin við og kom þá Fantasía Chop- ins í f-moll og Mefistovals Lizts nr. 1. Mefistovalsinn er með best heppnuðu verkum hins mikla píanóleik- ara og gildir það jafnt um útsetninguna fyrir hljóm- sveit sem píanógerðina. Þetta er mikið virtúósaverk og skrautlegt, en einföld og sterk laglína fær að halda sínu fyrir skrautinu nægilega vel til að jafnvægi and- stæðna skapast. Fær verkið fyrir það skýra heildar- mynd. Fantasia Chopins er vegleg tónsmíð og tilfinn- ingarík sem gerir miklar tæknikröfur. Glæsileiki trufl- ar þó aldrei innihaldið í þessu heilsteypta verki. Þótt verk þessi bæði séu ágætar tónsmíðar fölna þær í samanburði við hina ómenguðu snilld sem birtist í þeim tveim sónötum Mozarts sem þarna voru fluttar. Ástæðan er sú að í þeim er ekkert óþarft. Hvert smáat- riði er aðalatriði og nauðsynlegur þáttur í heildinni. Ekkert er falið, allt opið og það sem við blasir er snilld- in hrein og tær. Sónatan í c-moll er dekkri í tóninum og rómantískari í anda. Sú í B-dúr er heiðskír og tær Tónlist Finnur Torfi Stefánsson eins og sumarnætur norðursins. Upphaf þess verks er svo einfalt og blátt áfram að engum gæti dottið í hug að nota það sem efnivið í stórbrotna tónsmíð nema barni eða snillingi. György Sebök virðist kominn á efri ár, en þess varð ekki vart í leik hans. Tækniþrautir rómantísku verk- anna leysti hann fyrirhafnarlaust. Hitt skipti þó meira máli hve túlkun hans var einlæg og sönn. Það var eins og hann væri sjálfur hluti af verkunum og þeirri menn- ingu sem þau eru sprottin úr og flutningur þeirra honum eins eðlilegur og að draga lífsandann. Áheyr- endur fögnuðu þessum góða gesti vel og innilega og fóru endurnærðir heim. Andlát Finnur Magnússon, fyrrverandi kaupmaður á ísafirði, lést á Hrafn- istu 8. apríl sl. Sigrún Rakel Tryggvadóttir, Ásgarði 31, Reykjavík, lést á sjúkradeild, Hátúni 10B, 8. apríl. Jardarfarir Böðvar Tómasson byggingameistari, Helgamagrastræti 49, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð sunnudaginn 7. apríl. Útfórin fer fram frá Akur- eyrarkirkju þriðjudaginn 16. apríl kl. 13.30. Karólína Sveinsdóttir, Dyngjuvegi 10, verður jarðsungin frá Áskirkju flmmtudaginn 11. apríl kl. 15. Útför Markúsar Jóhanns Eiríksson- ar, Ásvallagötu 40, fer fram frá Dóm- kirkjunni fimmtudaginn 11. apríl kl. 13.30. Útför Óskars Þórðarsonar, Bleikar- gróf 25, Reykjavík, er lést á heimili sínu 17. febrúar, var gerð í kyrrþey frá Sólheimakapellu í Mýrdal laugar- daginn 2. mars sl. Óli Þór Bernódusson lést á gjör- gæsludeild Landspítalans 27. mars. Jarðarfórin hefur fariö fram. Tilkynrdngar Kjörfundur JC Kópavogs starfsárið 1990-1991 verður haldinn í dag, miðvikudaginn 10. apríl, kl. 20.30 í Sjálf- stæðishúsinu að Hamraborg 1, Kópavogi, (3. hæð). Fjölmennum og kjósum nýja stjórn. ITC deildin Meikorka heldur fund í kvöld í menningarmiðstöð- inni Gerðubergi kl. 20. Meðal efnis á fundinum er dagskrá um 68 kynslóðina. Fundurinn er öllum opinn. Mætum í klæðnaði í anda fundarins. Upplýsingar veita Ólöf s. 72715 og Guðrún s. 672806. Félag eldri borgara Opiö hús í Risinu í dag frá kl. 13. Kl. 15 mun Framsóknarflokkurinn verða með framboðsfund. Framtíðarstefnan í þjóð- félagsfræðum við HÍ Samfélagið, félag þjóðfélagsfræðinema við Háskóla íslands, gengst fyrir náms- stefnu í stofu 101 í Lögbergi, fimmtudag- inn 11. apríl kl. 17. Umræðuefnið er fram- tíðarstefnan í þjóöfélagsfræðum við Há- skóla íslands. Á námsstefnunni mun Stefán Ólafsson kynna hugmyndir um breytt fyrirkomulag á BA-námi í stjórn- mála- félags- og mannfræði, eða svokallaö línukerfi. Þá mun Gunnar Helgi Kristins- son kynna hugmyndir um framhaldsnám í þjóðfélagsfræðum og nemendur úr of- antöldum þremur greinum munu halda stutt