Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1991, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBÉR 1991.
13
Menning
Freisting vampírunnar: ★★
Svartur húmor
Sveitamaðurinn Joel er að læra til prests en efinn
nagar hann svo að hann heimsækir bróður sinn sem
býr í stórborginni. Þegar þangað er komið flækist
hann í net kvenvampíru sem herjar á nálægan bar.
Þessi „hrollvekja" er gerð af svertingjum, en kvik-
myndargerðarmenn úr þeirra röðum hafa látið mikið'
tii sín taka undanfarið. James Bond III er augljóslega
nýgræðingur í leikstjórninni og myndin hefur yfir sér
mikinn áhugamannablæ. Freistingin til að prófa allt
kemur niður á heidarsvip myndarinnar. Hljóðinu er
ábótavant og sviðsmyndir eru ódýrar. Sagan er frekar
innihaldslítil og persónur einfaldar en það má hafa
dálítið gaman af henni því hún tekur sig ekki of alvar-
lega. Leikararnir eru flestir atvinnumenn úr ýmsum
miðlum og Bond III leikur sjálfur Joel, prestinn sem
togast milli köllunar sinnar og freistingu vampírunn-
ar. Bill Nunn (Radio Raheem í Do the Right Thing)
er seinheppinn fastagestur á barnum. Kvenvampíruna
Kvikmyndir
Gísli Einarsson
leikur Cynthia Bond og hún er ótrúlega góð miðað við
aðstæður. Alls ekki afleit byrjun fyrir James Bond III
en það má deila um það hvort svona eigi heima í bíói.
Def by Tempfation (bandarisk 1990, enginn texti). Handrit og
leikstjórn: James Bond III. Kvikmyndataka: Ernest Dickerson.
Denis Quaid og Tamlyn Tomita leika hjón sem eru aðskilin i síðari heimsstyrjöldinni.
Bíóborgin - Komdu með í sæluna: ★★
Keyrt á tómu
Ljúf ástarsaga til aö byrja með en um miðja mynd
er söguefnið búið og það gerist ekkert eftir þaö.
Alan Parker hefur gert margar afhragðsmyndir en
hann færist of lítið í fang með Come See the Paradise
og árangurinn er langt fyrir neðan hæflleika hans.
Dennis Quaid leikur írskan verkalýðsbaráttumann.
Hann hefur lent upp á kant við samtökin og flyst til
San Fransisco þar sem hann fær vinnu sem sýningar-
stjóri í bíó í Litlu-Tókýó, hverfl japanskra innflytjenda
og afkomenda þeirra. Hann og ung japönsk stúlka,
Lily (Tamlyn Tomita), fella hugi saman en eru aðskil-
in þegar herinn flytur japanskættað fólk í fangabúðir
í öryggisskyni eftir árásina á Pearl Harbour. Parker
fjallar aftur (eftir Mississippi Burning) um svartan
blett í Bandaríkjasögu því að japanskættað fólk þar
taldist ekki til ríkisborgara fyrir stríð. Myndin byrjar
mjög vel og skemmtilegar og athyglisverðar persónur
eru kynntar. Quaid er góður að vanda og Tomita er
framúrskarandi. Þegar í fangabúðirnar er komið dett-
ur botninn alveg úr sögunni. Aðbúnaður þar var ekki
svo slæmur þannig að það myndast engin dramatík í
kringum það. Quaid lendir ekki í búðunum en er
kvaddur í herinn í staðinn svo að hann gerir ekki
mikið eftir það. Það eina sem er eftir er óréttlætið sem
Japanirnir voru beittir og hvernig þeir tóku því að
vera allt í einu orðnir fangar í eigin landi. Það og áhrif
Kvikmyndir
Gísli Einarsson
þess á bróður Lily er það eina góöa við seinni hluta
myndarinnar en hún dvelur ekki nógu lengi við það
til að það sé áhrifamikiö. Persónur eru of margar til
þess að nærskoðun geti átt sér stað og frábær leikhóp-
ur fer í súginn.
Áherslur Parkers eru vel meintar en dramtískt séð
þá eru þær rangar. En þó að myndin sé að mörgu leyti
mistök þá er líka margt gott í henni og hún er alltaf
falleg á að líta.
Come See the Paradise (Band-1990) Handrit og leikstjórn:
Alan Parker.
Bíóborgin-Brúðkaupsbasl: ★★
Skipulagt kaos
Enn ein róleg fjölskyldumynd frá Alan Alda sem er
athyglisverð fyrir eitt óborganlegt aukahlutverk.
Alda leikur fjölskylduföður og byggingarverktaka
sem er upp fyrir háus í vandamálum. Yngri dóttirin
(Ringwald) er að fara að gifta sig og Alda yfirbýður
tengdaforeldrana til þess að fá að halda veisluna.
