Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1991, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1991, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1991, DV-listinn Myndbönd Matthew Modine leikur flugstjróann á Memphis Belle i samnefndri kvik- mynd sem er i þriðja sæti vinsældalistans aðra vikuna í röð. Gamanmyndin Almost an Angel þar sem Paul Hogan leikiir skúrk sem telur sig vera engil nýtur mik- illa vinsælda um þessar mundir. Mvndin fer í fyrsta sætið á listan- um og leysir Navy Seals af hólmi. T\’ær nvjar myndir koma inn á list- ann að þessu sinni: gamanmvndin Funny About Love með Gene Wild- er í aðalhlutverki og Reversal of Fortune sem er réttardrama og er myndin byggð á sönnum atburð- um. Aðalhiutverkin leika Jeremy Irons og Glenn Close. en Irons fékk óskarsverðlaunin í vor fyrir leik sinn í þessari m>md. 1 (2) Almost an Angel 2 (1) Navy Seals 3 (3) Memphis Belle 4 (-) Funny About Love 5 (6) Death Warrant 6 (5) Havana 7 (4) Narrow Margin 8 (-) Reversal of Fortune 9 (7) My Blue Heaven 10 (8) Kill Me Again MURDEROUS VISION Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Gary Sherman. Aöalhlutverk: Bruce Boxleitner, Laura Johnson og Robert Culp. Bandarisk, 1991 -sýningartimi 93 min. Geðveikir fjöldamorðingjar eru greinileg mikið í tísku í kvikmynd- um um þessar mundir og hefur hin frábæra kvikmynd The Silence of the Lamb sjálfsagt haft sitt að segja í þeirri bylgju. Fjöldamorðinginn í Muderous Vision á margt líkt með þeim tveimur íjöldamorðingjum sem eru til staðar í The Silence of the Lamb. Lögreglan sem eltist við hann hefur komist að þeirri niðurstöðu að hann hljóti að vita sitthvað í lækn- isfræði. Hann húðflettir nefnilega andlitin á kunnáttusamlegan hátt á fómarlömbum sínum. Að öðru leyti getur lögreglan ekki gert sér grein fyrir þ ví hver morðinginn er. Murderous Vision hefur klass- ískt þema, fjöldamorðingi gengur laus og lögreglan veit ekki sitt rjúk- andi ráð. Til að aðgreina frá öörum álíka myndum fara aðstandendur myndarinnar inn á hættulega braut sem dæmd er til að mistak- ast. Handritshöfundur kemur þvi svo fyrir að lausn sé að finna hjá miöli einum sem var vinkona eins fórnarlambsins. Þegar þeir í Hollywood sýna miöla í kvikmyndum þá á maður oftast bágt með aö verjast hlátri og í raun ætti engin leikari að hætta sér út á þá braut að leika miðil nema um gamanmynd sé að ræða og leikur Lauru Johnson sem leik- ur miðillinn í Murderous Vision á einmitt meira heima í gamanmynd heldur en dramatískri sakamála- mynd. Að öðru leyti er Murderous Visi- on hin sæmilegasta spennumynd og Joseph d’Angerio í hlutverki hins geðveika fjöldamorðingjans er sannfærandi og ógnvekjandi. -HK se: Alþingi ÍSLENDINGA Frá fjárlaganefnd Alþingis Fjárlaganefnd Alþingis ráðgerir að gefa sveitarstjórn- armönnum kost á að eiga fund með nefndinni dagana 23.-27. september. Upplýsingar og tímapantanir í síma 624099 frá kl. 8-16 eigi síðar en 18. september nk. DV Ungir ofurhugar MEMPHIS BELLE Útgefandl: Stelnar hf. Leikstjóri: Michael Caton-Jones. Aóalhlutverk: Matthew Modine, Eric Stolz, John Litgow og Harry Connick jr. Bandarisk, 1990 - sýningartimi 103 min. Leyfó öllum aldurshópum. Á sínum tírr varð áhöfn sprengjuflugvélarinnar Memphis Belle þekkt fyrir þátttöku sína í heimildarmynd sem gerð var á stríðsárunum um hinar frægu sprengjuvélar, B-17, sem gerðar voru út frá Englandi. Það var hinn virti leikstjóri, William Wyler, sem gerði heimildarmynd þessa og flaug með áhöfninni fjórar ferðir og myndaði áhöfnina og skotmörk- in. Eins og gefur að skilja gleymdust áhafnarmeðlimirnir með tímanum en nú, fjörutíu árum síðar, hefur saga áhafnarinnar verið rifjuð upp i vel gerðri kvikmynd sem leikstýrt er af Michael Caton-Jones. í hverri áhöfn B-17 voru tíu manns og samkvæmt lýsingu hefur meðalaldur áhafnar varla verið mikið yfir tuttugu ár. Það létu því mörg ungmennin líf sitt í þessum vélum en margar þeirra voru skotnar yfir Þýskalandi. Þegar myndin hefst er áhöfn Memphis Belle búin að fara tuttugu og fjórar ferðir og er aðeins ein eft- ir til að fylla kvótann, þá geta þeir farið heim sem stríðshetjur. Eins og gefur að skilja eru áhafnarmeð- limirnir ólíkir og það er eingöngu festu og ákveðni flugstjórans að þakka að þarna hefur myndast samstilltur hópur sem ákveðinn er i að halda lífi. Mikill hluti myndar- innar fer í að lýsa síðustu ferðinni sem er árásarferð