Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1991, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1991, Page 9
ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991. 9 Vetrarbrautin eins 09 vindill Japanskur stjörnufræðingur hefur komist að því eftir þriggja ára þrotlausar rannsóknir að Vetrarbrautin er í laginu eins og vindilL Niðurstöður sínar byggir vís- indamaðurinn aðallega á dreif- ingu þéttleika gass í miöhluta stjörnuþokunnar. Vetrarbrautin, stjömuþokan þar sem sólkerfi okkar er, sam- anstendur af ótal stjömum sem eru næstum ósýnilegar berum augum á jörðu niðri. „Þaö er mjög erfitt að ákvarða lögun stjörnuþokunnar af því að við búum í henni,“ sagði vísinda- maðurinn, Naomasa Nakai, sem vinnur við stjörnuathugunarstöð ríkisins. Hann sagði að áður hefðu menn almennt haldið að Vetrarbrautin væri gormlaga. Mannskaðaveð- uráSikiley Átta manns Iétu lífið á Sikiley og níu manna er saknað eftir ofsaveður sem gekk yfir mörg héruð itaiíu um helgina. Ár og lækir flæddu yfir bakka sína og vegir og járnbrautarlínur fóm í sundur um allt landið. Þeir hlutar Feneyja sem lægst liggja vom undir mörgum sentímetrum af sjó. Lögreglan skýrði frá því að mörg umferðarslys hefðu orð- ið þegar sky ggni varð nánast ekk- ert. Haugheyekki parvinsæll Tveir afhverjum þremur kjós- endum á írlandi vilja aö Charles Haughey forsætisráöherra segi af sér embættL Þetta eru niðurstöður skoðana- könnunar sem birt var í gær í blaðinu Irish Times. Vinsældir Haugheys hafa dalaö verulega vegna fjölda fjármála- hneyksla i ríkisfyrirtækjum og nú segir samstarfsflokkur hans i ríkisstjórninni, framsæknir lýð- ræðissinnar, að hætta steðji að stjórnarsamkomulaginu. Fyrr í mánuðinum átti Haug- hey í vök að verjast í eigin flokki, Fianna Feil, þegar reynt var að bola honum úr embætti flokks- formanns. Stjórnarflokkarnir tveir sem hafa eins sætis meirihluta í írska þinginu ætla að hittast í vikunni til að ræða framtíðaráform ríkis- stjómarinnar áður en van- trauststillagan verður borin upp. Bræðurnirsýkn- aðiríPakistan Tveir bandarískir bræður, sem höföu verið dæmdir til að missa hönd og fót fyrir bankarán sem þeir neituðu aö hafa framið, vom sýknaðir af öllum ákærum í gær. Hvorugur bræðranna var í rétt- arsalnum þegar úrskurðurinn var kveðinn upp. Þeir vom leyst- ir úr haldi í Peshawar síðdegis í gær. Bræðumir hafa báðir snúist til íslamstrúar. Aöalræðismaður Bandaríkj- anna lýsti ánægju sinni með pa- kistanska dómskerfiö og sagði við fréttamenn: „Við erum mjög ánægðir með að landar okkar hafa veríð sýknaðir af þeim glæp- um sem þeir voru ákærðir fyrir.“ Bræðurnir, sem heita Daniel og Charles Boyd en ganga nú undir íslömsku nöfnunum Saifullah og AsaduUah, vom dæmdir í síðasta mánuöi fyrir aö hafa rænt um tvö hundruð þúsund krónum úr banka i Peshawar. Dómari við áfrýjunardómstólinn sagði hins vegar að sannanir á sekt þeirra Skorti. Reuter Útlönd meðtólflík- umífimmár Beinagrindur tólf manna hafa fundist í brunni í Austur-Mexikó. Talið er að mennimir hafi allir látið lífið átökum við ríkan land- eiganda á svæðinu fyrir fimm árum og verið varpað í branninn til að morðin kæmust ekki upp. Brunnurinn hefur verið í notkun til þessa dags. Lögreglan fann líkin eftir að hún hafði fellt landeigandann, Toribio Gargallo Peralta að nafni, ásamt fjórum meðreiöarsveinum hans i skotbardaga í síðustu viku. Þegar farið var að rannsaka svæðið fundust líkin