Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1991, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 6. MAÍ 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91J27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð i lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Evrópska efnahagssvæðið Tímamót ,urðu í EFTA viðræðunum við Evrópu- bandalagið þegar fulltrúi íslands gekk út af fundi í mótmælaskyni. Þá hafði samningamaður Evrópubanda- lagsins ítrekað þá afstöðu bandalagsins að ekki verði veittar tollaívilnanir nema í staðinn komi aðgangur að fiskimiðum aðildarríkja EFTA. Mótmæli íslands eru skiljanleg en geta hins vegar orðið tvíbent áður en yfir lýkur. Hættan er sú að leiðir skilji með aðildarríkjum EFTA og hin löndin, sem hafa setið okkar megin við samningaborðið, láti hagsmuni íslands lönd og leið og semji sjálf úm sameiginlegt efna- hagssvæði við Evrópubandalagið. Það skilyrði íslands að aðgangur að fiskimiðunum sé ekki til umræðu hefur átt þátt í því að hingað til hefur lítið miðað í viðræðun- um og hugsanlega er hinum EFTA ríkjunum aðeins létt- ir að því ef ísland dregur sig formlega út úr viðræðunum. Á hinn bóginn er alveg ljóst að íslendingar geta ekki haldið viðræðum miklu lengur áfram ef kröfu Evrópu- bandalagsins er haldið til streitu. Hagsmunir okkar liggja í því að fá tollaívilnanir fyrir sjávaráfurðir okkar á Evrópumarkaði og ef sú krafa nær ekki fram að ganga nema með óaðgengilegum skilyrðum er til lítils að semja. Þá er í rauninni komið að endalokum þeirrar tilraunar að opna evrópskt efnahagssvæði að því er ís- land varðar. Utanríkisráðuneytið er greinilega að gera sér vonir um að mótmæli íslands beri þann árangur að hreyfing komist á máhn. Enda segir aðalsamningamaður ís- lands, Hannes Hafstein sendiherra, að enn séu allar dyr opnar. „Ég hef gert skýrslu til ríkisstjórnarinnar um stöðu mála og þar geri ég ráð fyrir að ákveðið verði að ég hafi áframhaldandi umboð til að reyna allt til loka- punkts að ná viðunandi samningi.“ Afstaða Evrópubandalagsins kemur á óvart í ljósi þess að Mitterrand Frakklandsforseti hefur nýlega gefið í skyn að taka beri tillit til sjónarmiða íslendinga. Jón Baldvin Hannibalsson hefur verið afar bjartsýnn á ár- angur í viðræðum um evrópsk efnahagssvæði og lagt allt sitt undir að sú leið verði reynd. ítrekuð harka full- trúa Evrópubandalagsins í samningaviðræðunum er áfall sem veldur vonbrigðum. Ef þessar viðræður fara út um þúfur, ber næst að reyna tvíhhða viðræður, þ.e.a.s. að íslendingar taki ein- ir upp viðræður við bandalagið. Sá kostur hefur alltaf verið talinn lakari því það sé sterkara að hafa aðrar EFTA þjóðir í samfloti. En þess ber að minnast að sjálf- stæðismenn hafa viljað fara þá leið og með stjórnar- þátttöku þeirra er allt eins líklegt að tvíhliða viðræður verði reyndar ef allt um þrýtur. Síðar í þessum mánuði verður haldinn ráðherrafundur EFTA og Evrópubanda- lagsins og þá mun hklega verða úr því skorið hvert fram- haldið verður. Allt bendir því til þess að tímamót séu að verða í Evrópumálum íslands. Tímamótin geta ekki síður verið fólgin í því að ef Evrópubandalagið situr við sinn keip, verði íslendingar að hefja alvöruumræðu um það hvernig þeir bregðist við. Engum dettur í hug að innganga í bandalagið sé verjanleg ef það kostar afsal á fiskimiðunum. En þá þurfum við líka að búa okkur undir þá framtíð að vera utan Evrópumarkaðarins méð öllum þeim erfiðleikum sem því fylgja. Þá vitum við hvar við stöndum. Að þessu leyti hafa mótmælin í Brussel skýrt línurn- ar og flýtt fyrir niðurstöðum. Ellert B. Schram Nú þarf nýja þjóðarsátt KjáUarinn Guðrún Agnarsdóttir læknir vinnu starfsfólks síns fullu veröi. Um þetta snýst máliö og þaö er forgangsverkefni. Til þess þarf að finna fé og hlýtur þaö að veröa eitt meginverkefni fyrirtækja og stjómmálamanna sem allir hafa lofað að bæta kjörin. Þeim kostnaö- arauka sem af hlýst má t.d. mæta m.þ.a. koma á ööru skattþrepi og einnig m.þ.a. skattleggja fjár- magnstekjur sem reyndar er löngu tímabært. Ef það er staðreynd aö fólk undir 80 þús. kr. mánaðartekj- um ber drjúgan hluta þess tekju- skatts sem rennur til ríkissjóös er óhætt aö segja að þaö tekjuöflunar- kerfi gengur ekki upp og þarfnast endurskoðunar. Biðlundin er búin Láglaunafólk hefur löngum veriö „Það er hægt að jafna kjörin á Islandi og það er hagur okkar allra að það verði sem fyrst. - Til þess þarf sam- stöðu og hana verður að glæða.