til Þýskalands og sú ferð verður örlagarík og öll- um eftirminnileg. Memphis Belle nær upp góðri spennu í lokin eftir nokkuð lang- dreginn aðdraganda. Þó er eins og vanti punktinn yfir i-iö til að gera hana að virkilega góðri kvikmynd. Yfirborðið er of slétt og fágað. Kem- ur sú fágun til að mynda fram í að þrátt fyrir allt það mannfall, sem er í myndinni, nær sú áhersla, sem lögð er á hættumar, aldrei að snerta mann. Enginn einn leikari stendur sig betur en annar enda ekkert eitt aðalhlutverk. Þótt ýmis- legt megi finna að Memphis Belle er myndin hin besta afþreying. -HK Fiagð undir fögru skinni LETHAL CHARM Útgefandi: Háskólabíó. Lelkstjóri: Richard Michaels. Aóalhlutverk: Heather Locklear, Bar- bara Eden og Stuart Wilson. Bandarisk, 1990 - sýningartimi 92 mín. Bönnuð börnum innan 12 ára. Það virðist sem bandarískar sjón- varpsstöðvar hafi sérstaka ánægju af að gera kvikmyndir um fréttir og fréttadeildir þeirra og fyllir Let- hal Charm flokk þessara mynda. Þeir sem gleggstir eru ættu að taka eftir því að í Lethal Charm er óbeint hvað eftir annað vísað í CNN sjónvarpsstöðina. Myndin gerist á stöð sem nefnist CNS og kynningar og nöfn sem birtast á skjánum em öll með sama letri og sett upp eins CNN stöðin gerir. í myndinni fylgjumst við með bardaga tveggja kvenna um topp- stöðu á fréttadeild. Önnur þeirra, Tess O’Brian, er reynd fréttakona LETHAL C H A R M IsisssKUR nxn r % STARRIW J| nsaUjerLockJcTar K lT;i ■ Behmtíte oajnöras. 1 BehíndtbefiœSæ. i* i J"" TwoBvBecofltíe P tnadead(yquœt * fcr pwrar. JiF . POWER WAS HtR OBSESSION sem hlotið hefur mikla reynslu og viðurkenningu fyrir störf sín. Hún tekur að sér unga fréttakonu, Me- lody Shepard, sem komin er til að læra störfin. Tess hrífst af áhuga hennar og býður henni að búa heima hjá sér. Melody er þó allt annað en óharðn- aða stúlkan eins og yfirborðið sýn- ir. Hún notar hvert tækifæri til að koma sér áfram og þá helst á kostn- að Tess og ekki líður á löngu þar til stríð geisar á milli þeirra og áður en Tess getur snúið vörn í sókn er Melody orðin hennar helsti keppi- nautur um aðalfréttaþularstarfið. Lethal Charm er góð af sjón- varpskvikmynd að vera. Að vísu er glansinn á fréttamannastarf- innu fullýktur en myndin er spenn- andi og ágætlega leikin af Barböru Eden.og Heather Lockear sem leika fréttakonurnar. Til að krydda söguþráðinn er mannrán tengt bar- áttu kvennanna um starfið en sá hluti fer fyrir ofan garö og neðan og hið snjalla útspil Tess í lokin er hálfvandræðalegt og lítið raunsæi semþvifylgir. -HK Lánleysi í hjónabandi FUNNY ABOUT LOVE Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Leonard Nimoy. Aðalhlutverk: Gene Wilder, Christine Lathi og Mary Stuart Masterson. Bandarísk, 1990-sýningartimi 106 mín. Leyfó öllum aldurshópum. Gene Wilder hefur sína kosti sem gamanleikari, en hann hefur einnig ókosti sem kemur fyrst og fremst fram í ofleik. Hann er þvi mistækur og í Funny About Love er hann langt frá sínu besta. Wilder er yfir- leitt bestur þegar hann fær að impróvisera í kvikmyndum sem eru nánast farsar, má þar nefna kvikmyndir Mel Brooks en hann lék í nokkrum bestu myndum Brooks. Aftur á móti er hann ekki rétti leikarinn í rómantískri gam- anmynd á borð við Funny About Love sem hefur dramatískan und- irtón. Kannski er það einnig rangt hjá leikstjóranum Leonard Nimoy að hafa ekki eingöngu haldið sig við grínið. Wilder leikur vdnsælan teikni- myndasöguhöfund Duffy. Dag einn hittir hina einu réttu. Eins og ger- ist og gengur er ástin mikil í til- hugalífinu eða allt þar til árangur samlífs í hjónbandi, bam, lætur bíða eftir sér. Nú fer í hönd langur tími hjá sérfræðingum en ekkert skeður. Það er sérstaklega Duffy sem þráir að eignast barn og á end- anum eyðOeggur þessi þráhyggja hans hjónabandið. í fyrirlestraferð einni hittir Wild- er unga stúlku sem hann fer að búa með og þau hafa ekki lengi búið saman þegar hún verður ófrísk, en þrátt fyrir hamingjuna með að loksins skuli hann verða pabbi er eitthvað sem vantar upp á... Leonard Nimoy leikstýrði á sín- um tíma hinni vinsælu Three Men and a Baby og er greinilegt að Funny About Love hefur átt að ná til sama hóps en því miður er hand- ritið ótrúlega leiðinlegt og með endi sem hefði þótt góður á tímum þöglu kvdkmyndanna og svo er leikur aðalleikaranna slæmur og er Wild- er sýnu verstur. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.