Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1991, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1991, Blaðsíða 35
MIÐYIKUDAGUR 10. APRÍL,1991. 55 Menning Minningar frá Mexíkó Mexíkó er ekki beinlínis í næsta nágrenni við okkur íslendinga. Þó hafa nokkrir íslenskir listamenn sótt þangað innblástur, þar á meðal Magnús og Barbara Árnason, Vífill arkitekt sonur þeirra, Erró, Sigurlaug Jóhannesdóttir textíllistamaður, Baltasar og nú síðast Sverrir Ólafsson myndhöggvari sem sýnir afrakstur Mexíkódvalar sinnar í Nýhöfn við Hafnarstræti (lýkur í kvöld). Dvölin í Nýja heiminum hefur augsýnilega haft mikil og góð áhrif á hinn hafnfirska ber- se'rk. Hún hefur sniðið ýmsa agnúa af myndlist Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson hans, þar á meðal óþarfa formrænar ýkjur og handahófskennda litagleði og furidið eðlilegri leik og sköpunargleði hans markvissari farveg í „alvöru“ þrívidd. I myndverkum sínum steypir Sverrir saman þremur þáttum mexíkanskra sjónlista að fornu og nýju og lagar að eigin viðhorfum. Fyrst skal telja mikilfenglega stílfærslu hinna fornu azteka á mannslíkamanum - aö ógleymdri mynstur- gerð þeirra - sem birtist til dæmis í verki eins og Jarðarmóður (nr. 2). Stallar standverka lista- mannsins gætu einnig verið í anda azteks mónú- mentalisma. Helgiskrín í öðru lagi vil ég nefna skrautlega alþýðulist Mexíkana en áhrifa hennar gætir í allflestum máluðum verkum Sverris á sýningunni. Loks má nefna tilbrigði listamannsins um ákveðna tegund súrrealisma sem landlæg er í Mexíkó og víðar um sunnanverða Ameríku. Meðal verka í þeim dúr eru stórbrotnar en fjarstæðu- kenndar myndir hans af stólum og farartækjum sem jafnframt eru meðal þeirra verka Sverris sem mesta athygli hljóta að vekja, bæði fyrir uppáfinningasemi hans og vandaða úrvinnslu. í verki eins og Helgiskrín (nr. 7), sem er járn- skápur með ýmsu smálegu innan í, er einnig eins og renni saman súrrealismi, það er sjón- rænt samstuð ólíkra (og erótískra) þátta, og hið eiginlega helgiskrín eða „retablo“ sem finna má á hverju götuhorni í mexíkönskum bæjum. Mexíkó hefur sem sagt orðið til þess að leysa úr læðingi ýmsa helstu kosti Sverris sem mynd- listarmanns, verklagni hans - járnið er nánast eins og leir í höndum hans - tilhaldssemi hans og ærslafengna kímnigáfu. Nú er að sjá hvernig listamaðurinn ávaxtar þetta mexíkanska pund sitt í gjóstrinum hér uppi á klaka. Fjölmiðlar Gamalt vín á nýjum belgjum Landið og miðin heitir þáttur á rás 2 sem er einhver sá hallærisleg- asti sem heyrist á öldum ljósvak- ans. Þátturinn er svo ótrúlega halló (í jákvæðustu merkingu þess orðs) að hann verður fyrir bragðið heimil- islegur. Þaö þykir ekki alltaf gefast vel að setja gamalt vín á nýja belgi. Hér er öllum gömlu þáttunum, sem eitt sinnþrifust við miklarvinsældir, ' slegið saman í einn. Lög unga fólks- ins, Óskalög sjúklinga og Frívaktin eru í einum bragðsterkum graut sem borinn er fram tjórum sinnum í \dku með helmingsábót jafnoft. Sæmilega fullorðnir hiustendur muna eftir þessum þáttum sem höfðu sín sérkenni og það mis- skemmtileg. Þrátt fyrir samsuðuna skína gömlu þættirnir í gepi í kveðj- unum sem þáttarstjórnandi les með miklum tilþrifum og maður sannfæ- rist um þá staðreynd að sumu verð- ur seint eða aldrei breytt, fær aðeins nýjar umbúðir. Regla þáttarins er að leika ein- göngu íslenska tónlist en sú regla virðist geðjast Mustendum til sjávar og sveita. Það skal segja þáttastjórn- anda, Sigurði Pétri, til hróss að hann lifir sig inn í starfið, að minnsta kosti heyrist ekki annað. Og ef marka raá kveðjufióðið, bréfin og símtölin er þetta einn vinsælasti þátturinn í útvarpi í dag. Þá er til- gangnum náð, ekki satt? Hvað á svo Sigurður Pétur sam- eiginlegt með Bubba Morthens og Steingrími Hermannssyni? Ju, hann fyllir flokk vinsæiustu íslend- inga samkvæmt vinsældakosningu rásar 2 á síöasta ári. Því má leiða líkum að því aö þessi þáttur hitti í mark hjáhlustendum þráttfyrir lummóheitin. Gamlarlummur reynast oft sígiidar. Jóhanna Á.H. Jóhannsdóttir X • < >l*í 