Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1991, Side 3
ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBERU991.
3
Fréttir
25 ára Reykvíkmgur gekk berserksgang 1 verbúð á Suðureyri:
Hótaði logreglunni og
fékk 8 mánaða f angelsi
- sagðist ætla að skjóta úr blysi og haglabyssu á héraðslögreglumenn
25 ára Reykvíkingur hefur verið
dæmdur í 8 mánaða fangelsi fyrir
að hóta tveimur lögreglumönnum
meö neyðarblysi í verbúð á Suður-
eyri í janúar síðastliðnum. Hann
var auk þess sakfelldur fyrir að
hafa hótað lögreglumönnunum því
að hann myndi skjóta í gegnum
hurð sem hann hafði læst að sér
ef þeir reyndu inngöngu. í dómin-
um var tekið mið af því að sakborn-
ingurinn var með athæfinu að ijúfa
skilorð vegna 6 mánaða skilorðs-
bundins fangelsisdóms sem hann
var dæmdur í árið 1989. Fyrri dóm-
urinn gerði það að verkum að 8
mánaða fangelsisdómurinn er
óskilorðsbundinn. Maðurinn fer
því í fangelsi.
Vopnaður kúbeini
Reykvíkingurinn bjó í herbergi í
verbúð í húsi á Suðureyri. Hann
lenti í deilum við annan íbúa ver-
búðarinnar að næturlagi. Báðir
voru ölvaðir. Deilunum lauk með
því að nágranninn fór með stúlku
inn í herbergi sitt og lokaði að sér.
Þetta þótti manninum miður og
ruddist inn í herbergið vopnaður
kúbeini. Hann lét höggin dynja á
herbergisveggjum og braut stórt
gat á hurðina. Mennirnir tókust
síðan á um kúbeinið með þeim af-
leiðingum að nágranninn hlaut
þungt högg á höfuðið. Stúlkan varð
svo skelfd að hún braut rúöu í
glugga og stökk út.
Tveir héraðslögreglumenn komu
síðan á staðinn. Þegar þeir höfðu
komið hinum slasaða út fóru þeir
inn í verbúðina aftur. Stóð þá árás-
armaðurinn við herbergisdyr sínar
með neyðarblys í höndum og virtist
ætla að kveikja í. Hann hótaði að
skjóta því að lögreglumönnunum
ef þeir hefðu sig ekki í burtu. Hann
sagðist einnig vera með haglabyssu
innandyra sem hann myndi nota
ef mennirnir færu ekki út úr ver-
búðinni. Eftir langar fortölur félist
hann síðan á að fara með mönnun-
um niður á lögreglustöð.
Engin byssa fannst
Lögreglan á ísafirði annaðist
rannsókn málsins. Hún leiddi í ljós
að hvorki byssa né flugeldur fund-
ust í verbúðinni en blysið fannst.
Hinn ákærði tók fram við yfir-
heyrslur að hann hefði ekki ætlað
að tendra blysið heldur aðeins þóst
ætla að gera það. Hann neitaði alf-
arið að hafa sagst vera með hagla-
byssu. Dómarinn tcddi hins vegar
sannað með samhljóða framburði
lögreglumannanna aö maðurinn
hefði haft í hótunum með þeim
haetti sem hann var ákærður fyrir.
Árið 1989 var maðurinn dæmdur
í 5 mánaða skilorðsbundið fangelsi
fyrir líkamsárás. Sá dómur var tek-
inn upp árið 1991 þegar maðurinn
var dæmdur fyrir þjófnað. Var refs-
ing þá ákveðin 6 mánaða skilorðs-
bundið fangelsi. Með dóminum fyr-
ir atvikið á Suðureyri voru hinir
tveir dómamir teknir upp og refs-
ing ákveðin 8 mánaða fangelsi,
óskilorðsbundið. Jónas Jóhanns-
son, héraðsdómari á ísafirði, kvað
upp dóminn.
-ÓTT
DV-mynd S
, RAFBUPIN
I NYJUM BUNINGI
Verslunin hefur verið endurhönnuð
ViS viljum koma til móts við hörðustu
kröfur um gæði og hönnun Ijósa
fyrir heimili og vinnustaði
RAFBUÐIN
AuSbrekku 11 • 200 Kópavogi *.sími: 42120
- Með auga fyrir Ijósi -
Stolið úr skartgripaversiun
Tilkynnt var um rúðubrot í Skart-
gripaversluninni að Skólavöröustíg3
um fimmleytið á laugardagsmorgun-
inn.
Þegar að var komið hafði skart-
gripum verið stolið úr glugganum en
viðkomandi hafði ekki fariö inn í
verslunina.
Öskjur lágu á víð og dreif fyrir utan
gluggann en enn er ekki vitað hversu
mikið tjónið er.
-ingo
Nagladekkin ekki undir fyrr en 1. nóvember:
Ökumenn mega ekkl setja nagla-
dekkin undir (yrr en 1. nóvember.
PAGUR
UOSSINS
Sérstök kynning ó
Ijósum og Ijósabúnaði
daglega þessa viku
kl. ló°0-1800og
laugardag kl. ÍO00-!^00
Sérstakar aksturs-
aðstæður þó ráðandi
SýningarsvæðiS
er aðgengilegra
og tæknileg róðgjöf
er alltaf til staöar
Ökumenn mega ekki setja nagla-
dekkin undir fyrr en 1. nóvember. í
reglugerð frá því í desember 1989
stendur að keðjur og neglda hjól-
barða megi ekki nota á tímabilinu frá
og með 15. apríl til og með 30. októb-
er nema þess sé þörf vegna sérstakra
akstursaðstæðna. Þar til í fyrra var
miðað við 15. október en nú hefur
„nagladagurinn" verið færður til 1.
nóvember. Samkvæmt heimildum
DV var það ekki síst gert til að sætta
ákveðin sjónarmið. Var andstaða við
notkun nagladækkja áberandi hjá
gatnamálastjóra í Reykjavík sem aft-
ur mátti rekja til mikils shts á götum.
Fljúgandi hálka hefur veriö á fjall-
vegum og heiöarvegum undanfarið
og allra veðra von víðast hvar á land-
inu. Norðanáhlaupi er spáð í vikunni
og má búast við lélegri færð víða.
Eins og fram kemur í reglugerðinni
má nota nagaldekk fyrir 1. nóvember
krefjist sérstakar akstursaðstæður
þess.
„Ef maður er að fara út úr bænum
þessa dagana þarf maður að vera á
nöglum til að vera alveg öruggur.
Annars spila menn þetta eftir að-
stæðum. Ef maður þarf að fara mikið
út úr bænum þegar komið er fram í
október er ekki hægt að ætlast til
þess að maður sé sífeUt að skipta um
dekk þegar í bæinn er komið. Þess
vegna er nú séð í gegnum fingur með
það ef einhver er þegar kominn á
nagladekk," sagði Sigurður Helga-
son, upplýsingafulltrúi hjá Umferð-
arráði, við DV.
í samtali við lögregluna var DV tjáð
að fara ætti eftir þessum dagsetning-
um en þær væru þó til viðmiðunar.
Ekki væri hægt að ætlast til að ailir
kæmust á dekkjaverkstæði í einu,
auk þess sem aðstæður réöu um
notkun nagladekkja hverju sinni.
Einhver frávik frá dagsetningunum
væru því óþjákvæmileg. -hlh Hérsésthverniarúðanvarbrotinenaluaainnfyririnnanvartómureraðvarkomið.