framsöguerindi. Að loknum fram- söguerindum verða umræður og gestir geta borið fram fyrirspurnir. Allir eru velkomnir og aðgangur að sjálfsögðu ókeypis. Myndakvöld Fl Ferðafélagið efnir til myndasýningar í dag, 10. apríl í Sóknarsalnum, Skipholti 50a. Sýningin hefst stundvíslega kl. 20.30. Efni: Bergþóra Sigurðardóttir sýnir myndir og segir frá ferðum sínum í Borg- arfirði eystra, Lónsöræfum og víðar á Norðausturlandi. (Ferðir nr. 9,10 og 14 í áætlun ’91). Eftir kaifihlé verða sýndar myndir frá Reykjanes - Langjökulsgos- beltinu tengdar raðgöngu Ferðafélagsins, sem hefst sunnudaginn 14. apríl. Kaffi- veitingar. Allir velkomnir félagar og aðr- ir. Aðgangur kr. 500 kaffi og meðlæti inni- falið. Muniö Ferðafélagsspilin. Ferðaá- ætlun 1991 liggur frammi. Myndatökur með myndbandi. Nokkur pláss laus á námskeiði þann 11. og 13. apríl. Áhersla lögð á ferðamyndatökur. Kvennadeild Flugbjörg- unarsveitarinnar heldur félagsfund í kvöld, 10. apríl, kl. 20.30 í Nýja félagsheimilinu. Bandalag kvenna Hafnarfirði Vorfundur Bandalags kvenna í Hafnar- firði, verður haldinn fimmtudaginn 11. apríl í safnaðarheimili Víðistaðakirkju og hefst hann kl. 20.30. Dagskrá: 1. Kristj- án Ingi Gunnarsson garðyrkjustjóri talar um garða og gróður. 2. Ungt fólk syngur og leikur á hljóöfæri. 3. Kaffiveitingar. Allar konur velkomnar. Námskeið Námskeið - lofgjörðarhatið Dagana 10.-15. apríl verða þjónin Vick og Carol Mandy frá S-Afríku með nám- skeiö og samkomur hjá Veginum. Þau hjónin starfa meö Rhema kirkjunni í Jóhannesarborg sem telur um 12000 manns. Þessi kirkja hefur notið mikillar hylli jafnt hjá hvítum sem svörtum og er mjög leiðandi í þeirri kristnu vakningu sem nú fer um landið. Þau hjónin hafa mikið fram að færa sem sterkir andlegir leiðtogar. Hann er skólastjóri Biblíuskól- ans og hún stjórnar tónlistinni og lof- söngnum í kirkjunni. Þau hjónin munu kenna um lofgjörð, engla og sáttmálann sem guð gerði við mennina. Námskeiðið hefst nk. fimmtudag kl. 20 í húsnæði Vegarins að Smiðjuvegi 5, Kópavogi, og er öllum opið. Safnaðarstarf Árbæjarkirkja: Fyrirbænaguðsþjónusta í dag kl. 16.30. Áskirkja: Starf með 10 ára börnunrog eldri í safnaðarheimilinu í dag kl. 17. Bústaðakirkja: Féiagsstarf aldraöra: Opið hús í dag kl. 13-17. Mömmumorg- unn í fyrramálið kl. 10.30. Dómkirkjan: Hádegisbænir í dag kl. 12.15. Opið hús fyrir aldraða í safnaðar- heimilinu í dag kl. 14-17. Fella- og Hóiakirkja: Guðsþjónusta í kvöid kl. 20.30. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Sönghópurinn Án skil- yrða annast tónlist. Stjórnandi Þorvaldur Halldórsson. Samverustund fyriraldraða í Gerðubergi fimmtudag kl. 10-12. Helgi- stund. Umsjón hefur Ragnhildur Hjalta- dóttir. Starf fyrir 12 ára börn í Fella- og Hóiakirkju fimmtudaga kl. 17 18. Hallgrímskirkja: Opið hús fyrir aldraða í dag kl. 14.30. Fundur hjá Indlandsvinum í kvöld kl. 20.30. Hátcigskirkja: Kvöidbænir og fyrirbæn- ir í dag kl. 18. Neskirkja: Æfing kórs aldraðra kl. 16.45. Öldrunarstarf: Ilár- og fótsnyrting í dag kl. 13-18. Bænamessa kl. 18.20. Sr. Guö- mundur Óskar Ólafsson. Seljakirkja: Fundur KFUM, unglinga- deildar, i dag kl. 19.30. t Litla ástkæra dóttir okkar og systir, Tinna Ýr Friðriksdóttir, sem lést af slysförum þann 3. apríl síðastliðinn, verður jarðsungin í Fossvogskapellu föstudaginn 12. apríl nk. kl. 10.30. Jarðsett verður að Lágafelli. Friðrik Steingrímsson Steinvör Baldursdóttir Telma Ýr Friðriksdóttir BLAÐ BURÐA RFÓLK Laugavegur 2-120, sléttar tölur ■% •!