Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1991, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1991, Blaðsíða 36
r ijtm Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. MIÐVIKUDAGUR 10. APRIL 1991. Fangar á flótta: Femt hand- tekið úr tveim- ur f angelsum Kona, sem var í afplánun í fangels- inu í Kópavogi, var handtekin í húsi við Vatnsstíg í nótt eftir að hafa strokið ásamt annarri konu þegar útivistartími stóð yfir síðdegis í gær. Konan var ölvuð er hún fannst og var flutt í Síðumúlafangelsið. Þegar DV fór í prentun hafði hin konan ekki náöst ennþá. Lögreglumenn í Hafnarfirði hand- tóku fangana þrjá sem struku úr fangelsinu á Litla-Hrauni um hádeg- isbilið í gær. Þeir höfðu náð að fara í áfengisverslun og kaupa sér viskí- flösku. Fóru þeir við svo búið í sum- arbústaðaland við Sléttuhlíð og hreiðruðu um sig inni í einum bú- staðnum til að drekka sínar veigar. Þegar lögreglumenn í Hafnarfirði fóru í eftirlitsferð um svæðið komu þeir auga á þremenningana en þá sátu þeir útivið. Upphófst töluverður eltingaleikur á tveimur jafnfljótum. Þremenningarnir, sem eru um tví- tugt, gáfust þó fljótlega upp. Höfðu þeir tæmt úr flöskunni og voru þeir fluttir í fangaklefa í Hafnarfirði þar sem þeir sváfu úr sér. Þeir eru nú komnir í einangrunarfangelsið í Síð- umúla. Ofangreindir fangar munu allir fara fyrir dómara. Sannist sam- mæli á fanga við strok hljóta þeir aukarefsingu. -ÓTT Megum ekki hefja hvalveiöar án samþykkis hvalveiöiráðsins: Getum annars pakkað saman „Viö megum alls ekki hefja hval- inga verði hafnar á ný. Gætu hval- lítið með í viðræðum á ferðalögum veiðar á ný án samþykkis Alþjóða veiðarnar beint athygli heimssýn- sínum.“ hvalveiðiráðsins. Við erum að vona ingargesta og náttúi-uverndarsinna Ríkisstjómin samþylíkti 1 gær aö að þar sem Halldór hefur lagt fram frá hreinleikaímynd íslendinga og ábyrgjast 150 milíjónir vegna tillögur um miklu minni hvalveið- jaflrvel skaðað hana. heimssýningarinnar. Steingrímur ar verði þær hafnar á ný í sara- • sagði aö undir merki hreinleika í vinnu við hvalveiðiráðið. Þá verð- Engin fjárveiting umhverfismáium yrði hins vegar ’ur í lagi að fara á heimssýninguna - Þó að hvaiveiöar verði hafnar mjög auðvelt að fá framlög frá á Spáni. En það er alveg öruggt með samþykki Alþjóða hvalveiðir- umhvcrfisverndarsinnum en á það mál að ef við förum í hvalveiðar í áðsins er samt fullt af umhverfis- þyrfti aö reyna næstu vikumar. andstöðu viö hvalveiðiráðið getum verndarsinnum sem mögulega Þar gætu hvalveiðarnar emnig ríð- við pakkað saman og hætt við sýn- munu mótmæla og gera usla á ið baggamuninn. Steingrímur segir inguna. Viö getum ekki verið þar heimssýningunni vegna þeirra? ríkisstjórnina hafa ákveðið fyrir með undir þeim merkjum," sagði „Það er rétt en við höfum þó ailt nokkru síöan að leggja 60 milljónir Steingrímur Hermannsson forsæt- aðra stöðu ef hvalveiðiráðið sam- til sýningarinnar. isráðherra í samtali við DV. þykkir veiðamar." „Þetta fé er ekki til á fjárlögum í skýrslu, sem unnin hefur verið - Kemur til greina að bíða með en verður með á fjáraukalögum í fyrir forsætisráðherra vegna mögulegar hvalveiðar þar til eftir haust eöa á næstu fjárlögum." heimssýningarinnar á Spáni, er sýninguna? -ldh lýst yflr áhyggjum vegna þess „Nei, en þetta hvalveiðimál er hið möguleika að hvalveiöar íslend- mesta vandamál sem maður kemst Davíð Oddsson: Engirálsamningar fyrrenífyrsta lagiánæstaári Davið Oddsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, sagði á fjölmennum kosningafundi í Stapa í Keflavík að samkvæmt nýjustu fréttum yrði það í fyrsta lagi á næsta ári sem álmáhð og fjármögnun þess kæmi á borð for- stjóra fyrirtækjanna þriggja sem mynda Atlantsálhópinn. Hann sagði að í ár yrði sennilega hægt að ganga frá raforkusölusamningi og mengun- arþætti álversins. Þá fyrst kæmi að- alsamningurinn til forstjóranna. Þess ber að geta að Davíð Oddsson á sæti í nefnd Landsvirkjunar sem fer með raforkuverðssamninga við Atlantsál. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra sagði í morgun að þetta væru ekki réttar fréttir. Raforkusamningi og mengunarþætti yrði lokið í vor og samkvæmt áætlun yrði aðalsamn- ingurinn tekinn upp í haust. Hann sagði að vissulega hefði verið ágjöf í máhnu fyrr á þessu ári og mótvindur en sú áætlun að hefja gerð aðalsamn- ingsíhaustmyndistanda. -S.dór Prentsmiðjubilun breytirefnisröð Ýmsir efnisþættir DV eru ekki á sínum hefðbundna stað í blaðinu í dag. Þessi skipan mála er nauðsynleg vegna bilunar í prentsmiðju Árvak- urs. Aht efni dagsins er þó í blaðinu. DV biður lesendur sína velvirðingar á þessu. Þessar ungu blómarósir hitti Ijósmyndari DV á göngu á Laugaveginum. Það var létt yfir þeim, enda stutt i skólaslit og sumarið skammt undan. DV-mynd GVA Júlíus Sólnes. Tómas Gunnarsson. Pétur Guðjónsson. DVáfóstudagskvöld: Fulltrúar þriggja lista á beinni línu Þeir Júlíus Sólnes frá Frjálslynd- um, Tómas Gunnarsson frá Heima- stjórnarsamtökunum og Pétur Guðjónsson frá Þjóðarflokknum - Flokki mannsins verða á beinni línu DV fóstudagskvöldið 12. apríl. Býðst lesendum þá að leggja spurn- ingar fyrir þessa frambjóðendur. Frjálslyndir og Þjóðarflokkur - Flokkur mannsins bjóða fram í öll- um kjördæmum en Heimastjómar- samtökin alls staðar nema á Vest- fjöröum. -hlh LOKI Þá eru Össurog Björn orðnir Perluvinir! Veðriðámorgun: Smáél áann- nesjum Fremur hæg sunnan- eða suö-- vestanátt með smáéljum á ann- nesjum suðvestanlands. Hægari og skýjað en úrkomulaust í öðr- um landshlutum. NEYDARHNAPPUR FRÁ VARA fyrir heimabúandi sjúklinga og aldraSa 0 91.29399 ||lU/ Alhliða öryggisþjónusta VARI síðan 1 969 i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.