Mafíósi (LaPaglia) er að fara á fjörurnar við eldri dótt-
urina sem er lögga og ofan á allt annað þá ætlar mág-
ur hans (Pesci) að nota hann sem lepþ í óheiðarlegum
viðskiptum. Ekki það að skilja að ástandiö sé hetra
hjá mági hans. Hann er í slagtogi með mafíósum
(Y oung) og konan hans (O’Hara) svíkur hann í fjármál-
um meðan hann svíkur hana í ástamálum.
Myndir Alda hafa alltaf verið of tannlausar til þess
að vera meira en stundargaman og þessi sker sig ekki *
úr nema að því leyti að leikhópurinn er betri en vana-
lega. Það er of mikið að gerast og persónumar eru of
hvítþvegnar til að geta átt heima einhvers staðar ann-
ars staðar en í bíólandi.
En myndin er þess virði að sjá hana, bara vegna
leiks Anthonys LaPaglia sem leikur upprennandi
mafíósa. Hann er svo ofboðslega kurteis og tilhtssam-
ur og ítalskur (hann er Ástrali) að myndin lifnar viö
í hvert skipti sem hann sést. Þetta er fyrsta kvikmynd
hans og það er óhætt að segja að fáir leikarar hafi
Kvikmyndir
Gísli Einarsson
byijað svona vel. Það verður gaman að fylgjast með
honum en næstu hlutverk hans verða í One Good
Cop, 29th Street og He Said, She Said.
Betsy’s Wedding (bandarísk 1990, 94 min.). Handrit og leik-
stjórn: Alan Alda (A New Llfe, Sweet Liberty). Leikarar: Alan
Alda, Joey Bishop (Delta Force), Madeline Kahn (High Anxi-
ety), Anthony LaPaglia (One Good Cop), Catherine O’Hara
(Beetlejuice), Joe Pesci, Molly Ringwald, Ally Sheedy (Only
the Lonely), Burt Young (Rocky 1-5).
ODYRAR SIDBUXUR
Seljum í dag og næstu daga
síðbuxur á kr. 1990 og kr. 2500.
ELÍZUBÚÐIN,
Skipholti 5,
sími 26250
TRYGGINGASTOFNUN
RÍKISINS
©
STYRKIR TIL BIFREIÐAKAUPA
Tryggingastofnun ríkisins veitir hreyfihömluðum
styrki til bifreiðakaupa. Nauðsyn bifreiðar vegna
hreyfihömlunar skal vera ótvíræð.
Umsóknareyðublöð vegna úthlutunar 1992 fást hjá
afgreiðsludeild og upplýsingadeild Tryggingastofn-
unar ríkisins, Laugaveg 114, og hjá umboðsmönnum hennar um land allt. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember. Tryggingastofnun ríkisins
Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Lambastekkur 6, þingl. eig. Friðrik H. Sigurðsson, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 17. október ’91 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru Magnús Norðdahl hdl. og Gjaldheimtan í Reykjavík.
Gyðufell 6, hluti, þingl. eig. Kristinn Eiðsson og Þórunn Haraldsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 17. október ’91 kl. 17.00. Uppboðsbeiðandi er Jón Eiríksson hdl.
Lyngháls 3, austurendi miðhæðar, þingl. eig. Helgi og Magnús sfi, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 17. október ’91 kl. 18.00. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík.
Hólaberg 24, þingl. eig. Hjálmtýr G. Hjálmtýsson, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 17. október ’91 kl. 16.30. Uppboðsbeiðendur eru Gjald- heimtan í Reykjavík, Veðdeild Lands- banka íslands og Innheimtustofhun sveitarfélaga. Selásland 15A, þingl. eig. Viðja hf., fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 17. október ’91 kl. 17.30. Uppboðsbeiðend- ur eru Fjárheimtan hf., Gjaldheimtan í Reykjavík, Ásdís J. Rafriar hdl., Baldvin Halsteinsson hdl. og Islands- banki hf.
Hraunbær 102,01-04, þingl. eig. Magn- ús Ólafsson og Laufey Stéfánsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 17. október ’91 kl. 16.00. Uppboðsbeiðend- ur eru Tómas H. Heiðar, lögfr., Gjald- heimtan í Reykjavík og Þórólfúr Kr. Beck hrl. Vesturlandsbraut, verkstæði, þingl. eig. Aðalbraut hf., verktaki, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 17. október ’91 kl. 15.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. BORGAKFÓGETAEMBÆTTIÐ í REYKJAVÍK
ATHUGIÐ!
Auglýsingadeild
hefur tekið í notkun
faxnúmerið
91-626684
sem er bein lína til
auglýsingadeilar.
Faxnúmer annarra deilda DV
er áfram
91-27079
Auglýsingadeild
Þverholti 11
105 Reykjavik