“ Þjóðarsáttin sem síðasta ríkis- stjórn beitti sér fyrir byggðist á samstarfsvilja launafólks sem lét af launakröfum sínum og greiddi niður verðbólguna. Hún var við- leitni til að stöðva áframhaldandi rýrnun kaupmáttar. Því miður varð sú rýrnun ekki stöðvuð og allra síst hjá þeim sem fá laun sam- kvæmt töxtum verkalýðsfélaganna en þar eru konur í meirihluta. Þjóð- arsáttin skapaði stöðugleika í hag- kerfinu og hefur gefið ákveðið svigrúm. Hún var þó engan veginn tilraun til tekjujöfnunar en var í raun frestun á vanda. Og nú þegar vitað er að fyrirtækin eru aflögufær er komiö að þvi að greiöa launafólki fyrir þolinmæði og fórnir og jafna tekjuskiptinguna í leiðinni. Af ýmsu er að taka eins og fram kem- ur t.d. í nýlegum upplýsingum um ótrúlegan hagnað fyrirtækja og einstaklinga af hlutabréfaeign. Stöðugur málflutningur kvenna- listakvenna um kjarabætur til hinna lægst launuðu hefur sannar- lega fengið hljómgrunn og það var raikið rætt um stöðu láglaunafólks og mörgu lofað því til hagsbóta fyr- ir síðustu kosningar. Virtust menn helst líta til hækkaðra skattleysis- marka til að bæta kjörin en buðu misvel. Það er þó ljóst aö framfærslu- kostnaður einstaklings er metinn á u.þ.b. 80 þúsund kr. og skattleysis- mörk verður að miða við fram- færslukostnað. Hins vegar gagnast slíkt ekki þeim fjölmörgu sem hafa laun undir þessu marki og því verður að hækka laun þeirra sér- staklega. Síðan er sjálfsagt að draga úr framfærslukostnaði m.þ.a. fella niður matarskattinn alræmda. Nýju fötin keisarans eru ekki skjólgóð í kosningabaráttunni var það eft- irlætisspurning fréttamanna til stjórnmálamannanna loforða- glöðu: En hvernig ætlarðu að fjár- magna þetta? Voru þeir mest metn- ir sem slógu fram einhverjum tölum á sannfærandi hátt og virtist gilda einu, hvort þær væru mark- tækar. Fréttamennirnir fóru ekk- ert 'í saumana á þeim nýju fótum sem keisararnir skreyttu sig með en virtust bara glaðir yfir því að hafa spurt grimmt. Það er út af fyrir sig góður siður að eyða ekki meiru en aflað er en hér er um að ræða grundvallarat- riði og vanræksla þess verður ekki lengur þoluð og er reyndar smán- arleg. Það er siðferðilegur réttur hvers vinnandi manns aö geta framfleytt sér af afrakstri fullrar dagvinnu og siöferðileg skylda hvers vinnuveitanda að greiða beðið að bíða þar til svigrúm gefst. Fyrst þurfi að auka hagvöxtinn, stækka þjóðarkökuna, áður en hægt sé aö skipta henni þannig að þeir lægst launuðu njóti sómasam- legra kjara. Þvi miður virðist hin nýja ríkisstjórn hafa tekið upp þennan fasta lið í stefnuskrá sína sem þó er óljós og tillögur kvenna- listakvenna þóttu svo dýrar aö greinilegt virðist að þær leiðir til úrbóta ætla menn ekki að fara. Þessu póhtíska viljaleysi verður ekki ansað lengur. Ef þjóöarkakan stækkar ekki verður að leita leiða til að skipta henni öðruvísi og rétt- látar. Þær leiöir hafa ekki ver- ið farnar enn og þeirra þarf að leita. Þegar kvennalistakonur leituðu ráöa til að hækka lægstu launin í stjórnarmyndunarviðræðum vorið 1987 máttum við heyra að slíkt væri ógerlegt án þess að skriða hinna betur launuöu fylgdi eftir, þannig að lögmál launastigans raskaðist ekki. Fyrir því sæi mann- leg náttúra og hún ætti rætur að rekja a.m.k. aftur til daga Mesópót- amíu, sögðu langminnugir hag- fræðispekingar. Samt er það nú svo, hvað sem öllum hagfræðilög- málum líöur, aö margir una ekki þeirri tekjuskiptingu sem ríkir í þjóðfélaginu. Augu manna eru smám saman að opnast fyrir því aö það er sameiginlegur ávinning- ur þjóðarinnar að hér búi fólk sem getur séð sér farboröa. Efnisleg og andleg fátækt þjóöfélagsþegnanna reynist þjóðfélögum gríðarlega dýrkeypt eins og dæmin sanna. Brýnustu baráttumálin Brýnustu baráttumál launafólks nú eru: Ný þjóðarsátt um afdráttar- lausa hækkun lægstu launa þannig að dagvinnulaun nægi til fram- færslu. Skattleysismörk sem mið- ast við framfærslukostnað og síðast en ekki síst frumkvæði launafólks og forustu þeirra svo og stjómvalda um jöfnun tekjuskiptingar og lífs- kjara fólksins í landinu. Þetta eru sanngjarnar kröfur og uppfylling þeirra þarf ekki að raska þeim stöðugleika sem launa- fólk hefur tryggt. Þaö er hægt að jafna kjörin á íslandi og þaö er hagur okkar allra að það verði sem fyrst. - Til þess þarf samstöðu og hana verður aö glæða. Guðrún Agnarsdóttir TEKJUR FOLKS I FULLU STARFI - frá hausti 1989 til hausts 1990 - 1983/3 □ 1990/3 0 20 40 60 80 100 120 140 I I I I I t. I I I » Verkamenn Verkakonur -3,2% -7,0% Afgrmenn ^"16, 8%^^^™— 3,4% Afgrkonur Skrifstmenn Skrifstkonur 4,2% -13,0% -1 7%1 Hækkun í ’ ° 1 prósentum -13,5% Breytin9 kaupmáttar Tölur í þúsundum króna „Ef þjóðarkakan stækkar ekki verður að leita ieiða til að skipta henni öðruvísi og réttlátar," segir m.a. í grein Guðrúnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.