< K n $ f . * t A fi § f f H i if H f i i H AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11 SÍMI 27022 Myndgáta ENÞOR Fyrsta myndgátan, sem hér birtist, lýsir kvenkynsorði. Myndgáta Birting daglegrar myndgátu hefst í DV í dag. Gáturnar eru röð teikninga en hver einstök mynd er sjálfstæð gáta. í hverju blaði birtist ein teikning og á lesandi að ráða af henni eitthvert orð, orðasam- band, málshátt og svo framvegis. Vísbending þar um verður undir myndinni. Daginn eftir eða í næsta tölublaði birtist síðan önnur teikning með vísbendingu ásamt smækkaðri mynd úr tölublaðinu á undan með lausn þeirrar gátu. Eyþór Stefánsson á hugmyndirn- ar og teikningarnar. Tónleikar Tapaðfundið Kabarett 2007 í kvöld, 10. apríl, heldur Kabarett 2007 sína aðra kvöldskemmtun á Púlsinum, Vitastíg, kl. 22-01. Kabarett 2007 skipa að þessu sinni: Dúettinn Viö sem eru Björg- vin Gíslason tónskáld og Kristján Frí- mann ljóðaskáld, þeir flytja ljóð við fögur hljóð. Bjarni Þórarinsson (kokkur kyrjan kvæsir) sem flytur drápu. Dagur Sigurð- arson, stórskáld og hugsuður, með vel valin orð. Steinunn Ásmundsdóttir ljóð- skáld flytur nokkur bestu ljóða sinna. Kristján Hreinsson með tónaljóö. Inferno 5, sem bera fram tónaflóö við orð og myndir, þann fríða flokk skipa Ómar Stefánsson, Óskar Thorarensen, Indriði Einarsson og Þorri Jóhannsson. Fleiri ónefndir listamenn eru svo væntanlegir er á kvöldið líður. Aðgangseyrir er kr. 700. Athugasemd Einar Sveinn Árnason, starfsmaö- ur í menntamálaráðuneytinu, vildi koma á framfæri athugasemd vegna skrifa um dreifingu á bæklingi menntamálaráöuneytisins, Skilabréf ’91, í DV í gær. Einar sagðist ekki vita hvað um þann hluta upplagsins yrði sem ekki væri sendur til stofn- ana ráðuneytisins, rúmlega þúsund eintök. Af fréttinni mátti skilja að Einari Sveini væri kunnugt um af- drif þessara bæklinga, að þeim yrði dreift á kosningafundum Alþýöu- bandalagsins. Þær upplýsingar, sem eru réttar, eru ekki frá honum komn- ar. -hlh Leiðrétting Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: I grein minni í blaðinu sl. mánudag um „þjóðarsátt í nöpru ljósi“ lék lít- ill púki lausum hala. - í upphafl greinarinnar voru settar fram upp- lýsingar um atvinnuþátttöku giftra kvenna á íslandi. Þar stóð að hún væri nú 8090 en hefði verið 2090 árið 1960. Þessar tölur hafa sjálfsagt vaflst fyrir einhverjum, enda með öllu óskiljanlegar. - Þarna átti að sjálf- sögðu að standa að atvinnuþátttakan væri 80% nú en hefði verið 20% árið 1960. - Villan verður að skrifast á minn reikning því það verður að segjast eins og er að setjari og próf- arkalesari hafa einfaldlega ekki skil- ið mína annars formfögru skrift! Högni í óskilum Ungur (ca 7 mánaöa) högni er í óskilum á Miklubraut síðan miðvikudaginn 3. apríl og sýnir hann ekki á sér neitt farar- snið. Ef einhver saknar kattarins þá vin- samlegast er hann beðinn að hringja í síma 626534. Leikhús luliliJ í ilitiii S iiiMúll iiilkli.1 IttIttIttI I iiB'fíl W BhBBilfiir jS..5tSÍS.iúJHjLwJ:iL Leikfélag Akureyrar Söngleikurinn KYSSTU MIG, KATA! eftir Samuel og Bellu Spewack Tónlist og söngtextar eftir Cole Porter Þýðing: Böðvar Guðmundsson Leikstjórn: Þórunn Sigurðardóttir •ri-eikmynd og búningar: Una Collins Tónlistarstjórn: Jakob Frimann Magnússon Dansar: Nanette Nelms Lýsing: Ingvar Björnsson Föstud. 12. april kl. 20.30. Laugard. 13. april kl. 15.00. Laugard. 13. apríl kl. 20.30. Sunnud. 14. apríl kl. 20.30. Föstud. 19. apríl kl. 20.30. Sunnud. 21. apríl kl. 20.30. Laugard. 27. apríl kl. 20.30. Sunnud. 28. apríl kl. 20.30. Þriðjud. 30. apríl kl. 20.30. Skrúðs- bóndinn Miðvikud. 24. april kl. 21, frumsýn- ing. 2. sýn. fimmtud. 25. april kl. 21. 3. sýn. föstud. 26. apríl kl. 21. Aðgöngumiðasala: 96-2 40 73. Miðasalan er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýningardaga kl. 14-20.30. MUNIÐ PAKKAFERÐIR FLUGLEIÐA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.