í bmnnin- um og fleiri lík í öðrum brunni sem lokaö var fyrir nokkurm ámm. Lögreglan segir að ekki séu enn öll kurl komin til grafar á yfirráðasvæði landeigandans. Gullbrjósta- höld Madonnu Poppstjarnan Madonna hefur gefiö gullbrjóstahöld sín til styrktar heimilislausum í Bret- landi. Verða brjóstahöldin seld á uppboði í Manchester þann 17. nóvember ásamt fiölmörgum öömm munum sem ýmsar popp- sfiörnur hafa átt. Það er söngkon- an Annie Lennox sem stendur fyrir uppboðinu. Gullbrjóstahöld Madonnu voru hönnuð af Frakkanum Jean Paul Gautier. Hún haiði þau á síðustu tónleikaferð sinni. Brjóstahöldin eru keilulaga og vöktu verulega athygli. Grýttu eggj- umísendi- herrann Rikissfióm írans hefur neitað að samþykkja afsökunarbeiöni ítölsku sfiórnarinnar vegiia þess að aðsúgur var gerður að sendi- herra írana á Italiu í bænum Rimini í gær. Sendiherrann var þá grýttur með eggjum fúllum af málningu. Reuter 3 MANAÐA OKEYPIS ASKRIFT TIL ALLRA BRÚÐHJÓNA SEM GANGAIÞAÐ HEILAGA 12.10-31.12.91 Allt sem þú þarft að gera er að senda þennan seðil til: DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík, merkt „Brúðargjöfín“. Sími 91-2 70 22. Fax 91-2 70 79. Sjá næstu síðu Baráttukona fær friðarverðlaunin Burmískir útlagar í Tælandi efndu til veisluhalda til að fagna því að mannréttindabaráttukonunni og leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Aung San Suu Kyi, voru veitt friðar- verðlaun Nóbels í gær. Hún situr nú í stofufangelsi. Sérfræðingar telja þó hættu á aö verðlaunaveitingin gæti aukið á kúgunina í heimalandi þeirra. Allt var hins vegar með kyrr- um kjörum. Fjölmiðlar í Burma, sem eru undir ströngu eftirliti ríkisvaldsins, hafa ekki skýrt frá verðlaununum og rík- isstjórn Burma hefur ekki sent frá sér neina formlega yfirlýsingu. Bur- miskir stjórnarerindrekar í Tælandi sogðu hins vegar að verðlaunaveit- ingin væri íhlutun í innanríkismál landsins. Ekki er ljóst hvort Suu, sem hefur veriö í stofufangelsi á heimili sínu í meira en tvö ár, viti um heiðurinn sem hefur falliö henni í skaut. Norska nóbelsnefndin veitti henni friðarverðlaunin fyrir friðsama bráttu hennar fyrir lýöræði og mannréttindum innan stjórnkerfis sem einkennist af grimmd. Suu er leiðtogi lýðræðisbandalags- ins í Burma sem fékk 82 prósent at- kvæöa í kosningum sem haldnar voru í maí 1990. Herforingjastjórnin í landinu hefur aldrei viðurkennt kosningaúrslitin og leiðtogar lýð- ræðisbandalagsins hafa flestir verið settir á bak við lás og slá. Miklar vinsældir Suu meðal burm- iskrar alþýðu má að hluta til rekja til þess að hún er dóttir Aung San, mannsins sem kallaður hefur verið „faðir þjóðarinnar“. Hann leiddi bar- áttuna gegn nýlenduveldi Breta og var myrtur 1948, hálfu ári eftir sjálf- stæöi Burma. Gro Harlem Brundtland, forsætis- ráðherra Noregs, og Thorvald Stolt- enberg utanríkisráðherra lýstu bæði yfir ánægju sinni með verðlaunaveit- inguna í gær. Hið sama hafa ráða- menn um allan heim gert. Brundt- land sagði að með henni væri verið aö rétta fram hönd til þeirra afla sem leggja áherslu á samvinnu og viö- ræöur. Norska ríkisstjórnin vonar að sá boöskapur, sem felst í verðlaunun- um, muni leiða til hófsemi og stilling- ar þar sem ofbeldið ræður ríkjum. NTB og Reuter DV BRÚÐAR • •• r* gjofm Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Burma, hlaut friðarverðiaun Nóbels í gær. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.