1 •1 fólk fyrir fólk KOSNINGA SKRIFSTOFUR Skeifunni 7 91-82115 Reykjavík Eyrarvegi 9 98-22219 Selfossi Háholti 28 93-12903 Akranesi Glerárgötu 26 96-27787 Akureyri Nýbýlavegi 26 91-45878 Kópavogi FRJÁLSLYNDIR m CONTI SUSAN GEORGt nicolas cage iaura dern a FIUH B> DAVIDHfNC tryllt ást Veður Minnkandi norðaustanátt og él norðanlands i dag en léttskýjað syðra. Hæg breytileg átt i nótt og víð- ast léttskýjað. Frost 4-10 stig. Akureyri snjókoma -8 Egilsstaðir skýjað -8 Keflavikurflugvöllur léttskýjað -6 Kirkjubæjarklaustur skafrénning- -6 Raufarhöfn alskýjaö -8 Reykjavik léttskýjað -6 Vestmannaeyjar léttskýjað -6 Bergen rign/súld 7 Helsinki þoka 5 Kaupmannahöfn léttskýjað 5 Osló alskýjað 5 Stokkhólmur hálfskýjað 4 Amsterdam þoka 7 Barcelona þokumóða 8 Berlín léttskýjað 4 Chicagó súld 3 Feneyjar þokumóða 11 Frankfurt léttskýjað 4 Glasgow rigning 9 Hamborg hálfskýjað 5 London þokumóða 7 LosAngeles heiðskírt 18 Madrid þokumóða 5 Malaga heiðskírt 8 MaUorca þoka 4 Montreal rigning 4 New York skýjað 21 Nuuk snjókoma -8 Paris léttskýjað 6 Róm þokumóða 9 Valencia þokumóða 8 Vin léttskýjað 7 Winnipeg hálfskýjað 3 Gengið Gengisskráning nr. 67. - 10. apríl 1991 kl.9.15 Einingkl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi Dollar 58,970 59,130 59,870 Pund 105,453 105,739 105,464 Kan. dollar 51,169 51,308 51,755 Dönsk kr. 9,2141 9,2391 9,2499 Norskkr. 9,0758 9,1004 9,1092 Sænsk kr. 9,7778 9,8043 9,8115 Fi. mark 14,9727 15,0133 15,0144 Fra. franki 10,4446 10,4729 10,4540 Belg.franki 1,7165 1,7211 1,7219 Sviss. franki 41,7487 41,8619 41,5331 Holl. gyllini 31,3670 31,4521 31,4443 Þýskt mark 35,3590 35,4550 35,4407 It. líra 0,04760 0,04772 0,04761 Aust. sch. 5,0159 5,0296 5,0635 Port. escudo 0,4042 0,4053 0,4045 Spá. peseti 0,5721 0,5737 0,5716 Jap. yen 0,43633 0,43751 0,42975 irskt pund 94,343 94,599 95,208 SDR 80,5418 80,7603 80,8934 ECU 72,8722 73,0699 73,1641 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Fiskmarkaðimir Faxamarkaður 9. apríl seldust alls 165,777 tonn. Magn í Verð í krónum tonnum Meöal Lægsta Hæsta Blandað 0,060 36,00 20,00 80,00 Hrogn 0,131 99,85 50,00 140,00 Karfi 74,412 31,16 30,00 38,00 Keila 0,548 47,00 47.00 47,00 Langa 2,243 65,90 65,00 68,00 Lúða 0,385 352,48 300,00 525,00 Rauðmagi 0,030 120,00 120,00 120,00 Skarkoli 1,898 61,16 57,00 70,00 Skötuselur 0,128 180,00 180,00 180,00 Steinbítur 3.329 43,35 41,00 55,00 Þorskur, sl. 42,130 90,76 70,00 122,00 Þorskur, smár 0,590 78,00 78,00 78,00 Þorskur, ósl. 16,099 86,24 75,00 100,00 Ufsi 16.534 46,51 44,00 47,00 Undirmál. 0,348 69,00 69,00 69,00 Ýsa.sl. 6,062 90,01 75,00 120,00 Ýsa, ósl. 0,848 121,90 112,00 123,00 Fiskmarkaður Hafnarfjarðar 9. apríl seldust alls 125,355 tonn. Blandað 0,302 36,00 36,00 36,00 Þorskur, ósl. 3,173 96,21 95,00 97,00 Rauðmagi 0,091 107,00 107,00 017,00 Ýsa, ósl. 0,250 79,05 70,00 97,00 Steinbítur, ósl. 2,614 34,95 20,00 35,00 Ýsa 6,044 119,13 73,00 128,00 Ufsi 12,039 49,07 41,00 51,00 Þorskur 75,722 88,77 76,00 108,00 Steinbítur 0,132 45,00 45,00 45,00 Skötuselur 0,274 215,00 215,00 215,00 Lúða 0,269 348,47 300,00 475,00 Langa -0,703 66,59 65,00 69,00 Koli 0,240 66,57 60,00 68,00 Keila 0,126 49,00 49,00 49,00 Karfi 19,732 34,84 33,00 35,00 Hrogn 3,634 205,00 205,00 205,00 Fiskmarkaður Suðurnesja 9. april seldust alls 93,471 tonn. Þorskur, ósl. 33,813 96,84 70,00 128,00 Þorskur, sl. 12,673 91,06 75,00 92,00 Ýsa, sl. 6,615 124,82 88,00 130,00 Ýsa, ósl. 5,685 124,23 100,00 137,00 Rauðmagi 0,030 62,00 62,00 62,00 Hlýri/steinb. 0,020 45,00 45,00 45,00 Blálanga 0,368 73,00 73,00 73,00 Skata 0,030 90,00 90,00 90,00 Koli 0,486 80,00 80,00 80,00 Skötuselur 0,037 150,00 150,00 150,00 Langa 0,184 61,38 60,00 62,00 Lúða 1,474 270,09 40,00 595,00 Skarkoli 1,653 65,19 59,00 71,00 Ufsi 20,320 44,09 15,00 49,00 Steinbítur 1,171 36,61 15,00 45,00 Keila 1,488 45,43 30,00 46,00 .Karfi 6,123 40,73 15,00 47,00 Háfur 1.088 5,00 5,00 5,00 Blandað 0,205 26,00 16,00 29,00 MARGFELDl 145 PÖNTUNARSÍMI ■ 653900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.