Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1991, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1991, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1991. 5 - > > » i i i Í i i dv Fréttir Ríkisendurskoöun: Lánasjóðurinn stendur vel Ríkisendurskoðun metur það svo í nýrri óbirtri skýrslu um Lánasjóð íslenskra námsmanna að sjóðurinn standi mjög vel Qárhagslega. . Samkvæmt heimildum DV er eigið fé sjóðsins um 13 milljarðar króna. Sjóðurinn á útistandandi í lánum hjá námsmönnum um 24 milljarða en þar af er gert ráð fyrir að um 4 millj- arðar innheimtist ekki vegna eðli- legra affalla. Sjóðurinn á því augljós- lega vel fyrir skuldum og 13 milljörð- um betur. Þessi niðurstaða kémur á óvart þar sem lán lánasjóðsins bera enga raun- vexti heldur eru verðtryggð. Ástæð- an er hins vegar sú að ríkissjóður er búinn að dæla svo miklu óaftur- kræfu fé í sjóðinn á undanfórnum árum. -JGH Listagil: Samningar á lokastigi Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: Samningaviðræður Akureyrar- bæjar og Kaupfélags Eyfirðinga um kaup bæjarins á nokkrum fasteign- um kaupfélagsins í Grófargili eru nú taldar vera komnar á lokastig, og bendir ekkert til annars en að frá samningum verði gengið á næstunni. Grófargil er gilið sem liggur upp frá Hótel KEA norðan við Akyreyrar- kirkju, og er hugmyndin að þetta gil, sem kallað er „Listagil“ samkvæmt hugmyndum manna um þá starfsemi sem þar mun fara fram, verði eins- konar miðstöð lista á Akureyri. Ak- ureyrarbær mun kaupa a.m.k. þrjár stórar húseignir í gilinu og þar er fyrir myndarleg bygging Myndlistar- skólans auk vinnustofa listamanna. Ætlunin er að í þessum húsum verði tónleikasalir, salir fyrir myndlista- sýningar, vinnustofur listamanna og fleira. Kaupverð á þeim eignum KEA sem um ræðir er talið vera um 70 milljón- ir króna, en Akureyrarbær hyggst síðan endurselja einhvern hluta bygginganna til listamanna sem hafa sýnt áhuga á að kaupa sér vinnu- pláss í „Listagilinu". Kópasker 29.APRÍL verður Samvinnubankiiin að Landsbanka_________________________________ míwmmmmmmBBmBaamsmmmmamaaummmmmammmmmmmmmammmmmmmammmmtmsammammmmmma á fjóiaim stöðum á landinu Kirkjubœjarklaustur Höfn í fnunhaldi ai' kaupum Landsbankans á Samvinnubank- anum. vefSur Samvinnubankinn formlega að Landsbanka á eftiitöldum fjórum stöðum þann 29. apríl n.k. Útibúin á Kópasjceri og í Vík í Mýrdal opna undir merkjum Lands- bahkans ásamt afgreiðslunni á Kirkjubæjarklaustii á þeim Stöðum sem Samvinnubankinn var til húsa áður. A Höfh í Homafirði sameinast Samvinnubankinn Landsbankaúti- búinu að Hafharbraut 15. Landsbankinn býður viðskiptavini velkomna á öllum þessum stöðum og óskar starfsfólki velfamaðar undir nýju merki. Afgreiðslutími og símanúmer Landsbankans á stöðunum fjómm verður eftirfarandi: Kópasker, kl. 9:15-12:00 og 13:00-16:00, sími 96-52130. Vík, kl. 9:15-12:00 og 13:00- 16:00, sími 98-71110. Kirkjubæjarklaustur, kl. 9:15-12:00 og 13:00 -16:00, sími 98-74848. Höfn, kl. 9:15-16:00, sími 97-81805. Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna i i i i i i \~ x DAIHATSU RDCKY NÍÐSTERKUR JEPPI DAIHATSU ROCKY hefur sýnt og sannað að hann er alvöru jeppi - hörkutól. Þetta er bíll sem þolir mikið álag hálendisferða og að vera í hlutverki þarfasta þjónsins til sveita. Hann er því kjörinn fyrir útivistarfólk, bændur eða stórar fjölskyldur. ROCKY er dugmikill, fullbúinn jeppi á einstaklega góðu verði. DAIHATSU ROCKY fæst undanþeginn virðisaukaskatti. ROCKY KOSTAR FRÁ KR. 1,567,000 stgr. á götuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.